Vísir - 03.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 03.02.1971, Blaðsíða 3
V í S I R . wliðvikudagur 3. febrúar 1971. n. - KERFIAPOLLO 14 TALIÐ ÖRUCCT Umsjón: Haukur Helgason: — Hætt við stefnuleiðréttingu i dag, svo að mikilvægt eldsneyti sparast Geimfaramir í Apolio 14 vöknuðu um miðnætti í nðtt og buðu góðan dag. Stöðin í Houston tiikynnti þeim, að ekki þyrfti að gera fyrirhugaða leiðrétt- ingu á stefnu geimfarsins. Þetta kom sér vel fyrir geimfar- ana, sem hafa þegar notað meira eldsneyti en til stóð vegna erfið- leikanna við tengingu fyrstu nótt- ina. Mitdhell kvaðst hafa sofið í sex og hálfa stund, Roosa í sjö og Shep ard í fimm. Apollo 14 fer í dag fram hjá þeim „punkti“ í himingeimnum, þar sem fyrirrennari hans Apollo 13 hafði nærri sundrazt í fyrra, þegar súr- efnisgeymir sprakk. Þá varð að hætta við lendingu og snúa Apollo 40 særðust í óeirðum / Róm 40 slösuðust og um 60 stúdent- þjónar og þrjátíu stúdentar fluttir I 113 til jarðar við illan lei'k, eins og menn muna. Hins vegar var afflt talið í lagi með Apollo 14 í morg- I un. | Shepard og Mitoheil eiga í dag að skrlða gegnum 80 sentimetra breiðan ganginn inn í tunglferj- una „Antares" ti'l að athuga, hvort kerfið er í lagi. Yfirmenn í stöð- inni í Houston voru í morgun í engum vafa um, að kerfið mundi starfa fuilkomlega, þegar þessir tveir hlutar geimfarsins verða tengdir saman að nýju, eftir að geimfararnir hafa dvalizt á tungli. Snemma í morgun var geimfariö um 320 þúsund kflómetra frá jörðu og fór með þriggja kflömetra hraöa á sekúndu. Fjölskylda flugstjórans. Alan Shepard flugstjóri á Apollo 14 með fjölskyldu sinni. Fremst til vinstri dóttirin Jufie, Í9 ára. 1 aftari röð til vinstri er frú SJiepard og til hægri dóttirin Laura, 22ja ára. Þriðja stúlkan á mynd- inni er frænka. ar voru handteknir eftir mikil á- í sjúkrahús, Lögreglan beitti tára- tök milli vinstri sinnaðra stúdenta gasi gegn hópi stúdenta, sem varp- og lögreglu við háskólann í Róm í gær, 100 lögregluþjónar tókust á við stúdenta, sem höfðu tekið í gíslingu þrjá lögregluþjóna í borg- aralegúm klæðum og lokað þá inni í húsi stúdenta. Bftir bartlagann voru tíu lögreglu | - íranskeisari og frú. „Aðgerðir gegn ákveðnum ríkjum“. aði bensínsprengjum, grjóti, borð- um og stólum i lögregluþjóna. Þetta voru alvarlegustu stúdenta- óeirðir í Róm um langt skeið. Undanfarna daga hafði 'hvað eftir annað komið til slagsmála miilli vinstri sinna og stúdenta, sem styðja flokk ný-fasista. Lögreglan hefur reynt aö hindra þessi átök. Óeirðirnar í gær hófust með því, að stúdentar úr róttækasta félaginu gengu berserksgang um skólasvæð- ið, segja fréttamenn. Stúdentar brutu hurð í lagadeild og eftir það hófust enn slagsmál milili þeirra og ný-fasista. Þegar lögreglan reyndi að stöðva þetta, var varpað f hana grjóti og „Molotofif-sprengj- um“. Þrír vinstri sinnar réðust á þrjá borgaraklædda lögregluþjóna fj'rir utan heimili stúdenta og drógu þá ! inn í húsið. Nokkrum mínútum seinna kom liðsauki lögregluþjóna í á vettvang, en stúdentarnir lokuðu sig inni og gerðu vígi úr húsgögn- um og bllum. Um síðir komust löregluþjónarn- ir inn f húsið og frelsuðu gíslana. Síðan voru um 80 stúdentar, sem í húsinu voru, fluttir I,fangelsi. Sókn kommúnista í Laos — Ekkert lát á