Vísir - 15.04.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 15.04.1971, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Fimmtudagur 15. apríl 1971. 1 æfingahléi: M.a. má sjá Guðmund Guðmundsson, sýningarst jóra, Þorleik Karlsson, leikmunavörð, Jón Sigurbjörnsson, leik- stjóra, Sigríði Hagalín, Þorstein Gunnarsson og Gissur Pálsson, ljósameistara. Þorsteinn Gunnarsson og Sigríður Hagalín Rússneskt öndvegisverk — Frumsýning á Máfinum i IBnó á þriðjudag Viö komum við upphaf þriöja þáttar. Leikararnir' eru allhr á sviðinu og leikstjórinn, Jón Sig urbjörnsson í miðjum hópnum. Sviðið er borðstofa, rússnesk borðstofa heima hjá Pétri Nok- ilaévitsj Sorin, fyrrverandi ráðu neytisstjóra. Við klárum þriðja þátt fvrir matinn segir leik- stjórinn og bætir við nokkrum athugasemdum til leikaranna, ráðfærir sig við Gissur ljósa- meistara um lýsinguna vinstra megin á sviðinu. Síðan: Þögn í sál, tjaidið fyrir og tjaldið frá eftir kúnstarinnar reglum. Rússinn A.P. Tsékhov er einn frægasti leikritahöfundur seinni tíma og leikur hans Máfurinn er eitt af kunnustu verkum hans. Sumir vilja kalia það eitt af ástsælusitu verkum leikbók- menntanna. Það værj synd að segja, að ís- lenzkt leikhús hafi vanrækt þennan rússneska skáldjöfur því að með Máfinum eru öll verk hans, sem á annað borð hafa náð vinsældum, komin á svið hér á landi. Síðast var Vanja frændi sýndur í Iðnó í leikstjórn Gísla Halldórssonar fyrir nokkr um árum. Máfurinn er fyrsta frægðar- •verk skáldsins og tímamótaverk í sögu þess. Margir líta á það sem eins konar uppgjör — t. d. við leikhúsið. Máfurinn hefur aö sjálfsögöu verið sýndur í mörg- um þekktustu leikhúsum heims. fslenzku þýðinguna á verkinu gerði Pétur Thorsteinsson fyrr um sendiherra i Moskvu og þýddi hann leikinn úr rússn- esku. Leikmyndir sýningarinnar f Iðnó eru eftir Ungverjann Ivan Török, sem dvalizt hefur hér á landi síðastliðið ár og unn- ið að leikmyndum hjá Leikfélag inu og raunar víðar. Leikendur eru Signður Haga- lín, sem leikur Irínu Nikolaévnu Arkadínu Trépléva, leikkonu, Pétur Einarsson leikur Konstan tín son hennar, Brynjólfur Jó- hannesson bróöur hennar, Sor- ín. Nína Mighailovna Zarétsn- aja er leikin af Valgeröi Dan, Ilja Afanasévitsj Sjamraév, ráðs maöur hjá Sorin er leikinn af Karli Guðmundssyni, Pá!ínu Andréevnu konu hans leikur Margrét Ólafsdóttir, Mösju dótt ur þeirra leikur Guðrún Ás- mundsdóttir, Boris Alekséévtsj Trigorin, rithöfund leikur Þor- steinn Gunnarsson, Évgéni Sér- géevitsj Dorn, lækni leikur Guð mundur Pálsson, Simon Simono vitsj MedVönko, kennara, Borg- ar Garöarsson Auk þess koma fram í leiknum Sigurður Karls- son, Arnhildur Jónsdóttir og Gestur Guömundsson. Frumsýning á Máfinum verö- ur á þriðjudag. Fyrirhugað er að sýna leikinn einungis fimm sinnum í vor, en taka svo ti! við hann aftur í haust. Þetta er 4. frumsýningin í Iðnó I vetur, en óvenjuleg aðsökn hefur verið aö flestum verkefnum Leikfélags- ins á þessu leikári. —JH Brynjólfur, Sigríður og Pétur í hlutverkum sínum. Úr þriðja þætti: Gestur, Þorsteinn, Arnhiidur, Sigurður, Sigríður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.