Vísir - 24.02.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 24.02.1971, Blaðsíða 13
VLSIR . Miðvikudagur 24. febrúar 1971. 13 Blómadagurinn og konurnar: Ég rakaði mig vel og vendi- lega og rak henni rembingskoss Þa er blómadagurinn, það er að segja konudagurtem lið- inn. Strax fyrir helgina voru eiginmeon hvatitir til þes>s að fæna konumni einni blóm á konudaginn. Þessi venja hefur skapazt síðustu árin Er þá ekki enn einni gervineyzlunni bætt við á listann hjá hinum, sem fyrir eru? Og ei'ginmenn iuntast blómasailar sjá hve mikið hefur skort á, að sá daigur fyrirfinn- ist ekki enn í almanakinu. — Að ví'su mun einhver blóma- sali hafa áttað sig á þessu í fyrra og au'giýst blóm handa eiginmanninum á bóndadaginn, en hann var víst undamtekn- ing. Aumingja karlmaðu'rinn á því engan sérstakan blómadag. Það er hægt að nota blómadaginn til blómagjafa en einnig aðra daga — og þá getur gjöfin komið á óvart. út í næstu blómabúð tíl þess að kaupa sér og heimiiinu frið fyrir 250 kall. St'eikarhúsin fara einnig á stúfana — þaö á að mata krók- inn á konudeginum. Nú nægja blómin ekki ein saman. Kon- an á aö hafa það gott á konu- deginum og sleppa við elda- menns'kuna þennan eina dag ársins. Kannski á má'ltíð úr steikamúsi að vega upp bónda- dagirnn, en eins og ailir vita á konan að standa kófsveitt fyrir framan eldavéiina þann dag við að elda lostæti ofan í bónda sinm, samkvæmt hefð- inni. Tii þess aö öilu réttiæti sé fullllnægt þá vantar blómadag handa karlmanninum. Og mega Hann fær sjálfur blóm aðeins örsjaldan á ævinni. Kannskii við fermimgu, að afiloknu prófi, sem mun hafa ábrif á framtíðarstarf hans, á stórum afmælum, þegar tugurinn er fylitur og síöan ekki söguna meir — fyrr en við útförina. Ef blóm hafa þá ekki veriö afþökkuð. Reyndar hefur það borið á góma að blómasaiar hafi brugð- izt hart við, þegar sá ósiður kom upp að afþakka blóm við slifk tækifæri. Bru þeir sagðir hafa kallað þaö atvinnuróg og að slíkan ósið ætti að banna. Einnig komst sú saga á kreik, að þeir hafi ætlað sér að leita tii mannréttindadómstölsins í Haag til að fá réttarbót á þess ari ósvinnu enda talið líklegt, að réttlátum dómi yrði fúHnægt £ þeirri túlípanaborg. En þetta eru aðeins fiskisögur, sem hafa fllogið fyrir og ifklega ekkert mark á þeim takandi. En hvaðan skyldi annars „brandarinn" um aö ótrúir eig inmenn bæti fyrir breyskleika sinn með því aö iauma svo sem 250 kaiii í blómum að hedttelsk aðri og báilvondri eigin'konu smni, vera upprunninn? Kannski eru blómagjafir oft uppbót eða yfirbót. Fyrir hvað skyildi veta að 'bæta. þegar kon an fær blóm á konudaginn? En aiilavegana er ekki komið kapphilaup um fínheit í blóma- gjafir konudagsins svo mér sé kunnugt um. Þannig að sú, sem fær aðeins 5 blóm firtni til van- meta'kenndar vegna þess. að ná grannakonan fékk 10 stykki. En kannski verður það í framtíð- inni, þegar heföin er orðin rót- gróin. Ef ti'l vi'lll er undirbúning urinn aö því hafinn þegar. Stón vöndurinn fær nefni'lega upi sig fínni umbúðir en hinn, sem er kaunski aðeims eitt vesælt blóm. Þar