Vísir - 29.01.1971, Blaðsíða 8
I
8
Ctgefand'*: Reykfaprent hf.
Framkvæmdastfóri: Sveinn R Eyjölfsson
Bitstföri • Jónas Kristjánsson
Vréttastfóri: Jón Birgir Pétursson
^tstlómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660
Afgreiðsla ■ Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstfórv Laugavegi 178. Slmi 11660 f5 linur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðfa Vtsis — Edda hf.
■"Z'saammmBaBXBammmmnmmmmmmmammmarnmmmmmmmmmmmmmam
Afsakanir einræðis
Lýðræði á erfitt uppdráttar í „nýjustu heimsálfunni",
Afríku. í enn einu ríkinu hefur herinn steypt af stóli
„ríkisstjórn stjórnmálamanna“, sem að vísu er vafa-
samt að hafi borið lýðræðisnafnið með rétti. Eins
og margir starfsbræður hans skirrðist Obote forseti
Úganda ekki við að banna stjórnarandstöðu, ef
honum bauð svo við að horfa.
Svertingjalýðveldin í Afríku urðu flest til eftir
aðra heimsstyrjöld. Bretar gáfu nýlendum sínum
frelsi og í valdatíð de Gaulle urðu nýlendur Frakka
sjálfstæð ríki. Portúgalar mega nú heita einir eftir
af nýlenduveldunum í Afríku. Portúgalar telja land-
svæði sín í álfunni hluta af Portúgal sjálfu og vilja
ekki kalla þau nýlendur. Portúgalar segja, að svert-
ingjarnir séu þess alls ekki umkomnir að ráða mál-
um sínum sjálfir.
Frá því að svertingjalýðveldin urðu fyrst til í Af-
ríku hafa mörg þeirra orðið ríki hernaðareinræðis.
Margir leiðtogar svertingja í sjálfstæðisbaráttunni
reyndust brátt fullir ofmetnaðar og seildust til ein-
ræðis. Má þar nefna Nkruma forseta Ghana, sem
steypt var af stóli. Þá höfðu verið reistar ægistórar
styttur af Nkruma um allt landið, og hann krafðist
algerrar dýrkunar þjóðarinnar á persónu sinni. Þettá
hefur gerzt víðar í Afríku.
í mörgum stærstu ríkjunum er því einræði, sem
byggist á styrk hersins. Þetta á jafnt við, hvort sem
æðstu þjóðhöfðingjar kenna sig við „sósíalisma" eða
ekki. Stjórnvöld færa margar afsakanir fyrir einræði.
Þau benda á, að nýlenduveldin mörkuðu landamæri
ekki í samræmi við, hvaða þjóðir byggðu hin ýmsu
svæði. Nýlenduveldin skiptu Afríku eftir eigin hags-
munum á allt öðrum forsendum.
Niðurstaðan varð sú, að í nýju ríkjunum eru sund-
urleitar þjóðir og ættflokkar, sem oft berast á bana-
spjót. Bezt þekkjum við dæmið frá Nígeríu, þar sem
borgarastyrjöld var háð fyrir rúmu ári. En þessi saga
endurtekur sig, þó í minna mæli sé, í flestum ríkj-
um Afríku.
Auk sundurlyndisins benda Afríkumenn á fátækt
og fáfræði þjóða sinna. Þeir segja, að lýðræði geti
ekki þrifizt, þar sem fólk er svo menntunarsnautt
sem þargerist.Með þessu afsaka þeirvaxandi einræði.
Það er vissulega mikið hæft í því, að þjóðir Afríku
séu á svipuðu stigi menningar og velmegunar og
gerðist í Evrópu á miðöldum. Hins vegar eiga Afríku-
leiðtogar hægara um vik en leiðtogar Evrópuríkja
á miðöldum, ef þeir hefðu vilja til að bæta kjör þegna
sinna. Bæði hafa þeir viðmiðun við þróuð ríki og njóta
aðstoðar þeirra. Leiðtogar Afríku virðast hins vegar
undantekningalítið hafa verið uppteknir við annað
en að bæta lífskjörin.
