Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 3
V 1 S I R . Fimmtudagur 18. marz 1971. I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND RYSKINGAR í MOSKYU Bandaríkin senda mótmæli við yfirgangi lögreglu Stjóm Bandaríkjanna lagði í gær fram harðorð mót- mæli við Sovétstjómina. Var Anatoly Dobrynin lát- inn koma þeim mótmælum áleiðis rétta boðleið en mót mæli þessi koma til vegna þess, að átök urðu á þriðju- daginn milli bandarískra sendiráðsmanna og lögregl unnar í Moskvu. Lögreglumennirnir sov- ézku, eru sagðir hafa þrengt sér inn á lóð banda- ríska sendiráðsins, þegar sovézkur borgari, kona hans og börn þeirra tvö, gengu inn í sendiráðsbygg- inguna til þess að afla sér upplýsinga um möguleika á að fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna. í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu sagöi Charles nokkur Bray, að 14 sovétmenn og 12 almennir starfs menn ,við sendiráðið vseru flaeiktir f þessi átöik, sem urðu við sendi- ráðsbygginguna. Það var um nónibil á þriðjudag- inn, að Sovétmaðurinn Vasili Nikit- enkov læknir kom að sendiráðs- byggingunni með konu sína og böm þeirra 2, 5 og 9 ára dætur. Sem Vasili og fjölskylda gengu að sendiráðsbyggingunni, stormaði lög reglan inn í húsagarðinn og stanz- aði fjölskylduna. Lögreglumennim- ir gripu í konuna og bömin og drögu þau út úr húsagarðinum aft- ur, en Nikitenkov sló um sig hand- leggjunum í mikllum móð, gat með því haldið lögreglumönnunum frá sér og svo hrópaði hann á hfjálp allit hvað af tók. Þegar svo sendiráösmennirnir komu hlaupandi út og reyndu að Ioka húsagarðinum, dreif að fleiri lögregluþjóna, og reyndu þeir að komast inn. Urðu þarna heljarmik- il átök, enda féltk einn Bandarfkja- mannanna hjartaáfaM, meðan hann var að stríða þetta við lögreglu- mennina. Vara-utanríkisráðherra Banda- rí'kjanna, John Irwin, lagði fram mótmælin til Dobrynins sendi- herra og segir í mótmælaskjalinu, að það sé ekki viðeigandi að sov- ézk lögregla ryðjist inn á umráða- svæði sendiráðsins án leyfis og sömuleiðis að Rússar hefðu með þessu brotið alþjóðleg lög- um sendi ráð. Dobrynin mótmælti því, að Rússar hefðu brotið nein. .alþjóða-. lög, en sendi orðsendinguna áfram til Moskvu. Umsjón: Gunnar Gunnarsson -<•> Lýst yfir neyðar- ástandi á Ceylon • Frú Sirimavo Bandamaike, forsætisráðherra Ceylon, sagði í gær, að öfgamenn til vinstri, skæruliðahreyfingar í landinu, einkum hinir svokölluðu guevara-istar, reyndu allt hvað hægt væri að kasta landinu út í blððbað og stjómleysi. „Okkur kemur ekki til hugar að láta andöfshreyfingum það eftir að skapa ringulreið með mótmæla og skemmdarárásum og reyna þann ig að hræða fölk,“ sagði Bandarna- ike í útvarpsræðu, en í þeirri sömu ræðu skýrði frúin þjóð sinni frá því, að vegna fyrrgreindra aðgerða guevara-skæruliða, hefði ríkis- stjómin ákveðið að lýsa yfir neyð- arástandi í landinu. Komið hefur verið fvrir hermönn um vitt og breitf um höfuðborgina. Kólombó og einnig út um sveitir, einkum þar sem lögreglustyrkur er svo lítilfjörlegur, að hætta er á aö skæruliðar eigi létt með að ráða lögum og lofum. Hermenn em nú eins og mý á mykjuskán við allar opinberar stöðvar, einkum útvarpsstöðina, vopnageymslur, olfustöðvar og við alla fjölmiðla. Forsætisráðherrann, frú