Vísir - 09.02.1971, Síða 7

Vísir - 09.02.1971, Síða 7
' r r y r r ' »;• r • r • » ■ ' • • r r y r r. r* ' ’ fn VÍSIR . Þriðjudagur 9. febrúar 1971. cytyfenningarmál Isienzkar bókmenntir erlendis: Litli maðurinn og pjoðielagio Ntöjainálaráðuneyiíö, skáld- saga Njarðar Njarðvík kom sem kunnugt er út í Noregi, í ný- norskri þýðingu í fyrra, og í hau&t var bókin gefin út á dönsku, og nefnist í þýöingu Má vi fá et bam, hr. minister? Alf Grostöl þýddi söguna og teiknaói myndir við hana, en Grevas Forlag gefur bókina út. Niðjamálaráðuneytið kom fyrst út, hjá Heigafelli, árið 1967, og fékk þá nokkuð misjafnar undir- tektir. Hér verður getið nokk- urra umsagna um bókina í nor- rænum blöðum i haust, sem blað inu hafa borizt. Tl ennmg Ipsen skrrfaði ritdóm •*"*• um norsku útgáfuna í Jyl- landsposten í febrúar í. fyrra undir fyrirsögninni Lítill karl í k$þu, og mun umsögn hans hafa átt sinn þátt í því að bókin var síðan gefin út á dönsku. — Oftlega er þess krafizt, að bók- memntir fjalli um þjóðfélagsmál, taki afstöðu til stjómmálanna, segir Ipsen, og þessi ungi ís- lenzki höfundur hefur tekið þá kröfugerð aivarlega. Hann hefur skrifað eitraða ádeiilu á hina pólitísku valdabaráttu. Saga hams gerist ekki í ímynduðum heimi heldur heima á íslandi, og hún hæfir beint í mark skrif- finnsku og pólitískra ioddara- bragða ... Saga Njarðar Njarð- vík er spaugsöm og greinþarleg afhjúpun pólitiskrar taifl- mennsku. Stjórnmálamenn verða varla til að fagna höf- undi, en þeim ætti þó að stökkva bros ef þeir líta í sinn eigin barm. Þessi meinlega á- deila beinist engan veginn að íslenzkum efnum sér í lagi, hún iýsir hjálparleysi okkar allraand spænis alkunnu pólitísku valda- kerfi, segir Henning Ipsen aö lokum. f svipaðan streng tekur Erik X H. Madsen í Vestkysten 3/10 í umsögn um dönsku út- gáfu sögunnar, en finnst samt minna til um hana en Ipsen. Hugmyndin er góð, tilvalið ádeiluefni, segir gagnrýnandinn. En það verður ekki ýkja mikiö úr henni. Stillin er þurrlegur og veitir hvorki spaugi né bræöi fullnægjandi framrás. Þaö er ein kennandi um aðferð höfundar að sögunni lýkur í þeim svifum sem Stefán heldur heim til að segja konu sinni tíöindin — að þau fái ekkert barn að eign- ast. Einmitt þá hefði sagan get- að orðið verulega alvarleg, hættuleg að marki. Lesandan- um finnst að hér hafi gott söguefni verið blásið upp meira en það þoldi. yeígerð framtíðarsaga. sem H&gur við að minni lesahda á Fogru nýju veröld Aldous Hux- leys, segir á hinn bóginn N.H. Söe í umsögn um Niðjamála- ráðuneytið í Kristeligt Dagblad 28/10. Ádeilan er vel af hendi leyst og fer ekki rniMi mála hvert broddur hennar beinist. Þar fyrir er það vafasamt hvort þeir taka mark á bókinni sem hún á mest erindi við, segir gagnrýnandinn. niðjamálaráðherra: Haldið þér kannski að það sé hægt að stjórna landi, stjórna heilili þjóð með því að hlusta á mannlegar tilfinningar og taka tillit til þeirra? Niðurstaða Njarðar er að þess sé lftil von ef valdhafar ,fara með völd sín einungis. þeirra sjálfra vegna. ÖM stjórn- mál miða.að þvi að ná völdum, halda þeim