Vísir - 24.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 24.02.1971, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Miðvikudagur 24. febrúar 1971. VISIR Otgefandi: Reykjaprent bf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjðri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra • Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Vtsis — Edda hf. Heimsmeistararnir Jslendingar hafa átt nokkra íþróttamenn og einn skákmann á heimsmælikvarða. íslenzkar konur verða elztar allra kvenna í heimi, en samt í harðri sam- keppni við þær hollenzku. íslendingar hafa um nokk- urt skeið verið í hópi þeirra þjóða, sem beztra lífs- kjara njóta. Þá erum við framarlega í símanotkun, kaffidrykkju, sykurneyzlu og líklega fleiru. En hingað til hefur okkur vantað eitthvert svið, þar sem við sköruðum langt fram úr öðrum þjóðum, þar sem við værum óumdeilanlegir heimsmeistarar- Það svið er nú fundið. Reiknað hefur verið út, að íslend- ingar eru mestu verkfallshetjur í heimi og elska verk- föll langtum meira en nokkur önnur þjóð. Um þetta birtast nú greinar í erlendum blöðum, okkur til mátu- legrar háðungar. Dagens Nyheter hefui birt tölur um fjölda verk- fallsdaga á hverja 1000 manns á ári áratuginn 1960 —1969. Pólitísk verkföll eru ekki talin með í þessum tölum. íslendingar eru efstir á blaði með 1556 daga og síðan koma ítalir með 694 daga. Bandaríkjamenn hafa 382 daga og margar fleiri þjóðir hafa svipaðar tölur. Svisslendingar reka Svo lestina með áðeins þrjá verkfallsdaga. ítalir eru nálægt því að vera hálf- drættingar á við okkur, en Svisslendingar hafa ekki nema einn fimmhundraðasta hluta af okkar dugnaði í verkfallsmálum. v Hætt er við, að Svisslendingar hafi meiri sóma af þessum tölum en við. Svisslendingar eru auðug þjóð og hafa mikið fjármálavit, eins og kunnugt er. Þeir vita, að lífskjörin breytast í samræmi við breytingar á þjóðartekjum, að það er hagvöxturinn, sem ræður batnandi lífskjörum. Þeir vita, að verkföll framkalla ekki hagvöxt, heldur draga þvert á móti úr honum. Þetta ættu íslendingar líka að vita eftir langa og slæma reynshi af verkföllum og miklum launahækk- unum. En við nVkt °nn Hofa áttað okkur á, að launhækkanir h:U:a la • 'öikuð áhrif á lífskjörin. Ef laun hækka meira en þjóðartekjur, tekur verðbólg- an launahækkunina til baka. Algengt er hér og er- lendis, að hagvöxturinn sé 2—5% á ári, og raunveru- leg lífskjör ættu að geta batnað í sama mæli. En hér þykjast engir menn með mönnum nema þeir semji um 15—30% kauphækkanir, helzt eftir langvinn verk- föll. Þess vegna fara saman hjá okkur heimsmet í verkföllum og Evrópumet í verðbólgu. Samtök launþega mættu gjarna koma á fót sam- bandi við hliðstæð samtök í Sviss og afla sér upplýs- jnga um, hvernig í ósköpunum geti staðið á hinum mjög svo góðu og ört batnandi lífskjörum svissneskra (aunþega, þótt hvorki sé þar beitt verkföllum, né sam- ið um launahækkanir, sem eru umfram hagvöxt. Að vísu getur verið gaman að vera heimsmeistarar, en hitt hlýtur að vera meira í þágu launþega, að við ís- lendingar lærum skynsamlegri, hófstilltari og árang- ursríkari aðferðir í kjarasamningum. Hvað vitum við um Venus? Þar er 475 stiga hiti — Ekki má útiloka, ab til séu einf'óld lifsform i skýjum Venusar. en yfirborbib er glóandi eyðimörk Fyrir skömmu var til- kynnt, að sovézka geim- rannsóknastöðin Venus- 7 hafi lent mjúkri lend- ingu á Venusi um miðj- an desember. Eftii lend- ingu sendi stöðin upp- lýsingar til jarðar um 23 mínútna skeið, og er þetta í fyrsta sinn, að upplýsingar fást bein- línis frá yfirborði ann- arar reikistjörnu. Send- ingar þessar fóru og fram við mjög óvenju- legar aðstæður: hitinn á yfirborði Venusar reynd ist 475 giáður (plús eða mínus 20) og þrýsting- ur 90 loftþyngdir (plús eða mínus 15). Breyttar hugmyndir um Venus Á síðasta áratug hefur bætt aðstaöa til stjörnuathugana. svo og geimrannsóknir leitt í ljós margt nýtt um nágranna okk- ar, Venus. sem útilokar fvrri hugmyndir um þessa reiki- stjörnu sem eins konar tvibura jarðar. f lok fimmta áratugsins var mönnum þegar ljóst, að á Ven- usi ríkti mjög hátt hitastig, en. ekki hve hátt, né heldur af hverju þaö stafaði. Þá voru hugmyndir manna og mjög á reiki um þrýsting á yfirboröinu og fleiri atriði. Sovézku rann- sóknastöðvarnar Venus 4, 5, 6 og 7 hafa hver með sínum hætti lagt sitt tii svara viö þessum spumingum. Flug