Vísir - 24.02.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 24.02.1971, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudagur 24. febrúar 1971 Eilífðarmál 9 — R'ikib fær 135 krónur á ári i leigu — en vill ekki selja Við siðaskipti sló kon- ungur eign sinni á hið mikla land klaustra á ís- hólahreppi í Mýrdal í Vestur- Skaftafellssýslu. Þetta er merki- legt mál og segja mætti „þjóð- legt“ mál. A oð selja eyðijórðina Holt i Dýrhólahreppi? landi. Klausturjarðirnar Ekkjan vill kaupa Karl Guðjónsson alþingismað ur. Hann og Björn Fr. Björns- son vilja selja. urðu þá ktínungsjarðir og síðar þjóðjarðir, eign íslenzka ríkisins. Ríkið á nú milli 800 og 900 jarðir og jarðahluta á landinu, þjóðjarðir og kirkjujarð- ir, og er búið á þeim flestum. Á hverju þingi eru borin upp allmörg frumvörp um sölu ríkis- jarða, til dæmis með fyrirsögn- inni: Frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjómina til aö selja eyðijörðina ...., sem nánar er tilgreind. Eitt slíkt mál hefur skotið upp kollinum 1 fjögur ár í röð. Margir þingmenn eru áhugasamir um söluna, en fleiri virðast vera henni and- vígir. Innan um stóm málin, efnahags -og fjármál, aðild að EFTA. og þess háttar bólar ár eftir ár á frumvarpinu um sölu eyðijarðarinnar Holts í Dyr- Ekkja fyrrverandi bónda á Holti vill nú kaupa jörðina af ríkinu. Ríkið vill ekki selja. Auk þess telja bændur á næsta bæ, Álftagróf, að búskap þeirra yrði stefnt í mikinn voða, verðj Holt selt. Bóndi, sem bú- ið hefur í Álftagróf í 40 ár, seg- ist munu segja ábýlisjörð sinni lausri, ef af sölunni verði. Álfta- ■gróf er einnig ríkisjörö. Álfta- gróf iiggur austan Holts og Fells vestan, Bændur I Álfta- gróf nýta Fellslandið til heyja. Hreppsnefnd Dyrhólahrepps mælir eindregið með því, að Holt verði selt. Stendur ekki steinn yfir steini Á Holtslandi stendur ekki steinn yfir steini, utan fjárhús og hlaða, að sögn Guðmundar Eyjólfssonar oddvita í Dyrhóla- hreppi. Þar hefur enginn búið síðan 1943. I hitteðfyrra var frumvarpið Alþingismennimir Steinþór Gestsson og Jón Árnason, í landbúnaðarnefnd efri deild- ar, vilja ekki selja. samþykkt í Efri deild Alþingis, en það „dagaði uppi“ í Neðri deild. í fyrra var frumvarpiö enn samþykkt i Efrj deild. Það fór til Neðri deildar. í landbún- aðarnefnd Neðri deildar fékkst enginn meirihluti, hvorkj með né móti. Tveir minnihlutar skil- uðu álti, og mælti annar gegn en hinn með sölu eyðijarðarinn- ar Holts í Dyrhólahreppi. Enn I vetur er þetta mál komið nokkuð áleiðis í Efri deild, og horfir nú óvænlegar en Ríkið yrði að kaupa mannvirki bóndans Samkvæmt upplýsingum Gísla Brynjólfssonar, fulltrúa, 1 jarð- eignadeild ríkisins, er ríkissjóð- ur skyldur að selja ábúana rikis- jarðar jörðina, ef ábúandi hefur búið þar í þrjú ár aðfinnslu- lausu búi og hreppsnefnd mæl- i-r með. Á sama hátt yrði ríkið einnig s-kyldugt til að kaupa eignir ábúandans í Álftagróf, sem eru miklar í mannvirkjum, áður um söiuna. í þetta sini};í,ef áþpandi Jýjji, p(f jörðinni, eins leggur meirihluti landbúnaðar- og hann segis-t munu gera, verði nefndar Efri deildar til,-að^foucrt- JHolt^selt; • Björn Fr. Bjömsson alþingis- maður hefur í mörg ár barizt fyrir því, að Holt verði selt. Jón Þorsteinsson alþingismað ur stendur að áltii meirihluta 'landbúnaðarnefndar Efri deildar, þar sem lagt er til, að frumvarpið verði fellt. varpið verði felit. 