Vísir - 17.02.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 17.02.1971, Blaðsíða 4
HVAB HAFA VALSMCNN / POKA HORNINU CC6N FH I KVÖLD? Lokaundirbúrtingur FH og Vals i gærkvöldi fyrir átökin i kvöld VALSMENN og FH-menn bjuggu sig í gærkvöldi undir mestu átök í handknattleik, sem fram hafa farið um mörg undanfarin ár. Það mun óhætt að fullyrða, að langt er síðan eins mikil spenna hefur ríkt um úrslit leiks í handknattleik og um leikinn milli Vals og FH í kvöld. Hér mætast tvö hmfjöfn lið, — leikmenn í hvoru liðj sér- É lega hæfir og hvergi veikan hlekk að sjá. Bæði hafa liðin skapmikla leikmenn, sem hafa nægilegt úthald til að leika 2x30 mínútur á fullri ferð. Gangur mála hjá báðum hefur þróazt svo undanfarna mánuði Íað þau hafa á að skipa frábær- lega góðum liðum, senniiega betri en þessi tvö félög hafa áður átt. „Okkur lízt vel á þennan leik“, sagði Bergur Guðnason, leikreyndasti Valsmaðurinn, einn markhæsti maður 1. deild- ar um þessar mundir. „Við ætl- um að vinna, — annað kemur ekki til greina af okkar hálfu“ Þeir Valsmennirnir voru ný- búnir að æfa létt, þegar okkur bar að garði í Valsheimilinu. Eftir æfinguna fengu þeir sem þess þurftu nudd hjá einum fé- laga þeirra, Jóni Carlssyni. Það var á Bergi og félögum hans að heyra að þeir hefðu heilmikið í pokahorninu gegn hinum fræknu Hafnfirðingum í kvöld, en ekki vildu þeir láta neitt af því á þrykk ganga að svo stöddu. Hafnfirðingarnir söfnuðust saman heima hjá formanni sín- um. Einari Th. Mathiesen að Suðurgötu 23 í gærkvöldi. Það var létt yfir hópnum, rætt um andvökunætur. taugaspennu og annað því um líkt. Pepsí, tertur og kleinur var fram borið og fékk góðar viðtökur, en Ingi- mar Jónsson þjálfari FH, sýndi leikmönnum leikaðferðina, sem duga á gegn Val, á töflu, sem fyllt var af hvítum leikmönnum „Eigum viö ekki aö „parkera“ Óla þarna, þá missum við ekki boltann“. Það var í gamni meö- an blaðamenn dokuðu viö í upphafi fundarins hjá FH í gærkvöldi. Ólafur Jónsson, stórstjarna Vals, einn bezti handknattleiksmaður okkar, fær þama nudd hjá Jóni Carlssyni, en á horfa Jón Karlsson og Stefán Gunnarsson. og rauðum, rétt eins og dæmið verður í kvöld. „Það er erfitt að spá um þetta, sigurinn getur orðið hvoru megin sem er“, sagði Öm Hall- steinsson. einn leikreyndasti leikmaður FH. „Þetta gætj jafn- vel fariö eftir því hvernig tök- um dómararnir taka leikinn. Sjálfum hefur mér fundizt Vals- menn of brotlegir og grófir og ekkj hafa verið tekið nógu strangt á þeim af öllum dómur- unum. Hins vegar eru Vals- mennirnir með gott handknatt- leikslið, sem leikur af öryggi, en ég vonast til að okkur tak- ist að yfirbuga þá í þessum !eik“. Og ef við eigum að spá um úrslit leiksins, eins og okkar hefur verið venja i 1. deildinni í vetur þá er okkur mikill vandi á höndum, — en leyfum okkur að velja þann kostinn að spá jafntefli og fáum mörkum eins og síðast, þegar FH vann 16:14, — en jafnframt þeim möguleika að FH vinni með einu marki. — JBP EfnHeg Ármanus■ stúlka setti met Kornung stúlka i Ármanni, Sig- rún Sveinsdóttir, hljóp glæsilegt hlaup í Baldurshaga, innanhúss- velli frjálsíþróttamanna í Laugar- dalnum um siðustu helgi. Tími hennar var 6.9 sekúndur, sem er nýtt íslandsmet sem að vísu verð- lír 'ékki staöfest fremur en önnur afrek innanhúss. Að tilstuðlan FRl eru haldin mót um hverja helgi í Baldurshaga, — og svo virðist sem meira líf sé í frjálsum íþróttum nú en um mörg undanfarin ár. Er það áreiðanlega ekki hvað sízt æfingaaðstöðunni að þakka. Elías Sveinsson, IR, náði ágætum árangri i hástökki, stökk 1.93 metra, Hafsteinn Jóhannsson, UMSK, stökk 1.84 metra. Eins og gera máttj ráð fyrir, var Bjarni Stefánsson, KR, yfirburða- maður í 50 metra hlaupi, fékk tím- ann 6.0, Borgþór Magnússon, KR, vann 50 metra grindahlaup á 7.1 sek., og Katrín ísleifsdóttir, iR, stökk 1.40 í hástökki kvenna og vann þá grein. ... og ekki er Valbjörn Þorláks- son aldeilis búinn að leggja skóna á hilluna. Hann vann langstökkið, stökk 6.74 metra. Kannski maður fái að sjá 7 metrana í sumar, Val- bjöm? Æfingar hjá FRAM í vetur Knattspyrnudeild Fram: ÆFINGATAFLA Álftamýrars’fóla. Meistaraflokkur: Mánudaga kl. 19.30 úti. Miðvikudaga fel. 18.50 inni. Laugardaga kl. 14.00 úti. 2. flokkur: Mánudaga kl. 19.30 úti. Laugardaga kl. 16.00 inni. 3 flokkur: Sunnudaga kl. 14.40 inni. 4. flokkur: Föstudaga fel. 19.40 inni. 5. flokkur — A-deild: Miðvikudaga kl. 18.30 inni 5. flokkur — E-deild: Laugardaga kl. 15.00. Old Boys: Laugardaga kl. 14.40 inni. Nú eiga Víkingar sterkan leik — Jón Hjaltalin kominn, en Agúst Svavarsson slasabur Víkingar eiga sitt stóra tækifæri í kvöld í 1. deildinni. Leikur þeirra gegn ,,lömuðu“ iR-liði ætti sann- arlega að vinnast, því Jón Hjal-talín, sá furðumaður handknattleiksins. er aftur kominn til íslands, og á- reiðanlega veitist iR-ingum ekki auðvelt að stöðva hann fremur en FH á dögunum. Við sögðum „lömuðum" ÍR-ingum. Þeir hafa verið óheppnir, þvf Ágúst Svavarsson, þeirra sterka og stóra finonrhrotnaði á dögunum og er úr leik. Þetta er mikil blóð- taka fyrir hið fámenna ÍR-lið. sem á varla menn til að manna vara- mannabekkina, og aðeins 7—8 hæfa leikmenn inn á völlinn í einu Hjá Víkingunum er ástandið mun betra. Þessi leikur er á dagskránni kl 20.15 í kvöld, — en á eftir fer leikur FH og Vals fram. Það mun vera skynsamlegra að mæta snemma í Höllinni í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.