Vísir - 26.01.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 26.01.1971, Blaðsíða 1
LANGAR YÐUR Í ORÐU? í Danmerkurför forseta íslands á síðastliðnu ári, veitti hann dönsk um alls 51 fálkaorðu — hin íslenzka fálkaorða var fyrst veitt árið 1944, en hægt er að veita fyrst riddara- kross, þá stórriddarakross, stjörnu stórriddara 0g stórkrossstjörnu. Orðunefnd veitir borgurum þessa lands og annarra orður og fer þá að tillögu ýmissa manna, en kann- ar að sjálfsögðu sjálf feril viðkom andi — þessar upplýsingar og fleiri komu fram er orðunefnd svaraði spurningum Vísis um oröuveiting- ar. — Sjá bls. 9. Loðnan er að koma Gangan á hraári leib suður — 25 faðma þykkar torfur úti af Langanesi Loðnutorfur hafa kom- ið allt upp á 15—20 faðma dýpi úti af Langa nesi og virðist þar vera um verulegt magn að ræða. Torfurnar voru af ýmsum stærðum, allt frá smápeðrum upp í 25 faðma þykkar. Að sögn Hjálmars Vilhjálmsson- ar, Ieiðangursstjóra á rannsóknarskipinu Áma Friðrikssyni, er þetta samkvæmt sýnis- hornum, sem tekin voru úti af Langanesi á laug- ardaginn mjög stór, kyn þroska loðna, 15—20 cm löng og 3ja til 4ra ára gömul. Hjálmar sagið að þama væri á ferðinni fyrsti bluti hrygn- ingargöngunnar, sem árlega fer suöur með Austurlandi og vest ur með Suðurlandi þar sem loðn an hrygnir á útmánuðum. Loðn an er heldur seinna á ferðinni en í fyrra, en þá varð hennar vart 60—80 sjómflur réttvísandi ANA frá Langanesi 13. janúar. Nú er loðnan hins vegar komin suður á móts við Langanes — um 60 mílur undan og heldur suður og suðaustur á bóginn. Enn mun þó erfitt að veiða loðnuna, því að hún heldur sig lítið viö yfirborðið. Á daginn heldur hún sig mest á 100—150 faðma dýpi og þótt torfu og torfu skjóti upp á 15 faðma dýpi heldur loðnan sig mest niðri á 40—70 föðmum. Að sögn Hjálmars virðist loðn an vera í fremur stórum torfum yfirieitt. Rannsókn hefur þó ekki boriö fullan árangur vegna veðurs, en leitarskipin Ámi Friðriksson og Seley urðu að leita upp undir land á sunnu- dag vegna veðurs. Þau eru nú aftur komin út á loðnuslóðir og munu fylgjast meö göngu loðn unnar suður með Austfjörðum. Búast má við að loðnan verði ekki almennilega veiðanleg fyrr en hún kemur að SA-landinu. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða. —JH STÍTDENTSALDURINN GÆTI ORÐIÐ ÁRI LÆGRI GEYSIMIKLAR breytingar eru ráðgerðar á skólakerfinu í frum varpinu um nýtt skólakerfi, sem ríkisstjómin lagði fram á Al- þingi í gær. 1 þessu frumvarpi kemur það m.a. fram, að skyldu námið mun samanstanda af grunnskóla, sem nær yfir fyrstu 9 skólaárin. Þá gefst kostur á ýmiss konar framhalds menntun m.a. þriggja til fjögurra ára námi til undirbúnings námi á háskólastigi, sem merkir að stúdentsprófsaldurinn getur lækkað um eitt ár. f dag verður væntanlega lagt fram annað frumvarp á Alþingi, er fjaliar um grunnskólann sérstak- lega. Helztu breytingar á skyldunáms- stiginu verða þær, að mörkin milli barnafræðslu og gagnfræðastigs verða þurrkuð út, f staðinn kemut skyldunámsstig, sem nær vfir fyrstu 9 skólaárin. Það felur í sér tvær meginbreytingar, annars veg ar lengingu skólaskyldu úr 8 árum í 9 ár og hins vegar er felldur nið- ur fjórði bekkur gagnfræðastigsins, eins og það er nú. Nemendur munu fá sama kennslumagn á 9 árum skyiduskólans og þeir fá nú á 10 árum. Það fæst með áriegri leng- ingu skólatimans í 7. til 9. bekk um einn mánuð, fjödgun vikustunda i 1. til 8. bekk og betri nýtingu skóla ársins. Talið er að lenging skólaskyld- unnar muni fyrst og fremst hafa áhrif í dreifbýli. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að allir þeir. sem lokið hafa námi í grunnskóla eigi kost á framhalds námi við sitt hæfi á framhaldsskóla stigi. Er þar f stórum dráttum um þrenns konar nám að ræða. Tveggja ára nám til undirbúnings undir störf eða undir nám f ákveðnum sérskólum, þriggja til fjögurra ára nám til undirbúnings námi á há- skólastigi eða til almennrar mennt unar. Nám f ýmsum sérskólum, Reyni oð þjarma oð honum ! — Þetta er mjög mikilvæg skák, I ég stend aðeins betur og er að | reyna að þjarma dálítið að honum, NUIIMINN og við Tækni og skipulagning er undirstaða efnahagslegra fram- fara nútímans. Þetta vita allir. Margir eru þó tregir til að not- færa sér tæknina til hins itrasta. Smiðirnir í þessari byggingu við Laugaveg hurfu þannig 20 ár aft ur í tímann f gær. Ljósmyndari Vísis tók þessa skemmtilegu mynd i gær, þegar 10 menn unnu að því í hálfa klukkustund að handlanga timbur upp á níundu hæð. Þetta hefðu 1—2 menn ge*að unnið á 10 mínútum með spiii og taliu. Svona gleyma menn stundum nútímanum. — VJ sagði Friðrik Ólafsson, skákmeist- ari við Vísi í morgun, eftir að skák hans á móti Anderson hafði farið f bið þriðia sinni, að loknum 73 leikjum. í gær gerðist sá sögulegi atburð- ur í Bewerwijk að Kortsnoj tapaði fyrir Hollendingnum Ree, eftir að skákin hafði farið í bið. Önnur úr- slit í gær urðu þau að Gligoric vann Hort og Hiibner vann Lange- weg, en aðrar skákir urðu jafn- tefli: Donner og Najdorf, Mecking og Lengyel, Petrosjan og Ivkov, Van en Berg og Kuyperes. Friðrik teflir í dag við Lengyel en bið- skákin þeirra Andersons verður tefld í kvöld. — JH sem veita sérmenntun til ákveð- inna starfa. Til inngöngu í há- skóla þarf stúdentspróf. Þó getui menntamálaráöuneytið að fengnu áliti háskólaráðs ákveðið önnur inn tökuskilyrði í einstaka háskóladeild ir, ef þörf gerist. Á háskólastigi teljast í frumvarpinu Hásköli ís- lands og þeir skólar aðrir, sem gera sömu kröfu til inngöngu og hann. Til þeirra munu teljast kenn arahásköli, þegar stúdentspróf er orðið inntökuskilyrði þar, e.t.v. tæknihásköli, sem tæki nemendur úr Tækniskóla Islands o. fl. —SB Gasklefinn eðo ævi- langt fangelsi fyrir Manson — sjá bls. 3 Veitir læknis- ráð / radíóinu „Við hefðum getað sent Gljáfaxa í gærdag, hefðu þeir í veðurathugun arstöðinni f Daneborg ekki óskað eftir því, að ferðinni yrði frestað fram á miðvikudag,“ sagði Sveinn Sæmundsson. blaðafulltrúi Flugfé- lagsins í morgun. „Við bíðum nú bara eftir því, að fá nauðsynlegar upplýsingar um flugveður til Grænlands, sem og fyrirhugaðan lendingarstaö Gljá- faxa þar til að get útbúið flugvél ina af stað“, sagði Sveinn ennfrem ur. Kvað hann það miklu máli skipta hvers kyns lendingarsfaður flugvélinni yröi valinn, þar eð skíða útbúnaður yrði ekki settur á vélina nema brýna nauðsyn bæri til. Bæði væri það nefnilega tímafrekt starf °g Þyngdi vélina til muna. Af hermönnunum tveimur, sem bíða kalnir eftir því að verða sótt ir og fluttir undir læknishendur, sagðist Sveinn síðast hatfa frétt það, að þeir hefðu í gærkvöldi ekki en veriö lagðir af stað frá veiði- kofanum til Daneborgar. Ástæðan fyrir því væri sú, að félögum hinna kölnu hefur ekki tekizt „að hita þá nægilega upp“ til að flytja þá þang að. Væru þeir í stöðugu radíósam- bandi við danskan lækni, sem gæfi þeim leiðbeiningar varðandi með- ferð sjúklinganna. Hefði þessi lækn ir gefið þeim félögum strangar fyr irskipanir um að leggja ekki af stað rneð hina kölnu til Daneborgar fyrr en þeir væru fyllilega ferðafærir. Væri það ástæðan fyrir seinkun- inni. — Ekki kvað Sveinn enn vera búið að ákveða hverjir fljúga myndu Gljáfaxa til Daneborgar, en flugvélin væri reiðubúin að skíöa útbúnaðinum undanskildum — el hans yrð: börc —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.