Vísir - 15.04.1971, Page 3

Vísir - 15.04.1971, Page 3
VlSIR . Fimmtudagur 15. aprfl 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND Ambassadorínn lézt í nótt UmSIÖn fcía*’Prn» Sænska lögreglan gengur hart fram gegn erlendum öfgamönnum vegna árásarinnar á sendiráð Júgóslava Júgóslavneski ambassador inn í Svíþjóð, Vladimir Ro- lovic, lézt í nótt af sárum, er hann hlaut, þegar öfga- sinnar frá Króatíu réðust inn í sendiráðið í síðustu viku og skutu á hann. Ambassadorinn var 55 ára. Hann hafði verið m-eðvitundar'laus í sjúkrahúsi, síðan árásin var gerð fyrir viku og hafði hann hlotið miirg skotsár á höfði. 58 ára einka- ritari í sendiráðinu, Mira Semphi- har, sem einnig varð fyrir skoti, er nú úr lífshættu. Árásarmennimir munu koma fyr Sprenging í aðsetri Sovétmanna í Amsterdam i morgun Mikil sprenging varð £ morgun við byggingu sovézku verzlunar- nefndarinnar í Amsterdam. Þrír fullorðnir og eitt barn særðust. Mikl'ar skemmdir uröu á fyrstu og annarri hæð hússins. LeiguM- stjóri segist hafa séð þrjá menn hlaupa frá húsinu, skömmu áður en sprenging varð. Tuttugu manns var í húsinu. Þau þrjú, er særðust, munu ekki vera í 'lífshættu'. Lögreglust j órinn í Amsterdam segir, að fundizt hafi'bréf, ritað á ensku, í húsinu. Muni tilræðis- mennirnir hafa skrifað bréfið, sem bendir til, að þarna sé um Gyð- inga að ræða. Lögreglan umkringdi samstundis hverfið. Rúður brotnuöu í banda- ríska sendiráöinu, sem er við sömu götu. ir rétt £ Stokkhólmi í dag sakaðir um morðtilraun. Ákærunni mun væntanlega breytt í morðákæru þar sem ambassadorinn er nú látinn. Sænska lögreglan er sögð hafa gengið hart fram gegn öfgasamtök- um útlendinga í Svíþjóð eftir þessa atburöi. Mikiö magn vopna hefur verið gert upptækt og eftirlit aukið með leynilegum félögum. Rolovic ambassador hlaut þrjú skotsár í höfði. Árásarmennirnir voru tvítugur og 22ja ára Júgósiav- ar. Fjórir menn munu hafa verið handteknir. í Júgóslavíu hefur kom ið til mótmælaaðgerða gegn Svíum, þar sem þeir höfðu ekki verndað ambassadorinn nægilega. 3 7 fórust i flugslysi Herflugvél frá Filippseyjum fórst f nótt með 37 mönnum, skömmu eftir að hún lagði af stað frá flugvelli norðan Man- ila. Þetta var gömul tveggja hreyfla c-47, sem er sú tegund herflug- vélar, sem svarar til Dc-3. Fréttir berast stöðugt af fjöldamorðum, sem her Pakistanstjórnar fremur á fólki í Austur-Pakistan. Þessi mynd var tekin í bænum Jessore og sýnir hún lík borgara, sem Vestur-Pakistanar söfnuðu saman á torgi þar og skutu til bana. SÍMASAMBAND MILLI BRETLANDS OG KÍNA í fyrsta sinn / 22 ár — Nixon léttir hömlum af viðskiptum — Rússar kviðnir Bætt samkomulag Kina og Banda- ríkjanna hefur vakið mikla athygli og talsverðar áhyggjur í Sovétríkj- unum. Stjórnmálamenn í Moskvu óttast, að þetta geti orðið til aö minnka áhrif Sovétríkjanna f al- þjóðamálum. Blað var brotið með boði banda- ri'sku borðtennissveitarinnar til Kina. Yfirlýsingar Chou En-Lais, forsætisráðherra Kína, og Nixons Bandaríkjaforseta í gær gefa til kynna, að þessum íþróttaviðburði muni fyigt eftir með auknum ferða- lögum millli landanna og viðskipt- um. Bresnjev er áhyggjufullur vegna vinahóta Bandarikjamanna og Kín- verja. Kínverjar sendu Bandaríkjamönn um heimboðið, þegar flokksþingi sovézka kommúnistaflokksins var í þann veginn að ijúka. Þetta er ekki talin tilviljun. Nixon tilkynnti í gærkvöldi, aö afnumin væru ýmis bönn, sem Bandan'kin hafa haft á beinni verzl- un við Rauöa-Kína. Segjast banda- rísk stjórnvöld vonast til þess, að það muni verða stórt skref til bættra viðhorfa í heimsóknum, að Kínverjar sýni sáttfýsi. Þessi tilkynning var gerð heyr- um kunn samtímis því að borð- tennisleikurum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri ríkjum var inni- lega fagnað i „Stóra sa>l fólksins" í Peking. Þar talaði Chou En-Lai. Símasamband var í morgun opn- að milli Bretlands og Kína í fyrsta si-nn í 22 ár. Samband var rofið árið 1949, strax eftir að kommún- istar höfðu náð meginlandi Kína undir sig. , Borgin Sylhet nú „drauga- borg" — hundruð lika fljóta i ánni Tveir sendimenn ríkisstjórnar þeirrar, sem Austur-Pakistanar hafa stofnsett, eru komnir til Evrópu til að ræða viS ríkis- stjórnir um viðurkenningu á stjórninni. Ríkisstjórn A-Pakist- an sex ráðherra, mun vinna hollustueið í dag. Bardagar geisa enn víðs vegar í A-Pakistan. Fréttia herma, að borg- in Sylhet, sem hafði 100 þúsund íbúa, sé nú „draugaborg", rústir einar. Sagt er, að 8000 íbúa hafi fal’lið í bardögum við Vestur-Pak- istana undanfarna daga, en aðeins nokkur hundruð hafi fallið af V- Pakistönum. Hundruð ]íka. eru sögö fljóta í ánni Sumra, sem rennirr um Sylhet, og þeir fbúa, er lifðu, séu fiúnir ti'l þorpa. Flugvélar í flugber Pakistan- stjórnar gerðu í gær loftárásir á níu svæði, er sjálfstæðishreyfingin ræður.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.