Vísir - 26.01.1971, Blaðsíða 5
Spjallað og spáð um getraunir
George Best leikur nú aftur með
Maneh. tJtd. eftir að hafa verið 14
daga f „straffi" framkvæmdastjóra
liðsins, Sir Matt Busby.
Armenningar
eru enn
faplausir
Gísli Blöndal og KA-menn hans
gerðu góöa ferð ttl Reykjavíkur
um helgina, unnu Þrótt í geysi-
hörðum og spennandi leik í 2.
deildinni í handknattieik með 20:18
en Ármann vann KA meö 21:20
og var sá leikur afar spennandi.
1 2. deild vann KR Þór um helg-
ina með 31:21, en leik Þórs og
Breiöabliks á Seltjarnarnesi lauk
með sigri Þórs.
í meistaraflokki kvenna fóru
þrír leikir fram og lauk þeim svo
að Fram vann KR með 11:4 og
Valur Ármann með 14:11, en Njarð-
víkurstúikurnar ungu urðu að þola
enn einn ósigurinn með einu marki,
töpuðu 5:6 fyrir Víkingum. Valur
og Fram halda því forystu áfram
og eru taplaus eftir 4 leiki og
greinilegt er að keppnin verður
mrlli þessara tveggja liða.
- EFTIR HALL SIMONARSON
OG ÞÁ TÖKUM við til við deildakeppnina aftur. Sennilega eru
víst flestir fegnir að þurfa ekki í bráð aft minnsta kosti að glínia
við bikarleiki eins furðuleg og úrslitin urðu í mörgum bikarleikj-
anna sl. laugardag. Ekki þar fyrir, að fjórði getraunaseðill árs-
ins lj)71 meft leikjum 30. janúar, sýnist léttum — síður en svo —
og þar þurfum við að hafa í huga, að mörg liðanna eins og Arsenal
WBA, Nottm. Forest, Huddersfield, Southampton og Stoke leika
nú í vikunni erfiða bikarleiki, þar sem þau gerðu jafntefli í leikj-
um sínum á laugardaginn, og kann það aft hafa einhver eftirköst,
þegar í leikina í deildinni kemur, t.d. er framlengt í bikarleikjum
ef jafntefli verður eftir venjulegan leiktíma. Þaft má þvi búast við,
að talsvert verði um óvænt úrslit á næsta getraunaseðli!
Lei'kirnir á seðlinum nú eru stuin-
ingsleikir frá 28. nóvember i vetwr
og áður en lengra er baíklið skulum
við Mta á úrslitin þá.
Arsenal—Liverpool 2—0
Blackpool—ípswich 0—1
C. Palace—Wolves 1—1
Everton—Tottenham 0—0
Leeds—Manch. City 1—0
Manch. Utd.—Huddersfield 1—1
Newcastle—Burnley 3—1
Nottm. Forest—Derby 2—4
Stoke—Southampton 0—0
W. B. A.—Ohelsea 2—2
West Ham—Coventry 1—2
Cardiff—Luton Town 0—0
Frá því á síðasta leiktímabili höf
um við úrslit úr níu leikjum, sem
nú eru á getraunaseðlinum — í
leikjum Huddersfield gegn Manoh.
Utd. og Ipswich gegn Blackpool
úr 1. deild höfum við ekki saman-
burð, þar sem Huddersfield og
Blackpool komust upp úr 2. deild
sl. vor — og einnig höfum við
ekki samanburð úr síðasta leikn-
um á seðlinum, úr 2. deild, mHli
Luton Town og Cardiff, þar sem
Luton komst upp úr 3. deild sl.
vor. En í hinum leikjunum urðu
úrslit þessi.
Burnley—Newcastle 0—1
Chelsea—W. B. A. 2—0
Coventry—West Ham 2—2
Derby—Nottm. Forest 0—2
Liverpool—Arsenal 0—1
Manch. City—Leeds 1—2
Southamptoíi—Stoke 0—0
Tottenham—Everton 0—1
Wolves—C. Palace 1—1
Heldur skrítið, þetta. Fimm úti-
vinningar, þrjú jafntefli og aöeins
einn heimasigur í þessum níu Iekj
um. Og áður en við lítum nánar á
einstaka leiki á getraunaseðlinum
nú er rétt að rifja upp stöðina i
1. deild.
Leeds
Arsenal
Manch. C.
Tottenham
Wolves
Chelsea
Southam.
Liverpool
C. Palace
Stoke City
Coventrj'
Everton
Newcastle
Manoh Utd
Huddersf.
