Vísir - 17.02.1971, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Miðvlkudagur 17. febrúar 1971,
9
f
i
fl
'Ý
— segir Hermóður Guðmundsson, formaður
Landeigendafélags Laxár og Mývatns —
„Mesta og ábyrgðarlausasta hneyksli i
sögu landsins"
„SAMTÖKUM OKKAR hafa borizt tilboð um að-
stoð úr öllum landshlutum, ef á þarf að halda til
verndar Laxá og Mývatni. í lengstu lög vona ég þó,
að réttarfarið í landinu gæti svo skyldu sinnar gagn
vart borgurunum, að ekki þurfi að koma til alvar-
legra átaka út af þessu máli. Þá væri illa komið fyr-
ir íslenzku réttarfari og lýðræði. Við höfum orðið
að leggja aðaláherzluna á tölulegan rökstuðning
í þessu máli, þar sem ímynduð peningasjónarmið
virðast vera alls ráðandi hjá virkjunarmönnum.
En sannleikurinn er sá, að þeim mönnum, sem tóku
saman höndum til vemdar Laxá og Mývatni er
þetta hjartans mál. Margir af félagsmönnum
mundu fórna lífi sínu fyrir málefnið, ef á þyrfti að
halda.“
Það er Hermóður Guðmunds-
son, bóndi aö Ámesi viö Laxá
í Þingeyjarsýslu, formaöur Land
eigendafélags Laxár og Mý-
vatns, sem hefur átt í síharðn-
andi deilu við stjóm Laxárvirkj-
unar sem svarar spumingu
blaðamanns Vísis um það, hvað
Laxár- og Mývatnsbændur
hyggist gera, ef tiiraunir
þeirra til að stöðva núverandi
virkjunarframkvæmdir við Laxá
bera ekki tilætlaðan árangur.
Það er sterkt til oröa tekið,
að viija ganga út í dauðann fyr-
ir málstaðinn. Eru menn tilbún-
ir til borgarastyrjaldar ti'l að
verja Laxá?
Ég hef enga ástæðu til aö
ætla að fuilur ásetningur sé
ekki að baki þeim heitingum,
sem menn hafa haft í framrni og
sé ekki til hvaöa ráða annarra
er unnt aö grípa, ef lögin og
dómstólamir tryggja okkur
ekki fyrir yfirgangi virkjunar-
aðila. Þama má vekja athygli á
þeirri staðreynd, að í félagi okk
ar em um 200 manns. Aðeins
10 bændur á Grenjaðarstaða- og
Múlasvæðinu, sem búa á rfkisbú
um. em ekki í félaginu.
Hvaða rök hafið þið á móti
þeirrj virkjun, sem nú er fyrir-
huguð?
Við emm á mótj henni af
þremur ástæðum. 1) Fram-
kvæmdimar stríða á móti hug-
myndum okkar um náttúm-
vemd. 2) Virkjunin myndi
skerða verulega búskaparhlunn-
indi og þar meö fjárhagsaf-
komu þeirra bænda, sem land
eiga að vatnasvæöinu. 3) Virkj-
unin verður fjárhagslega óhag-
kvæm. Stjórn Laxárvirkjunar
rvsfcar blekkingar, þegar hún
reiknar út raforkuverðið frá
Laxá. Verðið er fundið með þvi
að reikna nýjar virkjanir upp
í 19 MW í stað 6,5 MW eins
oe hefur verið. Fram-
teiðslu gömlu virkjananna, sem
búnar em að afskrifa sig. er
síðan bætt við og þannig fengið
64 — 68 aura raforkuverð á
kwst., sem er atgjörlega út í
bláinn. Raunvemlegur fram-
leiðslukostnaður veröur mikið á
aðra krónu miðað við 6,5 MW
VÍrHjim- / .'.„' ,1« r.;. . ...
