Vísir - 29.01.1971, Síða 2
r
Undarlega lfkur
Clark Gable
Þeir segja, sem til þekkja, að
pilturinn, sem situr hjá þeirri síð-
hærðu á meðfylgjandi mynd, sé
mesti sjarmörinn sem enn hafi
komið úr milljónarastétt — það
er kannski vegna þess að hann
er Rockefeller, en mörgum finnst
hann bara fjári likur Clark gamla
Gable. Drengurinn heitir Wint-
hrop Paul Rockefeller og er son-
ur fyrrum n'kisstjóra Arkansas
og fyrrverandi konu hans, og
kailast sú Bobo — við vitum
ekki meS vissu, hvort þau hafa
skilið, Bobo og ríkisstjórinn,
vegna þess hve Winthrop er líkur
Clark frá Gabbli, en þau skildu
1954 og fékk Bobo $6 milljónir
í veganesti. Núna er hinn ungi
Winthrop 22 ára og trúlofaður
stelpu, sem Deborah Cluett Sage
heitir og er sú 20 ára. Þau kynnt
ust í Oxford, Englandi, þar sem
bæði voru við nám. Það þykir
fréttnæmt við samband þeirra að
ef Deborah giftist Rockefeller
unga, verður hún 500. meðlimur
Rockef eller-f j ölskyldunnar.
aooD
Yfir Kyrrahafið
í róðrarbát
John Fairfax, sá er einn reri
yfir Atlantshafiö, eigi alls fyrir
löngu, lagöi upp fyrir síöustu
helgi á farþegaskipinu Chusan, og
var ákvörðunarstaöurinn núna
San Francisco. Meö Fairfax var
vinkona hans, Sylvia Cook, en
hún aetlar að veröa Fairfax sam-
ferða í hans næstu ævintyraferð,
sem verður á árabáti yfir Kyrra-
hafið. Áöur en þau fóru frá Eng-
landi til San Francisco, sagði
Sylvía hlaðamönnum, aö þau hjú-
in hygöust vera í a. m. k, 10
mánuöi að róa yfir Kyrrahafið.
„Við munum róa til skiptis. John
mun sjá um siglingafræðilega
hlið málsins, ég annast elda-
mennskuna. Við verðum meö gas-
tæki meðferðis, en munum lifa
mikiö á niðursoöinni fæöu.
„ÁSTARSAGA“ STRIK-
UÐ ÚT AF LISTANUM
— bókmennta-
gagnrýnendur í USA
jborðu ekki oð verð-
launa berorða
ástarsögu
Ennþá eru góðir menn viökvæm
ir fyrir klámi — og virðist sem
herferð áhugamanna um aukið
frjáislyndi á kynlega sviðinu
muni ekki ganga yfir gjörsamlega
án viðspyrnu — en það þekkjum
við nú hér á landi.
í Bandaríkjunum kom út, ekki
alls fyrir löngu skáldsaga eftir
rithöfundinn Eric Segal. Heitir
bók hans „Love Story“ (Ástar-
saga) og vakti mikla athygli,
jafnt lesenda sem kvikmynda-
manna, sem undu sér strax í að
filma bókina. Tókst það frábær-
lega vel og flaug myndin um
allt, hvarvetna sýnd við metaö-
sókn. Nú hefur „Þjóðlega bók-
menntanefndin" í Bandaríkjunum
(National Book Committee) hins
vegar veitt þessari bók rækilega
auglýsingu. Þegar þeir heiðurs-
menn fimm talsins, sem I nefnd-
inni eru, áttu að taka Ástarsögu
til athugunar, varðandi bók-
menntaverðlaun ársins, hótaði
nefndin öll að segja af sér, nema
ástarsögu þessari væri vísað frá
og hún einvörðungu ákvörðuð
engar bókmenntir vera.
