Vísir - 09.03.1971, Síða 13
Vl SIR . Þriðjudagur 9. marz 1971.
n
„AÐ GANGA SKÓ TIL
— er oð ftemja óhæfuverk gegn fótunum"
segir danskur læknir i grein um fætur og skó
Verið góð
við
fæturna.
„Tj’nginn á eins erfitt með að
brosa og sá, sem verkjar
i fæturna" segir í grein í danska
blaðinu Helse þar sem fjallað er
um fótahirðingu. Það er læknir-
inn Annelise Holm, sem gefur
ráðleggingar um hvemig eigi
að meðhöndla fæturna. Hún seg-
ir ennfremur.
„ATlur líkaminn byggir á því
hvemig fótunum líður. Ef manni
er illt í fótunum sést það á
and'litinu, hmkkumar dýpka og
svipur andlitsins breytist. Líðan
in er undir ástandi fótanna
komin. Þannig getur bakverkur
oft stafað af verkjum í fótum
og þar af leiðandi slæmri göngu-
tegund og erfiði fyrir bakið.
Aðaltiigangurinn með skóm
er að halda fætinum heitum og
þurmm og vernda hann gegn
ójöfnum. Einnig koma önnur
atriði þar inn eins og tízka og
fjárráð.
Það bezta væri sú tegund
'~~"'ttamleiðslu þar sem tekið er
tillit til lögunar hverra fóta um
sig. Það er þó ekki framkvæm-
'antegt frá efnahagslegu sjónar-
miði og einnig vegna þess að
það mundi verða erfitt 1 fram-
kvæmd en það er aldrei hægt
að verða of umhyggjusamur í
vali sinu á skóm. Það gildir
bæði fyrir yngra og eldra fólk.
Nýir skór eiga að passa frá
fyrsta degi. Það á ekki að þurfa
að ganga þá til. Það er aö
fremja óhæfuverk á fótunum.“
Læknirinn kvartar síðan und-
an því, að skór séu ekki fram-
leiddir í nægilega mörgum
breiddum, þrjár mismunandi
breiddir séu það minnsta, sem
hægt sé að óska eftir.
j ^æknirinn lýsir því hvaða á-
hrif háir hælar hafa á fæt-
urna. Þeir gefa fótunum hallandi
stuðningsflöt, þannig að þeir
renna fram í skóinn, en við það
kreppast tæmar og það þrýstir
á þær. Við þetta safnast hörð
húð á fætuma og líkþom á
tær.
Þá segir læknirinn að það
þyki flestum ljótt, þegar táin á
skónum rísi upp. Frá heilsu-
sjónarmiði sé það þó ágætt, því
það létti göngu þar sem fótur-
inn þarf ekki að beygja sólann
fyrir hvert skref.
Við skókaup eigi maöur að
taka eftir því hvort hælkappinn
sé sterkur og ljúki vel um
hælinn. Brúnin má þó ekki
þrýsta fast inn í hælinn og hæl-
kappinn á að vera alveg slétt-
ur að innan (ójafnir saumar
eða illa álimt skinnfóður getur
valdið fleiðrum á hælunum).
Of þröngir eða of litflrr skór
þrýsta á tæmar og geta orsak-
að bólguhnúta á tám.
Læknirinn mælir með tré-
skóm en er á móti morgun-
skóm eða að ganga á sokka-
leistunum.
„Hvert aukakíló veikir fæt-
urna“ segir læknirinn ennfrem-
ur. Hvernig á að fara með fæt-
urna: „Daglegur þvottur er
nauðsynlegur, þurrka skal vel
fötinn einnig milli tánna, nota
talkúm eða krem. — Fjarlægja
harða húð og líkþom helzt áöur
en þau em komin. — Leitið
strax læknis, ef þið verðið vör
við að fætumir séu að fá veikl-
unareinkenni.
Margir hafa böigna fætur.
Þeim vil ég ráðleggja að gæta
þyngdarinnar fyrst og fremst
og þá að hækka fótagaflinn á
rúminu eða setja þar púða.
Notið skemil hvenær sem mögu
Iegt er.
Skiptið um sokka einu sinni
á dag og skó einnig, ef það er
mögulegt. Sokkarnir mega ekki
vera of litlir eða harðir.
En það mikilvægasta til að
halda fótunum við er að hreinsa
þá vel. Á hverjum morgni eða
kvöldi ætti maður að eyða
nokkrum minútum á fæturna.
Það er hægt að baða þá
upp úr heitu eða köldu vatni í
hálfa mínútu til skiptis og enda
á köldu vatni. Gott ráð er
saltvatnsböð. Ýtið naglabönd-
unum aftur með frottehandklæði
og smyrjið neglurnar með
kremi. Kllippið neglumar beint
yfir og sverfið þær sléttar. Ef
neglurnar em mjög þykkar eða
bognar á að sverfa þær ofur-
lítið þynnri í miðjunni. Það kem
ur í veg fyrir að þær vaxi nið-
ur og verði sárar.
Látið fætuma aldrei verða
kalda. Það er ekki aðeins
slærnt fyrir fæturna heldur einn
ig fyrir allan likamann.
:i. il ?) >, U
»::
!J1
KEPPT
verður um hæstu
lagða spilatölu
á öllum
kúluspilunum.
saman-
Hver vill ekki dvelja ókeypis
í 17 daga, í sumri og sól
á glæsilegu hóteli á
Mallorka.
Vinningshafi verður sjálf-’
krafa meðlimur í
Klúbb 32.
ferðaklúbbi unga fólksins.
um
VINNINGUR
Ferð til Mallorka fyrir þann keppanda, er
verður efstur samanlagt á kúluspilin:
CAMPUS-QUEEN
MAY FAIR
SHANGRI-LA
A-GO-GO
DANCING LADY
SHIP MATES
TÓMSTUNDAHÖLLIN
á horni Laugavegar og Nóatúns
Nánari upplýsingar
keppnisreglur veittar á
staðnum.
Hin kunna dansk-norska vísnasöngkona (á leiðinni frá tón-
leikum í Elisabeth Haíl í Lundúnum til tónleika 1 New York)
BIRGITTE GRIMSTAD
heldur tvær söngskemmtanir i Norræna Húsinu:
í dag, þriðjudaginn 9. og á morgun, miðvikudaginn
10. marz kl. 20.30.
Ólíkar efnisskrár.
Eiginn gítarundirleikur.
Or blaðadómum:
„an artist of rare quality"
„a very long time since I enjoyed a reoital so muoh“
„a genuine artist“
„she is defiant and hard, she is romantic and warrn"
„Masterful ballad singing"
„a whole world of musicality, wit and humor“
„a truly superior talent"
Aðgöngumiðar á kr. 150.00 í Norræna Húsinu daglega kl.
9—16. Simi 17030. Hjartanlega velkomin.
NORRÆNA
HUSIÐ
Eikarparket tvilakkað
23x137x3000 mm
Ótrúlega ódýrt
HANNES ÞORSTEINSSON & Co. h/f
Sími 85055
r i' t1! 1
....t - • < ’ v ’ •• r 7 r/n r n v.v ??jT7 'í • ' 7,7 ’'