Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 5. april 1971. I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLOND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Brezkur sjónarvottur segir frá: Umsjón. Haukur Helgason: Herínn drap allt, sem fyrír varð Fjöldamorð i hverfum Hindúa i Dacca — lögregla heimamanna brytjuð niður — prófessorar og stúdentar myrtir BRETI, sem kominn er frá A- i fréttamönnum frá þeim hroða- Pakistan, skýrði í gærkvöldi I verkum, sem hann varð vitni að, þegar hermenn frá Vestur-Pak- istan létu til skarar skríða í Dacca og nágrenni borgarinnar. Ógnin byrjaði að kvöldi fimmtu- dagsins 25. marz. Sveit her- manna frá Vestur-Pakistan sótti fram í grennd við bókasafn brezka sendiráðsins við háskól- HERMENN Á SANDÖLUM. Þetta eru hinir sandalaklæddu hermenn sjálfstæðishreyfingarinnar. Enn voru harðir bardagar I morgun í A-Pakistan við bæinn Sylhet, 190 kílómetrum norðaustur af Dacca. Hermenn Mujibur Rahmans munu hafa lokað aðflutningsleiðum til stjórnarhersins í bæn- um. Sjálfstæðishreyfingin er sögð hafa tekið allan bæinn Rangpur, 260 kílómetrum norðan Dacca. 70 fallhlífarhermenn Vestur-Pakistana eru sagðir hafa fallið í Comilla. Hins vegar hefur stjórnar- herinn tekið mikilvæga vegi nálægt Jessore. ! SÓSlALISTAR UPP FYRIR KOMMÚNISTA ann í Dacca. Maður úr flokki Bengala, sem var á verði fyrir utan safnið. var tafarlaust skot- inn til bana. Sex bengalskir her- menn sváfu í hermannaskálum þarna, þeir voru allir drepnir. Farið var burt með Mkin strax um nóttina, en daginn eftir sá Bret- inn rúm hermannanna. Sængur- klæðin voru rennvot af blóði og á gölfinu lágu tóm skothylki. Blóö- lækur hafði runnið út úr herberg- inu. Aðfaranótt 25. marz voru níu pró fessorar og fjölskyldur þeirra myrt ásamt 21 stúdenti. Þetta gerðist f einni háskólabyggingunni. Bret- inn segir, að þremur dögum sfðar hafi hann komið inn í þetta hús og þar lágu enn lík eins manns, pilts og stúlku. Svipuð fjöldamorö gerðust í þrem ur öðrum byggingum læknadeildar háskólans. Allir voru drepnir, sem þá voru í þeim húsum. Enginn var tekinn höndum, og enginn komst úndan. Aðfaranótt 27. marz skutu her- menn frá Vestur-Pakistan með fall- byssum á rannsóknarstofur háskól- ans. Sum minni húsin eyöilögðust gjörsamlega í árásum þessum. Um þessar mundir hafði Awami- hreyfingin, flokkur Mujibur Rah- mans, vöildin í mestum hluta Dacca. Þegar Vestur-Pakistanar héldu inn í morgina með miklu liði, mættu þeir lítilli mótspymu. Samt drápu fótgönguliöamir.' -fólk ,á götunum frieð hvers kyns voprium. Bretinn, sgm þessi frásögn er höfð eftir, seg- ir, að engin leið sé að áætla, hversu margir hafi fallíð. Vestur-Pakistanar mættu þó harðri mótspyrnu við skála Bengal- hermanna og lögreglunnar. Urðu höröustu bardagarnir við Epr-her- skálana. Þar var barizt í átta klst. og Bengalhermenn vöröust til síð- asta manns. V-Pakistanar beitfu skriðdrekum við skála lögreglunn- ar, sem var skammt frá Hotel Int- ercontinental. Einnig fallbyssum og sprengjuvörpum. Engum var h'Iíft. Lögregluþjónar, konur og börn sem þarna voru, voru brytjuð niður. Hermenn V-Pakistana beittu mik illi grimmd í viðskiptum við Hindúa í Dacca. Fátækir bændur af Hindúa stofni höföu setzt að á svæði einu í Dacca. Herinn umkringdi svæðið og kveikti í húsunum. Allir, sem reyndu aö flýja, voru skotnir til bana með vélbyssum eða stungnir með byssustingjum. „Ég veit ekki, hversu margir voru drepnir," segir Bretinn, „en þarna bjuggu þúsund- ir manna.“. „Þremur dögum siðar sá ég leif- ar húsanna. Tugir lfka lágu þar rotnandi, og öll hús höfðu verið jöifnuð við jöröu. Nokkrar gamlar konur sátu og rótuöu í rústunum. f Rhatta Bazaar-hverfinu, þar sem verið höföu verzlanir gull- og skart gripasala, endurtók sama sagan sig. Þar var ekki steinn yfir steini. Ölil verðmæti voru horfin og líkin lágu á víð og dreif.“ Kvöld hins 25, marz drápu her- mennirnir frá Vestur-Pakistan ala íbúa í tveimur litlum þorpum Hindúa. Hermennimir umkringdu svæðið og drápu allt, sem lífs var. Þremur dögum seinna voru þar enn hrúgur af líkum. Svo virðist sem öflum körlum hefði veriö safnað saman á einum stað og þeir drepnir. öll lík kvenna og barna voru flutt burt daginn eftir morðin. Otgöngu- bann var allan daginn. svo að her- mennirnir gætu farið burt með lfk- in. Frá öðrum stöðum bárust fréttir um grimmdarverk hersins gagnvart Hindúum. Tuttugu kflómetrum sunnan Dacca var þorp Hindúa gjör samlega þurrkað út. Viku seinna sá ég tugi líka meðfram veginum og í skurði viö veginn. Páskaegg — páskaegg Fjölbreytt og glæsilegt úrval. VERZLUNIN ÞÖLL, Veltusundi 1 b (Gengt Hótel íslands-bifreiðastæðinu). Sími 10775. — kosið i Chile o l © Marxistabandalag Salvadors AIl- endes forseta Chile muni hafa fengið rétt innan við 50 af hundr- aði atkvæða f bæja- og sveitar- stjómarkosningum í gær. Þetta eru fjTstu kosningar í landinu, eftir að Allende var kjörinn forseti. Kosningamar fóru fram án ó- eirða. Einn ungur piltur beið þó bana f átökum. Taliö er, að AMende muni fara varlega við framkvæmd stefnuskrár sinnar eftir kosningarnar. Frétta- menn segja, aö hann hafi vonazt til að fá verulegan meirihluta. Kristilegir demókratar fengu mest fvlgi af stjórnarandstöðuflokkum, 25% atkvæða. Sigurvegarar kosn- inganna er flokkur sósíalista, sem fór upp fyrir kommúnistaflokkinn og tekur við af honum sem stærsti vlokkur marxistabandalagsins hans Mlendes. ^.VUFSTOFfl H FERÐASKRIFSTOFA RlKISI^ HANN0VER KAUPSTEFNAN 22.—29. apríl. EINKAUBOÐ HANNOVER MESSE Á ÍSLANDI: FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Gimli — Lækjargötu, sími 11540. HELZTU VÖRUTEGUNDIR: Járn, stál og aðrir málmar, mynda- vélar og ljósmyndatæki, lækningatæki, alls konar verkfæri, raflagna efni, heimilistæki, sjónvarps- og útvarpstæki, electronisk tæki, raflampar, lampaskermar, raftæki, tæki fyrir byggingarefni, dælur, skrifstofuvélar, glervörur, gjafavö rur, skartgripir, úr, klukkur, borð- búnaður, plastvörur, þungavinnuvélar. LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.