Vísir - 03.02.1971, Side 9

Vísir - 03.02.1971, Side 9
V í S I R . Miðvikudagur 3. febrúar 1971. „Voruð þið að koma með slor- For/'ð i flugferð með dýrum fiski fil Belgiu og ódýrum þvottavélum til Islands flugvélinni? Belgískur hóteleigandi fær nýjan íslenzkan fisk í soðið. ISLENDINGÁR standa nú frammi fyrir þeim möguleika að koma upp nýrri atvinnugrein. Þetta eru vöruflutningar í lofti. Sérfræöingar í flugmálum eru um það sammála, að sú atvinnugrein muni ekki aðeins vaxa eins ört almennt í heim- inum og farþegaflutningar í lofti, heldur mun hraðar og verði orðin mikilvægari efnahagslega séð en farþegaflutningar eftir tiltölulega fá ár. íslendingar eru með réctu stoltir af þeirri hlutdeild, sem flugfélögum okkar hefur tekizt að afla sér í farþegaflutningum á heimsmarkaðinum. Flugfélögin hafa þegar séð að vöruflutning amir skipta meira máli, en hing að til hafa þau ekki fariö út í vöruflutninga, nema sem auka- getu með farþegafluginu fyrr en Loftleiöir stofnuðu CargO'lux i Luxemburg með erlendum aðil- um. Það fyrirtækj er nú rekiö frá Luxemburg af miklum þrótti og verkefni sívaxandi. Óhætt er að fuilyrða að forsenda fyrir starfsemi Cargolux er tvíþætt, reynsla og verkefnalausar flug- vélar. Veigamest er sú reynsla, sem íslenzkir flugstarfsmenn fengu í hjálparfluginu til Bíafra Þá sannaðist, að verkkunnáttan hjá íslenzkum flugmönnum og flugstarfsmönnum stóð framar en almennt gerðist. íslendingar höfðu þar með höndum upp und ir helming af öllu hjálparfluginu. Þeir gátu flogið, þegar aðrir treystu sér ekki til þess, Þeir misstu enga fiugvél og enginn þeirra fórst, en í heild fórust 20 flugvélar í þessu flugi og um 60 fiugliðar létu lífið. Rejmslan úr Bíafrafluginu er því undirstaðan undir starfsemi Cargolux, og hún er undirstaðan undir starfsemi Fragtflugs hf., sem undanfama mánuði hefur unnið að því að koma reglu bundnum fiskflutningum á héð an til Belgíu. Biaðamenn Vísis fengu að skrá sig { áhöfn annarr ar Fagtflugsvéiarinnar um síðustu helgi til að fylgjast með, hvernig staðið er að þessum flutningum og hvaða framtíðar- Ég faafði aldrei trúað því fyrr en okkur lærðist það í Bíafra- fluginu að „sexan“ (Douglas DC-6b) gætj tekið 13,5 tonn af vörum með því að rífa smám saman allt það innan úr flugvél- inni, sem ekki var nauðsynlegt vegna flugöryggisins, sagöi Hall grímur Jónsson, flugstjóri, við Vísismenn, en hann flaug fyrir Fragtflug í Bíafra. Þessi reynsla er forsenda þess að við getum nú flutt út fiskinn á verði, sem gerir kleift að seJja hann á Belg- íumarkaði á hagstæðu veröi fyr- ir útflytjandann. Það fór ekki fram hjá okkur blaðamönnum Vísis, þegar við skreiddumst um borö í flugvél ina á Reykjavíkurflugveili frost nóttina miklu eða um kl. 2.30 aöfaranótt laugardagsins, að róttækar ráðstafanir höfðu ver- ið gerðar til að auka flutninga getu flugvélarinnar. Við okkur blasti autt gímald aftur eftir allri flugvélinni og saierni t.d. ekki annað en fata með loki, hattrekkar horfnir og ekkert ann að minnti á fyrri tíma flugvélar innar sem farþegaflugvélar í Jap an en fáein skilti á ensku og japönsku. Meðan borgarbúar sváfu svefni hinna réttlátu tók- um við upp um kl. 3 og tókum stefnuna á Antwerpen í Belg- íu, þar sem fiskkaupmaðurinn, Louis Franckaert hefur sína að- stöðu. Fiugferðin út tók fimm atburðalitla og þægilega tíma, — o,f þægilega fyrir Fragtflug hf. því miöur. Fiskmagnið í fiugvél inni var aðeins 4,5 tonn í stað 13,5 tonna, sem vélin tekur. Þetta 'hefur verið okkar vanda mál hingað til, sagði Haiigrímur sem ekki aðeins er flugstjóri hjá Fragtflugi, heldur hefur séð um alla snúninga heima og er- lendis vegna þessa flugs eins og aliir flugmennimir meira eða minna. — Okkar byrjunarörðug leikar hafa verið þeir, að annars vegar tekur markaðurinn í Belg íu enli sem komið er aðeins á- kveðið magn af þeim fisktegund um, sem við eigum auðvelt með að afla, en híns vegar hefur ís- lenzkum fiskframleiðendum ekki tekizt aö útvega þær fisktegund ir, sem markaðurinn getur tekið ótakmarkað af. Þetta eru tækni leg vandamál, sem verður imnt að ieysa með tímanum. Sjómenn munu leggja á það aukna á- herzlu að koma með þær fisk tegundir, sem eru 1 hæstu verði á Belgíumarkaðinum, en þar á mótj kemur, að með réttri aug- lýsingatækni verður unnt að selja meira af okkar algengustu fisktegundum eins og þorski og ýsu. Það var orðið bjart af nýj- um degi, þegar við lentum í Belgíu kl. 9 að staðartlma. Eftir smáþóf á flugvellinum var fisk urinn kominn í dreifingarmið- stöð Franckaert og þar hittum við hann að máli. — „íslenzkur fiskur í