Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 2
Bemadette Devlin or 23 ára. Það er ekki hár aldur, en samt er hún sögð næstum ótrúlega bamaleg í útliti — eða öllu held- ur drengjaleg. Blaðamaður einn, brezkur, gerði Bemadettu þingmanni Ulsters, írska frírikisins í neðri málstofu brezka þlngsins, heim- sókn fyrir skömmu. Hann fór tll Knightsbridge þar sem þingmaðurinn leigir litla ibúð. Bemadette kom til dyra, renn- andi vot beint upp úr baðinu, sveipuð rauðu handklæði: „Bfddu við væni, verð að kom- ast í einhver föt“. Og skömmu síðar sátu þau og spjölluðu sam- an yfir bolla af gervikaffi: „Það er eins og fólk ætlist alla tíð til þess að ég hagi mér eins og vitleysingur. Hlaupi um æpandi og hvíandi og bölvi þessu og hinu í sand og ösku. Fólki gengur illa að trúa því að ég geti veriö venjuleg manneskja". Pólitíkus eða pop-stjama? Nú eru næstum tvö ár síðan Bernadette Devlin hélt sína frægu jómfrúrræðu í Neðri deildinni yfir troðfullum þingsal, þvi að aldrei þessu vant höfðu þing- menn mikinn áhuga á ræðu starfs- bróöur. Og ekki að undra. Hvaö skyldi 21 árs gömul stelpuhnáta hafa að segja þeim vísu og reyndu mönnum? „Til að byrja með“, segir Bernadette, „var eins og fólk væri ekki alveg með á nótunum um hvað ég væri. Dagblöðin bjuggu til úr mér einhvem æðis- lggan þingmann og fólk gat ekki gert sér grein fyrir hvort ég væri pólitíkus, uppreisnarmanneskja eða pop-stjama. Cæti veríð manneskjulegrí Ég er enginn skemmtikraftur og loksins hefur fólk hætt að koma fram við mig sem siikan. Ég fæ ekiki lengur sendibréf frá mönnum sem segjast vilja kvæn- ast mér“. ■f Londonderry 1968 Mi'kið vatn heifur runnið til sjávar síðan Devlin fyrst gekk í þingsalinn. Bæði hvað smertir hana sjálfa og einnig hvað snert- ir málefni föðurlands hennar, Norður-lrlands. Það var I oktöber i borginni Londonderry árið 1968, þegar hún tók þátt f bannaðri kröfu- göngu, borgararéttindagöngunni svokölluðu. Ríðandi lögreglu- menn reyndu að stöðva mótmæla seggina, en baráttuandinn var þegar vakinn og það var eins og lögreglan væri að skvetta oMu á eld: Norður-lrland varð að styrj- aldarbáli. I fyrra eyddi trésmiðsdóttirin frá Cookstown fjómm mánuðum í Armagh-fangelsinu fyrir „að hvetja til óeirða og að haga sér sem uppreisnarseggur". Drottningin og páfinn — Núna þegar Norður-trland er blóðidrifið — finnur Bema- dette Devlin þá til einhverrar sektarkenndar eða ábyrgðar fyrir því sem þar gerist nú? „Eklki hinnar minnstu", svarar hún, „þeir einu sem sök bera era þeir sem sitja nú i rikisstjóm Norður-lrlands. Hivers vegna skyldu ekki allir hafa sömu tækifæri til að þroska hæfileika sfna? Hvers vegna vinn ur drottningin ekki fyrir sér eins og annað fólk? Það er tilvist konungsveidisins, sem viöheldur stéttabaráttunni. Munurinn sem er á „aristókrötum“ og alþýð- unni. Heimsækir þú eitthvert heimil- anna í fátækrahéruðum Norður- írlands finnurðu mynd af drottn- ingunni innrammaða á hverju einasta heimili. Og það er það sem gerir fátækt þolanlega — að vita að það er konungsveldi. Lífið getur þá ekki verið svo slæmt þegar allt kemur til alls. Og ef það er ekki mynd af drottningunni, þá er það bara mynd af páfanum. Það er tilvera þeirra beggja sem viðheldur fátæktinni — heldur aftur af þeim fátæku. Þau réttlæta þann- ig fátæktina". Brian Faulkner fasisti Devlin segist ekki vera komm- únisti í sjá'lfu sér, en „byltingar- sinnaður sósíalisti" og ræöst harkalega á hvem þann sem ekki hefur með eigin áreynslu unnið fyrir peningum sinum eða stöðu í lífinu. Sjálf hefur hún sitt þingmanns- kaup 3.250 pund á ári „en þau laun ná svo sem ekki langt til að framfleyta mér, þegar sfcattar eru greiddir og kostnaður við at- vinnu mína“. Hún segist hafa aðeins meiri trú á nýja ráðuneytinu í Norður- írlandi en því fyrra, ráðuneyti