Bandar- naike. sagði í sinni ræðu, að skæru- liðar og skemmdarverkamenn stefni að þvf að skapa hörgul á neyzluvörum með því að tefia og hindra flutninga og aðdrætti til þéttbýlisins, Fregnir herma og upp á síðkastið hafi borið á sykurskorti í landinu, og kann enginn skýringar á þeim skorti, einnig hefur borið á saltskorti. Frú Bandamaike vísaði til lög- regluskýrslna um vopnaþjófnað og sprengiefnahvarf. Hún benti einnig á árás gegn bandarfska sendiráð- inu í Kólombó fyrir viku, þegar lögregluforingi einn var drepinn og sjö bflar eyðilagðir. Hélt frú Bandar naíke því fram, að allar þessar aö- gerðir miðuðu að engu öðru en því að grafa undan lýðræðinu í land- inu, sem hún og ríkisstjóm hennar ætluðu sér hins vegar að verja til sfðasta manns og viðhalda sósíal- ismanum. Hin 54 ára gamla frú Bandama- ike hefur haldið uppi endurbóta- stefnu, fremur rótitækri, síðan hún komst til valda á Ceylon í maí í fyrra, og var það í annað sinn á 10 árum, sem hún sigraði í kosn- ingum. Stjórn hennar hefur þjóð- nýtt alla olíuverzlun í landinu og einnig tekið innflutning mikið til í hendur rfkisins. Guevara-skærulið- um, sem einkenna si» með skegg- vexti, svipuðum þe;- Che Gue- vara var frægur fv ;nnst hins vegar ekki nóg að gert og vilja flýta fyrir framþróun kommúnism ans í landinu. Vinnur fyrir tengdapabbo # David Eisenhower, sonar- sonur Eisenhowers fyrrum forseta, tekur þarna við foringja útnefningu sinni f sjóhernum úr hendi forsetans, Nixons tengda- föður síns. David er f New- port foringjaskólanum og var hann þarna að taka við útnefn- ingu sinni og prófskírteini. — 216 foringjaefni þreyttu prófið, og varð David 17. f röðinni. Nixon sagði foringjunum, að nú væri stefnt að friði í Indókína, og yrði það þeirra verkefni f framtiðinni, að sjá til þess að friður kæmist á. Sagði Nixon, að eftir langa baráttu í Indó- kfna heföi Bandaríkjamönnum þó tekizt, eða væri í þann veg- inn að takast, að koma á friði þar eystra. Loks sagöist hann vera glaður og ánægður yfir að vera að útskrifa tengdason sinn, David úr foringjaskólanum í Newton. „Stöðnun og stríðs- æsingastefna íí Kmverjar hella sér ennjbó yfir stefnu Rússa Kínverjar kvarta um þess- ar mundir hástöfum yfir hinu illa framferði rúss- neskra félaga og svikum þeirra við marxismann, ryðgun þeirra í hugmynda- fræðinni og fyrir að hafa innleitt heimsvaldastefnu. Jafnframt þessum kvörtun um og ásökunum á hendur Rússa var á það bent, að kínverski kommúnista- flokkurinn væri hinn eini sanni og ekta marx-Ienín- ista flokkurinn, sem væri hess verðugur að leiða fram marx-Ienínsbyltingu um allan heirn. í samhljóða Ieiðurum sögðu í’lokksmálgögnin kínversku, Alþýðu blaðið Rauði Fáninn og Málgagn Frelsishersins í tilefni af 100 'ára afmælis Parfsarkommúnunnar. mund" kínverskir 1 að kröftugri áras gegn sovézku end urskoðunarsinnunum, en beir hafe. eftir því sem kínverskir kommún- istar segia, umskapað sovétriki Len íns, og breytt því f fangelsi fvrir milHónir verkamanna .. Leiðarinn var svo allur senrl.ir út með fréttastofunni Ný.ia Kína og segir þar ennfremur: „Vopnavið skipti eru sjálfur kjaminn í verka- lýðsbyltingu. Sagan sýnir að verka- lýður og kúgað fólk getur gripið vöildin 1 eigin hendur."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.