1 meiri hlutan- um eru þingmenn Sjálfstæðis- óg Alþýðuflokks. Minni hlutinn, þingmenn Framsóknarflokks og Karl Guð- jónsson, nú utan flokka, mæla eindregið með samþykkt frum- varpsins. Pólitísk skipting Það er því pólitík í málinu. Afstaða nefndarmanna hefur skipzt eftir pólitískum línum, i stjórnarsinna og stjómarand- stæöinga. „Er pólitík í málinu?" spurð- um við Hörð Þorsteinsson bónda á Nykhóli, son ekkjunnar, sem vill kaupa. „Þeir svara því fyrir sunnan,*‘ sagði hann. • „Það er einhver togstreita í Reykjavik,“ segir Guðmundur oddviti. Á Holti bjó eitt sinn Þorsteinn Einarsson, sem nú er látinn. Rfkið keypti Holt áriö 1936. Stóð hið opinbera í brúargerð, og ánum Hafursá og Kiifanda var veitt saman i einn farveg. Óttazt var, að við þetta mundi vatnaágangur eyðileggja eða rýra til muna nytjaland jarðar- innar. Þetta reyndist hins vegar minna en búizt var við. Jóhanna Sæmundsdóttir, ekkja Þorsteins, hefur siðan búið á Nykhóli þar í grenndinni ásamt Herði syni sfnum, og hafa þau nytjað Holts- landið til beitar og slægna það- an. Árleg leiga hefur aila tíð verið hin sama, 135 krónur. Þannig er Hoit nytjað frá Nyk- hóli, en Á'lfta-grófarbóndin nyti- ar rfkisiöröina FeW. Ja-rðirnar Álftagróf og Holt eiga sameigin- leg og óskipt heimalönd og heiðalönd. og gengur búsmali jarðanna saman. Meirihluti iandbúnaðarnefnd- ar Efr; deildar telur einnig, að með því aö hafa núverandi skip- an, megi firra árekstrum vegna landsafnota milli ábúenda Álfta- grófar og Holts, en þeir árekstr- ar yröu meiri, ef selt væri. Meirihlutinn óttast einnig, að frekari landspjöll gætu orðið í Holti. Hörður Þorsteinsson bóndi á Nykhól viöurkennir einnig, að „þar sem óhemluð stórfljót" eru, geti menn aldrei vitað með vissu, hvenær jarðir spi-llist af vatnaágangi. And- stæðingar sölunnar segja, að „möguleikinn á vatnaágangi sé að dómj kunnugra jafnt fyrir hendi eins o-g hann var árið 1936“. „Njóti mannréttinda“ Þingmennirnir B-jörn Fr. Björnsson (F) og Karl Guðjóns- son (utan flokka) hafa flutt frumvarpið nú í vetur. Jóhanna Sæmundsdóttir telur sig eiga að „njóta sömu mannréttinda og aðrir landssetar rfkisins, að geta fengið keypta ábýlisjörð mfna ríkinu." Þetta mái hefur ár eftir ár verið rakið fyrir þingheimi og umræöur um það verið með þeim hörðus-tu og tilifinninga- sömustu. Virðist þó s-vo, sem hagsmunir ríkisins séu þeir að leigia frem- ur jörðina Holt á 135 krónur á ári heldur en að selia hana beim, sem vill kaupa. Svo horfir nú, að frumvarpiö um sölu eyðijarðarinnar Hoits í Dyrhólahreppi í Vestur-Skafta- fellssýslu verði ekkj samþykkt í vetur, og skýtur bað því lík- lega upp kollinum næsta ár fimmta þingið í röð. — HH VÍBB m — Gáfuð þér konunni yðar blóm á konudag- inn? Kris^-inn Helgason, landmælinga- maður: — Nei. Þau deyja svo fljótt. Endast jafnvel ver en annað jákvætt í þessu þjóðfélagi. Guðni E. Guðnason, aðalbókari: — Nei, ekki á sjálfan konudag- inn, þar sem ég sá mér það ekki fært þá. En ég bætti úr því með þvi að kaupa handa henm blóm á mánudegdnum. — Jú, ég gef henni líka einstaka sinnum blóm, aöra daga ársins, en á konudeginum. Hilmir Elíasson, framreiðslumaö* ur: — Nei, það gerði ég ekki, þar sem mér finnst svo fráleitt að vera að færa konunni minni blóm, annarri eins blómarós og hún er sjálf. Hafsteinn Vilbergsson, bifreiða- stjóri: — Því miður var ég stadd ur austur í sveit á- konudaginn og hafði þvi ekki tök á því. Ég segj því miður, þar sem mér finnst þaö vera mjög svo sjálf- sagður hlutur, að gefa eiginkon- unum blóm á konudaginn. Ein- mitt blóm, þar sem konur eru jú alltaf svo mikið gefnar fyrir blóm. Páll Stefánsson, framkvæmda- stjóri: — Já, já, já, það gerði ég svo sannarlega. Það er eitt af þvi sem ég hefði aldrei látið undir höf-uð leggjast. Ð S C

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.