Vísir - 18.03.1971, Side 5

Vísir - 18.03.1971, Side 5
W í S I R . Eiiiiimuúagitr 18. macz 1971. 5 Sigur Hauka hefði mælzt illa fyrir í heimabænum — en FH ndð/ jbó öðru stiginu þegar adeins voru eitir 4 sekúndur af leiknum Mi vís« mun það ekki haáa veriö tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarð asc, hver úrslit Ieikur FH og Hauka skyldi fá, — en áreiðanlega haf a Haukar brotið gegn miklum meirihluta bæjarbúa í gæricvöldi, þegar þeir sfíHtu „stóra bróður“ upp aö vegg, — og gáfu honum síöan af lítilllæti sínu annað stigiö í við- ureigninni. Það var eins og þessi „gjöf“ væri til að sýna FH, að í raun og vehi vildu þeir gjam- an að FH gæti eftir sem áður orðið íslandsmeist- ari — bara að þeir færu ekki með sigur úr þess- ari viðureign. Haukar áttu gjörunninn leik í sjálfu sér, — þrjár mínútur eftir og staöan 18:15 eftir að Viðar skorar. Þá loks er Ólafur Einarsson kominn inn á og skor- ar auðvitað strax 18:16. Geir skoraði svo 18:17 meö hör-kú- skoti, — eftir var þá 1:41 mín. samkvæmt veggklukkunni. Þessi síðasta rnínúta og sekúndur voru geysispennandi — og fyrir emskæran klaufaskap áttu Hauk ar lélega sendingu inn aö lín- unni, sem FiH náði í sínar hend- ur, — það var brunað upp og gröflega Ibrotíð á leikmanni FH á Hnunni, — vítakast og aðeins 4 sekúndur eftir. Það var Birgir Björnsson, sá drjúgi leikmaöur sem tók víta- kastið, sem kann að fleyta FIH yfir erfitt sker og verða til þess að Islandsbikarinn lendi í hönd- um þeirra í ár. Birgir skoraði sitt þriðja mark úr víti í þessum leik, 18:18 og leiknum var loikið. Sem sé, Haukar voru óheppn- ir að vinna ekki og þó l'jón- heppnir að gera það ekki. Þaö er nefnilega nokkurt útlrt fyrir að íslandsmótið í handknattlerk verði útkljáð með aukaleik, þ.e. nema að ÍR farj að taka stig af FH á sunnudaginn — og sá aukaleikur mun áreiðanlega gefa Haukum ófáar krónur í tóman kassann, eins og öðrum þátttöku iiðum. Auk þess að tapa niður 3ja marka forystu á 3 minút- um þá fóru 3 vítaköst í vask- inn hjá Haukum, tvö varin, eitt yfir markið. FH hóf þennan leik af krafti eins og venjulega, skoraði fyrsta markið og komst í 4:1 yfir. Haukar jafna í 5:5 á 13 mín. en á 19. mín. ná Haukar að ast yfir í fyrsta -sinn i 7: höfðu eitt mark yfir í hál-fleik 11:10. í seinni hálfleik leit út fyrir að það mundi verða FH sem tæki leikinn í sínar hendur. Svo fór þó ekki. Rétt undir miðjan hálfleik skorar Sturla 14:13 fyrir Hauka, en þá voru tvö vítaköst Hauka nýlega búin að mistak- ast Harka var mikil í leiknum, og dómararnir, Björn Kristjáns- son og Eysteinn Guðmundsson skrifuðu talsvert niður leikmenn sneru þeim við og kíktu á núm- erin eins og þeir köhnuðust ekki við haus né sporð á leikmönn- um eins og t.d. Geir Hallsteins- syni. Á 20. mínútu jafnar Geir HalV- steinsson leikana í 15:15 með ofsamiklu skoti, en Sigurður Jóakimsson skorar 16:il5 af línu, en Pétur þjálfari Bjarna- son tök Sigurð út að lokinni hverri sóknarlotu. íFH gekk nú mjög iila að fáma smugu hjá Haukunum, og jafnvel þótt Jön- as Magnússon örunaði upp með boltann þurfti hann endílega að klessa boltanum í stöngina. Þórarinn skorar aftur á móti fyrir Hauka á 24. ntín. Hins veg- ar misheppnast Þórarni í víta- kasti rétt á eftir, Birgir ver skot ban s. Viðar skorar svo 18vl5 úr vítakaisbi þegar 3 mírrútur eru eftir, — þá kiiks eftir rúmlega 10 mínútur ám marks, taka FH- menn við sér og jafna