Vísir - 09.03.1971, Síða 9
V1SIR . Þriðjudagur 9. marz 1971
— og loðnan er tryggari en gull
Þar sem þjóðhátíðargestum þykir gott að hreiðra
um sig í grænum bollum á heitum ágústkvöldum,
er nú loðnu drepið í hverja smugu. Hraunið neðan
við Herjólfsdal er að verða silfurlitt á að sjá, eins
og nýfylltur tanngarður. Loðnubreiðan teygir sig
lengra og lengra vestur á hraunio.
Hlaðnir bátar i Vestmannaeyjum.
— J verksmiöjunum snúast öll
hjól dag og nótt. Ljós-
grár reykurinn hvolfist yfir bæ-
inn, nerna þegar blessuö sunn-
anáttin bægir þessu megna
peningaparfúmi frá bæjardyr-
unum. — Og allir græða, sjó-
mennirnir græöa einhver ósköp,
buddan hjá vörubílstjórunum
verður bústnari og bústnari meö
hverju hlassi. Karlarnir í verk-
smiðjunum græðá og' áuðvitað
græþir útgerðin ekki sízt.
— Skipin hafa undangengna
daga farið úr höfn og komið inn
aftur innan sólarhrings meö
fullfermi eins og væru þau i
áætlunarferðum, Þrjú hundruö
tonn í veiðiferð gerir víst allt að
10 þúsundum króna á hvern há-
seta í hlut. — Ekki svo amalegt
kaup það. Landkrabbamir
krossa sig: Það væri munur
vera á sjó, segja þeir — eins
og þeir segja alitaf þegar eitt-
hvað veiðist. þess á millj hirða
menn glaðir sín landkrabbalaun.
— Stemmningin minnir kann-
ski á Siglufjörð, þegar síldin
var upp á sitt bezta. Að vísu er
loðna einhver órómantískasti
fiskur, sem hugsazt getur. Og
kringum hana er ekkert ástalíf,
utan þá í Japan. þar sem fólk
borðar hana til þess að stæla
sig til ásta.
Að sögn sjómanna virðist
loðnugangan mun méiri en
nokkru sinni fyrr. Torfurnar
eru þéttar í sér eins oc heysát-
ur. t>að er nánast sama, bvar
nót er difið niður á veiðisvæð-
inu alls staðar hittist á loðnu.
Sumir hafa farið flatt á þvi að
ætla sér of stóran bita í einu
því stórar loönutoríur geta
lagzt þungt í og auðveldlega
sprengt nótina. — Það hefur
því veriö ærið nóg að starfa hjá
netamönnum upp á síðkastið að
Nðtahafarí hefur verið mikið á ioðnuveiðunum og hefur æði
oí't orðið að snara nótum úland til..viðgerðar. . .
rippa saman og bæta hengii-
rifnar nætur
Stærri skipin hafa síðustu
daga komið inn einu sinni á
sólarhring með svo mikið sem
þau geta þorið, 350 og allt upp
í 4—500 tonn jafnvel, þau sem
á annað borð bera svo mikið.
Skipstjórar hafa gerzt æ djarf-
Séð yfir loðnubreiðumar vestur á hrauninu — og upp í Herjólfsdal.
ari að hlaða svo að sumum of-
býður. að sjá, þegar skipin
koma til hafnar svo drekkhlaðin
að sjórinn freyðir yfir stefni og
naumast stendur nokkuð upp úr
sjó af skipinu, nema skuturinn.
^jpil Vestmannaeyja voru í gær
komnar um 47 þúsund lest-
ir og nálgast óðum það magn,
sem þar kom á land í fyrravet-
ur. Af öllum sólarmerkjum að
dæma virðist veiðin í ár ætla
að verða mun meirj en í fyrra
og þar með sú mesta til þessa,
en heildarloðnuveiðin var i fyrra
um 170 þúsund lestir. Heildar-
veiðin í vetur er þegar komin
yfir 100 þúsund, samkvæmt á-
gizkunum.
Útflutningur á loðnumjöli er
þegar hafinn, þegar þessar
myndir voru teknar fyrir Vísj
í Eyjum nú á dögunum var
leiguskip að lesta mjöt hjá
verksmiðju Einars Sigurðssonar
um 600 tonn og mun það vera
fyrstj farmurinn, sem þaðan fer
í vetur. Að sögn verksmiðju-
stjórans í FES, Arnar Aanes,
hefur nýting loðnunnar verið
svipuð og i fyrra. Þar er búið
að bræða um 6500 tonn af loðnu
og úr því fást um 1000 tonn af
mjöli. Reiknaö er með að nýting
sé gegnumsneitt um 15%.
Að sögn Amar eru ekki allir
á eitt sáttir. hversu mikil af-
föll verða á loðnunni, sem keyrð
er út í hraunið. — Að mfnu
áliti verður nýtingin litlu verri,
sagöi Örn. Það er mun auðveld-
ara að vinna hana. Það er lekið
úr henni vatnið, en mjöl og
lýsismagnið helzt tiltölulega vel
í henni. — Jfi
Trausti Ólafsson, framkvæmda.
stjóri: — Nei, ég hef aldrei
boröað loðnu, en mig langar
vissulega til þess að smakka
hana.
Gísli Guðmundsson, lögreglu-
þjónn: — Ég hef aldrei bragðað
loðnu, en ég hef áhuga á því.
Ásdis Gísiadóttir, nemi: — Nei.
og mig langar ekkj i hana.
Donna Jóhannsson, kvenna-
skölanemi: — Nei, ég heföi
enga lyst á henni.
Rúnar Hjaltason, matreiðslu-
maður: — Nei, ég hef aldrei
borðað loönu. Mig langar ekki
í hana. Ég hef aldrei matreitt
loðnu.