Við álítum aö eitthvað hljóti
að liggja að baki svona blekk-
ingartilraunum og sjálfur tel ég
aðgerðir stjómar Laxárvirkjun-
ar stórkostlegt fjárhættuspil
og jafnframt mesta og ábyrgð-
arlausasta hneyksli f sögu lands
ins. Laxárvirkjun hefur haldiö
áfram virkjunarframkvæmdum
þrátt fyrir mótmæli og það, að
fyrir löngu er orðið ljóst, að
þeir fá aldrei að virkja sér hag-
kvæma virkjun í Laxá án eigna
töku. Hvorki stjómarskrá né
vatnalög heimila þá eignatöku
og möguleikaskerðingu, sem
framkvæma þyrfti til að gera
virkjun við Laxá, með núver-
andi tilhögun starfhæfa, því
almenningsþörf krefst ékki
slíks eignamáms. Gmndvöllur
eignatöku verður að vera sá,
að hagurinn verður að vera
meira en sem nemur baganum
og óhagræöinu, sem eignatök-
urmi fylgir. Þegar litið er á
hina verömætu fiskræktarmögu
leika, sem í húfi em, yrði mats-
gerð, sem fylgdi eignatökunni,
bændum mjög í hag. Eignar-
nám er þvl óframkvæmanlegt
í Laxárvirkjunarmálinu og
mundi einungis leiða til átaka,
sem enginn gæti sagt fyrir um
til hvers mundu leiða.
Hvaða möguleika aðra sjá-
ið þið til þess að tryggja Norð-
urlandi raforku?
Það er Ijóst, að nýjar virkj-
anir í Laxá geta aldrei orðið
hagkvæmar nema með Gljúfur-
versvirkjun og sölu raforku tiil
Austurlands. Stjórn Laxárvirkj-
unar hefur einnig fuila Gljúfur-
versvirkjun í huga ennþá þó að
hún segisí hafa fallið frá henni.
Jarðgöngin, sem nú er verið
að gera em við það miðuð, að
þau geti tekið við öllu vatninu
úr Laxá, auk vatnsmagns Svart
ár, Suðurár og hluta af Skiálf-
andafljóti. Slíkt kæmi aldrei til
mála.
Hermóður: Aðgerðir Laxárvirkjunarstjómar eru stórkostlegt
fjárhættuspil og jafnframt
hneyksli í sögu landsins.
Viö höfum á þvf mestan á-
huga, að lögð verði lína frá
Búrfelli norður yfir Sprengi-
sand. Meö því mundi margt
vinnast. — Norðlendingar gætu
nær þegar f stað fengið næga
ódýra raforku. Þá gæti Lands-
virkjun þegar selt umframorku,
sem hún getur nú framleitt án
aukakostnaðar, en þessi orka
rennur nú óbeizluð til sjávar.
Þessi samtenging raforkusvæða
landsins verður nauðsynileg eft-
ir fá ár. Með því að leggja línu,
þegar næsta sumar er aöeins
verið að flýta verki, sem fyrir-
sjáanlega þarf að ljúka eftir
fá ár.
Sprengisandur er talinn vera
bezta línustæði á landinu.
Þama uppi á hálendinu er víð-
áttumikið sléttlendi og þar rík-
ir hálfgert meginlandsloftslag.
Loftið er þurrt og því lítil
hætta á ísingu og sviptivindar
em fáir vegna þess hve langt
er I fjöl'l beggja megin við
Sprengisand. Þá má ekki
gleyma þvi, aö með lagningu
línu noröur yfi Sprengisand
kæmi þjóðvegur, sem væri til
mikilla hagsbóta fyrir Norður-
og Austurland t. d. við feröa-
mannaþjónustu og vömflutn-
inga.
Annars eru aðrir möguleikar
allt aö þvl óþrjótandi, þó að
okkar fáu og verðmætu berg-
vatnsár séu látnar I friði og
þessir möguleikar hafa fjárhags
lega yfirburði yfir Laxá til auk-
mesta og ábyrgðarlausasta
innar hagkvæmni fyrir raf-
magnsnotendur og þjóðarheild-
ina. Þama má nefna fyrir utan
línuna að sunnan, orkuvinnslu
úr þingeysku jarðhitasvæðun-
um t. d. Kröflu og samtengingu
við Lagarfossvirkjun. Tilrauna-
virkjun í Námaskarði, sem fram
leiðir raforku úr gufuafli fyrir
50 aura kwst., er þannig ágætt
dæmi um þaö, hvemig unnt er
að leysa þetta vandamál. Með
stærri og fuilkomnari gufu-
virkjun gæti orkuverðið orðið
enn hagstæðara. Lagarfossvirkj
un sem nú hefur verið ákveð-
in, gæti selt raforkuna komna
til Noröurlands á 62—66 aura
kwst. Allar þessar tölur gefa
betri útkomu en iafnvel gróf-
lega faJsaðar' tölur Laxárvirkj-
unarstjómar þar sem jafnvel
er ekki gert ráð fyrir greiðslu
skaðabóta til bænda,
Hvemig stendur á þvl, að þið
hófuö ekki aðgerðir á móti
þessum framkvæmdum, fyrr en
nú, þegar búið er að verja
miklu ti! virkjanafram-
kvæmda?
