Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 18.03.1971, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Fimmtudagur 18. marz 1971 Sungið af innlifun. T. v.: María Harðardóttir (Módel ársins 1971), Janis Carol og Drífa Kristjánsdóttir. Báðar þær síðamefndu þekktar söngkonur. „Hárið er tilbúið!44 verður frumsýnt í Glaumbæ um næstu mánaðamót „HÁRIÐ er fullæft og að heita má tilbúið til sýninga. Það sem upp á vantar er aðeins það, að ljuka við Ieiktjöld, búninga og ljðsa útbúnað," sagði Brynja Benedikts- dóttir bltn. Vfsis er hann leit inn á æfingu á söngleiknum í Glaum- bæ í fyrrakvöld. Kvað hún vart þurfa að líða nema rétt rúmar tvær vikur til frumsýningarinnar. Brynja brá sér um miðja sfðustu vitou ti'l Kaupmannahafnar ásamt söngstjóra HÁRSINS, Sigurði Rún- ari Jónssvni og leiktjaldasmiðn- um. Jóni Þórissyni. Sáu þau þar sýningar á dönsku uppfærslu HÁRS INS, en hún var frumsýnd í Cirkusbyggingunni þar í borg fyrir fáeinum dögum. Brynja hafði ■ fyrr í vetur séð Lundöna-útgáfu HÁRS-- INS. Litlar breýtingar segir hún hafa .orðið á dönsku þýðingunni frá þeirri útgáfu. Það er annars athyglisvert, um svo siðlausan lei'k, sem margir vilja telja HÁRIÐ, að þaö voru þeikkt- ir kennimenn, secn gerðu dönsku og íslenzku þýðingarnar. Sú danska var gerð af hinum vel þekkta danska presti, Johannesi MoUehave en hin íslenzka af menntaskóla- kennaranum Kristjáni Ámasyni. Báðir eiga þeir mikið saman viö ungt fólk að sælda hvor á sínu sviði, Báðir tóku þeir það ráð að gera sem minnst að því að staðfæra HÁR IÐ. Það hefði verið ölilu léttara verk fyrir prestinn en kennarann, því í Danmörku er herskylda. Nokkuð sem kemur mikið við sögu söng- leiksins. HÁRIÐ verður sýnt í Glaumbæ. Það var endanlega ákveöiö í fvrra- kvöld, þá eftir miklar vanigaveltur stjómar Leikfélags Kópavogs. „íslenzka uppfærslan ætti ekki að þurfa að verða síðri þeirri dönsku“, segir Brynja. Lengst af var nefnilega ákveðið að það yrði sýnt á fjölum Kópavogs bíós. Bíóið verður bara svo upp- tekið næstu vikurnar, að horfið var frá að tefja HÁRIÐ öllu frekai af þeim sökum. „Viö megum líka vera kát yfir því að fá að hýsa HÁRIÐ hér i Giaumbæ", sagði Brynja, með hrifn ingu í röddinni. „Ákjósanlegri húsa kynni er nefnilega vart hægt að hugsa sér. Bæði er hijómburðurinn hér fyrsta flokks og salurinn eins og gerður til sýninga á HÁRINU“, sagði hún. „Hann, eins og hann er, gerir það svo létt verk aö tengja ílutning leiksins áhorfendum. Bæði hvað leikmynd varðar og leiktil- buröi leikaranna. Salurinn verður einfaldlega eitt stórt leiksviö". Brynja sagði, að erlendis fyndist sér, að HÁRIÐ heföi víða tapað gildi sínu er þaö var sett á svið i of stórum húsum. Þannig næðist að vísu inn meiri gróði á skemmri tíma, en þaö væri alltaf á kostnað leiléáinsi*1 m ® bðsi m Glöggt dæmi um það er upp- færsla leiksins í Kaupmánnahöfn. Dönsku blöðin segja frá því, að leikaramir hafi á þriðju sýningu verið orðnir nær þegjandi hásir í baráttunni við aö láta til sín heyr- ast um alla cirkusbygginguna. Slæman hlaupasting segjast þeir líka vera komnir meö eftir hlaupin um áhorfendapallana, svo mikii vfðavangshlaup er þar um að ræða. Hvort Brvnja teldi þá líkur á að eins vel tækist til meö íslenzka HÁRIÐ og það danska???? „Með þann hóp leikara og við þær að- stæður sem okkur em skapaöar þori ég að ábyrgjast, að okkur tak- ist að skapa að minnsta kosti ekki síðri sýningu en Danskurinn", var hið sborinorða svar leikstjórans. — ÞJM „Við svífum“ er hér sungið fjarrænum röddum. Upphafsatriði nektarsenunnar margfrægu. 