Vísir - 03.02.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 03.02.1971, Blaðsíða 13
V I S I R . Miðvikudagur 3. febrúar 1971. T3 Frönsku tízkuhúsin létu undan bandarísku konunum jborðu ekki oð halda wð maxi og midi eingöngu, heldur færðu siddina upp Stuttbuxnadragt frá Courreg es, hraustlegt útlit og efni, sem Iíkist ljósrauðum köflótt um eldhúsgardínum er spáð vinsældum. Hinar glæsilegu dömur Given chy eru í stuttbuxum undir kjólum og kápum með klauf- ^pízkufréttaritarar hafa nú gert samantekt á tízkuvikunni í París. Þeir eru ekki allt of hrifnir. „Franska tízkuvikan iyppaðist niður eins og blaðra, sem stungið hefur verið á“, seg- ir tízkufréttaritari B.T. „Stutt- buxumar, sem eru mest í tfzku höfðu fjöldaframleiðendur á föt, einnig í Danmörku, þegar komið á markaðinn, svo að það var ekki nýjung lengur. Síddin varð aðalklípa tízkuhúsanna. I stað- inn fyrir að halda sér fast við eina línu og boða annaðhvort stútt eða sítt var gerður mála- myndasamningur, sem var þann- ig að síddin var í ýmsum lengd- um í hinni örvæntingarfullu til- raun að gera alla ánægða. Ef maður á að mynda sér einhverja tfzkuhugmynd eftir þetta verður hún hvað mig snertir sú, að hin venjulega, látlaust klædda kona er að koma aftur. En getur hún bjargað franskri hátízku frá þvf að tapa fyrir fjöldaf ramleiöslu". „Flest stóru tízkuhúsanna eru vel á veg komin með að skapa fjöldaframleiðslu. Yves Saint Laurent er þegar kominn í fjöldaframleiðsluna og er önn- um kafinn við að búa til hand- klæði fyrir bandarfskt fyrirtæki. Cardin er svo ákafur við að gera húsgagnateikningar og hanna konfektöskjur svo ekki sé minnzt á leikhúsbyggingar hans, að hann hefur aðeins lít- inn tíma fyrir föt. Það getur orðið alvarlegt fyrir Frakkland að tapa foringjahlutverkinu f tfzkuheiminum. Það hefur ekki tapað ennþá, en f stórum drátt- um hefur tízkuvikan verið ein- kennd af of mörgum umbreyt- ingum, of lítilli stefnu, án þess, að ég lítilsvirði peysudragtina, skyrtukjóla geysifalleg efni og nýtt sfgilt útlit, sem getur orðið ný tfzka, sem mun sigra í sátt og samlyndi með minibuxun- um“. rT'ízkufréttaritari Politiken seg- ■*" ir um Courreges, að hann skilji tímann, sem hann lifi á, og fötin, sem hann teikni, séu sam kvæmt því. Um Diorhúsið sé öðru máli að gegna. ,Að hið stærsta og rfkasta af tízkuhús- unum frönsku getur komið fram með sýningu, sem er á svo skökkum stað f tímanum, sem yfirpuntuð pífu- og ohiffonföt bera vitni um, segir eitthvað um firringu tfzku dagsins frá öðrum sviðum samfélagsins." Fréttaritarinn segir og að margir ræði um það f París, að það hafi reynzt tízkuhúsunum dýrkeypt að hrópa upp um mini, midi og maxi næstum á einu og sama árinu. „Ég hélt fyrst, að þaö væru aðeins neytendumir, sem fyndu fyrir dýrum tízkubreyt- ingum, en nei, ekki aldeilis." Þessl buxnadragt frá Dior og dragtir hans yfirleitt hlutu náð fyrir augum tízkufrétta- ritara. — Axlarsvipurinn á jakkanum er breiður, sömu- leiðis jakkaslögin. „Aðeins I drögtunum og buxnadrögtun um liggur boðskapur um okk ar tíma. Marlene Dietrich tfminn endurvakinn með þunnum augnabrúnastrikum, rauðum lakkmunnum og „pappilottum“ í hárinu á nótt unni... kvöldkjólamir virð- ast tileinkaðir konunni, sem hafði ekki kosningarétt. Eftir húsi Cardin er haft að margir viðskiptamanna hafi hætt að verzla við hin húsin. Og það eru bandarískar konur, sem hafa haft þessi áhrif. „Núna geta margar bandarísku verzl- ananna ekki einu sinni selt maxi kjóla frá Paris á útsölu. Þetta er kannski ein skýringin á þvf, að öll tízkuhúsin, jafnvel þau, sem eru vön að koma djörf- um smekk á framfæri hafa í ár komið með látlausan, nothæfan Saint Laurent var með stytztu tízk- una. Það er sagt um hann, að hann hafi verið orðinn hundleið- ur á ruglingnum í tízkuheiminum og geri því föt sem séu eins af- káraleg og mögu legt sé. Um þau em skiptar skoð anir. Þetta er einn af dagkjól- um hans. stíl fyrir kjóla í venjulegri sídd — ásamt buxnadrögtum.“ Þá kemur það fram, að frönsku konurnar, sem hafa dá- læti á tízku hafa ekki haft efni á að láta stjómast af henni eins og hún hefur verið upp á síð- kastið og frönsk tízka er nú orðið eitthvað, sem er mest fyrir útlendinga. „Að minnsta kosti er það greinilegt, að tízkuhöf- undar húsanna virðast hafa lát- ið undan — örugglega fyrst og fremst vegna bandarísku við- skiptavinanna. Nýja síddin er þannig úr garði gerð, að það er hægt að stytta flíktirnar án þess að hlutföllin raskist. En það er einkennilegt að síðu, svörtu kápumar, sem mað- ur sér á götunum virka þegar gamaldags. Og að margir, sem maður talar við segja. „Til allr- ar hamingju fat&ði maður sig ekki upp með síöum fötum“. En þetta er einnig einn mátinn að stjórna tízkunni, aðeins á hinn veginn". Kennsla — Stúlka óskast til að lesa í vesturbænum með 2 bömum 11-12 ára 2-3 tíma á dag eöa eftir nánara samkomulagi. — Nafn og aðrar upplýsingar ásamt kaupkröfum send- ist augl. Vísis fyrir laugardag merkt „Kennsla—03“. Ljósmyndavörur — Útsala Seljum í dag og næstu daga, á stórlækkuðu verði, eft irtalda hluti, sem lítið eða ekkert sér á, en notaðir hafa verið sem sýnishom í verzlun okkar. Isola og Isoly myndavélar, 6x6 format með hraða- og ljósopsstillingum. Verð frá kr. 900.— Rapid myndavélar. Verð frá kr. 500.— Skuggamyndasýningavélar. Verð kr. 2000.— Kvikmyndatökuvélar. Verð frá kr. 5000.— Kvikmyndasýningavélar. Verð frá kr. 5000.— Ljósmyndaalbúm. Verð frá kr. 86.— TÝLI HF., Austurstræti 20. Sinfóníuhliómsveit íslands TU áskrífenda: Fyrstu tónleikar á síðara misseri verða haldnir fimmtu daginn 11. febrúar. Endumýjun áskriftarskírteina óskast tilkynnt nú þeg ar eða í síðasta lagi fyrir 6. febrúar. Sala áskriftarskírteina fer fraan í Ríkisútvarpinu Sikúla götu 4. Sími 2-22-60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.