Vísir - 29.01.1971, Blaðsíða 6
6
VlSIR. Föstudagur 29. janúar i»/i.
Litli Kláus verður að
Stóra Kláusi
Sennilega á Þjóöleiktiúsið ekki
til öllu þakklátari áhorfendahóp
«1 bömin. Á morgun frumsýnir
leikhúsið eitt af hinum vinsælu
bamaleikritum sínum, Stóra
Kláus og Litla Kláus. Raunar
hefur leikhúsið reynslu fyrir
vinsældum þessa leiks um Kláus
ana, þann litla og stóra, þann
vonda og þann góða. Leikritið
var sýnt fyrir 19 árum í leikhús-
inu og stigu þau Bessi Bjarnason
og Margrét Guðmundsdóttir þá
sín fyrstu skref á fjölunúm. Þau
léku Litla Kláus og konu hans,
— nú skipta þau um hlutverk
og Bessi er nú Stóri Kláus en
Margrét er konan hans. Þannig
breytast timarnir og mennimir
með. Á myndinni er Bessi sem
Stóri Kláus í leikritinu.
Snjórínn og
maxi—midi
Það er hreinlegt að Mta yfir
Reykjavik þessa dagana, og
greinilegt er að snjórinn fer ekki
f taugamar á öllum. Þessi stúika,
sem klædd var hinni skynsam-
legu siöu tízku vetrarins, hafði
greinilega ekkert út á nokkur
snjókom að setja, sfður en svo.
Það má greinilega merkja af
svip hennar þar sem hún siglir
fram hjá styttu Jóns Sigurðsson
ar á Austurvelli,
Iðgjöld góðra ökumanna
1970 svipuð og þau áttu
að verða á alla línuna
1965
Það sem skiiur á milli góðra
og slæmra ökumanna er það
hvort þeir aka áfallalítið eða
áfallalaust um götur og vegi eða
ekki. Hagtrygging hf., sem varð
fyrst til þess að skilja
hafrana frá sauðunum í þessu
efni, hefur nú stækkað við sig/
húsakynni og flutt í eigið hús-
næði að Suðurlandsbraut 10.
Önnur tryggingafélög hafa und-
anfarin 5 ár farið inn á sömu
brautir og Hagtrygging, segir í
frétt frá fyrirtækinu, þ. e. þeir
góðu greiöa nú lægra verð fyrir
tryggingu en þeir sem verr
gengur að hemja ökutæki sitt.
Hagtrygging hefur undanfarin ár
í æ ríkari mæli farið út í ýmsar
tryggingar fleiri en bflatrygging-
ar og býður nú upp á allar al-
mennar tryggingar. Framkv.-
stjóri Hagtryggingar er Valdi-
mar J. Magnússon en stjómar-
formaður er dr. Ragnar Ingi-
marsson.
Fimm á útilegu við
Vestfirði
Otilegubátar, sem ísbjörninn
I Reykjavík gerir út á Vest-
fjarðamið, komu inn eftir helg-
ina. tveir Ásbjörn og Ásborg
með samtals um 100 tonn eftir
langa og stranga útivist vestra,
en veður hafa hamlað þar veiö-
um. Fjórir Reykjavfkurbátar
eru nú komnir á útilegu með
línu. Auk þess leggur Hafrún frá
Bolungarvfk oft upp afla sinn
hér syöra. Nokkrir lfnubátar
héðan leggia upp á Suðurnesj-
um. svo sem f Grindavík og
hefur afli yfirleitt verið tregur,
en þó stundum hýrari annan dag
inn, Einstaka bátur er,la,ðil>b<ia*í:,
til loðnuveiöa, einkum þá Aust-'
firðingar, en þar hefur afli ver-
ið tregur engu síöur en hér
sunnanlands. Helzt er veiöivon
suður í bugtum, en þangað em
Seyðisfjarðarbátar til dæmis tvo
sólarhringa f róðri Þeir hafa
fengið þar 6—8 tonn 1 róöri, á
mjög langa línu.
Heitt vatn byrgði alla
útsýn um stærsta þjóð-
veg landsins
Þaö var heitt vatn frá dælu-
stöð Hitaveitu Reykjavfkur, sem
oili hinum mikla 9-bíla árekstriB
í fyrradag, Heita vatnið kemur|
frá dælustöð H R. í Fossvogs-I
hverfi, þar sem frárennslisvatn |
hefur verið veitt f þessa regn-|
vatnslögn, eins og gert er viðg
allt vatn ómengað óhreinindum, |
sem Fossvogshverfið þarf að |
losna við. Hitaveitumenn tjáðul
blaðamanni að ráðstafanir yrðu |
gerðar til þess að koma í vegfj
fyrir endurtekningu á atviki sem f
þessu.
