Vísir - 15.04.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 15.04.1971, Blaðsíða 6
6 V1 S I R . Fimmtudagur 15. apríl 1971. Eftir 15 tonn af súkkulaði — TRIMM Þá eru páskarnir búnir með tiiteyrandi súkkulaðiáti sem fuliorðnir hafa lfklega ekkj far- ið varhluta af fremur en börn- in. Talið er aö ein 15—20 tonn af súkkulaöi séu borðuð um páskana, og þar við bætast alls konar kræsingar, sem líklega hafa eyðilagt „trimmið" hjá mörgum. En sem sagt, þegar staðið er upp frá slíkri veizlu, dugir ekkert annað en ógurlegt trimm. Talið er að um 220 þús. páskaegg hafi verið seld fyrir hát'iðina, — og verð þeirra skiptir örugglega milljónum króna. Páskarnir ekki leng- ur svefnhátíð Fjölmargir bregða sér í feröa- lög, löng eða stutt um páskana, en ekkj eru það nándar nærri allir sem hafa vilja eða getu til þess, en verða eftir heima. Fyrir þetta fólk hafa páskar yfirleitt verið hálfgerð svefn- hátíð — en nú virðist talsverð breyting að verða á. Mikið var um að vera um páskana, skemmtanir, kórsöngvar þrír erlendir kórar heimsóttu landiö, íþróttir fjölbreyttar mjög og víða mikið um að vera. Virðist fullur skilningur á að ekki geta öll hjól þjóðfélagsins stöðvazt enda þótt stórhátíð standi yfir. Sú íslenzka var mælskust Mælskukeppni mun vera vin- sæl víða í skólum vestur í Bandaríkjunum og víðar. í Mani toba sigraðj t.d. Cathy Hjálm- arsson í mælskukeppni í skóla sínum og fer í úrslit fyrir Mani- tobarí'ki í mælskukeppni skól- anna í Kanada. Þessi keppni á að fara fram nú um helgina að sögn Lögbergs—Heims- kringlu, — og vonandj verður landj okkar, sem reyndar er einnig af skozk-írsku bergi brotin, sigursæl í kappræðum þeim. Á myndinnj er James Richardson, einn ráðherra Trudeaus að afhenda henni sig- urlaunin fyrir keppnina í skóla hennar. V erksmiðjustörf Laghentur maður, helzt vanur vélum óskast til verksmiðjustarfa. — Uppl. í síma 35350. Ungur maður óskast í frekar létt starf. Verður að vera mjög reglu- samur og hafa bílpróf. Uppl. í _ímum 1GC23 og 33820. Ba-bú og blátt ljós á lögreglubíla? Meðal mála sem BFÖ, Bind- indisfélag ökumanna, tók til meöferðar á aðalfundi Reykja- víkurdeildarinnar nú nýlega var hv->rt ekki bærj að rannsaka hvort heppilegra væri að iög- reglu- sjúkra- og slökkviliðs- bílar heföu blá ljósmerkj og „ba-bú“-hljóðmerki í stað sí- renu og rauðra ljósmerkja, eins og- nú er. „Ég er komínn heim“ Það hefur aldrei farið neitt á milli mála, að geirfuglinn er háíslenzkur fugl, og ætti kannskj að taka hann upp i skjaldarmerki landsins. Verzl- unin Hagkaup hefur að minnsta kosti svo mikla þjóöræknis- kennd ti] að bera, aö eigendur hennar hafa ekkj getað látið hjá líða að flagga soldið með geirfuglinum. Þeir hafa látið þrykkja mynd hans á skyrtu- boli, sem reykvískir unglingar kaupa síðan 1 stórum stíl. Undir fallegrj þrykkmynd af stoltum fuglinum standa svo hin tákn- rænu orð: „Ég er kominn heim“. Lúðrasveitarmenn setja á svið „músíkrevíu“ 1 gær var frumflutt í Sigtúni „Músíkrevían 1971“, eftir Jón Hjartarson, blaöamann. Þaö er Lúörasveitin Svanur, sem stendur fyrir sýningunni, sem flutt er af 17 manna hljómsveit eða „big-band“, eins og það mun kallaö á fagmáli. Saman við tónlistina er fléttað gaman- þáttum um dægurmál, — geir- fugla og aðra fugla, en leik- stjóri