Vísir - 15.04.1971, Page 9

Vísir - 15.04.1971, Page 9
CfSIR . Fimmtudagur 15. apríl 1971, ellefu... eitthvað.. eða? Hve margir muna númerin 11100 og 11166? Hvaöa símanúmer er hjá slökkviliðinu eða hjá lögregl- unni? — Staddur inni í símaklefa að næturlagi og neyðin steðjar að .. .búið er auðvitað að stela simaskránni og 03 svarar ekki eftir miðnætti . hvernig ætlaröu að fara að, ef þú manst ekki þessi neyðarnúmer? Þú getur svo sem bjargað þér. Hringt í fyrstu símanúmerin sem þér koma í hug, og vonaö að þér takist að vekja fólk upp um hánótt. Og þegar loks í annarri eða þriðju tilraun einhver grút- syfjuð manneskja kernur í sím- ann, getur þú varið næstu mín útunum í að skýra út fyrir henni, hvers vegna hún er vakin upp um þetta leyti nætur, reynt að fúMvissa hana um, að þctta sé ekkj einhver fyllirútur eða ugluspegill, og síðan beöið hana að fletta í símaskránni og finna símanúmerið hjá lögreglunni eða slökkviliðinu — ef hún er ekki þá búin að hengja upp sfmtól- ið og slíta símtalinu fyrir löngu. Nú, ef hún hefur skeilt á, get- urðu bara hringt í næsta númer og svo koÉ af kolli. En hcað er þá langur timi farinn til spillis? — Er þá ekki allt oröið um seinan? 11100 — slökkvi'liðiö — og 11166 — lögreglan. Þetta er þægileg tölusamstæða aö muna fyrir Reykvíkinga. En það líður samt varla sá dagur, að ekki sé hringt í dagblaðið Vísi, sem hef ur símann 11660, eða Flugfélag íslands, sem hefur símann 16600 og spurt, hvort þetta sé ekki hjá lögreglunni. Svör nokkurra vegfarenda, sem stöðvaðir voru á götunni af biaðamanni Vfsis og spurðir, hver væru símanúmer lögreglu og slöikkviliðs, sem hringt væri til í neyðartilvikum, gefa vís- bendingu um, hvemig minni Reykvíkinga er í þessu dæmi. Einn hafði bæði símanúmerin á takteinum, en hinum tókst að grufla upp símanúmer aðalvarð stöðvar lögreglunnar, og voru þó ekki alltof vissir f sinni sök. Hins vegar höföu þeir ekki hug boð um neyðarsfma slökkviliðs- ins. Það þarf ekki að tíunda mikil vægi þess, að nevðarkall berist réttum aðilum ’i tæka tíð þegar bruni er annars vegar, eða ef slys ber að höndum og koma þarf slösuðum manni hið fyrsta til læknishjálpar. Hver mínútan getur skipt sköpum. „Enda þekki ég til þess, að er Iendis er þetta næstum inn- prentað í börnin. Hvert manns- bam veit, hvaða neyðamúmer ber að hringja í“, sagöi Rúnar Bjarnason slökkviliösstjóri þeg- ar blaðamaöur Vísis færöi þetta í tal við hann. ,Hafa menn elcki hugleitt að fá fyrir slökkvi'liðið eitthvert símanúmer sem auðveldara væri að muna en 11100?“ „Við höfum leitað eftir þvi bæði fyrirrennarar mfnir og ég að fá t.d. tveggja stafa númer, en þaö er talið vera vandkvæð um bundiö. Við vitum vel, að fjöldi manns man ekki númerið 11100, og þó tel ég, að viö séum nokkuð vel settir með það núm- er af þeim, sem við áttum völ á. Lítum bara á bve auðvelt er að hringja það í myrkri. Þrisvar sinnum er skffunni snúið í fyrsta gati og tvisvar sinnum f síðasta gati. Það ætti ekki að vera erfitt að muna þetta. Annars hafa fiöl-nvðlarnir gert mikið að þvi að kynna þessi símanúmer og sum dagblaðanna birta þau daglega í þjónustudálk um sínurn." sagöi Rúnar slökkvi liðsstjóri.' Það kann að vera hugsanleg skýring á þvf, hve fáir muna þessa auöveldu tölu, að þeir vita sig geta gengið að þessum núm erum visum annaðhvort fremst í símaskránni eða í dagblöðun- um. Símanúmer lögreglunnar 11166 virðist tolla betur f fólki, og kemur greinilega fram við það íit5 slys og eldsvoðar eru oftar tilkynnt fvrst á lögreglu- stööina , sem kemur síðan skila- boðum til slökkviliðs og sjú-kra flutnii ijjamanm. „Það .kann að vera vegna þess, hve len gi við höfum haft þetta númer, en við leggjum svo mikla áherzlui á, að þetta númer sé fólki rmertækt, að við völdum nýju va-.rðstöðinni í Árbæ síma- númer sem líkast þessu — nefni lega 81166,“ sagði Sigurjón Sig urðsson,. lögregiustjóri, þegar blaðamalður minntist á þetta