Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 05.04.1971, Blaðsíða 6
 mm fístuliðin Leeds ogArsenal sigruðu bæðiú luugardaginn — og sennilega verður úrslitaleikur milli þeirra 28. april • Alan Clarke, dýrasti leikmaður Englands, sem Leeds keypti frá Leicester fyrir eitt hundrað sextíu og fimm þúsund ster- lingspund, endurgreiddi félagi sínu nokkurn hluta upphæðarinnar, þegar hann skoraði fjögur mörk gegn Bumley á laugardaginn — öll mörkin í leiknum — og kunna þessi mörk að verða þung á metaskálunum, þegar aö leikslokum kemur eftir tæpan mánuð. En skilja sex stig Leeds og Arsenal að í 1. deildinni, en Leeds hefur leikið þremur leikjum meira þannig, að félögin hafa tapað jafnmörgum stigum og því ekki að vita nema markahlutfall verði afgerandi í sambandi við meistaratitilinn. Þar stendur Leeds aðeins betur að vígi, en félögin eiga þó eftir að mætast í síðari innbyrðis leik sínum, sem verður í Leeds hinn 28. apríl. Þá verður áreiðanlega mikið fjölmenni á Elland Road í Leeds. David Herd, hinn kunni leikmaður Manch. Utd., var nýlega ráðinn framkvæmdastjðri Lincoln City. Félagið var hið annað í röðinni enskra liða, sem lék hér á íslandi. n pönnunn oc í KöKUFonmm HREinnn eidhús m£o ’ Arsenal vann einnig á laugar- daginn, nágrannafélag sitt i Lund- únum, Chelsea, og er það í fyrsta sikipti í átta leikjum, sem Arsenal tekst að vinna Chelsea. Bæði mörk Arsenal í þeim leik sikoraði hinn tvítugi miðherji Arsenal, Ray Kennedy. Arsenal lék skínandi vel allan tímann og var ekki að sjá að hinir erfiðu leifcir gegn Stoke City I undanúrslitum bikarkeppn- innar, stæðu neitt í leikmönn- um Arsenal. Arsenal stefnir nú að tveimur þýðingarmestu titlum enskiu knattspymunnar, sigiur í deild og bikar, og til gamans má geta þess, að hinn kunni útvarps- maður hjá BBC, Brian Satmders, spáir Arsenal sigri 1 deildakeppn- inni, en að Liverpool verði hins vegar ofan é í úrslitaleik bikar- keppninnar. Sé leikur verður háð- ur á hinum mikla Wemibley-leið- angri í Lundúnum hinn 8. maí. En við skulum niú líta á úrslitin í leikjunum, sem voru á íslenzka getraunaseðlinum og þar sem þau voru mjög óvænt víöa, má búast við því, að einhver hljöti góðan vinning. Arsenal—Chelsea 2-r.l Blaokpool—Néwcaátle '» 0—■" Coventry—Tottenham ' 0—I C. Palace-Stoke 3-: Derby—Huddersfield 3—I Ipswich—Southampton 1—■ Leeds—Burnley 4—1 Manah. City—Everton 3—I West Ham—Manch. Utd. 2— Wolves—Nottm. Forest 4—1 Carlisle—Leicester 0—' Luiton—Ðirmingham 3—! Þegar litið er á úrslitin má þa: sjá, að örlög Lancashire-liðanna Bumley og Blackpool, eru eigin lega ráðin og leoma þau til mei að leika í 2. deild næsta keppnl tímabil, en líklegustu félög til ai taka sæti þeirra f hinni fyrstu er Lancaster og Sheffield United Olfamir komust aftur í þriðjí sæti f fyrstu deildinni eftir. hini ágæta sigur gegn Nottingham Foi est og hafa nú hlotið 45 'stig — eða ellefu færri en Leeds. Skozk miöherjinn, Hugh Curran, var held ur betur á skotskónum í þeim leil og skoraði þrjú af mörlkimum. Þai hefur hann