Vísir - 26.01.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 26.01.1971, Blaðsíða 9
 9 V í SIR . Þriðjudagur 26. janúar 1971. I — orðunefnd svarar spurningum Visis um fálkaorðúna Eftirtaldir menn hafa verið sæmdir hinni ís- lenzku fálkaorðu: Jón Jónsson, forstjóri fyrir stjómunarstörf, Haraldur Haraldsson, skólastjóri fyrir störf að uppeldismálum, Sigurður Sigurðsson, bókbindari fyrir störf að líknarmálum, Sveinbjörn Sveinbjömsson fyrir lögfræðistörf og Jónína Jón- mundsdóttir fyrir flugfreyjustörf. Eitthvað í líkingu við ofanrit aða klausu lesa menn annað slagið í blöðum, birt sem frétta tilkynning frá hávirðulegri orðunefnd. Og ósjaldan heyrir maöur tautaða í barminn hót- fyndni I ætt við eftirfarandi: — Hvemig fara þessir menn að því að fá orður? Ætli vinir þeirra gangi um með undirskriftalista á Hótel SÖgu? Það er aldeilis fjöldi sem fær þessa orðu — ætli það sé ekki nokkur mögu- leiki að slejvpa? Og til hvers er þetta eiginiega, snobberí og húmbúkk? Aldrei tæki ég við þessu blikk) ótilneyddur! — En svona má ekki tala — og enn síður setja á prent, eða hvað? En okkur Vísismönnum fannst ekki úr vegi að leggja fáeinar spum ingar fyrir orðunefnd. Þegar við hringdum i formann orðunefnd- ar, Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóra í utanríkisráðuneyt inu, tjáði hann okkur, að hann væri svo nýbyrjaður sem for- maöur nefndarinnar, að hann vildi helzt að við skrifuðum spurningar okkar á blað og sendum þær í pósti. Það gerð- um við, og svörin bárust um hæL „Gullrenndur, innskorinn, hvítsteindur kross“ í forsetabréfi um hina íslenzku fálkaorðu segir svo í 7. gr. um útlit orðunnar: „Sameiginlegt merki orðunnar er gullrenndur, innskorinn, hvítsteindur kross og álmuhornin stýfð af innávið Framan á krossinum miðium er gullmendur, 'blásteindur skjöldur og á honum silfurfálki, er lyftir vængjum til flugs. Aftan á kross inum miðjum er blésteind, spor- öskjulöguð, guWrennd rönd, og á hana letrað með gullnum stöf um: Seytjándi júní 1944 — Krossar stórkrossriddara og sitórriddara eru jafnstórir. — Riddarakrossar minni. Band orð unnar er heiðblátt, en jaðrar hvítir með hárauðri rand. Band stórkrossriddara er breiðast, en riddara mjóst. Með kross á hægri mjöðm Stórkrossriddarar bera kross inn á hægri mjöðm í bandinu uim vinstri öxl. Stórriddarar bera hann í bandinu um háls- inn, en riddarar á brjóstinu vinstra megin. — Stórkrossridd arar bera enn fremur á brióst inu vinstra megin átthyrnda silf urstjörnu með krossmerkinu á. — Embættismenn kirkjunnar og vígðir kennarar í guðfræðideild Héskóians, sem eru stórkross- riddarar, bera krossinn þegar þeir em í emibættisbúningi kirkj unnar, í bandi um hálsinn. — gtjsma stórriddara er átthyrnd silfurstjarna og á henni miðri blásteindi silfurskjöldurinn með silfurfál'kanum, og bera þeir hana á brjóstinu vinstra megin...“ „Sem öðrum fremur hafa eflt...“ Visir spurði orðunefnd m.a.: 1. HVernig eru orðuhafar valdir úr öðnim mönnum? og 2. Eftir hva&a reglum er farið við út- hlutun? og 3. Hvert er markmið orðuveitinga? og 4. Hvers vegna fá svo margir orðu, sem raun ber vitni? Svar: Spurningar þessar em nátengdar og verður þeim því svarað i einu lagi. 1. gr. forsetabréfsins er svo- hljóöandi: „Orðunni má sæma þá menn, innlenda og erlenda, og þær konur, sem öðrum frem ur hafa eflt hag og heiður fóst- urjarðarinnar eða unnið afrek í þágu mannkynsins“. 4. gr. forsetabréfsins er svo hljóðandi: „Orðunefndin gerir til lögur til stórmeistarans um veit ing oröunnar. — Við hátíðleg tækifæri getur stórmeistari þó, er honum þykir h'lýöa, veitt orð- una án tillagna orðunefndar". Orðunefnd berast fjölmargar tillögur um orðuveitingar. At- hugar hún þá tillögumar, á sjálf frumkvæði um orðuveitingar og leitast viö, að framámenn í ýms um starfsgreinum og ýmsum landshlutum hljóti þær orður, er veita má árlega. Samkvæmt 4. gr. f •’setabréfs um starfsháttu orðunefndar, getur stórmeistari veitt allt að 25 fálkaorður ár hvert samkvæmt tillögu orðu- nefndar. Ennfremur getur stór- meistari aö ti'l'lögu oröunefndar sæmt allt að 15 menn, er blotið hafa heiðursmerkið áður, æðra stigi þess ... við and'lát þess er orðunni hefur verið sæmdur, ber tafarlaust að skila aftur til orðuritara orðunni eöa orðun- um. 51 í Danmörku „Heiðursmerki eru aö jafnaði ekki borin, nema er menn