Stiórnmálamaðurinn Obote í Úganda var sagður
áhugalítill um hag þjóðar sinnar. Þess er hins vegar
varla að vænta, að stjóm herforingjanna muni verða
nokkm áhugasamari í þeim efnum.
V í SIR. Föstudagur 29. janúar 1971.
I
/
v
I
I
I
)
% Réttarh'óld \
Subur-Aínku
vegna sibgæðis-
brota og
kommúnisma
Johannes Calitz, 51s árs,
lokaði sig inni í svefn-
herberginu, klemmdi
riffilinn milli hnjánna og
skaut sig í höfuðið. —
Þannig varð byrjun
fyrstu fjöldaréttarhald-
anna í Suður-Afríku
vegna „brota gegn siða-
lögunum" frá 1950.
Sex karlar og tólf
konur brutu af sér
Calitz bjó í þorpi 700 hvítra
manna í Oranjéfylki. Þar var
enginn svartur. Hann átti að
koma fyrir rétt ásamt fimm hvít
um bændum úr þorpinu og tólf
Brezkir klerkar hafa undanfarna daga mótmælt handtöku
dómprófastsins i Jóhannesarborg, en hann er sakaður um
kommúnisma. Á myndinni er dr. Ambrose Reeves fyrrum
biskup í Jóhannesarborg fyrir utan Hús Suður-Afríku í Lond-
on, en þar báru 25 klerkar fram mótmæli.
Siðareglan mikla
kaffibrúnum konum af Bantu-
stofni sem bjuggu í þorpi svert-
ingja í fimm mílna fjarlægð. —
Fólkinu er gefið að sök að hafa
brotið gegn hinu algera banni
Suöur-Afríku við kynmökum
fólks af ólíkum hörundslit.
Kynmök hvítra og svartra
voru bönnuö í Suður-Afríku þeg
ar áriö 1927, Meö „siðalögun-
um“ frá 1950 bannaði þingiö i
Höfðaborg einnig ástir hvítra
og kynblendinga. öll kynmök
mrlli hinna fjögurra milljóna
hvítra manna og fimmtán millj.
þeldökkra íbúa landsins eru því
bönnuð að viðlögðum ströngum
refsingum.
Réttarhöldin eru nú þó þau
fyrstu þar sem fjöldi fólks er
ákærður í einu um slíkt brot.
7 ára fangelsi og
tíu svipuhögg
Eftir sjálfsmorð Calitz eru
fimm karlar ákærðir. Þetta eru
aJlt kvæntir menn hvftum kon
um á aldrinum 20 til 48 ára.
Þeldökku konumar eru á aldr-
inum 18 til 40 ára. Samkvæmt
ákærunri hefur þetta fólk síðan
1965 brotið gegn siðalögunum.
Refsingin getur oröið allt að
sjö ára fangelsi og auk þess
geta karlmennirnir átt á hættu
að hljóta tfu svipuhögg fyrir.
í ákærunni segir, að einn á-
kærður. Nicholaas van der Walt
bóndi. 38 ára, hafi haft kynmök
við sex af þessum konum, eina
f einu eða fleiri saman. Hvítu
karlmennirnir hafi undanfarin
fimm ár laumazt yfir f svert-
ingjaþorpið annað veifið og
framið ofangreind afbrot.
Þótt þetta séu fyrstu fjölda-
réttarhöldin f slfku máli, hafa
annaö veifið komið upp í Suður
Afríku dómsmál vegna brota
gegn siðalögunum. Það auðveld
ar ekki jafnvel hinum löghlýðn
ustu borgurum meðferö hvata
sinna, að í landinu er gffurlegur
fjöildi kynblendinga. Hvítir
menn á seinustu öld voru til
dæmis ekki jafnsiðavandir og
þeir nú eiga að vera f Suður-
Afríku, og afleiðingin var millj-
ónir kynblendinga. Margir
þeirra eru næsta hvftir á hörund
eða lítið frábrugðnir þeim fbú-
um þessa sólarlands, sem sam
kvæmt vottoröum teljast hvítir.