0 Síðasti geirfuglinn og önnur atriði „B“ skrifar: Reykjavík Þl, marz 1971. Það er viðurkennd staðreynd, að oss ber að skila niðjum vor- um landinu gæðum þess og merkum hlutum i ekkj lakara á- sitandi en vér tókum við því. í þessu sambandi hefir nú sið- ustu daga verið gert eitt mesta átak, er sögur fara af, en það em kaup vor á siðasta „geir- fuglinum“, enda þófct' hann sé ekki lengur I lifandi fugla tölu, heldur uppstoppaður. Þetta er mikið átak „miðað við fjólksfjölda'*, (eins og oss er svo tamt að vitna til). Ef vér tökum I þessu sam- bandi Stóra Bretland til sam- anburöar, og fbúar þess hefðu keypt geirfuglinn á verði „imið- að við fólksfjölda“, hefði sá kostnaður numið allt að fimm milljörðum íslenzkra króna. Eftir þetta átak má öllum vera ljóst, að lsland er ekki „þróunarrí’ki“, og vissara fyrii þá er það hafa látið sér um munn fara, að taka þau um- mæli aftur, Ég ias I einhverju vorra á- gætu dagblaða, að þegar geir- fuglinii hefði verið sleginn ls- ■lendingum á. uppþftíSi, hefði ver- ið eftir að bursta af honum ryk. Ef til.vill hafa einnig leynzt á honum smápöddur en allt slikt er aukaatriði. Til þess að annast þetta verk má ráða sérfræðing, og sé slíkur sérfræðingur ekki til hér, má áreiðanlega fá hann erlendis frá, t.d. með aðstoð „norrænnar samvinnu". 1 upphafi þessa máls var rætt um þá skyldu að skila niðjum voru landinu I ekki lakara á- standi en vér tókum víð þvi og náttúrlega að sjálfsögðu helzt I betra ástandi Með þessu verða aó teqast itf- verur bæði á landi og á land- grunninu I kringum það I lifandi eða að lágmarki f „uppstopp- uðu“ ástandi. Mætti hér nefna mörg dæmi, en verða aðeins fá talin. 1. Það er vitað. aö hrossaeign Islendinga gengur nú mjög saman, og væri rétt og skylt að stoppa upp nú þegar eitt hross. Kemur mér þá fyrst í hug eitt frægasta hross landsins: Skjóna á Löngumýri. 2. Með tilliti til endurreisn- ar minkaeldis á íslandi væri enn fremur rétt að daga ekki lengur að stoppa upp nokkur hænsni og einnig silunga. Verður þetta látið nægja um þau dýr, er á landi lifa, þótt margt fleira mætti telja. En þá skulum vér snúa oss að dýrum sjávarins. Það er talið. að flestar stofn- anir eigi sína „grínista". Þegar hið ágæta rannsókna- skip „m.s. Bjami Sæmundsson", kom til landsins er talið, að einn „grfnisti" f stofnun, er þeim málum stendur mjög nærri, hafi mælt, „að skipið hefði ekki mátt koma seinna til þess að finna þá nytjafiska sem vér værum enn ekki búnir að útrýma". Hvemig er það annans, er til eintak af hinni frægu „Norður- lands-íslandsslld"? Væri ekki rétf að hefjast handa og upp- stoppa eintak af helztu nytja- fiskum sem lifa enn á iandgrunn inu í kringum Island? Með þvf að framkvæma fram- anritað, væri þó a.m.k. unnt að hlífa niðjum vorum við að sækja uppboð erlendis til kaupa á síð- ustu eintökum uppstoppaðra dýra HRiNGIÐÍ SÍMAm60 KL13-15 Aðalfundur Iðnaðarbanka verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni f Reykjavík laugardaginn 27. marz n.k., kl. 2 e. h. r, * „ . Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í bank- anum dagana 22. marz til 26. marz að báð- um dögum meðtöldum. Reykjavík, 17. marz 1971 Sveinn B. ValfeDs form. bankaráðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.