við hann. „Við höfum hugleitt það, að það þyrifli að vera mjög einfalt símanúnier að muna, sem við fengjum fyrir okkar gamla, ef við breyttum til. Það yrði þá að vera á borð við neyðarnúmer lögreglur.uiar f London, sem hef ur númerið 999, eða eitthvað, sem jafnaiuðvelt yrði að muna. — Það hefur stundum komið til tals að fá tveggja stafa núm er, en ekkert orðið úr því. Þó höfum viS ekki varpað þessari hugmynd lalveg frá okkur, en geymum htma til frekari athug- unar, einkamlega með tflEti til þeirra breyt:inga, sem verða, þeg ar lögreglan! flytur aðaistöðvam ar í nýju lögreglustöðina við Snorrabraut." Lundúnaibúar hringja ekki í 999 aðeins trftir lögregluaðstoð, heldur einnig: vegna hvers konar neyðar, eldsvoða eða slysa. Aíl- ar tilkynningar berast í eitt og sama númerið, en þaðan er þeim skilað ti-1 rétltra aöila. Sambæri legur neyðarsími í Kaupmanna- höfn er 000. — Sumum he#ur komið í hug, að númer eins og þau, sem bæjarsíminn hefur fyr- ir t.d. bilanatfl'kynningar, upplýs ingar, talsamhand við út-lönd — númer eins oj; 05, 03, 09 væru blátt áfram sniðin til nota við neyðarvarnir. Varla getur auð- veldari tölur atð muna og ekki virðist eins brýmt að hafa á tak teinum það ntSmer, seip hringja skal í, þegar mienn vilja fá tal- ^samþ'áhid'Við'iáiiÖhÖ á'móts við þegar í húfi eru líf og limir fólks. „Þetta hefur oftar en einu sinni borið á górna. Tveggja stafa númerin eru upptekin í þágu símans og komin slfk hefð á notkun þeirra, að illt yrði að raska því. Enda ekkert minna fyrirtæ-ki að brejda því, heldur en bæta t.d. þrfiggja stafa talna samstæðu inn í kerfið, eins og fram hafa koiniö hugmvndir um,“ sagði bæjarsímstjórinn, Bjarni Forberg, við blaðamann Vísis. „Hugmyndin um að bæta inn 3ja stafa númeruim, sem væru einföld og auðveld til minnis, hefur þó hingað til ekki þótt árennileg vegna mikils kostnað ar, sem þvl mundi fylgja. Það þyrfti sérstakan umbúnað og sérstök tæki til. Mig rekur reynd'ar minni til þess, að lögreglunni og Slökkvi liðinu stóð til boöa fyrir svona 15 árum að fá sdika númera- röð og hefðu þá oröið að taka undir það tuttugu línur. En það þótti vfst í mikið ráöizt og af því varð ekki. — Annars sér maöur það, ef flett er í símaskrám næstu ná- grannalanda okkar, að þar þekkj ast í svona tilvikusm 5 og 6 stafa númer. Mér kemur í hug t.d. Osló. Þar virðast menn ekki leggja mikla áherzlu á þetta. Hins vegar þarf elaki að orð- lengja þaö, að biejarsíminn mundi að sjálfsögðu akki standa í vegi fyrir því, að slökkviliðið eða lögreglan fengi t.d. þriggja stafa númer, ef í i&Yvöru yrði farið fram á slíkt," saigði bæiar símstjórinn að endiiaRu. —GP vtom Vitið þér, hvaða síma- númer er hjá lögreglu og slökkviliði Reykjavíkur? Ólafur Hákanson, lfffræði- nemi: — Ég veit símanúmerið hjá lögreglunni, það hef ég þurft aö hringja í. Hins vegar hef ég aldrei þurft að hringja £ slökkviliðiö og þyrfti að fletta upp á því númeri, ef til þess kæmi. Stefán Karisson, skólastrákur: — Er ekkj löggan með númerið einn, ellefu eitthvað? Mig minn- ir að það endi á 60 eða 66, þó er ég ekki viss. Símanúmer slökkviliðsins get ég enn síður farið rétt með. Ég hef svo lítið þurift að hringja í þessi númer. Kolbrún Dexter, skrifstofu- stúlka hjá Félagi ísl. stórkaup- manna: — Ég veit að númer lögreglunnar er 11166, en s’ima- númeriö hjá slökkviliðinu hef ég hins vegar aldrei vitaö hvað er .... Þorkell Jónasson: — Nei. hvor- ugt. Hef — sem betur fer — aldrei þurft að hringja uppi lög- reglu eða slökkvilið, og vona að ég eigi aldrei eftir aö þurfa að gera. Sigurður Stefánsson, skrifstofu- maður hjá Háskólahappdrætt- inu: — Já, auðvitað, hvernig spyrjiö þið. Lögreglan hefur símanúmerið 11(66, en slökkvi- liðið 11100. Bæjji númerin hafa fyrir löngu siazt inn í kollinn á mér án þess að ég gerði bein- línis nokkuð tj] þess, eða hefði þurft á þeim að halda.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.