Mál prófessorsins
Mikla athygli vakti t fyrra
mál háskölaprófessorsins John
Blackings og indverska læknis-
ins Zureena Desai, Blacking,
sem er fertugur og indverska
stúlkan, 24ra ára, voru staðin
að ólöglegum ástarmökum.
Petrus Coetzee lögregluþjónn
bar vitni í málinu og lýsti þvf,
hvernig hann hafði fært sönnur
llllllllllll
M) WTFÆXffií
Umsjón. Haukur Helgason:
á ólöglegt athæfi þeirra. „Viö
fylgdumst með húsinu úr garö
inum. Ég sá Desai nakta í bað-
herberginu Síðan fórum við
inn Stúlkan var þá í herbergi
sínu. en það var enginn vafi um
framferði þeirra. Ég fór með ind-
versku stúlkuna til læknisrann-
sóknar til frekari sönnunar."
Þau sluppu frekar vel og
hlutu aöeins fjögurra mánaða
skilorðsbundiö fangelsi.
Skriðu inn um glugga
Leynilögreglumenn stóðu hvíta
stúlku og þeldökkan mann árið
1968 að þvf að kyssast. Við
frekari rannsókn málsins skreið
leynilögregiumaður inn um
glugga á heimili fööur stúlkunn-
ar, =em er kunnur borgari. Fann
hann bar f einni sæng dóttur
húsráðanda. Giselu Emile Beck
er, 40 ára, og prest biskupakirkj
unnar Noel Albert Edward Kow,
þrítugan. Prestur er svartur á
hörund og dvaldist þarna á
heimilinu setn. gestur húsráð-
enda.
Þegar haft er í huga hve bart
suður-afrfska lögreglan gengur
fram f slfkum málum er athyglis
vert, að dómsmál vegna brota
gegn siðalögunum skuli ekki
vera fleiri en raun ber vitni.
Þess ber að gæta, að allur þorri
hvftra manna f landinu styður
stefnu rikisstiómarinnar um að
skilnað kynþátta, „apartheid"
Aðeins örfáir þekktra manna *
Iandlnu hafa mælt gegn henni.
Hinir strangtrúuðu kalvfnist-
ar f þorpinu Excelsior, þar sem
hinir hvftu menn búa, sem nú
hafa verið dregnir fyrir rétt
vegna kynmaka við svertingia
konumar tólf, óttast illt umtai
og fjárhaaslegt tap vegna máls
ins. Klerkar biðia fyrir þorpini'
út af þessu. Svo er mál með
vexti. að veruleeur báttur f ref‘
ingu vegna siðeæðisbrota em
frásaanir f blöðunum, þar sem
stóru letri er skýrt frá nafni oi>
heimil'sfangi sökudólgsins.
Dómprófastur sakaður
'um kommúnisma
Réttarhöldin í máli þessu
koma á sama tíma og dómpró
fasturinn af Jóhannesarborg
GonviHe Ffrench-Beytagh var
handtpkinn sakaður um neðan-
iarðarstarfsemi og brot gegn lö“
íim sem banna ..kommúnisma''
' Suður-Afrfku Gonville Ffren
ch-Pevtagh var < gær látinn lau'-
eean 'rveeineu sem nemui
rúmr’ háifrl millión fslenzkr?
króna Hann á að koma fvr!r
rétt 26 fphrúar
t ákæru seair að FTrestch
Beytagb hafi verið f samband
við hinn ólöeiega kommúnistp
flokk f landinu op siálfstæðio
fvlkinau Afrfkumanna. sem einr
ir er bönnuð Dómnrðfasturinr
hefur verið einhver einarðast’
andstæðingur aðskilnaðarstefn-
unnar