Vísir - 09.02.1971, Page 8

Vísir - 09.02.1971, Page 8
•> ) V1SIR . Þriðjudagur 9. febrúar 1971. Otgefandi: Reykjaprenr nt. Framkvæmdastióri • Sveinn R Eyjólfsson Ritstjórl- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgit Pétursson Ritstjómarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstjóra- Laugavegi 178 Simi 11660 f5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vtsis — Edda hf. AÖgerðir sem fyrst Velflestir ef ekki allir íslenzkir stjórnmálamenn eru sammála um, að það beri að flýta aðgerðum í land- helgismálinu sem mest. Af hálfu stjórnvalda er lögð mikil vinna í að undirbúa málið sem bezt. Enn er ekki ljóst, hvað gert verður. En reikna má með, að einhver samráð verði milli stjómmálaflokkanna um þær leiðir, sem sérfræðingum þykja vænlegastar. Dr. Gunnar G. Schram, sérfræðingur í alþjóðarétti, flutti nýlega ræðu á fundi í landsmálafélaginu Verði og rakti ýmsa kosti, sem koma til greina í landhelgis- málinu. Hann taldi margt benda til þess, að íslend- ingar yrðu að grípa til aðgerða, áður en alþjóðaráð- stefnan um réttarreglur á hafinu verður haldin árið 1973. Þær aðgerðir verða þá orðnar að staðreyndum þegar til ráðstefnunnar kemur Það gæti hins vegar verið hættulegt að bíða, því að erfitt yrði fyrir okkur að ganga í berhögg við samþykktir ráðstefnunnar, ef við viljum hefja aðgerðir að henni lokinni. Gunnar benti á tvo möguleika, sem koma sterk- lega til greina. Annar er sá að lýsa yfir sérstakri mengunarlögsögu t.d. 100 mílna breiðri. Sú yfir- lýsing gæti byggzt á sjálfsvarnarreglum og á for- dæmi, sem Kanadamenn hafa gefið. Þá getur land- helgisgæzlan fylgzt með öllum skipaferðum og fram- kvæmdum á svæðinu og dregið brotlega aðila fyrir íslenzka dómstóla. Um leið er þessi mengunarlög- saga angi af víðtækari lögsögu, sem gæti fylgt í kjölfariö. Hinn möguleikinn, sem gæti verið samfara hin- um fyrri, er að friða hrygningar- og uppeldisstöðvar íslenzkra nytjafiska utan núverandi landhelgi. Sú friðun færi eftir tillögum fiskifræðinga, er byggðar væru á vísindalegum niðurstöðum, og hún næði jafnt til íslenzkra og erlendra skipa. Vísindalegar niður- stöður af þessu tagi liggja ekki fyrir, en allt kapp er nú lagt á að afla þeirra. Gunnar benti á, að hugsanlegt væri að ganga lengra á þessu sviði og fara svonefnda svæðaleið. Þá yrði sett reglugerð á grundvelli laganna frá 1948, þar sem ákveðin svæði utan tólf mílnanna væru lýs't íslenzk verndar- og forréttindasvæði. Á þessum svæðum mundu íslenzk lög og reglur gilda um frið- un og íslenzk skip mundu hafa forréttindaaðstöðu til veiða, ef fiskifræðingar teldu takmörkun á veið- um nauðsynlega. Loks kæmi einnig til greina að færa almennt út fiskveiðilögsöguna um ákveðinn mílufjölda, annað- hvort allt í kringum landið eða við ákveðna lands- hluta. Þetta er ef til vill hreinlegasta leiðin, en önnur hvor hinna kann að vera skynsamlegri frá sjónarmiði alþjóðlegra samskipta og kann því að ná betri árangri, þegar til langs tíma er litið. Af yfirliti Gunnars um þá möguleika, sem koma til greina, er ljóst, að land- helgismálið er ekki í neinni sjálfheldu og að okkur standa ýmsar leiðir opnar til aðgerða. Tuttugu ára borgarastyrjöld II — Innrás Suður-Vietnama i Laos eykur enn striðsglundroðann i þessu smáriki, jbor sem hlutleysingjar, hægri sinnar, skæruliðar kommúnista og Norður-Vietnamar hafa barizt um árabil Með innrás Suður-Víet- nam í Laos í gærmorgun var aukin styrjöld, sem þar hefur geisað í nærri tuttugu ár. Tvær alþjóða ráðstefnur í Genf hafa ekki megnað að koma á friði í þessu ríki, sem er sundurslitið í bardögum milli hlutlausra, hægri sinna og hinna komm- únistísku skæruliða Pat- het Lao, sem svarar til Víetkong í Suður-Víet- nam. íbúar þrjár milljónir Laos er lítiö fjaHaríki. Það nær hvergi til sævar. Það á landamæri f norðri að Burma og Kína, í vestri er Thailand, i suðri Kambódía, þar sem einnig geisar styrjöld, og í austri eru Víétnamríkin tvö, Norður- og Suöur-Víetnam. Laos er 230 þúsund ferkíló- metrar, og fbúar eru aðeins 3 milijónir. Það var