Helmingur aflans vari
ýsa
Enn er mjög dauft yfir ver-f
tfðinni, hvort heldur er sunnan-1
lands eða vestan. Helzt hefur þá
eitthvað aflazt úti fyrir Vest-
fjörðum og eins virðist vera von
f góðum afla á diúpmiöum. Held
ur hefur lfnuafli Breiðafjarðar-.
báta þó glæðzt. Ólafsvfkurbát- í
ar voru f fyrradag með 4—8 f
lestir eftir lögnina og var helm- ?
ingurinn af þvf ýsa á sumum
bátunum, en það þykir góðs f
viti. |
Reykjavfkurbátar hafa lítið'
aflað. Aflinn hefur farið oní
eitt tonn eftir róðurinn. ij
□ Lítill söknuður
að saltinu
Bfleigandi skrifar:
„í hvert sinn, sem hálka hef-
ur myndazt á götunum, hef ég
kviðið fyrir því, að gatnayfir-
völd færu nú að ausa salti yfir
götur og gangstéttir. Hér fyrr
á árum leit helzt út fyrir að
menn héldu að salt væri allra
meina bót f hálku — eins og
þeir jusu því yfir allt.
En þessi kvfði minn hefur ver
ið ástæðulaus, og menn hafa
víst séö aö sér. Það hefur verið
farið mjög sparlega með saltið,
og mér liggur við að segja:
„Guði sé lof fyrir það!“
Þaö voru ekki bara gangandi
vegfarendur, sem urðu fyrir ó-
þægindum af saltinu, þegar þeir
eyðilögðu hvert skóparið á fæt-
ur öðru með því að vaða salt
elginn á götunum. Bfleigendur
urðu lfka illa fyrir barðinu á
því. Bílamir hrundu niður af
ryði, því að ekkert örvar ryð-
myndun eins og saltið. í saman
burði við það verður hitt smá-
munir. Óþægindi eins og þegar
salthúðin lagðist á bflrúðumar,
þannig að illa sást út um þær
og öryggi manna var hætt —
og alveg sama, hvað menn höm
uðust víð að þvo af rúðunum,
því aö saltið gekk ekki af, nema
. rneð'éinhveriurri sérlega róttæk
um ráöstöfunum.
Ég vil koma þvf á framfæri
viö gatnayfirvöld borgarinnar,
að ég er ánægður með þennan
sparnað á saltinu, og ég veit um
marga fleiri, sem þannig er inn
anbrjósts."
□ Minkaandstæðingar
hlakka
Jón Sigurðsson skrifar:
„Þao var miKið oian að þessi
eini minkur skyldi sleppa og
raunar óskiljanlegt. Þar hljóp
mikið vatn á myllu beirra mörgu
sem fyrirfram fordæma minka-
eldi sem atvinnugrein. í Vfsi f
gær bera að líta gott dæmi um
þá skefjulausu fordóma. sem
fram hafa komið á móti þeim
tilraunum, sem gerðar hafa ver
iö hér á þessu sviði nú. — Sögð
um við. við höfðum rétt fyrir
okkur, segir Þorlákur einhver í
bréfi sfnu ti! blaðsins. Og sfðar
í bréfinu kemur svo Þoriákur
enn betur upp um iilgimi sfna
í garð minkaræktarmanna. þar
sem hann segir „þessi verður
áreiðanlega ekki sá sfðasti"
(sem sleppur). Auövitað þarf að
hafa gott eftirlit og góðan að-
búnað á minkabúunum. Þar um
verða reglugerðir að vera nógu
strangar. En því i ósköpunum
skyldu Islendingar ekki geta
framfvlgt slfkum reglum eins og
annarra þjóða fóik? Það væri
nær að fagna þessari nýju at
vinnugrein og óska henni góðs
í stað þess að biðja stöðugt böl
bæna. Eða er minkarækt
kannski líka „hemaður gegn
landinu?" — Engin ástæöa er
til að svo verði, þótt illa hafi
tekizt til f upphafi, þegar fyrst
var farið aö halda þessi dýr hér
á landi.
HRINGID í
SlMA 1-16-60
KL13-15
Iðnaðarhúsnæði
Iðnaðarhúsnæði óskast 3—500 ferm. Tilboö
sendist Vísi merkt „1265“.
Tízkufajónusfan
Dömur og herrar. Tfzkuþjónustan heldur námskeið fyrir
verðandi tízkusýningarfólk. Uppl. i síma 36434.
F.h. Tízkuþiónustunnar
María Ragnarsdóttir