Derby
WBA
26 17 7 2 45- —19 41
25 16 6 3 47- -19 38
25 11 9 5 36- -22 31
24 11 8 5 36—21 30
25 12 6 7 43- -40 30
25 10 10 5 32- -30 30
25 11 7 7 34- —22 29
25 8 12 5 25- -16 28
25 9 9 7 24- -21 27
26 S 10 8 31- -30 26
25 10 6 9 22- -24 26
25 8 8 9 .35~r36 24
25 9 6 10 27- -31 24
25 6 10 9 31—40 22
25 6 10 9 23—31 22
25 7 7 11 33- -38 21
25 6 9 10 37—45 21
Blóm fyrir hundraðið!
Það er oröinn sióur félaga hér
á landí að sýna leikmönnum,
sem leika sinn 100. leik, ein-
hvern virðingarvott, og er það
vel. Oftast fá leikmennirnir
Mómvönd í upphafi þessa leiks,
— og aft sjéifsögðu mikiö ktepp
ifasá áhnrfendjmuan.
Fyrir þá, sem leika með fé-
lögum, sem eru ekki svo mjög
í sviðsljósinu, getur það
reynzt erfitt að ná svo mörgum
leikjum, en leikir þeirra eru að
öilu jöfnu mun færri á vetri
hverjum.
Birgi Þorvaldssyni i Þrótti
tókst þetta á dögunum, og á
myndinni sést þar sem Eysteinn
Guðmundsson, formaður hand-
knattleiksdeildar Þróttar af-
hendir Birgi blómvönd í tilefni
þessa áfanga. Valur Benedikts-
son dórnari er á mrlli þeirra fé-
laganna.
Ipswich 24 7 5 12 24—23 19
N. Forest 24 5 7 12 22—35 17
West Ham 24 3 9 12 31-^3 15
Blackpool 25 3 8 14 23—45 14
Burnley 25 2 9 14 18—45 13
Og. þá nánar einstakir leikir:
Q
Burnley—Newcastle 1
Slðustu fjögur árin hafa liöin
unnið á víxl í Burnley, úrslit 0—1,
1—0, 2—0 og 0—2. Burnley hefur
ekki tapað leik á þessu ári í deild
inni ,en Newcastle hins vegar öll-
um. Burnley verður nú að ná inn
öflum hugsanlegum stigum, ef liðið
á að verjast falli. Þarna ætti að
vera góður möguleiki því Newcastle
er lélegt lið á útivelli hefur t.d.
tapað fleiri leikjum á útivelli en
Burnley, sem þó er í neðsta sæti.
O Chelsea — WBA 1
Chelsea virðist í öldudal um þess
ar mundir, en ætti þó að geta sigr
að WBA, sem leikur erfiðan bikar
Ieik í Ipswich í kvöld (þriðjudag).
Síðustu tvö árin hefur Ohelsea unn
ið WBA heima, úrslit 2—0 og 3—1.
WBA hefur enn ekki unnið leik á
útivelli í 1. deild á keppnistímabil-
inu, tapað átta af 12, en Ohelsea
hefur aðeins tapað tveimur leikj-
um heima, unnið 6 af 12.
Coventry—West Ham X
West Ham hefur ekki tapað leik
í Coventry síðan Miðlandaliðið
koinst í 1. deild, úrslit 2—2, 1—2
og 1—1 og verður nú með alla sína
beztu menn með þ.e. Moore, Hurst
og Greaves. Coventry hefur þó ver
ið erfitt heim að sækja á þessu
keppnistímabili, unnið 7 leiki, gert
2 jafntefli og tapað þremur. West
Ham hefur gert fjögur jafntefli á
útivelli í 12 lerkjum, aðeins unnið
einn.
Derby—Norfm, Forest 1
Á síöasta keppnistímabili sigraði
Forest í Derby — en Derby aftur
á móti í Nottingham. Derby sigr-
aði einnig í Nottingham, þegar lið
in mættust þar 28. nóvember og
hlýtur nú sennilega aftur bæði stig
in, þar sem Forest þarf að leika að
nýju gegn Orient í bikarnum. Rétt
er að geta þess, að aðeins um 10
km eru á milli Derby og Notting-
ham þannig, að áhrif heimavallar
ins hafa lítið að segja.
duddersfield—Manch. Utd. 2
Huddersfield á erfiðan leik fyrir
höndum í kvöld gegn Stoke í bik-
amum, en leikmenn United hafa
hvílzt vel, og kann það að hafa
mikil áhrif á laugardag. Og nú
kemur Best aftur í lið United, gæf-
ur eins og íamb, með það eitt í
huga að leika fyrir liðið, en ekki
sjálfan sig. Manch. Utd. ‘hefur ver
ið skrítið lið á þessu keppnistíma
bili og t.d. ekki tapað á útivelli síð
an 21. nóvember, en er afar mis-
tækt, og leikurinn því opinn. Ekki
þreyta ferðalög þarna leikmennina
— nokkurra mínútna akstur er frá
Manchester til Huddersfield.
