Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 6
VlSIR . Mánudagnr 25. Janúar n ofjariar Víkinga Ska toppinn í gær Innileg faðmlög milli þeirra Hermanns Gunnarssonar í Val og Georgs Gunnarssonar, sem verst. ------—--------------------------<5 Njarðvíkingar sitja einir eftir á botninum — effir tap gegn Valsmönnum i gærkvöldi ^Valsmenn voru greinilega betri aðilinn í gærkvöldi, þegar þeir léku við Víking í 1. deildinni í handknatt- leik. Með öruggum sigri sínum, settust Valsmenn í toppsæti 1. deildar, — um sinn a. m. k., meðan FH hefur ekki leikið sinn 5. leik. Víkingar reyndust sem fyrr hafa furðu lélega vöm og markvarzlan var í hálfgerðum molum, enda þótt hún væri e. t. v. öllu skárri nú en oft áöur. Valur komst I 4:1 í byrj- un og haföi þetta 3—4 mörk yfir í fyrri hálfleik, en undir lok hálf- leiksins juku Valsmenn forskotið upp f 5 mörk og höfðu yfir 15:10 í hálfleik, nokkuð sannfærandi yfir- burðir Valsmanna. Siðari hálfleikinn heldu Vals- menn þessu forskoti sínu og juku nokkuð við það. Stundum var engu líkara en aö Víkingunum væri að heppnast að jafna leikinn, en þó fór aldrei svo, jafnvel þegar tveim Valsmönnum var vfsað af velli, 'þeim Ágústi og Bjama Jónssyni, tókst Víkingum ekki að síga neitt á að gagni. Valssigurinn 26:20 var því sann- gjam. Það er glans yfir Valsliöinu um þessar mundir. Ekki bara nýr og fallegur æfingabúningur, heldur líka yfir leik liðsins öllum. Verð- ur gaman að sjá liðið í leik gegn FH og Fram. Víkingar eru nú mjög hætt komn ir, — aðeins eitt einasta stig eftir fyrrl umferðina. Vinna verður að vamarmálum liðsins eftir mætti, og þá lagast markvarzlan áreiðan- lega l'fka. Georg og Guðjón voru beztu menn Víkings, en af Vals- mönnunum bar mikið á Bergi Guðnasyni, og Ólafur Jónsson og Jón Karlsson léku skínandi leik. Dómarar vom þeir Eysteinn Guð- murtdsson og Þorvarður Bjömsson og dæmdu yfirleitt vel, en ein 3—4 atriði í dómum þeirra voru þó nokkuð „krítísk". Mörkin fyrir Val: Bergur 9 (5 úr vftum), Ólafur Jónsson 5, Bjami Jónsson og Jón Karlsson 3 hvor, Hermann 2, Ágúst, Gunn^teinn, Stefán Gunnarsson og Stefán Sandholt eitt hvor. Fyrir Víking skomðu: Guðjón 7, Georg 6 (3 úr vítum), Sigfús 2, Páll, Gu'ðgeir, Jón Ólafsson Magnús og Gunnar eitt hver. -jbp- Björgvin Björgvinsson I mikl- um ham gegn Haukunum i gærkvöldi. Sjaldan eða aldrei hefur körfu- boltamótið verið eins tvísýnt og nú. Þó að ÍR virðist nú hvað sigur stranglegast, er samt aðeins hægt að útiloka tvö lið eða þrjú, þ.e. UMFN, Val og HSK. Þau fjögur lið sem eftir em, geta öll sigrað, eins og málin standa nú, en Ifldega er bezt að spá engu um úrslit, en bíða og sjá hvað kemur f ljós við næstu leiki. Leikirnir í gærkvöldi vom mjög skemmtilegir og hart barizt, eink- um í leik Vals og Njarðvfkinga. í leik ÍR og HSK var strax auöséð að ÍR-ingar voru ákveðnir í að vinna leikinn. Þeir náðu strax vel yfir, og var staðan í hálfleik 37— 25 fyrir ÍR. I seinni hálfleik sigldu ÍR-ingar svo hraðbyri fram úr, og sigruðu með yfirburöum 89—61. Flest stig skoruðu hjá ÍR, Agn- ar og Kristinn 25 hvor Þorsteinn 12 og Birgir 10 stig. Hjá HSK voru stigahæstir, Ein ar, sem skoraði 21 stig og Anton 15 stig. Leikur Vals og Njarðvík- inga var mjög spennandi, enda átt- ust þar við tvö neðstu ldðin í deild inni. Hvorugt liðið hafði fengið stig f keppninni til þessa svo að til mik ils var að vinna. Njarðvíkingar byrj uðu vel og skoruðu strax, en sú dýrð stóð ekki lengi, því að Vals- menn tóku fljótlega f taumana, og eftir 5 mínútur var staðan orðin 16 1—8 fyrir Val. En leikurinn jafnað ist fljótlega, og vom Valsmenn oft 1 ast yfir þar til aS á 18 mín, að Njarð vlldngar komast aftur yfir og höfðu þeir forystu í hálfleik, 41—38. — Fram undir miðjan seinni hálfleik hélzt leikurinn enn jafn, en þá var það að Þórir Magnússon bezti maður Vals meiddist og varð hann að fara út af. Bjóst maður þá við að Valsmenn myndu missa tökin á leiknum, en það reyndist ekki vera, og skoruöu þeir í staðinn hvað eftir annað og virtust aðeins eflast