Vísir - 03.02.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 03.02.1971, Blaðsíða 6
VI S I R . OFDRYKKJUMÁL áskorun til stjórnmálamanna TTndanfarna tvo mánuði hafa dagblöðin öðru hverju birt áskoranir frá ýmsum málsmetandi félögum og félagasamsteypum þar sem skorað er á Alþingi að beita sér af alefli aö ýmsum ráöstöfunum til aukinna oifdrykkjuvarna, m.a. með því, að flýta fyrir stofnun lok- aðra drykkjumannahæla. Ég bið ykkur, alþingismenn og aðra stjórnmálamenn, hugsið ykk- ur tvisvar um áður en þið gerizt aðiljar að slíku frumhlaupi. Sú ráð- stöfun, að stofnsetja fleiri lokuð drykkjumannahælj án þess að huga fyrst að ráðstöfunum til að endurhæfa drykkiumenn sem eru að missa jafnvægið er jafn hjákát- leg og ef tveir langferðabflar væru látnir hefja fastar ferðir miMi Kol- viðarhóls og Hellu, en upp að Kol- viðarhóli væri eftir sem áður eng- in ferð. Sú ráðstöfun réttlættist ekki þótt þflarnir væru alltaf þétt setnir af sama mannskapnum — á sama máta og eftir sama lögmáli og eilíföarhringekja hælisvistanna. Það er mildl þörf á auknum að- gerðum til varnar ofdrykkju, en að reisa hæli er algjörlega út f hött á meðan tengiliðinn milli hælisins og fólksins vantar, — á meðan að- stöðuna til endurhæfingar vantar. Sannleikurinn er sá, að nú sem stendur veit enginn um þörfina fyr- ir lokuð hæli, og margir þeirra dtykkjumanna sem nú eru taldir „hælismatur" væru alls ekki „hælis matur“ ef eitthvaö væri að gert þeim til aðstoöar við að ná fótfest- unni. Einhliða aukning hælisrýmis ýtir undir handahófs frelsissvipt- ingu og gæti f möreum tilfellum útilokað áratuga þjónustu efnis- manna við heimili og þjóðfélag. Stöðug ofdrykkja er sjúklegt á- stand. Ofdrykkja er ekki drykkju- sýki, heldur er hún undanfari drykkjusýki. Lokuð drykkjumanna- hæli eru fyrir sjúklinga — langt leidda sjúklinga, ekki fyrir verð- gndi sjúklinga. Langt leiddum S'jú’klingum fækkar strax og verð- andi sjúklingum er hjálpað. Verð- andi sjúklingur þarf endurhæfingar við, endurhæfing fæst ekki á lok- uðu hæli. Lokað drykkjumannahæli flýtir fyrir hruni einstaklingsins, sem þangað hefir flotiö á eigin ó- láni. Endurhæfing er verkefni sem við verðum að sinna í mjög aukn- um mæli svo að síður verði not fyrir hælin. Peningar er afl þess sem gera skal. AÖ reisa hæli kostar mikið fé, og að reka hæl; kostar tiltölu- lega ennþá meira. f stofnkostnað að stórauknum ofdrykkjuvömum þarf varla meira fé en sem svarar stofnkóstnaði sæmilegs þvottahúss á nýiu hæli. Rekstur einnar end- urhæfingarstöðvar kostar þ.ióðina brot úr þvf sem það kostar aö reka lokað drykkiumannahæli. Mér þætti ekki ótrúlegt að eldhús- kostnaðurinn einn yrði bserri á hælinu heldur en allur reksturs- kostnaður sómasamlegrar endur- hæfingarstöðvar. Endurhæfingar- stöðin borgar sig fyrir fram þvi hún beinir viðstöðuláust hálf-lömuðum drykkjumönnum inn í hið virka þjóðfélag á nýian leik, en lokað hæli hremmir drykkiumanninn og gerir síðan tilkall til hans. Hópur vísindamanna er nýlega ’hlutu nóbelsverðlaun, sat á rök- , stólum í sjónvarpinu um daginn Þeir voru sammála um mörg at- I riði, en eitt stakk mig sérstaklega, og var það það. að ætla mætti að . engir aðrir en vísindamenn bæru gæfu til græskulauss samstarfs bjóða í milli án bess að skuggi ! bióðemishroka eða mismunandi stjórnmálaskoðana félli þar á. Og \ þeir tæptu á bví, að því miður þyrðu þeir ekki að hugsa til enda þá dásemd er mannkvnið- kynni að verða aðnjótandi ef slfkt ein- huea samstarf næðist á sviði stjóm mála. i, Nú spyr ég ykkur, stjórnmála- menn, ykkur alla þessa ágætis menn, sjáið þið nokkra meinbugi á þvf, að við íslendingar efnum til samstarfs á sviði