orðrómi um fyrirhugaða rnnrás Bandarikjamanna Orðrómurinn um f'"’t-bugaða inn- rás bandarískra og suður-víet- namskra hersveita í Laos færðist frekar í aukana í gær, og óstaðfest- ar fréttir greindu frá því, að fall- hlífarhermenn hefðu þegar lent í 1 Laos. F.ins og skýrt var frá í blað- inu í gær, telja margir fréttamenn, að innrás muni gerð í Laos með svipuðu sniði og innrásin í Kamb- ódíu var í fyrra. Stjórnin f Wash- I ington hefur hvorki viljað játa I þessu né neita. Kommúnistar sóttu fram á víg- stöðvunum f Laos í morgun og tóku bteinn Muöng“Súof,'' 160 kíló- metrum norður af höfuðborginni Vientiane. Kommúnistar hófu sóknina með árás stórskotaliös á bæinn. Bærinn var aðalstöðvar hersveita „htot- lausa flokksins" í Laos. Skæruliðar Pathet Lao og Norð- ur-Vfetnamar tóku þennan bæ fyr- ir 15 mánuöum en misstu hann í október síðastliðnum. Þegar komm- únistar réðu Muong Supi réðu þeir að mestu yfir hinnii mikilvægu Kru'kkusiléttu, sem er bæði hemað- arlega mikilvæg og aðalræktunar- svæði landsins. Fyrir tveimur dögum höfðu kommúnistar hertekið bæinn Bu- ong Ohalana, 335 kflómetrum suð- austur af Vientiane. Nú er regntímanum lokið í Laos og er búizt við áframhaldandi á- hlaupum kommúnista. Souvanna 'Phouma þjóðarleiðtogi Laos. LOKAÐ FYRIR OLIU- SÖLU TIL EYRÓPU? Slitnaði upp úr samningatilraunum milli oliurikja og oliufélaga Mikil hætta er talin á skær um milli aðalolíulandanna og stærstu vestrænu olíu- félaganna. Slíkt gæti skap- að vanda í Vestur-Evrópu, þar sem innfluteiingur á oííu yrði í hættu. I í gærkvöldi slitnaði upp úr samn ■ ingatilraunum, sem staðið hafa ! langan aldur miMi stiórna sex ríkja við Persaflóa, sem framleiða olíu i og 22ja vestrænna olíufélaga. Frest ; ur sá sem ríkisstjórnimar hafa gefið olíufélögunum til að ganga i að skiimá'lum sínum, rennur út í dag. | Samtök ríkja, sem framleiða olíu halda fund í Teheran í dag til að ræða um aðgerðir. Þama er um að ræða olíuríki við Miðjarðarhaf og Persaflóa, í Suður-Ameríku og í Asíu. transkeisari sagði á blaða- mannafundi fyrir tveimur vikum, að til greina kæmi að stöðva oliu- sölu til ákveðinna landa, ef olíu- félögin koma ekki lengra til móts við kröfur oh'urJkjanna. Fjármálaráðherra írans, Amshid Amouzegar, sagði í gær, að búast megi við hörðum ályktunum á fund inum í dagP 1 x 2 — 1 x 2 (3. leikvika — leikir 23. janúar 1971) Úrslitaröðin: 221-110-lxx-xxx 1. vinningur: 10 réttir — kr. 291.500.00 Nr. 19779 (Borgarfjörður) 2. vinningur: 9 réttir — kr. 5.600.00 Nr. 5074 Nr. 11213 Nr. 13573 Nr. 16270 Nr. 18536 Nr. 19790 Nr. 23049 Nr. 23296 Nr. 25785' Nr. 29045 Nr. 31497 (Garðahreppur) (Kópavogur) (Ytri-Njarðvík) (nafnlaus) (Vestm.eyjum) (Borgarfjörður) (nafnlaus) (Reykjavík) (Reykjavík) (Reykjavík) (Reykjavík) Nr. 34314 Nr. 36950 Nr.\ 46756 Nr. 47541 Nr. 50476 63346 64369 65300 65514 Nr. 66189 Nr. 66190 Nr. Nr. Nr. Nr. (Reykjavík) (Reykjavfk) (Reykjavík) (Reykjavík) (Reykjavík) (Reykjavík) (Reykjavík) (nafnlaus) (Reykjavík) (Reykjavík) (Reykjavfk) Kærufrestur er til 15. febr. Vinningsupphæðir' geta lækkað ef kærur reynast á rökum reistar. Vinningar fyrir 3. leikviku verða sendir út (póstlagðir) eftir 16. febr. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — Reykjavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.