Vísir - 02.03.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 02.03.1971, Blaðsíða 13
VlSIR . Þriðjudagur 2. marz 1971. „Hver hreyfing kemur þreföld til baka“, segja framleið- endur vatns- rúmsins. Vatnsrúmið — hin mikla nýjung í gerð rúma „'T'vennt gengur betur í rúm- inu okkar“, segja fram- leiðendur nýrrar tegundar af rúmi, „annað er það að sofa“. Fyrir um það bil hálfu ári kom á markaðinn í Bandaríkjun- um sérkennilegt rúm, sem fram- leiðendur kalla „vatnsrúmið". Síðan þá hafa selzt meira en hundrað þúsund rúm af þessarri gerð, samkvæmt því sem þýzka blaðið Spiegel segir. í staðinn fyrir að hin venju- legu rúm samanstanda af fjöðr- um og svampdýnum, hvilir not- andi vatnsrúmsins á stórum gerviefnasekk fylltum vatni. Hugmyndina að þessu rúmi á hönnuöurinn Charles Prior Hall eftir að hann hafði gert tilraun- ir með gerviefnið gelatine til fyllingar. Honum heppnaðist að nota þessa nýjung í hægindi, sem hafði enga lögun. Það var árið 1967. Eftir það setti Hall saman risastóran sekk úr gervi efninu vinyl, fyllti hann með um það bil 1000 lítrum af vatni, setti hitapúða undir og sló utan um þetta viðamiklum ramma. „Jafnvel konur með rúllur í hárinu liggja þægilega f því“ lofsöng bandariski læknirinn Irving London vatnsrúmið, en læknirinn hætti lækningum og fór yfir í sölu á vatnsrúminu. Núna er hægt að fá á banda- ríska markaðinum margar teg- undir þessara rúma allt frá mjög ódýrri gerð upp í lúxus- útgáfu sem er níu fermetrar að stærð, yfirdekkt með lambs- skinni og útbúið með hljóm- plötutæki og sjónvarpi. Framleiðendúr vat'nssékksins segja: „Vatnið umlykur allan líkamann jafnt. Notandinn þarf ekki að beita neinni vöðva- áreynslu, jafnvel þótt hann sé í „óeðlilegum“ stellingum. Svefn leysi og bakverkir þjá ekki þá, sem nota vatnsrúmið". Jafnvel enn meiri ánægju en hinn sofandi hlýtur af vatnsrúminu á sá sem sefur hjá að hafa af því. Framleiðendur segja: „Ánægjubylgjur um- kringja þig, sérhver hreyfing kemur þreföld til baka.“ í stuttu máli: „Vatnssekkurinn gerir nóttina fullkomna." En auðvitað kom andsvar gegn vatnsrúminu, Bandarískir byggingafulltrúar komu meö þá athugasemd, að góif í nútíma- húsnæði væru ekki byggð fyrir þung húsgögn sem þessi. Fyrir utan það gæti lekj úr dýnunni orðið til þess að vatnsskaðar yröu, ef ekki til þess. að hinn sofandi gæti orðið fyrir lífs- hættulegum rafstraumi. En að vísu höfðu framleiðendur gert vatnsrúmið öruggt fyrir ýmsum atburðum af þessu tagi. En það voru aðrir reiöubúnir til að lofa vatnsrúmið. Einn kaupandi Arnold Libby sagðist hafa bjargað við hjónabandi sinu í vatnsrúminu. Slökkviliðs- maður í New York hafði það að segja, að ef einhver sofnaði út frá logandi sígarettu mundi hann allavega vakna aftur rennandi blautur. /«p\ ;tili Tilboð óskast í að byggja 3. og 4. hæð ofan á bakhús Skúlagötu 4- fyrir Rannsóknastofn- anir sjávarútvegsins. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Borgartúni 7, gegn 2.000,— króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 23. marz n.k. kl. 11.00. RIKISINS BORGARTÚNI Í SlMI 10140 ATVINNA Afgreiðslu- og lagermaður óskast í byggingavöruverzl un. Umsóknir sendist augl. Vísis fyrir fimmtudag 4. þ.m. merkt „Áreiðanlegur". 2 háseta og istýrimann vantar á góöan netabát. — Uppl. á Hótel Borg, herb. 108 milli kl. 1 og 4 eöa í síma 14319 milli kl. 7 og 8 í kvöld. Ford Taunus 12m 1968 glæsilegur bíll til sölu, ekinn aðeins 16.000 km. — Upplýsingar í síma 41989. Dagblaðið Vísir vill ráða böm til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Ránargata — ÞingholtsstrætL Hafið samband við afgreiðshma. Sínri 11660. TRESMIÐJAN VÍÐIR AUGLÝSIR: Glæsilegt úrval af sófasettum með góðum greiðslu- skilmálum. Verðið hvergi lægra. — Hvergi meira úrval. TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF. Laugavegi 166 Súnar 22229 — 22222

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.