Vísir - 29.01.1971, Síða 3

Vísir - 29.01.1971, Síða 3
VÍS'I'R . Föstudagur 29. janúar 1971. SVIORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND Umsjón: Haukur Helgason: Hefíast bardagar 5. febrúar? — óv'tst um framfengingu vopnahlésins i Mið-Austurlöndum Margir óttast, að bardagar hefjist aftur í Mið-Austur- töndum, þegar vopnahlés- túnabilið rennur út hinn 5. febrúar. Þá hefur vopnahlé staðiö sam- tals í hálft ár. Það var fyrst gert til þriggja mánaöa, en síðan var það framlengt til þriggja mánaöa til viðbótar. Friösemjendur leggja mikla á- heralu á, að vopnahlé veröi enn framilengt. Fátt markvert hefur gerzt í sáttaumleitunum í Mið- Austurlöndum meöan vopnahléð hefur staöið. í þess staö hafa aðil- ar eytt mestum tíma í ásakanir hver á hendur öðrum fyrir brot á vopnahléssáttmálunum. Abba Eban utanríkisráðherra ís- raels segir, að samningaviöræöum- ar um friö muni væntanlega rofna, ef Egyptar byrji bardaga, þegar vopnahléð rennur út 5. febrúar. Eban segir, aö frumkvæöi Banda-1 ríkjanna um friðarumleitanir bygg ist á því, að vopnablé sé í gildi. Eban var spuröur, hvort ísraels- menn mundu fallast á, að friðar- sveitir fjórveidanna taki að sér 1 gæzlu á landamærum ísraels og I Arabaríkjanna. Eban sagði, að ísra elsmenn vildu ekki erlenda her- 1 menn á þessu svæöi og sízt Rússa, Hins vegar kynni slík friðarsveit að geta orðið aö gagni við endanlega samninga en ekki fyrr. | Ásigling í Mexíkóflóa f 1 Þessi hrikalegi árekstur 'i skipa varð i Mexikóflóa í i, þoku aðfaranótt þriðjudags. ^ Roraima, rúmlega 100 metra i langt farmskip frá Suður-Am- I” eríkuríkinu Venezúela gróf stefnið í farmskipið Anzoat- qui, litlu minna. Skip voru nærstödd til að bjarga áhöfn- i um. Barizt i Reggio í allan gærdag Lögregla og kröfugöngu- menn háðu harða bardaga rétt einu sinni seint í gær- kvöldi í ítalska bænum Reggio Calabria. Beitti lög reglan táragasi. Eögreghacþjónar með hjálma gengu um götumar í morgim, en ekki ffcom tfl átiaka þá. Utan bæjar- ins var unnið að ramnsókn á tveim- «r nrifclum sprengirtgum, sem í gærkvöldi urðu við jámbrautina til Róinar. Tjón varð ekki á jámbraut imri' í þetta sinn. Nær atlan gærdaginn geisuðu slagsmál miHi lögregtu og kröfu- göngumanna. Höröuist urðu þau, þegar kvöldaði. Flokkar ungmenna þustu um götumar, kveiktu í bíl- um og götuvígjum, Stöðug átök hafa verið í bæn- um slðan í fyrra. Ðæjarbúar vilja, að þeirra borg verði höfuðborg I Kalabríuhéraði, í stað bæjarins Catanzaro, sem stjómvöld hafa ákveðið. Uppþotin í gær urðu vegna þess aö ítal'ska þingið til- kynnti, að það gæti ekki fjallað um kröfu íbúanna um, að Reggio skyldi verða stjómarsetur í héraö inu. p; ‘=\ H rt ' Byltingarsöngvar í brezka þinginu 250 félagar i Verkamannaflokkn- um brezka mótmæltu I morgun fmmvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á vinnulöggjöfinni með því að syngja gamla og nýja bar- áttusöngva, þar á meðal „We shall overcome“. Sllikur atiburður hefur ekki gerzt fyrr í brezka þinginu. Þingmenn stóðu og sungu og stöppuðu í takt, klöppuðu saman lófum. Ihaldsmenn og áhorfendur á þingpöllum voru hlessa. Verst mun þetta hafa leikið þingritara. Þeir vissu lengi vel ekki hvort j>eir ættu að skrifa söngvana og hrópin niður eða ekki. Þessi óvenjulegi atburöur gerð- ist eftir margra klukkustunda at- kvæðagreiðslur um frumvarp ríkis- stjórnar íhaldsflokksins um umbæt- ur á vinnulöggjöfinni. I stað þess, að kosið yrði á skömmum tíma með nafnakalli kröfðust þingmenn Verkamannaflokksins, að sá gamli háttur yrði viöhafður, að þingmenn gengju út og inn á ganginn, þegar þeir greiddu atkvæöi. Þetta gerð- ist í 22 skipti. Atkvæðagreiðslan stóð í alla nótt, þvi að hver slíkur gangur tók tólf mínútur. Var þetta hefnd Verkamanna- flokksins, vegna þess að íhalds- menn höfðu látið skera niöur ræðu- tíma — og svo lauk öllu þessu með söng. Frumvarp íhaldsmanna miðar að því að draga úr fjölda smáverk- falla, sem mikil brögö eru að í Bretlandi. t * 0 ( < * & t) ít tt « (* fe <t tf 6> Fimm'iHirar fæddir * i Frakklandi 29 ára kennslukona í smábæn um Voiron í Suður-Frakklandi fæddi fimmbura í gær, þrjá drengi og tvær stúlkur. Skömmu eftir fæöinguna var ekið með móður og börn til sjúkrahúss í Grenoble. Læknar þar vildu f morgun engar upp- lýsingar gefa vrm líðan fimm- buranna. Við fæöingu var þyngd þeirra milii 0,90 og 1,35 kíló. Þeir fædd ust tveimur og hálfum mánuði fyrir tímann. Afi firnmburanna, Andre Brosse að nafni. sagði i gær- kvöldi, að þrjú barnanna væru við góða liðan, en tvö væru las- buröa. Þó taldí hann bau ekki vera í lífshættu. „Það er ekki unnt að segja, að þetta sé bara ánægjulegur at- burður. Fimm í einu. — skapar vandámái“. Faðirinn starfar sem teiknari í fyrirtæki í Voiron. Hjónin hafa verið gift í sex ár og eiga þau þriggja ára gamlan son fyrir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.