Vísir - 09.02.1971, Side 9

Vísir - 09.02.1971, Side 9
■ - - .- ______________9 iii wm — Saknið þér snjósins í vetur? Jónasdóttir, húsmóðir: — Ég sakna hans elcki mikið, það er óneitan'e<!a hm<íilegra að kom ast á milli húsa. V1SIR . Þriðjudagur 9. febrúar 1971. Siguröur Björnsson, lögreglu- maður: — Þegar ég var barn þá fannst mér ákaflega gamnn að hafa snjó, en núna finnst mér betra að hafa lítinn snjó þá er minna um árekstra. Dóróthea Einarsdóttir. hús- móðir: — Ég er fegin að þaö hefur veriö lítill snjór í vetur. Það er nefnilega í fyrsta skipti í vetur sem ég er meö bíl. Hlín Agnarsdóttir, nemi: — Mér finnst bezt að hafa engan snjó. Mér finnst hann hafa svo niöurdragandi áhrif. Ingólfur Hannesson, póstmað- ur: — Mér finnst bezt að bera út póst þegar enginn snjór er. Það er oft erfitt að klofa skafl- ana með fullar töskur af bréf- um. Árni Friðriksson: — Jú, ég sakna snjósins mikiö, það er svo gaman að leika sér í snjó. TVÍEGGJAÐUR SPARN- AÐUR AF HLÁKUNUM Rabbað v/ð vegagerðarmenn um snjó- leysi og viðhald vega □ Það er kannski ekki laust við að menn séu orðnir leiðir á þessari sífelldu hláku. Það hefur naumast snjóað nema til einnar nætur, ef svo mætti segja, í allan vetur. Fjallvegir hafa verið færir flest- ir, allt fram á þorra. Menn aka allar götur norður og austur um land eins og á vordegi. Skyldi ekki vera sparnaður að þessu tíðarfari fyrir vegagerð og bæi. í venjulegu ári er milljónum varið til snjómoksturs. Vísir ræðir í dag við nokkra aðila sem standa að viðhaldi vega og gatna til þess að forvitnast um ástand vega í hlákunni. — Cnjómokstur er að sjáilif- sögðu miklu minni en f fyrra_ sagði Hjörleifur Ólafs- son, fu'lltrúi hjá Vegagerðinni, en hann fylgist manna gleggst með vegaviðhaldi úti um land frá degi til dags. — Hins vegar verður kostnaðurinn af þessum sökum kannski ekk; svo mifclu minni, vegna þess að við höfum verið að reyna að halda opnum fjaldvegum, sem venjulega hafa verið lokaðir allan veturinn. Ýmsir fjallvegir sem þannig er ástatt um verið opnir fram undir áramót, svo sem Breið- dalsheiði. Oddsskarð og Fjarðar heiði. Þíðurnar haifa líka ýmsa ókosti f för með sér. sem ekki koma til í snjóaiögum. Vegir sporast meira upp. Þess vegna kann svo að fara að vegir komi isízt betri undan vetri heldur en eftir snjóþunga vetur. T vetur hafa oröið meiriháttar flóð, sem valdið hafa skemmdum, svo sem f Borgar- firði, á Vestfjörðum og nú síð- ast í Mýrdalnum. Þar urðu með- al annans mitíar skemmdir á brúm, jafnvel svo að endur- býggja verður til bráðabirgða. Samkvæmt upplýsingum yfir- verkfræðings Vegagerðarinnar kostaði vetrarviðhald vega um 45 milljónir á síðasta ári, það er að segja snjómokstur og því um líkt, vinna við að skrapa svell af vegum og þess háttar. Vegagerðin hefur yfirieitt leigt jarðýtur af ræiktunarsam- böndunum í sveitunum til þess að moka snjónum. Auik þess eru heflar Vegagerðarinnar að sjálf- sögðu notaðir. Hins vegar hefur ekki verið farið út í þá sálma að fá sér- staka snjóblásara eða stórvirk- ar vélar til snjóruðninga, þar sem s'lik tækj yrðu aldrei notuð nema nokkra daga á ári og í þeim yrði mjög mi'kil fjárfesting. Aðeins einn snjóblásari er starf ræktur hér á landi og hann er notaður á leiðinni milili Akur- eyrar og Ólafsfjarðar. Slík tæki henta ekki nema á stuttúm snjóþungum leiðum eins og rauriár þa'r nyrðra, en veghefi'ar, sem nú eru orðnir mun öflugri en áður var stærri og með drif á öllum hjólum, eru sennilega heppilegri í „driiftir", eins og kaMað er, það er að ryðja sitaka skafila og þunnt snjólag. — Tjað tekur snjóblJásarann tvo til þrjá daga, aö moka Ólafsfjarðarmú'ia, sagði Guðmundur Benediktsson. yfir- verkstjórj Vegageröarinnar á Akureyri. Við höfum gert þetta einu sinni í vi'ku, þegar þurft hefur í vetur. Guðmundur kvaðsit ekki hafa tölur um það hvað slí'kur ruðn- ingur kostaði hverju sinnd, enda væri það æöi misjafnt eft- ir a^stæðum, en aldrei fer það þó undir 20 þúsund. — Veturinn hefur verið okk- ur dálítið óþjáll til þessa, sagði Guðmundur, þrátt fyrir þíð- viðriö. Það hefur verið þetta sitt á hvað, frost og hláka. Mi'kill vatnselgur hefur verið á vegunum og frost hefur aldrei farið alveg úr jörð, svo að vaitnið befur eldci náð að ganga niður. Eigi að síður er ólfku saman áð jafna tíðárfarinu í vetur og í fyrra hVað' sítórtir' vegavið- háldið. — Onjómokstur hefur að sjálf- sögðu verið sáralítil'l á götum borgarinnar í vetur, sagði Ingí O. Magnússon, gatnamála- stjóri Reykjavíkurhorgar. Þeg- ar snjóþyngslin voru mest í fyrra kostaði snjómokstur á götum borgarinnar um háifa milljón króna dag hvern. Þegar slíikt kemur upp á verðum við að fá menn frá öðrum stofnunum borgarinnar, úr byggingum og því um lfku. Tæki eru leigö til þess ama. Reykjavíkurborg á ekki tæki til snjómoksturs. Silíkt er eikki taiið hagkvæmt, vegna þess hve þau eru tiitölulega lftið nýtt. Þó að þessj vetur hafj verið snjóléttur, verður snjórinn og hál'ka óbeinn skaðvaldur á veg- um. Snjónaglarnir, sem flestir hafa undir bíium sínum til þess að vera við öllum búnir í hálku, halda áfram að skemma göt- urnar. — JH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.