Vísir - 09.03.1971, Síða 8

Vísir - 09.03.1971, Síða 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 9. marz 1971 Ctgefandl: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri • Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innaniands t lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Raunsæ bjartsýni Aðaltilgangur verðstöðvunar í haust var að varð- veita kaupmátt þeirra launa, sem um var samið í fyrravor. Eftir kjarasamningana var kaupmáttur launa almennt orðinn svipaður og hann hafði hæst- ur verið. Þessum tilgangi hefur verið náð. Kaupmátt- urinn er nú mjög nærri því að vera hinn sami og hann var eftir samningana. Ef verðstöðvun hefði ekki komið til, hefði mátt búast við framhaldi þeirrar óheillaþróunar, að kaup- gjald og verðlag hækkaði sífellt á víxl. Allur almenn- ingur hefur fundið til þess, að útgjöld til daglegra lífsnauðsynja eru lægri vegna niðurgreiðslna. Við þetta bætist, að án verðstöðvunar væru þessi útgjöld nú orðin til mikilla muna hærri en þau voru í byrjun nóvember. Kaup hefði að vísu fylgt á eftir sam- kvæmt samningum, en eins og allir vita, hefði kaup- hækkunin jafnan komið talsverðum tíma á eftir. Reiknað var, að tap iaunþega vegna þessa tímamun- ar, hefði orðið tvö prósent fram til 1. marz. .. Þetta er það hlutfall, sem launþiegáf hefðu tápað í kaupmætti launa sinna, ef ekkert hefði' venð’ áð gert heldur ákvæðum samninganna frá í fyrra fylgt til hins ýtrasta. Þess vegna var ákveðið í verðstöðv- unarlögunum, að kaup skyldi ekki hækka, nema kaup- greiðsluvísitala hækkaði um meira en 2% frá 1. sept- ember síðastliðnum. Hækkun vísitölunnar kemur hins vegar fram á kaupi, er verðstöðvun lýkur 1. septem- ber næstkomandi. Verðbólgan kemur einkar hart niður á almennum launatekjum. Hún bitnar ekki síður á atvinnurekstr- inum í landinu. Allt bendir til þess, að án aðgerða væri nú mikill vandi, einkum í útflutningsframleiðsl- unni, sem er háð verðlagi erlendis. Þeir, sem hafa ótt- azt gengisiækk.'n. æ*+u að ^era s*r ljóst, að hækkað kaupgjald og verGir.g iunan’ands er einmitt það, sem helzt kollvarpar gengi gjaldmiðilsins. Með skynsamlegri stefnu er Iftil ástæða til að bera kvíðboga fyrir efnahag þjóðarinnar, þegar verð- stöðvun lýkur í haust. Efnahagsvandamálin verða að vísu aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll. En minni ástæða hlýtur að vera nú en á flestum öðrum tímum til kviða. Verðstöðvunin er ekki greidd með hallabúskap. Fær- ustu sérfræðingar hafa nýlega spáð því, að lífskjör muni batna verulega á þessu ári. Gjaldeyrissjóðir hafa vaxið og ekki verið hærri en nú í erlendum gjald- eyri síðan í góðærinu 1966. Styrkir gjaldeyrissjóðir eru undirstaða gengis krónunnar. Það er fyrst, þegar gjaldeyrissjóðir þverra, að engin ríkisstjóm megnar til lengdar að varðveita gengi ( gjaldmiðilsins. Af öllu þessu er nú meiri ástæða til raunsærrar / bjartsýni en yfirleitt á liðnum árum. } Bretar finna til ky þátta vandamáls ins — Stjórnin ætlar að auka h'ómlur á innflutningi fólks Kynþáttavandamál setja svip á brezkt þjóðlíf. Mikill fjöldi fólks hefur flutt til landsins undan- fama áratugi, einkum svertingjar frá Vestur- Indíum, Indverjar og Pakistanir- Þótt þetta x fólk sé enn aðeins tvö prósent af íbúum Bret- landseyja, þá er fjöldi þess 1,8 milljón, og víða í stórborgunum hefur það „lagt undir sig“ heilu götumar og hverf- in. Brezka stjórnin hefur nú ákveðið að grípa í taumana og lagt fram frumvarp um auknar takmarkanir á innflutn- ingi fólks. Bannað að vera í síðbuxum Sú var tíðin, að fólk hvar sem var i brezka heimsveldinu átti atihvarf á Bretlandseyjum. Ein- hver sagðj þá, að böndin, sem tengdu allar þjóðir heimsveldis ins. væru „létt eins loftið en þó um leið sterk eins og járn- fai&kfaf'þÞessi hurídruð miiljóna manna um heim allan voru brezkir þegnar. Þetta var ekki vandamál þvert á mótj var fólk ið mikilvæg auðlind fyrir Stóra- Bretland, og það gat leitað hjálp ar brezku stjórnarinnar, ef það varð aö þola misrétti af annarra þjóða mönnum. Bretland vemd aöi þegna sína. Það var fyrst eftir aðra hejms styrjöld, að fólksflutningar