Vísir - 29.01.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 29.01.1971, Blaðsíða 13
y«S SIR . Föstudagur 29. janúar 1971. 13 iErlendar kennsl ubækur hafa ekki hentað — ritun kennslubóka i stærðfræði hefst i vetur, segir Hörður Lárusson, sem vinnur að endurskoðun stærðfræði- kennslunnar i gagnfræðaskólum jpyrir skömmu bárust á rit- stjórnina tvær bækur, sem fjalla um undirstöðuatriði rúm- fræði og algebru. Þessar bækur byggjast á grundvailaratriðum mengjafræði og eru notaðar í sambandi við tilraunakennslu í stæröfræði, sem þegar er hafin í 1. bekk gagnfræðastigsins í nokkrum skólum. Það hefur stundum verið hent gaman að því, að foreidrar skilji ekki bofs í mengjafræð- inni, sem kennd er í bamaskól- unum nú þegar. Nú vex bilið enn meir, þegar á að færa kennsluna í þessari grein í efri aldursifiokka. Mengjafræði virð- ist ætla að verða framtíðar- kennslugrein. En það eru fleiri en foreldr- amir sem stóðu utangátta, þeg- ar þessi nýjung barst til lands- ins — það er að isegja kennar- amir. Úr því hefur verið bætt og var bætt í sumar með nám- skeiði fyrir kennara gagnfræða- stigsins og annað námskeið verður haldið næsta sumar. Og í rauninni eru þessar bækur tengdar þessu námskeiðum. í kynningu á námsbókunum segir, að þótt þessi útgáfa sé fyrst og fremst ætluð til kenmslu á á- kveðnu skólastigi, veiti hún jafnframt kennurum tækifæri til þess að kynna sér að nokkru þau breyttu viðhorf, sem skap- azt hafi I stærðfræðikennslu víða um heim á síðari árum. JJörður Lárusson hjá Skóla- rannsóknum hefur séð um útgáfuna og hann segir í spjalli við Fjölskyldusíðuna um þetta mál: „Stefnan hefur verið sú í grannlöndum okkar, að kennslu- aðferðir hafa breytzt mjög mik- ið, og nemendur hafa farið inn á svipaða braut hér. Þessar bækur fylgja á eftir kennara- námskeiði, sem haldið var hér í sumar og verður haldið áfram næsta sumar. Ritun kennslu- bóka, sem beinlínis eru sniðn- ar eftir okkar aðstæðum, er ekki hafin hér enn, en hefst nú í vetur og verða þær reyndar í örfáum deildum næsta vetur. Reynslan hefur verið sú, að erlendar kenns-lubækur á þessu sviði hafa ekki hentað og t.d. er okkar skólatími, það eríað segja kennsluárið, styttra en gerist í öðrum löndum, og þar af leiðandi hefur veriö ákaflega örðugt að nota sömu bækur og hafa verið notaðar annars staö- ar, auk þess sem úr mörgu er að velja og misjöfn reynsla fengizt af þessu nýja námsefni, / sem , hefur verið reynt annars staðar. — Það hefur heyrzt á skóla- mönnum, að við höfum stund- um verið að taka upp nýjungar, eins og mengjafræðikennslu, þegar aðrar þjóðir hafa verið að taka þá kennslu til gagn- gerrar endurskoðunar? „Það, sem gerist hérna er, að þar sem breyting á sér stað verður mikil breyting. Pendúll- inn fer af stað og sveiflast mik- ið, síðan fer hann f jafnvægi aftur, sem merkir endurskoðun f Ijósi þeirrar reynsiu, sem hef- ur fengizt áður. Þegar þessar námsibækur verða ritaðar hér verður stuðzt við reynslu annars staðar. Námsefni barnaskólanna í mengjastærðfræði verður end- urskoðað áður en langt um líður eða þegar mannafli fæst til þess að vinna verkið. Það hefur reynzt erfitt aö fá hann. Jjað er nýjung, sem um ræðir og ekki svo margir, sem hafa sett sig inn í hana, og einnig eru kennarar önnum kafnir við kennslu. Af þessari mengjastærðfræði barnaskól- anna verður te^ið mið, þegar NOTAÐIR BILAR u „Pendúllinn fer af stað og sveiflast mikið, síðan fer hann í jafnvægi aftur, sem merkir endurskoðun...“ endurskoðun stærðfræðináms- efnis gagnfræðaskólanna verð- ur. Hún mun miðast við það, að þegar þessi börn, sem koma úr barnaskólunum og hafa lært þar mengjastærðfræði verði náms- efnið miðað við þeirra undir- búning.“ — Þessar kennslubækur sem voru að koma út, eru til bráða- birgða eins og stendur á þeim. „Breytingar á námsefni og kennsiuháttum hafa verið ákaf- lega örar á síðustu árum. Þó að bækur séu gefnar út er ekki æskilegt að þær séu lengi ó- breyttar og verða þær vafalaust endurskoðaðar. Það er margt ó- ljóst f þessu og tfminn verður að ieiða í ijós hver framvinda málanna veröur.‘‘ — SB Skoda 1100 MB árg. 1969 Cortina 1600 S árg. 1968 Skoda 1000 MB árg. 1967 Skoda 1202 árg. 1967 Skoda 1202 árg.. 1966 Skoda 1202 árg. 1965 Skoda Combi árg. 1965 Skoda 1000 MB árg. 1965 Skoda Octavia árg. 1965 Skoda Octavia árg. 1964 Land Rover árg. 1964 SKODA Auðbrekku 44—46, Kópavpgi Simi 42600 \ A'; SLANK PROTRIM losar yöur við mörg kg á fáum dögum með því að það sé drufckið hrært út i einu glasi af mjólk eöa undanrennu, fyrir eða í stað máltíöar. Og um leið og þér grennið yður nærið þér líkamann á nauösynlegum efnum. PRO TRIM-slank er sériega mettandi og nærandi og er bæði til með jarðaberja- og súkkulaðibragði. Fæst hjá: Heilsuræktarstofu Eddu. — Skipholti 21. (Nóatúnsmegin). ÚTSALA ÚTSALA TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF. AUGLÝSIR: Seljum næstu daga lítið gölluð húsgögn, svo sem borðstofuhúsgögn, svefnherbergishúsgögn, skatthol, speglakommóður, og staka stóla með tækifærisverði. — Notið yður þetta einstæða tækifæri og gerið góð kaup. m Trésmiðjan Viðir hf. Laugavegi 166. Sími 22229 og 22222.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.