Bændur eru seinþreyttir til
vandræða og er ekki sérstak-
lega Ijúft að standa í miklu
karpi. Hins vegar er það ekki
alveg rétt, að það sé fyrst und-
anfarin misseri, sem við höfum
hafið baráttu á þessum
framkvæmdum. Staoreyndin er
sú, að ákaflesa erf''tt revndist
fyrir okkur að fá upplýsingar
um framkvæmdaáætlanir. Það
var þannig ekki fyrr en árið
1967, sem fyrir lágu áætlanir
um virkjunarframkvæmdir. en
þegar árið 1965 skrifuðum við
orkumálastjóra og skoruðum á
hann að láta rannsaka hugsan-
legt tjón við virkjunarfram-
kvæmdir f Laxá. Upp úr þvf
var Laxámefnd stofnuð. Þá má
minna á. að 1959-60 áttu Mý-
vetningar f miklum útistöðum
vegna stífluframkvæmdanna
við Mývatnsósa. Og 1946 voru
gerðar áætlanir um laxaveg
upp fyrir stíflumar, en Laxár-
virkjun og Orkumálastofnunin
neituðu algjörlega að taka þátt
í kostnaði við það. Nú höfum
við bændur á svæðinu ákveðið
að leggja fiskveg upp fyrir
stíflumar í sumar og greiða
það úr eigin vasa til að byrja
með til að þurfa ekki að bíða
eftir þvi að framkvæmdir gætu
hafizt eins og verða mundi,
ef bfða á eftir virkjunaraðilum
að gera verkið.
Stjórn Laxárvirkjunar hefur
haldið þvj fram að möguleikar
tii fiskræktar ofan stíflanna
myndu aðeins batna við þá
virkjun, sem nú er verið að
gera. Hvað teljið þið?
Þetta er tóm firra. Nýja
virkjunin í Laxá myndi ednmitt
tryggja, að ekki eitt einasta
seiöi eða hrogn myndi lifa það
af að berast niður fyrir. Við
kostuðum sjálfir þýzkan sér-
fraeðing tH að koma hingað f
desember síöastliðnum tU að
leiða að þvi rök, að seiðin
myndu ekki lifa þetta af. Sér-
fræðingurinn, Wemer Panzer
að nafni, komst að þeirri nið-
unstöðu, að l vatnshverfli með
333snúningum við 38 metra
faH munu hrogn og seiði ekki
fá haldiö Iffi. þar sem bæöi hin
vóltænu áhrif og snöggi þrýst-
ingsmunur, eftir að úr hverfl-
inum er komið, er of sterkur
fyrir hinar Ktlu lífverur. Þetta
hafa forstjórj og yfirverkfræö-
ingur stærsta vatnshverflafyrir-
tækis í Þýzkalandi staðfest.
Enn skoitir þó vísindalegar
rannsóknir til að staðfesta þetta
endanlega.
Talið er, að seiði og hrogn
lifj nú af að fara í gegnum
yngri virkjunina, en alis ekki
f gegnum þá eldri. Áfanginn,
sem nú er verið að gera er
þannig hannaður að vfirfalls-
vatnið þaðan verður leitt f elztu
virkjunina og verða öll seiði og
hrogn þv fkirfilega drepin, þeg-
ar þau berast niður fyrir virkj-
animar.
Teljið þið að aðgerðir ykkar
muni bera tilætlaðan árangur?
Það er augljóst, aö þær hafa
þegar borið mikinn árangur.
Við hönnun Lagarfljótsvirkjun-
ar verður þannig tekið tillit til
allra þátta, sem við höfum
verið aö berjast fyrir og verður
ekki byrjað á framkvæmdum
fyrr en allt liggur á hreinu.
Máltækið segir að vísu. að „ffi-
ir njóti eldanna sem fyrstir
kveiktu þá‘‘. Þetta máltæki
munum við ekki láta sannast á
okkur. Við muum aldrei gefast
upp. Grundvöllur samby^Wa
félags okkar er: „Einn fyrit
alla allir fyrir einn. Laxá og
Mývatn verða varin“.
— VJ
I
|
|
i