ofdrvkkiuvama, samstarfs við aðrar þjóðir, t.d. Pólverja, Skota eða Englendinga svo ég nefni einhverja þeirra er framarlega standa f ofdrvkkju- vömum? Ég hefi sótt skóla um alkóhólisma með fulltrúum þess- ara þjóða og numið þar eðlisþætti ofdrykkju og viðbrögð henni til varnar, og ég hefi sótt ráðstefnu wn alkóhólisma þar sem flestar Evrópuþjóðir áttu fulltrúa, og ég veit, að margar þeirra leysa reip- rennandi ýmis Þau vandamál, sem við teljum óleysandi. En við telj- um þau aðeins óleysandi af þvf að við reynum alls ekki að leysa þau. Geðlæknar á sviði alkóhólisma í Skotlandi, Englandi, Póllandi og Bandaríkjunum og víðar biða eftir : bví að fá að aðstoða með ráðum og dáð og langri reynslu, aðeins ef ivið viljum þiggja. Reyndustu fé- ; lagsráðgjafar Breta f ofdrykkjur : vömum, þeir John Grey f Glasgow i og Mr. Kenyon f Liverpool, hafa hvor um sig boðizt til að koma i hingað til lands og skipuleggja | endurhæfingarstöð hvenær sem íþess yrði óskað með skikkanlegum jfyrirvara —.og það auðvitað end- | urgjaldslaust, en með ferðum og ! uppihaldi á okkar kostnað Mr. Kenyon, sem er forseti Merceyside Council on Alcoholism og frkvstj. Liverpool Information Centre on Alcoholism hefir getið sér orð sem frumkvöðull skipu- lagðra ofdrykkjuvarna f brezkum atvinnufyrirtækjum, en Mr. John Grey, sem er frkvstj. Glasgöw Council on Alcoholism er þekkt- ur vfða um Evrópu sem afhurða raunsæismaður á alkóhólisma. Og nú spyr ég; höfum við ís- lendingar efni á því að slá á allar þessar útréttu hendur? Þið verandi og verðandi lands- feður, lítið rétt sem snöggvast í hugá'ntim 'ti> hetjanna, sem auð- mýktir burðast méð þennan sjúk- döm éinftiánaleikans,'-vitandi. é^fci einu 1 sirini hvort þeir eru sjúicír eða hvort þeir eru bara skaplausar druslur, sem ekkert vilja á sig leggja fyrir konu, böm eða þjóð- félag, en þær ásakanir hafa þeir heyrt svo oft, að ástæða væri til þess að þeir færu að trúa þeim. Aukið ekki á eymd þeirra með því að fara að byggja.yfir þá hæli, — hjálpið heldur til að endurhæfa þá til eðlilegs lffs, svo þeir I'fka, geti átt von á því að fá að njóta bama-bamanna f húminu. Með beztu kveðjum, Steinar Guðmundsson, Isafirði. Hvernæst? Hvertnú? Dregið fösfudag 5. febrúar ASeins þeir sem endurnýja eiga von á vinningi. SíSustu forvöð til hádegis á dráttardag. HAPPDRÆTTl SÍBS 1971. rnrnm □ Hafnfirðingar annist sjálfir rekstur almenningsvagna Hafnfirðingur skrifár: „Við, sem búum í Hafnarfirði en stundum vinnu f Reykja- vfk og ferðumst með Hafnar- f jarðarstrætó á milli, höifum mik ið hugleitt það, hvort ekki sé róttast fyrir Hafnarfjarðarbæ að taka að sér rekstur almenn- ingsvagna. Þetta gerir Reykja- vikurborg fyrir sína fbúa, sem njóta ólfkt betri þjónustu á þessu sviöi. Reynslan ætti að vera búin að kenna okkur það, að það er ekki heppilegt að fela sérleyf- ishöfum að annast þessa þjón- ustu. Það skortir mikið á, að hún leysi úr þörfum okkar Hafn firðinga, eins og hún er innt af hendi f dag. Naegir í þvi sambandi að benda á aðeins nokkur örfá at- riði af mörgum, er öll eru baga- leg fyrir þá, sem nota þurfa al- menningsvagna. Viðkomust. strætisvagna innan Hafriarfjarðar eru svo fáir, að þeir, er ekki búa alveg f grennd yið þá Þuffá;áð ganga aillangar leiðir til þess að nálgast vagn ana. Ferðimar eru strjálar. I annan stað þá fyllast vagn- arnir, þegar þeir leggja af stað frá Reykíavfk, af fólki, sem ætl ar bara f KÓpavogimn og kannski einnig af fólki, sem ætlar bara f Garðahreppinn. Það er því und ir hælinn lagt, hvort Hafnfirð- ingar komast með á vissum tím um eins og við lok vinnudags almennings. Þetta Ieiðir aftur hugann að þvf, hvort ekki sé rétt, að öM sveitarfélögin