er hvíti, venjuiegi um búðapappírinn látinn nægja. A uðvitað eru skiptar skoöani'r um alla skapaða hluti. Það kemur fram í s'koöanakönnun, þar sem 9 eigintnenn voru spurðir um það hvort þeir hefðu fært konunnii sinni blóm á konudaginn. Þó gaf yfirgnæf andi meiri'hluti konunni sinni ekki blóm á konudaginn eða 7 sem svörúðu neitahdí en 2 svör uðu játandi. Ástæðurnar voru m.a. þessar: „Nei, en ég rakaði mig vel og vendilega og rak henni remb ingskoss. „Nei, það eru tveir dagar á ári, sem ég er ákveðinn i að gefa konunni minni ekki blóm og það er þessa „lögskipuðu“ daga. konudaginn og mæðradag inn. AHa aðra daga gæfi ég henni blóm“. „Nei, ég hætti við það, þegar hún fór að minnamig á þaö“. „Já, ég var dreginn fram úr rúminu af krökkunum. Þau höfðu heyrt það og lesið það í fjölmiðlunum aö það tíil- heyrði deginum og það varð ti'l þess að ég varð að kaupa bæði blóm og mat....“ „Nei, það gleymdiist ailveg, enda var ekki gengið eftír því. Ég held Mka, að ég hafi ekki verið heiðraöur neitt sérstaklega á bóndadag- inn ....“ „Já ég hef alllitaf gert það...“ „Nei, ég lá £ rúminu eftir fyl'lerí, og hún stalst út og keyptí sér þau sjálf ..“ — „Nei, ég áttd enga peninga, en annars hefði ég gert það vegna þess, að mér fannst einhvem- veginn, að hana myndj langa til þess. Annars hefi ég aldrei keypt handa hennd blóm á svona degi“. Er þá hringurinn farinn. Eru það konumar eftir ailit saman, sem gefa sjáLfum sér blóm á kohudaginn, eftir að hafa hlust að á blómasalana — og þá sem uppbót, eöa hvað? — SB FMskyi \n og Ijeimilid Lokað vegna jarðarfarar Vegna jarðarfarar Sigtryggs Klemenzsonar, seðlabankastjóra, verður bankinn lokaður fimmtudaginn 25. febrúar 1971 frá 12.30. Seðlabanki íslands. Auglýsing um hækkun fyfirframgreiðslu opinberra gjalda Á gjaldheimtusoðli, sem sendur var gjaldend- um, að lokinni álagningu 1970, var jafnframt tilgreind fyrirframgreiðsla 1971, sem ákveðm var 50% af samanlögðum gjöldum hvers gjald- anda. Nú hefur lögunum verið breytt á þann veg, að fyrirframgreiðsla miðast við 60% af álögðum gjöldum 1970 og ber því hverjum gjaldanda að Ijúka fyrirframgreiðslu, þannig breyttri, á næstu fjórum mánuðum þ. e. marz, aprfl, maí og júní, með jöfnum greiðslum f hvert sinn. Kaupgreiðendum hafa verið sendar leiðbein- ingar um, hvernig hægast er að reikna út afdrátt af launum starfsmanna miðað við þessi breyttu viðhorf og starfsmenn Gjaád- heimtunnar munu að sjálfsögðu gefa einstöfc- um gjaldendum, sem þess óska upplýsingar um, hve háa fyrirframgreiðslu þeim ber að greiða í heild og hvað felhir á einstaka daga. Gj aldheimtHstjórirm, Laust starf strax Opinber stofmm óskar eftir því að ráða stúlku til daglegrar simavörzlu, og almennra skrifstofustarfa. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfe- manna. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 13269 milli kl. 2 og 4 (14—16) næstu daga. Óskast keypt Tvær handsnúnar saumavélar óskast, emtúg píanó, læsanlegt eða lítil píanetta, læsanieg. Uppl. í síma 84611 frá kL 9—16.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.