Begíu þýðir það sama og vondur fiskur", sagði Franc kaert okkur, þegar við spurðum hann um það, hvort fiskurinn aðeins sólarhrings gamall væri ekki óvenjulega góð markaðs- vara og auðseljanleg. — Þetta er auðvitað ekki rétt, hvað þenn an fisk áhrærir, bætti hann við og bandaði hendinni yfir að fisk inum, sem var að koma inn f dreifingarsalinn. En fólk telur það og það er nóg í fyrstu. Ástæðan fyrir þessu slæma orði á ísienzka fiskinum er sú staðreynd, að belgískir bátar fara á íslandsmið og það er allt upp undir 20 daga gamall fiskur eða elzti fiskurinn á „ferskfisk“-markaðinum, sem kynntur er sem íslenzkur fiskur. — Þessu hef ég nú verið að vinná að að breyta með því að kynna það rækilega f blöðum og í fiskverziunum, sem skipta við mig um alla Belgíu, að þetta sé allt annar fiskur. Árangurinn af söluherferðinni með fiskinn úr ómenguðum sjó er þegar orð inn sá, að ég þori að lofa 10% verðhæRkun eftlr 2 mánuði. Eins og Vísir hefur áður skýrt frá er verðið, sem þegar er greitt í Belgíu fyrir fiskinn miklum mun hærra en við þekkjum annars staðar og ann að sem meira er um vert, þangað er unnt að selja fisk, sem er hér að mestu leyti verðlaus. Ekki hefur enn gefizt tækifæri tii að filytja út ýmsar sjávarafurðir, er gæti verið mjög athyglisvert að reyna. Þar má t.d. nefna há- meri, er Franckaert hefur þegar boðið mikið verð fyrir, kúfisk, sem fæst í miklu magni út af Austfjörðum og ýmisiegt annað sem reynslan verður að skera úr um, hvað úr getur orðið. Eftir stutta viðdvöl í Antwerp en var flogið um hádegið tii Ostende, frægasta baðstaðar Evrópu til að sækja vörur heim, en vöruflutningar heim hafa satt að segja staðið undir fisk útfiutningnum hingað tii. — Það verður að upplifa til þess að trúa því, aö það magn af ísskáp um og þvottavélum komizt fyrir í einni flugvél sem fór í fiugvél- ina. Yfir 200 stykki fóru hvert af öðru inn í vélina, enda var heimferðin ekki aö sama skapi þægileg fyrir okkur eins og hún var ánægjuleg fyrir Fragtflug. Það var þó ekki ástæða til að kvarta, þó að viðurkennt skuii aö ekki er ánægjulegt að þurfa að sitja undir salerninu. Mönnum kann að þykja það merkiiegt að það skuli geta borg að sig að fiytia heim þungar og fyrirferðarmiklar vörur með flug vélum f stað þess að flvtia bær með skipum. Veigamikill mun- ur er á eðli flutningagetu skina og flugvéla. Skipin geta nýtt hverja rúmmálseiningu fyrir meiri þunga en flugvélar. Því er hagkvæmast að flytja þungar og ódýrar vörur með skipum. I hverjum 1700 kúbíksentimetrum í skipi eða bfl má vera eitt kíló. I fh’ljvél má hvert kfió hins veg ar taka 7000 kúbíksentimetra án þess að taka þurfi sérstaklega fyrir hiö mikia rúmtak vörunnar. Ýmisiegt annað kemur þama inn f dæmið. Innflytjendur þurfa aðeins að tryggja vörur sínar fyrir 100% tjóni (ef flugvélin ferst), því að skemmdir í fragt- flugi eru mjög sjaldgæfar og jafnframt óverulegar. Þá spana jnnflytjendur mikinn tfma, vaxta kostnað og eru nokkuð tryggir fyrir aö varan kemur til lands- ins meðan hægt er að selja hana. Allt of margir innflytjendur hafa bvartað undan því, að vörumw berist ekki með skipunum til landsins fyrr en kannski mörg um mánuðum eftir pantaðan t'fma og þar með hafi þeir misst af sölumöguleikum. Ef vöm- flutnir.gar í lofti fá næði til að þróast, gætu þeir kannski veitt skipaflutningum þama eðlilegt samkeppnisaðhald. Mjög fróðlegt verður nú að fyigjast með þvi, bvort unnt verður að tryggja áframhald á þessum loftflutningum. Stjórnar formaöur Fragtflugs, Árni Guð- jónsson hrl. fór út með flugvél inni með blaðamönnum Vísis til að reyna ásamt flugmönnunum að finna leiðir til að auka hag- kvæmnina í flutningunum. Hag- stæðir samningar tókust m.a. við flugvallaryfirvöld í Ostende um alls konar gjöld, en í hverri ferð hefur tekizt að finna ein- hverja pósta tii að auka á hag kvæmni flutninganna, en flug- mennirnir hafa verið óþreytandi í að leita fyrir sér. Hallgrímur flugstjóri fann þannig t.d. um- búðir í þessari ferð. sem munu minnka umbúðakosinaðinn úr 4 krónum í 2 krónur á kílóið. — Margt annað á eftir að laga til. Það mikilvæsasta er þó senni- lega það, sem Franckaert sagði við blaðamann Vísis. „Þetta verö ur ekki verulega gott, fyrr en íslendingum lærist aö umgang ast fiskinn eins og hvítvoðunga, en ekki eins og skft“. — Það barf þvf að breyta því, að lögregtu- þjónn í fluavallarhliði hafj á- stæðu til að snvria: „Voruð þið að koma með slorflugvélinni?" —VJ möguieika þeir hafa. Lárus flugvélstjóri tekur til hendi við affermingu. I i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.