til Bretlands urðu vandamál. Þá fór að bera á kynþáttafórdóm- um Bretanna. „Bretland er „fish and ahips“ en ekki krydd og hrisgrjón“, er haft eftir brezkri almúgakonu. Hinir nýju borgar ar hafa víða myndað fátækra hverfi, þar sem búðir eru fullar af kryddvörum og ýmsum aust Nærri tvær milljónir hörunds- dökkra, að meðtöldum Ind- verjum, búa nú í Bretlandi. urlenzkum vamingi. Gömlu Bret arnir eru ekkj ánægðir með ilm inn. Vandamálin faafa orðið mörg. I bænum Wolverhampton hafa yfirvöld bannað strætivagna- stjórum aö bera túrbana sína, þau höfuöföt sem Síkarnir frá Indlandi vilja ekkj við sig skilja. I s'kólum hefur múhameðskum stúlkum verið bannað að ganga í hefðbundnu arabísku síðbuxun um sínum. „Það verður sprenging" Hinn öfgafulli íhaldsmaður Enoch Powell hóf fyrir nokkru merki „yfirburöa hvíta kyn- stofnsins" á Bretlandseyjum. „Bretland er ekki krydd og hrísgrjón.“ Mörgum Bretan- um geðjast ekki iyktin í hverfum innflytjenda. Hann sá í anda, að England værj orðið „afrískur eða asiísk- ur basar‘‘. „Það verður spreng- ing,“ kallaði hann á torgum, „og við munum tætast í sundur. Nú strax logar á kveikiþræðinum." Enoch Powell fókk mikinn hljómgrunn meðal almennings, en hann var ofurliði borinn í flokki sínum, fhaldsflokknum, af mönnum, sem vildu fara vægar í sakimar, eins og til dæmis Edw. Heath, Þetta var á stjóm- arárum Wilsons og Verkamanna fiokksins, en jafnvel Wilson varð að koma til móts við mótmælamenn. Árið 1965 var fjöldi innflytjenda takmarkaður, en hann hélt þó áfram að vera um 50 þúsund árlega. Fram til 1962 höfðu allir borgarar í brezka samveldinu haft réttindi til að flytja til Bretlands án takmarkana. Þá voru þangað komnir 274 þúsund Vestur-Indíamenn, 127 þúsund Indverjar og 78 þúsund Pakist- anir. Þessi fjöldi hafðj tífaldazt á rúmum tíu árum. Frá 1962 hefur hver ríkisstjómin af ann- arri sett sífeilt harðarj reglur um þennan fólksflutning. Indverjar reknir frá Afríku Málið var einkar erfitt við- fangs, þegar leiðtogar nýju rikj- anna i Afriku tóku aö amast Þessi indverska stúlka var send aftur heim. Brezk stjórn- völd gáfu henni ekki dvalar- leyfi. við þeim Indverjum, er þai bjuggu, Svertingjarnir, sem höföu komizt til valda, töldu Indverjana, sem margir voru vjð kaupskap, vera yfirstétt ' löndum sínum. Var reynt ac! koma þeim burt. Þetta varð ti) þess, að Bretar töldu sig til neydda árið 1967 aö taka við 31 þúsundi Asíumanna frá Af- ríku. Árið eftir stöðvaði stjórn- in skyndilega þennan fólks- straum. Margir Asíumenn, er búiö höfðu í Afríku, voru milli steins og sleggju, gátu hvorki komizt til Bretlands né snúið aftur til heimkynna sinna í Af- ríku. Fyrir nokkrum vikum flugu hjón frá Keníu i hálfan mánuð fram og aftur milli Nairóbl og London, en fengu á hvorugum staðnum að vera, þar til loks að Keníustjom ‘tók við þeim aftur. Mörg einstök tilvik um hörm- ungar fólks af Asíustofnj í Af- ríku eru jafnan í fréttum í brezkum blöðum. Skráðir hjá lögreglu Samkvæmt frumvarpi brezku stjórnarinnar eiga aðeins þeir fbúar I samveldislöndunum, sem eiga brezk-fæddan föður eða afa, að njóta hinna gömlu rétt- inda, aðrir ekki. Um aðra sam- veldismenn gildir sú regla, aö þeir hafa kosningarétt í Bret- landj og mega bjóða sig fram. ef þeim tekst aö fá leyfi til að flytjast þangað. En þeir fá að- eins leyfi til að flytjast til iands- ins, ef þeir hafa ákveðið starf og þá venjulega aðeins um tak- markaöan tíma, til dæmis eitt ár. Þeir verða aö skrásetja sig hjá lögreglunni, og þá má reka úr landj fyrir hvers konar snr>- vægilegar misgjörðir. Takist þeim svo að vera í Bretlandi i fjögur ár, losna þeir undan þessum höftum og verða brezk- ir. Þótt bæðj Heath og Wilson hafi ’lýst andúð á aðferðum og kenningum Enoch Powells, hafa þeir báðir oröið að taka mikið tillit til sjónarmiða þeirra, sem hann er fulltrúi fyrir. Og enn einu sinni hefur verið höggviö á bönd brezka sam- veldisins. Böndin, sem eru „létt eins og loftiö“ eru ekkert að verða nema loftið tómt. IIIIIIIIIIIE afiimii'm ■fllllllllEIK Umsjón. Haukm Hetoason

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.