Vísir - 30.03.1971, Side 13

Vísir - 30.03.1971, Side 13
L E1G A N s.f. Vinnuvelar til leigu Spennustillar 6, 12 og 24 volt Vér bjöðum: 6 mdnaða dbyrgð og auk þess lægra verð HÁBERG H.F. Skeifunni 3G . Simi 82415 Lögtök Samkvæmt beiðni bæjarstjórans í Keflavík úrskurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum fyrirframgreiðslum útsvara ársins 1971 á ábyrgð bæjarsjóðs í Keflavík, en á kostnað gjaldenda. Lögtökin verða hafín er 8 dagar eru liðnir frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn í Keflavík 25. marz 1971. Alfreð Gíslason. Ökukennarapróf og próf í akstri fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 farþega verða haldin í Reykjavík og Akur- eyri í aprílmánuði. Umsóknir um þátttöku skulu sendar bifreiða- eftirlitinu í Reykjavík og Akureyri fyrir 6. apríl n. k. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Þórunn Sigurðardótfir skrifar frá Stokkhólmi: Nýtt lyf veldur hyltingu á sviði fóstureyðingu Fjörutiu sérfræðingar þinga um dreifingu og tilraunir með nýtt hormónalyf — lyfja- tilraunirnar verða væntanlega jbær umfangs- mestu sem hingað til hafa verið gerðar Um fjörutíu sérfræðing- ar víðs vegar að úr heim inum hafa nýlega setið á ráðstefnu hér í Sví- þjóð, þar sem fjallað hefur verið um nýtt lyf, sem talið er að valda muni gerbyltingu á sviði fóstureyðinga. Eru þetta raunar hormónar, sem nefnast prostaglandin- ur, er Nóbelshafinn Ulf von Euler uppgötvaði fyrir um 40 árum. Á síð- ustu áratugum hefur sænskur prófessor, Sune Bergström, unnið að rannsóknum á þessum hormónum, en þeir hafa m. a. verið notaðir til þess að lækka blóðþrýst ing og bæta nýrnastarf- semina. Ráðstefnan, sem haldin var hér í Svíþjóð var á vegum WHO, alþjóðaheiibrigðismála- stofnunarinnar, og var einkum fjallað um hvernig bezt vasri að skipuleggja tilraunir með lyfið. Fram að þessu hefur lyfið að- eins verið reynt í Svíþjóð, Eng- landi, AmerVku og Uganda. Er það álit flestra að nauðsynlegt sé að fylgja ströngum reglum varðandi dreifingu og tilraunir með lyfið, þar sem þegar hefur komið 1 ljós að það hefur veriö notað við ólöglegar fóstureyð- ingar, og eru menn hræddir um að erfitt verði að stöðva þá þró- un, nema með mjög skipulögðu eftirliti á dreifingu lyfsins. Á þessu ári verður lyfinu dreift til lækna í' 20—30 IÖhdumi til ‘til- rauna, Er gert ráð fyrir að þess- ar tilraunir verði með umfangs- mestu lyfjatilraunum sem hing- að til hafa verið gerðar, en gert er ráð fyrir aö nokkur ár taki að koma lyfinu í almenna notk- un. Ennþá eru ekki fullkannað- ar allar afleiðingar lyfsins, sum- ir telja að það geti haft svipuð áhrif og hin svokallaða ,,pilla“, þar sem hér er einnig um hor- mónalyf að ræða. Hafa sumar konur kvartað yfir ógleði, eftir að þær hafa fengið lyfið í æð, og ýmsar aðrar aukaverkanir hafa komið í Ijós. Verður nú reynt að kanna hvemig hor- mónasamsetning sé hentugúst, en prostaglandinulyfið er sam- sett af fjöldamörgum hormón- um. Hefur t.d. komið í ljós með ,,pilluna“, að með þvi að breyta efnasamsetningunni í henni verða mun minni aukaverkanir, og er ætlunin að reyna að finna endanlega samsetningu á prosta- glandinu-lyfinu, áður en það kemst í almenna notkun. Lyfið hefur fram að þessu verið reynt á konum, sem vitað er að eru vanfærar. Er þvf þá dælt inn i æð og lætur konan þá fóstrinu innan skamms tíma. Nefnist lyf þetta „F 2 Alfa“ og hefur verið reynt á um 200 konum á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, en 200 er nægilegur fjöldi til þess að yfirvöld viðurkenni lyfið. Nú er einnig byrjað að gera til- raunir með lyfið á konum, sem ekki er fullvíst að séu vanfærar, en líklegt, þar sem tíðir hefjast ekki á réttum tíma. Hefur þetta ranglega verið kallað „daginn eftir pillan", en í rauninni er lyfið ekki til í pilluformi ennþá. Er þvi dælt í æð nokkr- um dögum eftir að tíðir hafa átt að hefjast, og kemur það tíðunum af stað, svo og hinu hugsanlega frjóvgaða eggi. Hefur þetta verið reynt á um 30 konum og gefið góða raun, en ennþá hefur ekki tekizt að finna upp aðferð, sem konan getur sjálf annazt, og hafa lækn- ar algjörlega séð ,u.rn fram- kvæmdina til þessa. Eru gerðar tilraunir með að framleiða lyfið f ýmsu formi, en einna mestar vonir eru bundnar við að unnt verði aö framleiða sprautur, sem settar eru upp í legið, og konan getur sjálf komið fyrir. Þarf konan þá ekki að nota neinar getnaöarverjur, en hefj- ist tíðir ekki á réttum tíma, tekur hún fram sprautuna og sprautar nokkrum dropum af lyfinu inn í legið, en sjálf kemst hún ekki að þvf, hvort hún er orðin vanfær eða ekki. Fullvist er talið,. að lyf þetta verði orðið almennt viðurkennt innan fárra ára og þá muni það valda gerbyltingu á sviöj fóstur- eyöinga, en menn eru raunar mjög ósammála um hvort hægt sé að kalla þetta fóstureyðingu, þar sem lyfið er notað strax 2— 3 vikum eftir frjóvgun. Að minnsta kosti ætti lyfið að vera mikil hjálp fyrir þær konur sem einhverra hluta vegna verða að láta eyða fóstri. I fyrsta lagi fá þær aldrei að vita með vissu, hvort þær hafi verið orðnar vanfærar, og losna því við sekt- arkennd, sem oft fylgir fóstur- eyðingum, og auk þess er mjög þýðingarmikið fyrir líkamlegt og andlegt ástand konunnar, að fóstureyðingin, ef svo má kalla, sé gerð sem allra fyrst á með- göngutimanum. Er ekki talið ósennilegt að með þessu lyfi verðj með tímanum hægt að koma í veg fyrir allar ólöglegar fóstureyðingar, og að lyfið verði vjðurkennt sem getnaðarvörn, en ekki sem fóstureyðingarlyf, þótt það sé notað nokkru á eft- ir frjóvgun, en ekki á undan. — ÞS. HARTJND V-þýzk gæðavara VtSIR . Þriðjudagur 30. marz 1971. Lltlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Rafknúnlr Steinborar Vatnsdcelur ( rafmagn, benzín) Jarðvegsþjöppur Vlbratorar Stauraborar Sllpirokkar Hitablásarar HQFDATUNI U -

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.