og njöta þeirra ... Bók Njarðar Njarðvík er böl- sýn, eygir enga lausn vandans. Sagan gerist á íslandi f náinni framtíð, og augljóslega beinist gagnrýni höfundar að rótgrónu íslenzku valdakerfi. Engu að síður er erindi hennar tímabært annars staðar þar sem stjórn- mál þrífast á yfirboðum og póli tísk hugmyndafræði hefur vesl- azt upp ... Kurt Sanmark, finnskur rit- höfundur sem var i haust gest- yir Norræna hússins í Revkjavík, skrifar ýtarlega um bókina i Huvudstadsbladet í Helsingfors 4/11. Það er óhugnanleg fram- tíðarsýn sem saga Njarðar bregð ur upp, segir hann m.a. En því miður er það fullkomlega mögu legt að hún verói aö veruleika i heimi sem orðinn er of fjöl- mennur, einnig í þróuðum lönd um þar sem takmörkun fæðinga er ætlað að tryggja góö lífs- kjör, þar sem hver einstaklingur er aðeins lítið peð í tafli stjórn málanna ... Þaö kann að þykja aðfinnsluvert að Njörður skuli ekki vinna til meiri hlítar úr sínu ágæta söguefni, segir San- mark ennfremur. En hin ein- földu sögusnið verða ásamt um hverfislýsingunni til þess að gera sögu hans sériega trúverð- uga. Ég get mætavel hugsaö mér þessa sögu gerast í Reykja- vík, að bankagjaldkerinn gangi fvrir ráðherra til að ræða per- sónulegt vandamál sitt að hvert atkvæði skipti miklu þar sem kjósendur eru fáir. Og hæðni höfundar er svikalaus, ádeilan haefir beint í mark bæöi tals- máti valdhafa í sögunni og lýs- ing pölitískrar baráttu, stíllinn fáorður og agaöur. Þetta er bók, sem vert er að lesa, umhugsun arverð bók, segir Kurt Sanmark að lokum. í tímaritinu Horisont, sem Svenska Österbottens Littera turförening gefur út f Vasa í Finnlandi, birtist ööru hverju ís- lenzkt efni. í 5.—6. hefti ár- gangsins 1970 sem út kom skömmu fyrir áramót er t.a.m. birtur kafli úr skáldsögu Thors Vilhjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fuglinn i þýöingu Peter Hallbergs og ýtarleg grein um „Thor Vilhjálmsson och modera ismen i islandsk prosa“ eftir Svein Skorra Höskuldsson. Þá eru í þessu hefti tvö smáljóö eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur í sænskri þýðingu Njarðar Njarö vik og smásaga eftir Friðjón Stefánsson, Ekki veiztu, Ella ... i danskri þýðingu Þorsteins Stef ánssonar. Horisont kemur út sex sinnum á ári, allstórt og fjölbreytt að efni og gerir sér far um aö birta efni frá ölluro Norðurlöndum. Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir: Neikvæðasta umsögn um bók- ina birti Knnd Holst í Berl- ingske Tidende 21/11. Nafn bókarinnar, Niðjamálaráðuneyt- ið þykir sjálfsagt fjarska fynd- ið heima í Reykjavik þar sem nútíminn er á fleygiferð og reyndar miklu nýrri en t.a.m. hér í landi segir hann. Framtíðar lýsing sögunnar felst í því einu að komið hefur veriff upp niðja- málaráðuneyti svo stjórnarvöld hafa þaö í hendi sér aö neita andstæðingum um leyfi til að eignast börn... Þetta er öll fyndni þessarar næfurþunnu sögu. Höfundur reynir með erf- iðismunum að gera gys að póli- tískri valdastreitu og íslenzku þjóðinni sér í lagi, en það bjarg ar engu, enda er höfundur ekki maður til að koma sögu sinni á