fjögur, Hafnar- fjörður, Garðahreppur, Kópavog ur og Reykjavfk hefðu með sér samvinnu um rekstur almenn- ingsvagnanna tii þess að sinna þörfum fbúanna á þessu svæði — að minnsta kosti þau þrjú fyrst töldu. Garðhreppingar og Kópa- vogsbúar njóta þama góðs af þessari flutningsleið, og sleppa með helmingi lægra gjald, því að fargjaldið tM Garðahrepps t.d. kostar 10 kr. meöan farið til Hafnarfjarðar kostar 22 kr. Að vísu er munur á fjarlægð- um. en fiarlægðin skapar ekki svona mikinn mun á kostnaðin- um. En fyrst og fremst verðum viö Hafrifirðingar að tryggja okkur með einhverju móti aukna þjón- ustu á þessu sviði. Og það er viðbúið, að það fáist ekki fyrr en við höfum sjálfir tekið að okkur rekstur almenningsvagna á þessum léiðum og innanbæjar f Hafnarfirði.** □ Vandræðahomið á Kringlumýrarbraut Haraldur við Háaleitisbraut skrifan „Gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar hafa alllt frá byrjun verið til tölu- verðra vandræða f umferðinni. Að vfsu hefur maður ekki haft Miðvikudagur 3. febrúar 1971. neinar spurnir af því í langan tíma, að þar hafi orðið óhöpp á borð við það sem gerðist fyrsta árið, sem umferð var opn uð þarna eftir Kringlumýrar- brautinni. Svo sennilega hafa ráðstafanir yfirvalda — stöðv- unarskyldan, bannið við vinstri bevgjum o.s.frv. — hrifið nokk- uð. En þótt minna sé nú orðið um óhöpp við þessi gatnamót, þá er það samt langt frá því vandræöalaust að komast leiðar sinnar um þau. Þannig brýnir t.d. lögreglan nijög fyrir ökumönnum, sem ætla þama yfir Kringlumýrar- brautina, að leggja ekki af stað inn á gatnamótin, fyrr en ak- brautimar báðum megin á Kringlumýrarbrautinni em orðn ar bíllausar — eða aö minnsta kosti svo langt ti’l næsta bfls, að menn komist alla leiðina yfir, áöur en næsta bfl ber að. Það er vitavonlaust að ætla sér að reyna að hlýða þessu. Þá kæmist maður aldrei yfir gatnamótin. Enda hafa allir þann háttinn á, að þeir fara yfir aðra akbrautina, þegar hlé verð ur þeim megin, og bfða á milli eyjanna, þar til færi gefst yfir hina akbrautina. Umferð er svo mikil þama, að það gerist mjög sjaldan, að báð- ar akbrautimgr í senn séu auð- ar af bflum. Það getur verið 15 mínútna eða jafnvel hálftfma bið eftir slfku tækifæri. Á sama tíma horfir maður kannski á fimm eða sex bfla fara fram úr sér og komast yfir gatnamótin í áföngum. Það þýðir ekkert að setja mönnum einhverjar slikar regl- ur f umferðinni, sem vonlaust er að nokkur getj farið eftir. Þær leysa ekki vandræðin. — Þær aúka bara þaú.“ □ Einokun söm við sig Bilveik kona skrifan „Það er leiðinlegt til þess að vita, að fvrirtæki, sem sitja ein að sölu vamings, sem ætlaður er sjúfclingum skuli ekki reyna að veita sæmiiega þjónustu. Kunningjakonu minni var héma á dögunum ráðlagt af lækni einum að kaupa hlut, sem átti að linna óþægindunum af veikindum hennar. Eitt fyrir- tæki hefur einkaleyfi á sölu þessara hluta. og hún leitaði til þess. En það átti ekki hlutinn til f birgðum sínum. Henni var tjáð að hún gaeti að nokkmm dögum liðnum reynt að hringja og forvitnast um, hvort hluturinn væri kom inn. Það var ekki einu sinni verið að bjóða henni að hringja til hennar og láta hana vita, þegar hluturinn væri fáanlegur. Og þetta var sem sé sjúlding ur, sem veikinda sinna vegna þurfti nauðsynlega á hlutnum að halda. Þetta sýnir okkur betur en nokkuð annað, hve varasamt er að veita einum aðila einkaleyfi til verzlimar með nauðsynja- vaming. Það verður að minnsta kosti að hafa strangt eftirlit með þvf að viðkomandi aðili inni af hendi víðunandi þjónustu á þessu sama sviði, og taka einkalevfið af honum, ef þetta bregzt." HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.