Ipswich—Blackpool 2
Þarna gæti bikarleikur Ipswich
gegn WBA haft mikil áhrif. Black
pool hefur engra hagsmuna að gæta
i bikarnum og hefur leikið vel í
deildarleikjunum að undanförnu
eins og jafnteflin gegn Liverpool
og Manch. City bera með sér. Liðiö
var óheppið að sigra ekiki í þeim
leikjum. En Blackpool hefur aðeins
unnið einn íeik á útivedli á feeppnis
tímabilinu nú — og efeki allir, sem
hafa frú á liðinu, þó það hafi
breytzt mjög til hins betra undir
stijórn Bob Stofeoe.
Q
’W' Liverpool—Arsemal x
Arsenal hefur staðið sig vel í
Liverpool undanfarin ár, úrslit 0—1
1—1, 2—0 og 0—0 síðustu fjögur
árin. Bikarleikurinn gegn Ports-
mouth í kvöld verður varla erfiðut
fyrir Arsenal, svo þreyta ætti varla
að hrjá leiktnenn liðsins gegn Liv-
erpool. Á Anfield heifur Liverpool
ekki tapað leik á þessu keppnistíma
bili, en gert jafntefli í 7 leikjum
af 13.
Manch. City—Leeds x
Þetta er erfiður leikur milli 2ja
frábærra liða. Þau hafa ekki gert
jaifntefli á Maine Road í fjogur ár,
svo nú er korniö að því. Úrslit 1—2,
3—1, 1—0 og 2—1 eða City unnið
þrjá af þessum fjórum leikjum. —
Manch. City hefur nú unnið sex
leiki á heimavelli, gert 5 jafntefli og
tapað einum — fyrir Arsenal — en
Leeds er með beztan árangur allra
liða á útivelli, aðeins tapað einum
leik (í Stoke 3—0!) unnið sjö af
13.
Southampton—Sfoke 1
Bæði liðin ieika í bikarnum í vik
unni, en leikur Southampton gegn
York ætti að vera léttur. South-
ampton er geysilega sterkt lið á
heimavelli — hefur unnið þar síð
ustu sjö leikina — og samtafe 9,
tapað einum af 12, skorað 2il mark
gegn 4. Stoke er lélegt lið á útivelli
þrátt fyrir sigurinn í Newcastle
fyrra laugardag, en það var fyrsti
útisigur liðsins, tapað 8 af 13.
Tottenham—Everton x
Erfiður leikur. Everton hefur ekki
tapað fyrir Tottenham í Lundúnum
síðustu þrjú árin — úrslit 0—1,
1—i 0g 1—1. Toittenham hefur
ekki náð góðum árangri að undan
förnu heima, en ætti þó að geta
krækt í stig, kannski bæði. Hver
veit? Everton hefur tapað 7 leikj-
um á útivelli, gert 4 jafntefli af 13.
Wolves—C. Palace x
Lundúnaliðið Crystal Palace hef
ur aðeins tapað fimm leikjum af 12
á útivelli á leiktímabilinu og ætti
að geta náð stigi gegn Úlfunum. í
fyrra varð jafntefli 1—1 í ieik lið
anna í Wolverhampton — einnig
sömu úrslit þegar Íiðin mættust i
2. deild fyrir fjórum árum. Rétt er
þó að hafa heimasigur bakvið eyr-
að — því Úlfarnir hafa unnið 7
leiki á Molineux f 12 — tapað 3
m.a. tveimur fyrstu.
Luton—Cardifí 1
Tvö af efstu liðunum í 2. deild,
Luton er í ööru sæti, Cardiff þriöja
— bæði með 32 stig. Luton er
sterkt lið á heimavelli sínum í hatta
borginni frægu rétt fyrir norðan
Lundúni, en margir Islendingar háfa
lent á hinum ágæta flugvelli þar
með flugvélum Loftleiða. Luton
Town hefur unnið átta leiki af 12
gert þrjú jafntefli. Cardiff hefur
unnið sex leiki af 12 á útivöllum,
tapað fjórum. —hsím.
Háseta vantar
á netabát frá Reykjavík. Uppl. í síma 34349.