flot. Æi, Laxness hvers lags flysjungar halda sig nú til dags á eyjunni þinni? spyr Knud Holst að lokum. Oetri undirtektir hlaut bók og ° höfundur I Göteborgs-Post en þar sem Crispin Ahlström birti umsögn um hana 23/9. Saga Njarðar um hjónin sem langar til að eignast barn en fá það ekki fyrir stjórnarvöld- unum, bregöur skærri birtu yfir hugsanlega bróun i vel skipu- lögðu samfélagi, segir hann, samfélagi sem er of vel skipu- lagt, býr við ofstjórn .. . Lykil- orðin í bókinni eru lögð i munn Engin miskunn (Play Dirty) Stjórnandi: Andre De Toth Framleiöandi: Harry Saltzman AÖalhlutverk: Michael Caine, Nigel Davenport Nigel Green, Harry Andrews o. fl. Ensk-amerísk. íslenzkur texti, Tónabíó. ýmsar nierkilegar leiðir munu vera til þess að ávaxta fé, og kvikmyndaframleiðandinn Harry Saltzman hefur komið auga á eina slfka leið, sem virð- ist reynast honum vel. Galdur- inn er m. a. sá að hann kaupir mikið af dínamíti og lætur sprengja i loft upp geysileg verðmæti og tekur kvi'kmvnd af öllu saman. Og fólk virðist vera fíkið i að sjá þessar spreng- ingakvikmvndir. Harry Saltzman er Kanada- maður. fæddur 1915, og varð á síðasta áratug einn gróðasælasti kvikmyndaframleiðandi í heimi. Honum græddist fé á James Bond myndaseríunni og öðrum njósnamvndum og nú siðast á stórmyndinni ..The Battle of Britain", sem reynzt hefur fremur vinsæl, bótt vandfundin sé innantómari mynd. „Play Dirtv“ heitir sú mvnd Saltzmans, sem Tónabíó sýnir núna. Söguþráðurinn er hinn samj og í flestum stríðsmynd- um: Nokkrir harffjaxlar leggja upp i leiðangur. sem á aö hafa gífurlega þýðingu fyrir úrslit heimsstyrjaldarinnar. í þetta skiptið stendur til að sprengja upp eldsneytisbirgðir einhvers staðar við Afríkuströnd, svo að Rommel neyðist vegna bensín- leysis til að hægja á sér við að berja á Bandamönnum. Auðvitað má alls ekki skýra frá þvi, hvernig leiðangurinn heppnast, en frá upphafi til enda er mikið um sprengingar og blóðsúthellingar. Myndin er að flestu leyti á- gætlega gerð og rnjög fallega tekin á köflum. Leikararnir hespa hlutverkin sin af fyrir- hafnarlaust, og aJlt gengur eins og vel smurð véi Áður en mvnd in byrjar. veit maöur á hverju er von, og um þaö er tnaður heldur ekki svikinn. Sem sagt veniules stríðsmynd í skárra meðallagi. Islenzkur texti fvl’gir mynd- inni eins og flestum myndum nú orðið. hversu léleaar sen) þær eru. Textaþvðendur kvik- mvndahúsanna virffast ekki all- ir vera miklir- tungumálamenn, en þó hafa f.evta'-nir i Tónabíói yfirleitt verið þoianlegir og janfvel góðir, en í þett.a skiptið bregður svo við. að textinn er i meira lagj hroðvirknisle'»ur. Orð eins og .Petrol'1 býðir revndar bensín en ekki olfa og ..engin miskunn“ er væuast sagt vafasöm hýðinn á .Plav Dirty". Fáeinir unelint’ar skemmtu sér við að vera með hárevsti ð sýninsunni. en sjíkt er plága, sem kvikmvhðáhússsestir eiga heimtingu á að vera lausir við. * * í Til sölu Mercedes Benz sendiferöabifreið árg. 1SG8, nýupptek- in vél. Sæti fyrir 10 farþega. — Sirni 40250 og 82553 eftir kl. 7. 1 /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.