áður fyrr hluti af frönsku nýlendunni Indó-Kína. eins og Víetnam og Kambódía. Laos fékk sjálfstæöi árið 1949, og fljótlega hófst þar borgarastyrjöld, er hefur staðið síðan og magnazt með þátttöku Norður-Víetnama og nú Suður- Víetnama einnig. Uppreisn kommúnista 1952 Souphannouvong prins, sem er hálfbróðir Souvanna Phoum as forsætisráðherra, stofnaði þjóðfrelsishreyfingu í Laos skömmu eftir 1950. Souvanna Phouma, núverandi forsætisráö herra er úr flokki hlutlausra, er viija að Laos sé hlutlaust ríki í deilum stórvelda, þriöji aðilinn í átökunum í Laos er flokkur hægri manna. Kommúnistar Pathet Lao reyndu að steypa konungs- stjóminni með vopnaðri upp- reisn áriö 1952. Þeim hefur enn ekki tekizt að komast til valda i nærri tuttugu ára borgara- styrjöld. Frakkar sáu sig tilneydda aö viðurkenna sjálfstæði Víetnam eftir langa styrjöld við uppreisn armenn þar, sem nutu forystu Ho Ohi Minhs. Eftir hinn fræga ósigur Frakka við Dien Bien Phu reyndi níu ríkja ráðstefna i Genf að stöðva stríðið f Laos samtímis því að stofnuð voru til bráðabirgða tvö riki I Víet nam. Það var eftir þessa ráð- stefnu sem Víetnam var skipt í ríkin núverandi Norður-Víet nam og Suður-Víetnam. Bylting arforinginn og kommúnistinn Ho Chi Minh var leiðt. norrík- isins. í suðurríkinu var um skeiö forseti Dien Diem, er var myrt ur og eftir það hafa herforingj ar skipzt á að stýra S-Víetnam. Ráðstefnan í Genf hugðist líka stöðva borgarastyrjöldina í Laos með því að þaö yrði hlut- laust ríki. Hægri sinnar f Laos grófu undan samkomulaginu — Árið 1957 komst á friður um stundarsakir meö samsteypu- stjórn. Souvanna Phouma varö forsætisráðherra, og Laos skyldi verða hlutlaust. Bardagar hóf- ust aftur árið 1959. Þá skiptust á ríkisstjórnir hlutlausra og hægri sinna, en þeim tókst ekki að bæla niður uppreisn komm únista í noröurhéruðum lands- ins. Samsteypustjóm reynd Ráðstefna fjórtán ríkja í Genf kom á friði árið 1962, og enn var reynt að yfirlýsa Laos hlut laust riki um ailan aldur. Reynd var samsteypustjórn, þar sem Souvanna Phouma hefur lengstum verið forsætisráö- herra f Laos í ýmiss konar stjórnarbræðslu. allir hlutlausir, hægri sm™» og Pathet Lao áttu fulltrúa, Kommúnistar gengu úr stjórn- inni eftir nokkra mánuöi, og borgarastyrjöldin hófst að nýju árið 1963. Norður-Víetnamar tóku að styrkja Pathet Lao. Um það leyti hófst Víetnamstríðið. Samningatilraunir milli aðil- anna þriggja í Laos fóru út um þúfur, og árið 1964 tóku hægri sinnar völdin um tíma með bylt ingu. Souvanna Phouma samdi þá við hægri sinna, og varð llllllllllll m ®fflss Hálfbróðir Souvanna Phouma er foringi kommúnista, Soup- hannouvong. Ho Chi Minh leiðtogi Norður- Víetnama sendi hersveitir inn f Laos til að tryggja flutn- ingaleiðir suður og styðja Pathet Lao skæruliða. Ho lézt í hittifyrra, en eftirmenn hans hafa enn aukið stuðn- inginn. Umsjón. Haukur Helgason: hann forsætisráðherra. Flokkur hlutlausra klofnaði út af þessu og margir þeirra fóru til liðs við Pathet Lao-kommúnista. Komm únistar höfðu um þetta leyti í fyrsta sinn náð hinni mikilvægu Krukkusléttu, aðalræktunarhér- aði landsins og hernaðarlega mikilvægu. Flutninjialeiðin liggur um Laos Stjórnarhermenn ráku komm- únista frá Krukkusléttu í hitti- fyrra, Fyrir ári náðu kommúnist ar aftur þessari mikilvægu sléttu. Pathet Lao hefur sótt fram á vígstöövunum í Laos und anfamar vikur, svo að stjórnin er í hættu. Innrás Suður-Víet- nama er til þess gerð að eyöi- leggja Ho Chi Minh-leiðina, sem liggur um Laos og Norður-Víet namar not.a ti! liösflutninga suð ur til Suður-Víetnam. Þetta er aðalflutningaleið N-Víetnama suður þar sem þeir kom- ast. illa vfir hlutlausa svæöið ð mörkum Norður- og Suður-Víet nam. Enginn veit hvaða afleið- ingar innrásin kann að hafa fvr ir stjórn hlutlausra í Laos op framtíð Souvanna Phoumas. — Kommúnistar eru í skotfæri við Luang Prabang aðsetur Savang Atthana, Laoskonungs og búast margir við harðri atlögu komm únista til að svara innrás Suður- Vfetnama.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.