viö mótlætið. Undir lokin reyndu Njarövfkingar að minnka muninn, en án árangurs og Valsmenn sigruöu með 69—58 og komust þar með af botninum a.m.k. fyrst um sinn. Hermann Gunnarsson, hirni kunni miðherji Vals í knattspym- unni kom nú beint úr Laugardals- höllinni, þar sem hann lék í handknattleik og lék hann með Val gegn Njarðvfkingum í kvöld og átti ágætan leik, einkum er hann kom inn á undir lokin. Stigahæstir einstaklingar voru hjá Val, Þórir 28, Sigurður 19 og Kári 10 stig. Hjá Njarðvíkirigum skoruðu flest stig Edward 14, Hilm ar 12 og Gunnar 6 stig. Á undan þessum tveim leikjum fór fram einn leikur í 2. deild, UMFS sigraði UBK með 72—33 (39—15). Allir leikirnir fóru fram í íþrótta húsinu á Seltjamamesi fyrir nær fullu húsi áhorfenda. Þá var og leik inn einn leikur í 1 deild á lauear- dag, norður á Akureyri, en þar sigraði Þór Ármann með 59 stigum gegn 54. Framarar sýndu á sér nýja og betri hlið — jbegar þeir gjörsigrubu Hauka með glæsilegri byrjun Það var engu líkara en Framliðið kæmi akandi á nýrri og kraf tmeiri vél, þeg ar liðið mætti til leiks í gær kvöldi í 1. deildinni í hand- knattleik gegn Haukum. Haukamir voru hreinlega rotaðir tæknilegu rothöggi á fyrstu 15 mínútum leiks- ins. Þaö var sannarlega ekki falleg sjón, sem blasti við Hauka-aödá- endum á ljósatöflunni, 7:1. En söng ur aðdáenda Fram hélt áfram margefldur, áreiðanlega hefur hvatningarsöngurinn úr Hárinu haft hin beztu áhrif á leikmenn Fram, sem léku Hauka grátt. Framliöiö, sem tapaði fyrir ÍR á dögunum og það sem sigraði Hauka f gær, á fátt skylt nema nafn ið. Gjörbreyting hefur orðið á Fram liðinu, og er greinilegt að um mitt mót verður sú breyting á aö Fram- liðiö er meðal FH og Vals í hópi toppliðanna. Haukar virðast í ein- hverri heljarstórri lægð sem stend- ur. Líklega eru beir of illa mann- aðir til að ná langt um þessar mundir. Virðist liðiö aðeins hafa fáa leikmenn og skiptimenn ekki af sama gæðaflokki og aðalmenn liðsins. 1 Fall er fararheill, það sannaðist, þegar skot frá Ólafi Ólafssyni slys- aðist milli handa Þorsteini mark- veröi á fyrstu mínútunum í gær- kvöldi. En eftir þetta fylgdu 7 mörk, mjög glæsileg, frá Fram. Til- raunir Haukanna voru fálmandi og vonlausar að þvf er virtist. Eftir þetta var aldrei um neina keppni að ræða. Fram hélt þessari miklu markaforustu og eins og þeirra var von og vísa, glopruðu þeir engu af því niður, sem þeir höfðu áunnið sér. í hálfleik var staðan 12:6 fyrir Fram og 'í seinni hálfleik héldu Framarar bítandi og hægt áfram að skora. Þeir voru greinilega betri aöilinn f þessari viöureign, léku betur á allan hátt. Um leið og Framaramir áttu ágætan leik, var eins og allur máttur væri úr Hauk- um dreginn. Undir lokin gerðist það að Þor- steinn Bjömsson, sem hafði variö mjög vel, m. a. tvö vítaköst, fór f furöulegt ferðalag, Hann rak knöttinn áfram og lék á leikmenn Haukanna og komst allt inn á línu og skaut. Ekki var skotfimi hans mi'kil, Pétur „kollega" hans varði i hom, og skaut síðan yfir völl- inn og skoraði hiá Þorsteini, sem var aö tölta f markið sitt. Ekki var betta bó mark bvf knbtturinn tald ist ekki kominn i leik. Þetta var undir lokin og urðu úrslitin því þau að Fram vann 21:15 og koma úrslitin sannarlega á óvart. Mörkin fyrir Fram: Pálmi 5 (3 úr vítaköstum) Axel 4, Björgvin og Guðjón 3 hvor, Sigurbergur og Gylfi 2 hvor og Stefán og Amar eitt hvor. Fyrir Hauka skomöu: Sig. Jóa- kimson og Þórarinn Ragnarsson 4 hvor (Þórarinn 3 úr vitum), Ól. Ólafsson 3 og Stefán og Þórður 2 hvor. Dómarar voru Reynir ólafsson og Bjöm Kristjánsson og leystu sfn störf vel af hendi. Áhorfendur voru mjög margir eins og verið hefur í vetur. -jbp- Handknattleikur: Staðan í 1 deild Staöan 1 detldinm i hand- knattleik karla er þessi eftir leikina í gærkvöldi: Valur—Víkingur 26:20 (15:10) Fram—Haukar 21:16 (12:6) Valur 5 4 0 1 8 92:78 FH 4 3 1 0 7 77:70 Fram 5 2 1 2 5 87:90 Haukar 5 2 0 3 4 77:87 ÍR 4 1 1 2 3 77:82 Vikingur 5 0 1 4 1 87:99

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.