sennilega tryggt stöði sfna f liðinu, en síðustu vikurnai hefur hann þurft að vera á vara mannabekkjum vegna þess, a< Derek Dougan og Bobby Gouk hafa leikið mjög vel í framlínt Olfanna. West Ham vann sinn annan sig ur f vikunni og hefur nú lagac mjög stöðu sfna í 1. deildinni þannig að Bobby Moore og félaga: hans ættu ekki að þurfa að hafí áhyggjur af falli niður í 2. deild Á laugardaginn vann félagið verð skuldaðan sigur gegn Manch.Utd. en á miðvikudag fór West Han til Liverpool og vann þar Evertor 1—0. Það á ekki af Everton a( ganga þessa dagana, fyrst tap fyr ir hinu gríska félagi Ungverjan: Ferenc Puskas í Evrópukeppn meistaraliða (sömu keppni og Ever ton byrjaði á gegn Keflvíkingum) síðan tap gegn nágrannaliðint Liverpool i undanúrsiitum bikar keppninnar, þá West Ham f 1 deild og gegn Manch. City á laug ardaginn. City lék þar skemmti lega knattspyrnu og skoruðu Mikc Doyle, Freddy Hill og Francis Le« mörkin. Þetta var góður sigur fyr- ir Manch. City eftir hina erfiðu leiki f Evrópubikarkeppni bikar- hafa viö pólsika liðið Gornik, en í þriðja léik félaganna, sem háður var í Kaupmannahöfn sl. miðviku- dag, tókst Manoh. City loks að tryggjá sér rétt í undanúrslit og mætir þar ööru ensku liði, Chelsea. Þaö er noklkuð furðuleg tilviljun að ensku liðin skyldu dragast þar saman. Nákvæmlega eins og Leeds og Liverpool í borgakeppni Evr- ópu. Vegna páskanna verður get- raunaspá ekki f þessari viku í blað- inu og þess vegna birtum við nú stöðuna í .fyrstu deildinni. Leeds Arsenal Wolves Chelsea South*pton Liverpool Manch. City Tottenham Coventry Newcastle 36 24 33 22 35 19 36 16 35 15 34 13 34 12 33 14 34 14 35 13 4 64-27 56 5 59-25 50 9 59-49 45 8 47-38 44 9 47-36 41 7 34-20 40 14 8 40-28 38 10 9 45-33 39 7 13 29-33 34 9 13 38-40 35 8 6 7 12 11 14 Manch. Utd. 34 Everton Derby C. Palace Stoke W.B.A. Huddersfield 35 Nottm. For. 35 Ipswich 35 West Ham 35 Bumley 35 Blaokpool 35 12 10 11 11 10 11 11 10 10 11 9 13 9 12 11 7 10 7 7 13 3: 3' 12 49-51 14 49-53 13 46-48 15 32-39 13 38-41 13 53-64 3 15 36-44 3' 16 35-52 r 18 37-43 2 16 41-54 2 18 25-56 21 21 27-59 17 í 2. deild hefur Leicester tryggt mjög stöðu sína eftir tvo ágæta úrslitasigra í síöustu viku, fyrst á miðvikudag gegn Orient f Lund- únum og svo á laugardaginn gegn Carlisle. Birmingham tapaði f hörð- um leik í Luton með oddamarkinu af fimm og er það fyrsta tap liös- ins síðan um miðjan desember. Efstu lið f annarri deild eru nú þessi. Leicester S'heff. Utd. Cardiff Hull City Luton 35 19 10 35 17 11 33 16 11 35 16 II 34 16 11 49- 27 48 59-37 45 55-28 43 45-32 43 50- 26 43 1 þriöju deild er Preston efst með 53 stig. í öðru sæti er Lund- únaliðið Fulham með 50 stig og síðan Birminghamliðið Aston Villa með 47 stig. 1 fjórðu deild er Notts County frá Nottingham efst með 59 stig, síðan Oldham, sem er útborg Manchester, með 52 stig og Boumemouth á suöurströndinni með 50 stig. hsím. Alan Clarke — skoraði fjögur mörk fyrir Leeds á laugardag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.