Brians Faulkners. „Brian Faulkn- er trúir á hinn guðlega rétt hins sterka hægri arms“, segir hún. „Hann er skarpur, kaldlyndur fasisti — og það hefur aldrei verið fasisti viö stjórnvölinn áð- ur. Og hann er fær um að gera ýmislegt. Atvinnuleysi minnkaði í Norður-írlandi þegar hann var viðskiptamálaráðherra og þaö er einsdæmj þar i landi“. Heiðursmenn á þingi Þegar Bemadette Devlin kom á þing vora tilfinningar gagnvart henni mjög blandnar frá hendi valdhafa. Sjálf lét hún sem ekk- ert væri: „Mér hefur aldrei tek- izt að bera virðingu fyrir þing- inu“, segir hún, „thaldsmennimir — margir þeirra era heiðursmenn — þeir sýna mér enga per- sónulega andúð, svo aö ég veit ekki hvort þeir eru mér mótfalln- ir eða ekki. Það getur verið að þeir segi eitthvað þegar ég heyri efcki til, svo sem eins og: „Hvers vegna kemur þessi hræðilega stelputík sér ekki í burtu“, en enginn hefur sagt svona lagað beint framan í mig“. Atvinria og þjóðnýting Og hvernig vill hún sjálf leysa 'vattda þjóðar sinnar, þar sem litlu bömunum er 'kennt að kasta sprengjum I staö þess að lei'ka sér að lei'kföngum „Atvinnuleysi veröur að út- rýma. Iönaðinn á aö þjóðnýta. Fólk verður að geta fengið vaxta- laus lán til húsbygginga og lág- markslaun á að ákvarða 20 pund á viku. Eina ráðið til að stöðva átökin og koma í veg fyrir áfram haldandi ofbeldisve/k er að fjar- lægja orsakir stöðnunarinnar". Hún leggur enn fé af mörkum til fjöiskyldu sinnar heima I Cookstown, en þar býr bróðir hennar og 3 af 4 systmm hennar. „Og hvert okkar leggur vissa upphæð af mörkum sem er á- kvörðuð af því hve háar tekjur hann hefur". Foreldrar hennar, sem ólu upp fjöls'kyldu sina í fátækt og við óskaplegt stjómarfar, em báðir dánir. Bernadette Devlin er nú á þeim aldri er flestar stúikur hafa mest an áhuga á fötum, hárgreiðslu og strákum. Bernadette Devlin hefur ekki tíma til neins af þessu. Gæti verið mann- eskjulegri „Nei. Ég á engan kærasta — en ég er nú ekki sneydd öllum félagsskap og skemmtunum, því að ég á vini og þeir fást allir við sömu eða svipaða hluti og ég. Ég get fu'lvissað þig um að aldrei líður sá dagur að ég hlæi ekki hjartanlega að einhverju. Ég veit að ég er ekki sérlega kvenleg stútka — og ég hef aldrei reynt að vera kvenieg. Ég hef alla tíð komið fram við karl- menn sem vini — sem jafningja. Og mér kæmi aldrei til hugar að gera lítið úr karlmanni, líta niður á hann fyrir það að hann sé ekki eins gáfaður og ég. Stundum horfi ég á sjálfa mig í spegli og þá finnst mér að ég gæti gert mig svo’lítið manneskju- legri með því að nota svolítið af fegrunarlyfjum. En ég hef bara ekki yfir þessum hálftíma á morgnana aö ráða til að setja á mig fegrunarlyf né heldur hef ég hálftíma aflögu til aö taka þetta af mér á kvöldin". Hún brosir næstum háðslega og segir: „Minn versti galli er frekja". Minn kostur — ekki nein dyggð — er að geta látið minar skoðanir í ijósi. Ég get talað þannig að fólk ski'lji mig. Það er skrítiö vegna þess að að jafnaði er ég ekkert málgefnari en aðrir. Sannieikurinn er sá að I mann- fagnaði eða kunningjahópi tala ég mjög - lítiö. Enginn í minni fjölskyidu er til- takanlega málgefinn og ég minnist þess ekki að nokkur maður hafi rætt um það er ég var barn hve mikið ég talaði, fólkið sagði bara: „Hvers vegna getur Bema- dette ekki haldið sér saman?" — GG rfi * • x • 1 resmidjan VÍÐIR h.f. auglýsir: Kaupið nytsamar og góðar fermingargjafir á góðu verði og með sérstaklega hagkvæmum greiðsluskilmálum. • 1000,— kr. út og 750,— kr. á nánuði. Skrifborð — Snyrtiborð — Speglakommóður — Skatt- hol — Skrifborðsstóla — o. m. fl. • Vérzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. • Nú geta allir keypt nytsamar fermingargjafir. Trésmiðjon VÍDIR h.f. Símar 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.