Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 16
 hliðina á „áfenginu44 • Coca-Cola, þjóöardrykkur ís- lendinga, á stöðugt miklu gengi að fagna. Svo miklu, að framleiðandi hans hér á landi, Coca-Cola-verksmiðjan Vífilfell, hefur hugsað sér að fara bráð- um á stúfana og stækka við sig húsnæði. Til þessa hefur verk- smiðjan verið vestur í Haga við Hofsvallagötu, en hefur nú feng- ið úthlutað nýrri lóð að Drag- hálsi við hliðina á ÁTVR. Kristján Kjartansson annar fram- kvæmdastjóra Vífilfells sagði, að hugsanlegt væri að þeir færu eitt- hvað að krukka í jarðveginn við Drag'hálsi með vorinu. „en segjamá að verksmiðjan sé enn á teikniborð inu, teikningar hafa reyndar ekki enn verið samþykktar, þannig að við getum ekkert skýrt frá nánari tilhögun innandyra í þeirri nýju verksmiðju". — GG Loðnu er nú leitað með logandi Ijósj allt frá Skaga austur í Lóns- bugt, en lítið finnst. Þrír bátar lönd uðu hér og í Hafnarfirði í nótt. — Gísli Árni 130 tonnum, Ásgeir 160 tonnum og Hafrún 40 tonnum. Auk þess landaði Grindvíkingur 135 tonnum í Grindavik. — Að austan fréttist aðeins af einum báti með afla. Skipin hafa leitað meðfram allri suðurströndinni, allt austur í bugt- ir, en lengst af hafa þau þó haldið sig við Reykjanesið og úti af Skaga. Bátarnir fengu loðnuna um 8 mfl- ur út af Skaga og djúpt út af Sandgerði. — JH Hæstiréttur ISRAELS vildi ekki milda dóminn Islenzka stúlkan mun jbv/ sitja i fangelsinu fram yfir næstu áramót Nýlega féll dómur í hæstarétti í Jerúsalem í máli stúlkunnar, sem handtekin var í okt. s.l. fyr- ir tilraun til þess að smygla ca. 25 kg af hassi. Stúlkan iiafði áfrýjað dómi und iuéttar, meóan hún hefur dvalið í fangelsinu. og krafðist hún þess, að dómurinn yrði mildaður. Hæstiréttur vísaði á bug öllum kröfum hennar um mildun refs- ingar og staðfestj dóm undirréttar í öllum atriðum. Eins og frá var skýrt í fréttum áður var stúlkan dæmd til tveggja ára fangelsisvistar og var vægt tek. ið á máli hennar vegna samvinnu hennar viö lögregluna. Hafði hún veitt upplýsingar, sem leiddu til töku nokkurra manna og uppljóstr- unar um smyglhring. 1 dómnum var gert ráð fyrir, að gæzluvarð- haldsvist hennar kæmi til frádrátt- ar refsingunni, en einnig var í dómnum gert ráð fyrir heimild til þess að gefa eftir Ví refsingarinn- ar, ef stúlkan hegðaði sér vel i fangelsinu. — GP Stúdentinn græddi fé ú Bóso sögu og heldur til núnts ,,Þetta tókst hjá mér. Ég hafði nokkurt fé upp úr krafsinu og er á leiðinni til Þýzkalands", sagði Steingrímur Gunnarsson. stúdent, sá er stóð að nýstárlegri útgáfu Bósa sögu og Herrauðs fyrir nokkrum viku. ,,Ég lét prenta 3000 eintök af bókinni, og nú eru ekki nema 200 eintök öseld, held ég megi segja. Kæran hans Freymóðs hleypti miklum krafti í söluna ... Já, hann kaerði og samt var ég búinn að senda honum áritað ein- tak og biðja hann að láta þessa út- gáfu nú í friði!“ — GG Dýrmætri bók komið fyrir • Else Mie Sigurðsson, bóka-J • vörður Norræna hússins var íj Jgærdag að vinna ásamt fólki< • sínu við að setja upp mikla sýn- ] • ingu á norrænum uppsláttarbók. < J um sem sýndar verða í bóka-! • safninu á næstunni. Alls verðaj Jþarna 1200 bókartitlar, en bæk-< • ur þessar hefur húsið fengið aðj Jgjöf frá ýmsum bókaforlögum < J á Norðurlöndum. ! • Á myndinni er Else að komaj Jfyrir dýrmætri bók sem komiði • var fyrir í sérstökum glerkassa, J • það er ljósprentun á handriti < J stjómarskrár Norðmanna fráj • Eiðsvelli 1845. * J Handbækunar á sýningunnij Jná yfir mjög víðtækt svið og < • verða áreiðanlega að mikluj Jgagni í framtíðinn; fyrir safn-' • gesti. Sýningin verður opnuð nú < • vm helgina. — JBPj Ekkert fundizt nema kassi utan af björgunarbátnum Leitað að m.b. Vikingi á Húnaflóa — hvarf / gærdag — tveir menn með bátnum Ekkert hefur fundizt úr vélbátnum Víkingi, sem hvarf á Húnaflóa í gær, nema kassi utan af gúmmíbjörgunarbátn- um. Báturinn var á leið í róður ásamt fleiri bát- um frá Hólmavík í gær morgun til rækjuveiða í Reykjafirði. Þegar bátarnir voru staddir út af Kaldbaksvík skall á dimmt él. Hivanf VílkinguT þá frá hin- um bátiunum og heifiur ekki til hans spurzt síðan. Þetta var laust fyrir hádegi. Veöur hefur síðan verið óhagstætt, dimm- viðri, gengið á með éljum og talsvert ísrek er á Húnaflóa. Fljótlega fóru skipverjar af hinum bátunum að undrast um Vfking og leit var hafin um hádegi f gær. Hefiur síðan ver ið leitað á Húnaflóa, allt írá mynni Steingrímsfjarðar og norður Strandir. Varðskip er kiomið á staðinn og mun það stjóma leitinni. j dag verða fjör ur gengnar allt norður í Veiði- leysufjörð. Víkingur er aöeins tíu tonn að stærð og á honum tveir menn, Pétur Askelsson 54 ára og Guðfinnur Sveinsson 40 ára. Vitað er að báturinn var mjög vel út búinn, meðal annars meö neyðartalstöð. Reynt verður að fljúga yfir leitarsvæðið í dag, en leit úr lofti var naumast framkvæmanleg í gær, þótt vól Landhelgisgæzlunnar reyndi að leita svæðið. Leitarmenn segja mikla ís- ingu á fjörum þar nyrðra og krapa á fjörðum. Bjarnarfjörð mun til dæmis vea að leggja allt út að Kaldrananesi. — JH LAGAKRÓKUR — Góðviðrið undanfarna daga hefur orkað á byggingariðnaðinn eins og sumarblíða á gróður. Nýbygg- ingar hafa þotið upp og jafnvel sjónarmunur á stærð þeirra frá dýgi jjj dags, eins og vegfarendur um háskólalóðina hafa senni- lega veitt eftirtekt á lágadeildarhúsinu, sem risið hefur milli Háskólans og Nýja Garðs. Byrjað var á grunninum I sumar, steypu- vinna hófst í haust og hefur miðað mjög vel áfram, en gert var ráð fyrir að ljúka húsinu í haust eða næsta vetur. Þar mun fara! fram kennsla i lagadeild og munu prófessorar deildarinnar hafa þar aðsetur. „KÓK“ sezt að við LOÐNULEIT Á STÓRU SVÆÐI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.