Á toppi vinsældalista
„Þetta er fráleit bók og kemur
einfaldlega ekki til álita sem
bókmenntir", sagði Pulitzer-verð-
launahafinn William Styron um
Ástarsögu, „ef bókin heföi kom-
izt á listann hjá okkur, þá hefði
það aöeins verið niðurlægjandi,
móðgandi fyrir höfunda annarra
bóka á honum. Hefði okkur ekki
verið veitt leyfi til að fjarlægja
bókina af listanum, heföum við
örugglega sagt okkur úr nefnd-
inni“. „Ástarsaga" hefur trónað
í efsta sæti vinsældalista út um
allar trissur nú um langa hríð
og 500 ritdómarar, bóksalar og
bókasafnsforstjórar töldu hana
tvlmælalaust eiga að koma einna
helzt til álita i sambandi viö
verðlaunaveitingu „National
Book“-nefndarinnar.
Eric Segal — ævareiður bókmenntanefndinni, sem gekk fram hjá „Ástarsögu“ hans við verð-
iaunaúthlutun.
Berorðar
ástarlífslýsingar
Enginn þeirra fimmmenning-
anna í nefndinnj hefur opinber
lega viljað skýra frá hvers vegna
þeir hafi ekki viljað bókina, en
vlst er þó aö berorðar ástarlífs-
lýsingar fara eitthvaö i fínu
menningartaugamar á þeim. Auk
fyrrnefnds Williams Styrons
sitja í nefndinni þeir John Cheev-
er, skáldsagnahöfundur, Maurice <*
Dolbier, menningarritstjóri blaðs-»
ins The Providence Journal, John ®
Leonard, ritstjóri The New York ’
Times Book Review og Marya
Mannes, gagnrýnandi og höfund- ‘
ur. •
Álit höfundarins
Eric Segal, metsöluhöfundur-
inn, er líka píanisti. Blaöamenn
höfðu uppi á honum í Tókió,
þar sem hann var að halda hljóm-
leika og fyrirlestra, sem blaðiö
Maniohini News kom í kring.
„Bókadómaramir", sagöi Segal,
„hefðu vitanlega getað haldið
„Ástarsögu“ minni einhvers stað-
ar fyrir neðan þær fimm, sem
síðast koma til álita um verðlaun,
en þess i staö, ákváðu þeir að
útskúfa henni gjörsamlega af
listanum — brjóta reglur „Bók-
menntanefndarinnar" og ganga í
berhögg við yfirlýstan, vilja 500
gagnrýnenda og bókamanna út
um allt — kannski mennimir séu
að reyna aö sanna að þar sem
allar þessar milljónir lesenda
sanna vinsældir bókarinnar, þá
hljöti bókmenntalegt gildi bókar
ævinlega aö standa í öfugu hlut-
falli við það. Kannski mennimir
hafi aðeins haft gott eitt í huga,
en þeir hefðu ekki þurft aö gera
þetta svona ruddalega. Manni
dettur ósjálfrátt í hug að þessi
nefnd sé ekki beinlínis „þjóðleg"
heldur sé meiningin að verðlauna
einhverja fyrirfram valda menn
— einhvern bókmennta„aðal“.“
SKOKK
Þessi maöur verður ekki nafn-
greindur — enda engin þörf á
því. Hann er hins vegar sagöur
vera einhver einbeittasti „skokk-
ari“ sem nú er uppi í Banda-
ríkjunum. Auövitað er hann verzl
unarmaður að atvinnu og var orð
inn óguðlega sver um sig miöjan,
eins og títt er um menn úr hans
stétt. Þá fann einhver pólitíkus
upp það snjallræði, að hægt væri
að bjarga lífinu með því að
skokka og skokka og skokka á
hverjum degi. Þessi á myndinni,
er einn af þeim sem tóku þetta
alvarlega. Og eins og sjá má, þá
lætur hann engan bilbug á sér
finna, þótt frost herði og fjúk
sé í skemmtigöröum. Hann fékk
sér bara sérstaka „skokkgrímu“,
þannig að honum kólnar ekki á
nefinu. Þetta er kannskl athug-
andi fyrir þá í Garðahreppi.