klæð ast hátíðarbúningi (kjölfötum, hátíðaeinkennis'búningi eða hempu). (Leiðbeiningar um hvernig bera á heiðursmerki. — Rikishandbókin bls. 279)“. „Útlendir menn“, segir orðu- nefnd. „fá einnig orðuna og er tala þeirra mismunandi ár frá ári eftir því hvernig stendur á. Óvenju margir útlendingar, Dan ir, voru sæmdir fálkaorðunni á síðast'Hðnu ári vegna opinberrar heimsóknar forseta ÍSlands ti'i Danmerkur“. — — Margir hafa spurt, hvort for- seti íslands noti fálkaorðuna sem eins konar ..drykkiunen- inga“, er hann fer t heimsóknir til annarra landa — hve margar fálkaorður veitti forseti íslands, Stjarna stórkrossriddara. Hægra megin: Stórriddarakross með stjörnu. Vinstra megin: Riddarakross og neðan við hann stór- riddarakross. er hann fór til Danmerkur á sl. ári? „Veitt var 51 heiðursmerki. Þegar þjóðhöfðingi fer i opin- bera heimsókn til annars ríkis sæmir hann ýmsa embættis- menn og aðra borgara þess rík- is heiðursmerkjum í samræmi við venjur þar í landi. SHkt á sér stað víða um lönd. Er því að sjálfsögðu ekki um að ræða neitt persónu'legt milli þjóðhöfð ingja og þeirra, sem heiðurs- merkin fá og því ekki ástæða ti'l að fjölyrða um framhald spurningarinnar," Engin veizla á Bessastöðum Hve margir hafa aflþakkað fálkaorðu? „Eins og að líkum lætur, kem ur fyrir hér eins og annars stað ar, að menn afþakki orður. — Ekki er til skrá um tölu þeirra." — Hvernig fer oröuveiting fram? — er haldin veizla að Bessastööum, eða er óröan bara send í pósti? „Sú hefð hefur komizt á, að stórmeistari (forseti íslands) af- hendir þeim Íslendingum, sem sæmdir eru oröu 1. janúar, per- sónulega heiðursmerkin í ný- ársmóttöku í skrifstofu forseta í Alþingishúsinu, ef þeir geta komið þvf við að mæta. Orðu- ritari afhendir öðrum orðuþeg- um á Reykjavíkursvæðinu heið ursmerkin á heimilum þeirra. Sýs'lumönnum eða bæjarfóget um er falið aö afhenda orðubeg um utan Reykjavíkursvæðisins heiðursmerkin". — Hvað kostar aö veita eina fálkaorðu? (Verð sjálfrar orð- unnar og tilstandið við veit- inguna). „Verð orðunnar er: Stórkrossstjama kr. 7.936.50 Stjama stórriddara kr. 5.128.20 Stórriddarakross kr. 3.052.50 Riddarakross kr. 2.014.65 Aðalkostnaðurinn er smíöi orðunnar. Kostnaður f sambandi við afbendingu orðunnar er oft ast nær enginn, sbr. ofanskráð svar Á fjárlögum 1971 eru orðu- nefnd áætlaðar 160.000 krónur. Orðunefnd er ó'launuð." — Hverjir eru f orðunefnd — endurnýjast sú nefnd? „Forseti ís'lands er stórmeist ari hinnar íslenzku fálkaorðu. í oröunefnd eru: Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóri, formaður nefndar- innar. Hallgrímur F. HaHgríms- son, forstjóri, varaformaður. Dr. Guðrún P. Helgadóttir, skólastj. Friðjón SkarphéÖinsson. yfir- borgarfógeti, Birgir Möller, for- setaritari. Er hann jafnframt rit ari nefndarinnar. Óttarr Möller, forstjóri, er varamaöur í nefndinni. Pétur Thorsteinsson tók ný- Iega við störfum formanns í nefndinni eftir lát Jóns heitins Maríassonar seðlabankastjóra. Eftir ti'l'lögu forsætisráðherra kveður forseti íslands 4 menn, sem sæmdir eru og bera heið- ursmerki orðunnar, til setu f nefndinni til 6 ára í senn, og tilnefnir formann nefndarinnar svo og einn mann til vara til þriggja ára f senn. Úr nefndinni ganga 3. hvert ár 2 aðalmanna, en í fvrsta sinn eftir hlutkesti. Þá, er út ganga, má kveðja til setu í nefndinni á ný. Ritari forseta íslands er orðuritari og skipar fimmta sætiö í nefnd- I inni.“ —GG — Fyrir hvað finnst yð- ur að veita eígi oröur:1 Kristófer Jóhannesson, vélstjóri: Mér finnst að það eigi að veita þær fyrir framúrskarandi störf f þágu þjóðfélagsins. En mér finnst þeir hafa verið heldur gjafmildir á þær. Smari Magnusson, sjómaður: — Mér er alveg nákvæmlega sama um þær. Kristín Þorsteinsdóttir, bóka- vörður: Mér finnast reglurnar ekki nógu góðar. Ég get ekki sagt að ég hafi dálæti á orðu- veitingum, af því að mér finnast þær beinlínis óskiljanlegar. Ingólfur Guðmundsson, bóndi, Miðfelli, Þingvallasveit: Mér lík ar að sumu leyti nokkuð vel fyr ir hvað þeir hafa veitt þær. Valgerður Valtýsdóttir, húsmóð ir: Ég hef bara ekkert hugsað út í það. Ólafur Sigurðsson, blaðafulltrúi: Mér finnst að það ætti að leggja allar orðuveitingar niður. Þetta er útlendur siður, stæling á dannebrogsorðunni. BK 31

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.