Vísir - 22.02.1971, Síða 8
8
VISIR
Otgef^ndi: Reykjaprenr bf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson
Ritstjori: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
íSststJórnarfuIltrúi • Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstión • Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands
t lausasölu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmióia Vtsis — Edda hf.
Virðingarvert raunsæi
Egypzka stjórnin segist vera albúin að undirrita frið-
arsamninga við ísraelsmenn. Samtímis segir sendi-
herra Egypta hjá Sameinuðu þjóðunum, að Egyptar
bjóðist til að viðurkenna ísrael sem sjálfstætt ríki.
Peir setja mörg skilyrði fyrir þessum tilslökunum, en
engu að síður marka þær nokkur tímamót í deilunum
í Mið-Austurlöndum.
ísraelsmenn hafa átt samstöðu með vestrænum
ríkjum um margt. Oftast hafa vestrænir menn stutt
ísraelsmenn, en Arabar helzt leitað ásjár hjá komm-
únistum. í Súezstríðinu árið 1956 voru það vestrænu
ríkin Bretland og Frakkland, sem réðust á Egypta-
land ásamt ísraelsmönnum. Það stríð stóð skamma
hríð. Bretar og Frakkar kipptu að sér hendinni.
Bandaríkin höfðu ekki stutt þessa herferð. Ári síðar
höfðu ísraelsmenn kallað her sinn aftur til upphaf-
legu landamæranna. Þeir áttu þá að njóta frjálsra
siglinga til Rauðahafs.
Sex daga stríðið brauzt út tíu árum síðar, eftir að
Egyptar höfðu beitt ísraelsmenn margs konar þving-
unum og að lokum sett hafnbann á ísrael. ísraels-
menn gerðu þá innrás í Egyptaland, Sýrland og Jórd-
aníu. Þeir reyndust hafa algera yfirburði á láði og í
lofti. í þessari innrás hertóku ísraelsmenn þau svæði
af Aröbum, sem enn er deilt um, allt land Egypta
austan Súezeiðis, vesturbakka árinnar Jórdan og Gól-
anhæðir frá Sýrlendingum.
ísraelsmenn hafa hagnazt á sex daga stríðinu. Hin
herteknu svæði þeirra hafa einmitt æ síðan verið
þeirra sterkasta tromp. Arabar krefjast þess, að þeim
verði skilað. ísraelsmenn hafa látið í það skína, að
þeir muni ganga að þeim skilmálum með nokkrum
undantekningum, ef Arabar brjóti odd af oflæti sínu,
semji frið til frambúðar og viðurkenni ísraelsrfld.
Eftirmaður Nassers í forsetastóli í Egyptalandi,
Anwar Sadat, hefur undanfamar vikur sýnt meira
hugrekki en sjálfur Nasser hafði nokkru sinni gert.
Það þarf til þess kjark að segja egypzku þjóðinni
sannleikann. I tuttugu og tvö ár hafa leiðtogar Araba
hrópað í kapp um það, að „ísrael skuli afmáð af landa-
bréfinu“. Enginn raunsær stjómmálamaður ímyndar
sér, að það yrði gert í fyrirsjáanlegri framtíð, nema
ef til vill hugsanlega með rússneskum kjamorku-
vopnum.
Með svo ósveigjanlegri og óraunhæfri afstöðu Ar-
aba hefur engin von verið um frið í þessum heims-
hluta. Segja má, að látlaus styrjöld hafi geisað allt
frá stofnun Ísraelsríkis og raunar miklu lengur. Ar-
abar og Gyðingar hafa lagt mikið í sölurnar í blóði
og tárum. Vegna hins mikla tilfinningahita í deilun-
um hafa forystumenn Araba beinlínis aldrei þorað
að vera raunsæir í stefnu sinni.
Hitt er svo annað mál, hvort raunsæi Sadat forseta
í nokkrum grundvallaratriðum hrekkur tfl. Engu að
síður er það virðingarvert
(1
(i
V í SIR . Mánudagur 22. febrúar 1971.
Bjartari vonir í bar-
áttunni við krabbamein
Fátt vekur slíkan ugg í
brjóstum manna og til-
hugsunin um krabba-
mein. Oft fylgir því lang
varandi þjáning og að
lokum dauði. Engin lík-
amshluti er óhultur fyrir
þessum vágesti. Oft em
uppblásnar fréttir um ný
lyf eða aðferðir, sem
muni sigrast á sjúkdóm-
inum. Bak við þær frétt-
ir reynist oft óskhyggj-
an ein. Hins vegar álíta
fróðir menn, að um þess
ar mundir horfi bjartara
um sigur en nokkru
sinni áður og færa að því
sterk rök.
Stefnt ao lækkun dánar-
tölu um þriðjung
Lifslfloir 9—92%
Enn eru ófundin lytf, sem
gera slfkt gagn gegn æxlum,
svo sem krabbameini I brjósti.