stöðvanna Venus 4, 5 og 6 bar þann árangur helztan, að unnt var að greina efnasamsetn ingu lofthjúps Venusar. Hann reyndist ekki úr köfnunarefni fyrst og fremst, eins og menn bjuggust við, heldur kolsýrður að 95—97 prónsent, en köfnunar efnisinnihaldið er alis ekki meira en 2—3 prósent. Súrefni er f reynd ekki að finna í loft- hjúpnum, og vatnsgufur við skýjabeltið eru minna en 1 pró- sent. Þessar stöövar byrjuðu að senda upplýsingar um umhverfi Venusar við um 25 stiga hita, og 0,6 loftþyngdarþrýsting og könnuðu það svo allt niður á svæði, þar sem ríkti 325 stiga hiti og aEt að 27 loftþyngda þrýstingur. Venus-7 var að gerð köfunar hyiki, sem kafar niður á meira en eins og kílómetra dýpi (en á yfirborði Venusar reyndist ein- mitt sami þrýstingur og þar). Ef við bætum því hér viö, að stööin þurfi aö mæta hita, sem er sýnu hærri en bræðslumark blýs og zinks, og senda upplýsingar tii jaröar viö þær aðstæður, þá ætti að vera ljóst, hve flókið tækni- legt verkefni lending á Venusi er. Hefur þornað upp Smíði og ferð Venusar-7 er nýr og merkur áfangi f geim- rannsóknum. Við vitum nú, sem fvrr segir, að á yfirborðinu er um 475 gráða hiti. og 90 loft- Þyngda þrýstingur — að kring- um Venus er sterkur lofthjúp- ur, sem er aðeins 15 sinnum þynnri en vatn. Hinum sjálf- virku stöðvum er ætlaö að svara því m. a., hvaða þróun leiddi til iafn sérstæöraj að- stæðna og þeirra, sem eru á Ven usi, hvað gerir hana svo ger- ólfka jörðinni. Að líkindum hefur nálægö sólar ákveöiö, hvaða þróun loft- hjúpurinn tók og ein helzta for- sendan fyrir núverandi ástandi hefur verið sú, að Venus þom- aði smám saman upp. 1 lofthjúpi jarðar er mikiö af súrefni, sem heldur aftur af stuttbylgjugeislum sólar í 100 km hæð. En á Venusi er í reynd ekkert súrefni, og útfjólublá geislun getur fariö neðar en á jörðunni. Auk þess er hitinn yfir llllllllllll mmm Umsjón: Haukur Helgason: skýjalaginu nokkuð hærri en á jörðu. Þetta styður allt að því. að vetni berst út f geiminn frá stjömunni á auðveldan hátt, en súrefnið gengur í sýrusambönd við hið fasta yfirborð og loft- tegundir. Þetta leiðir til þess, að kolsýringsloft er ríkjandi í loft- hjúpnum allt upp f mikla hæð. Mælingar Venusar-7 leiddu m. a. í ijós, að í lofthjúp Venusar hefur farið svipað magn af kol- sýru og er í bundnu ástandi á jörðunni. Hitaforði er gífuríega mikill f lofthjúpi Venusar, hundrað sinnum meiri en sá hiti, sem glatast um venusamótt, og því eru hitasveiflur yfir sólarhring- inn ekki meira en um ein gráða. „Gróðurhúsaáhrif“ Hið háa hitastig við yfirborð Venusar er auðveldast að skýra með svokölluðum gróðurhúsa- áhrifum. Þau eru tengd mjög sterkum aflokunaráhrifum blöndu kolsýringslofts og vatns- gufu á hitageislun, sem fara auk þess vaxandi eftir þvf sem hiti og þrýstingur vex. Ekki verður enn sagt um það, hvort þessi „gróðurhúsaáhrif" hefjast strax á jörðu niðri eða virka aðeins, þegar hærra er komið. Þetta fer eftir því, hvort sólarljós kemst alla leið til yfirborðsins eða ekki. Venus býr enn yfir mörgum gátum. Það væri t. d. mjög fróð- legt að komast aö byggingu og samsetningu venusarskýja. Menn vita heldur ekki, hvað ger ist í efri lögum lofthjúpsins. Vit- að er aðeins, að Venus á sér í reynd ekkert segulsvið, og sam- skipti hennar við geiminn um- hverfis eru allt önnur en þau. sem verða á landamærum segul- sviðs jarðar. en feril þennan skilja menn samt ekki til fulls. Ekki hefur verið komið fram með sannfærandi skýringar á afbrigðilegum snúning Venus- ar um eigin möndui, né heldur á snúningi efri skýjalaga hennar í andstæða átt við snúning reiki- stjömunnar sjálfrar (umferðar- tími er 4 jarðsólarhringar). Aö líkindum er vf!rborð Ven usar glóðheitt, dauflega lýst líflaus eyðimörk. Hinn hái hif' við yfirborð útilokar alit lí' jarðneskrar tegundar, þótt ekk' beri að útiloka, að til séu ein föld lífsform í skýjum Venusar en þar eru skilvrði all hagkvær og sambærileg við jarðnesk aö mörgu leyti. (Grein úr sovézka blaöinu Pravda). Bræðralag geimfara? Ekki verður annað séð en að vel fari á með bandarískum og sovézkum geimförum. Myndin er tekin, er þeir hittust á þingi um geimvísindi. Frá vinstri: James Lovell, Andrijan Nikolajew, John Swigert, Vitali Sevastjanov, Fred Haise og Boris Jegorov. Bandarísku geim- faramir eru þeir, sem heimsóttu Island í fyrra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.