Vísir


Vísir - 18.03.1971, Qupperneq 13

Vísir - 18.03.1971, Qupperneq 13
V ». íR . i'immtudagur 18. marz 1971. HREinnn eidhus hieð Óskum að ráða bifreiðarstjóra nú þegar, eða sem fyrst. Meirapróf æskilegt eða próf á bifreiðar í flokki D. Frekari upplýsingar gefur yfirverkstjórinn. LANDSSMIÐJAN Aratugur tölvunnar Heimilisfólvurnar á næsta leiti 'T'vimselalaust er tæknin orðin mönnum meiri örlagavald- ur en nokkuð annað það. sem við þekkjum til. Um hitt má svo deila, hvort hún skapi mönn um jákvæð örlög eða neikvæð, þótt benda megi á það um leið, að þrátt fyrir alla hennar agnúa og vankanta mundi þeim mann- fjölda, sem þegar hefst við á þessari jörð, naumast sniðinn stakkur mannsæmandj kjara og viðurværis, ef ekki væri fyrir taeknina, það er að segja þeim hluta mannkynsins. sem býr við mannsæmandi kjör — og engin voii um að því fólki fari stöðugt fjölgandi sem ekki sveltur hálfu eða heilu hungri, nema fyrir tæknina. Það er því sizt að undra, þótt menn reyni aö gera sér grein fyrir því, til dæmis við upphaf nýs áratugar. hver mun; verða þróun tækninnar næstu tíu ár- in, og hvers konar sigra og landvinninga þar verði helzt að vænta. Að vísu hljóta slikar spár alltaf að verða nokkuð út í blá- inn þar eð nýjar uppfinningar geta alltaf komið fram og vald- ið straumhvörfum og margt fleira getur komið til greina, styrjaldarátök, kreppa í þeim löndum, sem lengst eru á veg komin tæknilega og annað þess háttar, Fyrir nokkru birtist grein um þetta f bandarísku tæknitíma- riti. Þar var því hiklaust spáö að næstj áratugur yrði ,,ára- tugur tölvunnar“ fyrst og fremst Að það umdeilda tæki mundi hafa sfaukin áhrif á allt líf manna næstu tíu árin fram undan, ekki einungijf öll við- skipti manna o'g samskipti, held ur og á heimilislífið. Þegar eru komnar á markaðinn eins konar „heimilistölvur" en þó svo dýrar enn, að ekki er á almenn ings færj að komast yfir þau tæki og njóta þeirrar margvfs- legu „blessunar", sem notikun þeirra fylgir. En fyrir fjölda- framleiðslu er talið að þess mun; skammt að biða að þaer verði mun ódýrari tæki. og þá smámsaman jafnómissandi hverri fjölskyidu og bíllinn og sjónvarpið. Þessar tölvur munu óneitan- lega létta mörgu bæði af eigin konunni og eiginmanninum Þær annast til dæmis alit reikn ingshald heimilisins, skattafram. talið, sjá um að allt sé í röð og reglu með bankaviðskiptj og verzlunarviðskipti og annað þess háttar. Þær svara síma- hringingum, þegar hjónin eru fjarverandi við vinnu sína, og taka á mótj skilaboðum þangað til þau koma heim. Og þær hleypa rafstraumi á ofna og hellur á tilstilltum tíma og rjúfa hann aftur á tilstill-tum tíma og annast matreiðsluna þannig að vissu leyti, svo ekki er annað eftir en að bera á borðið og snæða matinn, þegar hjónin koma heim. Þær minna þau hjón in á alls konar atriði og erind- isrekstur, gjalddaga þátttöku 1 félagsstarfsemi og samkvæmum — og síðast en ekki sízt, þá hafa þær nákvæmustu vörzlu á hÚ6- inú dág og nótt og hafa sam- stundvs samband við viðkom- andi lögreglustöð, ef einhvei gerir tilraun til að komast þar inn að þeim hjónum fjarverandi eða sofandi. Með öðrum orðum — þessar heimilistölvur munu f framtíð- innj koma hinu fullkomnasta skipulagi á venjuleg heimili, svo hundruðum þúsunda skiptir; því skipulagi, sem ungu hjónin ásettu sér að koma á, þegar þau voru að undirbúa heimilisstofn- unina og stóðu líka sum hver við þann ásetning — fyrst 1 stað. Ef til vill hafa þau svo endumýjað það heit öðru hverju á gamlárskvöld, um leið og þau strengdu þess heit að hætta aö reykja. og efndimar orðið svip- aðar hvað bæðj þau heit snerti. Annað mál er svo hvort heimilin verða heimilisjegri fyrir hina vélrænu og ströngu stjórn heim- ilistölvunnar sem þar með verö- ur í rauninni hinn eiginlegi hús- bóndi á heimilinu sem tækni fræðingarnir fullyrða að jafnvel muni láta sig hin viðkvæmustu einkamál hjónakomanna nokkru skipta — til dæmis hafa íullt og nákvæmt eftirlit með því hvaða dagar em „ófrjóir" f llfi húsmóðurinnar, svo eitthvað sé nefnt. Vafalaust verður sam- komulagið betra. þegar öllum áhyggjum er þannig af létt og röð og regla á öllum hlutum. Og þó ... Þetta verður áratugur tölv- unnar segja tæknifr. Skóla- tölvunnar skrifstofutölvunnar, tölvunnar, sem fylgist með öllu heilsufari manna, tölvunnar er annast heimilisihaldið, tölvunn- ar sem fylgist með öllu athæfi manna og starfi, tölvunnar, sem skipuleggur allt lff mannsins frá vöggu til grafar í æ m'kari mæli. Vísindatölvunnar, sem gerir vís- indamönnum kleiþ að ná þeim árangri á vikum eða mánuðum, sem tæki ár eða áratugi án aðstoðar hennar. Stjórnunartölv unnar, sem annast rekstur fyr- irtækja, stjórnar jafnvel verk- smiðjum án þess nokkur mann- vera þurfi að koma nærri fram leiðslunni Tölvunnar, sem stjórnar ferð skipa yfir úthöfin, flugi þotunnar .. Tölvunnar, sem stjómar heimsstyrjöldum, ef f það fer. Okkur kann að finnast ósenni- lega spáð. En sumt af þessu, jafnvel það ólíklegasta. var þeg- ar staðreynd er síðasta áratug lauk. Það er til dæmis vitað, að það em tölvur, sem stjóma hinu mikla eldflaugakerfi bæði Bandaríkjamanna og Rússa. Að ekki sé á það minnzt að tölvur stjóma siglingu skipa og þotu- flugi. Og heimilistölvan er þeg ar staðreynd, tæknilega séð. •••••••••••••••••••••••••••••••»•••••••••••••••• j Knattspyrnufélagið VÍKINGUR J Aðalfundi knattspyraudeildar, sem vera átti • í dag er frestað til laugardagsins 3. apríl. • l Stjórnin. n pðnnunn og i KöKuronmio ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«•••. BIFREIÐARSTJÓRI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.