En vrsindamenn kanna hvert ár
um 15 þúsund efnablöndur í leit
að lyfjum. Maigir sjúklingar,
sem lifa fimm árum etftir læknis
meöferð við krabbameini, eru
úrskurðaöir albaita. Eftirfarandi
listi sýnir tölu þeirra, er lifa eft<
ir að hafa sýkzt af krabbameinl
og eru tölumar við það miðað
ar, að krabbameinið sé takmark
að en hafi ekki breiðzt út um b"k-
amann: Brjóstkrabbi 85% lifa,
krabbamein í lungum 29%, f
legi 81%, skinnkrabbi 92%, í
munni 81% og í ristli og enda-
þarmi 9%. Hafi krabbameinið
náð útbreiðslu minnkar þetta
hlutfall um helming eða því sem
næst. Þannig halda 53% lífi af
þeim, er brjóstkrabba fá, en við
slíkar aðstæður og aðeins 9% af
þeim, sem veikjast af kralbba-
meini í lungum.
Veirur valda
krabbameini
Mikla athygli vakti fyrir
skömmu uppgötvun ungs vísinda
manns viö Wisconsin-háskóila í
Bandaríkjunum, Howard Temins
aö nafni. Temin sýndi fram á að
enzým frá veirum gat valdið
annars konar breytingumáerfða
eiginleikum fruma en áður var
vitaö. Veiran veldur venjulega
sjúkdómi með því að ráðast inn
í frumuna og koma henni til að
framleiða nýjar veirur. Því er
nú haldið fram, að veiran valdi
krabbameinj á nokkuð „lævís-
ari“ hátt, breytj erfðaeiginleik-
um frumunnar, svo að hún verð
ur krabbameinsfruma, sem get
ur aukið við sig, svo að úr verði
stækkandi æxii. Yrði of flókið að
rekja þessa þróun alla, en niö-
urstöður Temins og annarra
benda eindregið til þess, að veir
ur getj valdiö krabbameini. —
Sumir vísindamenn binda miMar
vonir við. að fnnast muni lyf,
sem stöðvar starfsemi velru
enzýmsins og þar með krabba-
meinið.
Illlllllllll
affiwwm
Umsión Haukur Hetaason:
ÓVINURINN. — Krabbameinsfruma, stækkuð 3000 sinnum.
Uppskurður við krabbameini.
Læknar ná oft beztum ár-
angri, ef þeir nota lyfin til skipt
is eða blönduð til að koma í veg
fyrir að krabbameinið geti orð-
ið ónæmt fyrir þeim. Ný lyf
hafa valdið miklum framförum
í baráttunn; við hvítblæði, sem
er algengasta krabbameinið, er
böm fá. Áður var það svo, að
bam, er veiktist af þesstim sjúk
dómi, lézt yfirleitt eftir fáar vik
ur eða mánuði. Nú hefur sá ár-
angur náðst, að níu af hverjum
tíu börnum, sem fá lyfjameð-
ferð, braggast að minnsta feosti
um sinn, og helmingur þeirra er
lifandi við sæmilega heilsu eftir
fimm ár frá meðferö. Nokkur
eru talin aibata.
Það hefur verið takmark í
krabbameinsbaráttunni að
lækka dánartölu krabbameins-
sjúklinga um þriðjung fyrir ár-
ið 1980 og um tvo þriöju fyrir
næstu aldamót. Þettá* er
verkefni. Til dæmis er þess aö
vænta að 25 af hverjum búlif-
and Bandarfkjamönnum muni
einhvem tíma á ævinni sýkj-
ast af krabbameini. Þetta eru
um 50 milljónir manna, og af
• þeim munu 34 milljónir deyja
af völdum sjúkdómsins, miðað
við núverandi dánartölu. 4000
böm deyja ár hvert úr krabba-
meini I Bandaríkjunum.
í grein í bandaríska tímarit-
inu Newsweek segir, að nú hafi
miklar framfarir orðið í vísind-
um og almenningur og stjórn-
völd séu örlátari á fé til krabba
meinsrannsókna en nokkru
sinni áður. Baráttan gegn
krabbameini sé. komin á nýtt
stig og vonir hafi aldrei verið
betri. Fyrir þremur áratugum
átti aðeins einn af hverjum
fimm, sem veiktust af krabba
meini, von um að halda lífi. Nú
eru þaö milli 30 og 40 af hverj
um 100, sem munu lifa krabba-
meinið af. 1 sumum tilvikum er
þessi tala hærri, til dæmis
munu milli 60 og 80 af bverjum
bandariskum konum, sem fá
krabbamein í brjóst, ekki látast
af þess völdum að sögn sér-
fróðra i USA. Ný tækni í
Enginn hluti líkamans er ó-
hultur fyrii krabbameini.
geislalækningum hefur aukið lífs
líkur krabbameinssjúklinga, og
nýjar aðferðir koma í veg fyrir
líkamslýti í ríkari mæli en áður.
Jafnvel börn með hvítblæði lifa
lengur en áður, og sum eru úr-
skurðuð heilbrigð.
Mörg lyf eru reynd með nokkr
um árangri, Um þrjátíu slík
eru nú notuö, til að draga úr
vexti krabbameinsæxla.