leikana á mettiíma. Haukar sýndu sannariega að þeir eiga gott handknattleikslið, og vörn liðsins var e.t.v. betri en oftast áður. Hins vegar urðu menn fyrir vonbrigðum með FH liðið sýndi ekki nándar nærri eins góðan leik og fyrr í vetur. Ólafur Ólafsson og Viðar Símon- arson áttu góðan leik fyrrr FH, Pétur Jóakimsson í marki Hauka varði oft vel. Þá var Stefán ó- borganflegur þar sem hann kom nálægt línunni, kraftur hans virðist óþrjótandi. Kristján Stefánsson var einn mest áberandi lerkmaöur FH i gærlcvöldi, jaifot í sókn sem vörn, en Ólafur Emarsson finnst mér ekki notaður af skynsemi hann mætti koma oftar inn á, Siaðun í 1. deíid FH—Haukar 18:18. Valur—Víkingur 24:17. Vaiur FH Fram Haukar ÍR Víkingur Á sunnudaginn á íslandsmótinu í 1 deild að Ijúka, þá leika saman Fram og Haukar og loks ÍR og FH. Vinni FH þann leik, munu þeir leika úrslitaleik við Val um I’s- landsmeistaratitilinn í ár. því skorað getur hann á tímum, þegar lokað virðist fyrir öðrtHn, jafnvel mönnum eins og Geir HaHsteinssyni. Mörkin fyrir FH: Geir, Birgrr og Kristján 4 hver Örn 3, Ólaf- ur Einarsison 2 og Gils Stefáns- son 1. — Fyrir Hauka: Viðar og Þórarinn 5 hvor, Óiafur Ól- afsson og.Sigurður Jóakimsson 2 hvor og Sttiria 1 mark. — JiBP ÞAÐ ER ÞÁ VON! Leiktíma er lokið, aðeins beðið eftir vítakasti Birgis Bjömssonar. Þessi óvenjulega mynd Bjarnleifs Bjamleifssonar sýnir Birgi skora hjá Pétri Jóakimssyni í Hauka- markinu, sem horfir vonleysisiega á eftir knettinum í markið, staðan er 18:18. Guðjón Magnússon, snarpasti leikmaður Víkings, er þarna í hörku- aðgerð í Ieiknum í gærkvöldi. Þvi miður hafa ekki allir Víkingar þá víkingslund, sem Guðjón virðist gæddur. Einskær lágkúra þegar Valur vaau Víkiag 24:17 Líklega var leikur Vikings og Vals í gærkvöldi undantekning frá þeirrj gullvægu reglu íslandsmóts- ins i handknattleik að sýna áhorf- endum eingöngu bráðskemmtilega ieiki. Þetta var það allra lélegasta sem lengi hefur sézt, leiðinlegt og bjánalegt þegar leið á leikinn. Áhuginn virtist ekki mikill af hálfu Vikinga eftir að FH hafði náð stig- inu af Haukunum. Hefðj FH hins vegar tapað hefðu Vikingar getað gert t.alsverðan usla með því að vinna Val, og þá hefði stemningin yfir leiknum áreiðan- lega orðið allt önnur. Valsmenn náðu í fyrri hálfleik 3 marka forskoti og í hléj var stað- an 13:10 fyrir þá. Smám saman jókst munurinn og varð mestur 7 mörk. Voru þá margir rúmlega þúsund áhorfenda horfnir á braut, búnir að fá sig fullsadda á lágkúr- unni. Reyndar léku Valsmenn oftast af öryggj og sýndu að þeir eru ekki að keppa eftir titlinum í ár fyrir heppnj eintóma Hins vegar er lið Víkinga afar einkenniliegt, vel mannaö. en ákaflega skrítilega þó, þvi það er eins og sérhver maður sé ,,eyja", þar næst aldrei nein verulep t.enaine á milli Auk þessa er aðalskytta liðsins svo gólfbundin, að engu lagi er líkt. Einar Magnússon leikur sér stund- um að því að skora 3 metra fyrir utan punktaiínu, en reynir svo ekki þegar tækifæriö virðist brosa við honum. Þjálfarinn verður að reyna betur að fá Einar til að skjóta og skorá Leiknum lauk 24:17 og þar með er Valur efstur ásamt PH. Nú setja Valsmenn allt sitt traust á Gunn- laug Hjálmarsson og menn hans, ÍR-inga. Takist að vinna stig af FH, þá eru Valsmenn íslandsmeist- arar og færa félagi sínu þvi veglega eiöf á 60 árs afmælimi — .TBP

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.