er Borgar Garðarsson. Önnur sýning revíunnar er í kvöld kl. 21. Stálu bensíni af bíium Tveir ungir menn voru staðn- ir að því að stela bensíni af mannlausri bifreið í Ármúla, en til þeirra hafði sézj- og lög- reglunni var gert viðvart. Piltarnir voru á bifreið, sem reyndist við athugun vera í all- mörgu ábótavant með tillitj til öryggisbúnaðar, og var bifreiðin tekin úr umferð. Nokkur brögð hafa verið að því, að stolið sé bensíni af jrfir- gefnum bifreiðum, og eru bíla- eigendur varla óhultir fyrir slíku, nema þeir, sem hafa læst bens'inlok á geymunum, eða geyma bíla sína í bflskúrum. ••••••••••••••••••••••• rnrnm □ Hvað eru þjóðr.ýt störf? Ámi Bjömsson cand. mag. gerði störfum eiginkonu sinnar allhressileg skil í útvarpsbætti Jökuls Jakobssonar s.l. laug- ardagskvöld. Árni lýsti því yfir í upphafi stutts erindis er hann hélt um Reykjavfkurblöðin og blaða- menn, að hann væri kvæntur blaðamanni, „og þekkti þar af leiðandi vel blaðamenn, og af því leiddi svo að hann vissi að blaðamenn væru upp til hópa hinir mestu kálfar." Ekki furða ég mig á þvi, að blaðamenn komi kálfslega fram við Áma en mjög lýsti hann fjörlega störf um eiginkonu sinnar, sem starf ar við Þióðviljann. Lýsti Árni (sem sjálfur skrifar þætti í Þjóð viliann) störfum blaðamanna þannig að þeir gerðu fátt annað en að hlaupa eftir fréttatilkvnn- ingum frá hinum og þessum fyr irtækium. Tækiu þessar fréttat'l kynningar og kæmu þeim á skilj anlegt mál. Sæiu um að koma þeim gegnum allar prentvélar, þannig að viðkomandi fyrirtæki fengi sem bezta pressu, og héldi áfram að auglýsa í blaðinu, svo að blaöið gæti borgað blaöa- mönnum kaup fyrir að hlaupa áfram eftir fréttatilkynningum. Sennilega alveg raunsönn Ivsing Áma á störfum þar sem hann þekkir til, en ekki kæri ég mig um að slík þjónkun viö fyrir- tæki sé hermd upp á Vísi. Hvað um bað. Árna tókst vel upp að stríða konu sinni, og á endanum stakk hann upp á því að aðeins yrði gefið út eitt blað í Reykjavík. Ætti það að vera á stærð við Morgunblaðið, og skiptast jafnt miffli pólitísku flokkanna, þannig að hver flokk ur fengi rúm fyrir sinn mál- flutning: „Þannig gæti hópur blaðamanna snúið sér að þjóð- nýtum stö,rfum“. sagði Ámi. Við þessa skoðun Áma hef ég reyndar ekkert að athuga en finnst bara skrítið, að þeir menn sem mest tala um að koma viss um stéttum i „þjóðnýt störf“. skuli stunda skógrækt og þjóð- háttafræði! Kannski menn þessir vi'lii skil greina nánar, hvaða störf era þjóðnýt og hver ekki? Blaðamaður Óskum að ráða verkcamenn í byeggingnrvinnu BREIÐHOLT H.F. Lágmúla 9, sími 81550. □ Misheppnuð Ár- bæjarferð Birgir skrifar: „Á skírdag fór ég með fjöl- skvlduna að skoða Árbæjarsafn ið, en engir voru þar aðrir i safn inu utan hópur farþega frá Loft leiðum. Á skiltum gat að líta að saifnið yrði opið til kl 16, en um kl. 14 fór farþegahópurinn, og ég og fjölskvlda mín vomm ein eftir auk varðarins. Þá byriaði hann að reka á eft ir okkur. Elti okkur hvert fót- mál og spurði okkur, hvc. við væmm ekki búin að skoða þetta og skoða hitt, og lokaði siðan hveriu herberai. um leið og við stigum út úr því. Jafnframt á- málgaði hánn það miög við okk- ur að svíkiast nú ekki um að greiða það giald, sem gestum safnsins væri gert að greiða. Þetta gerði mér svo gramt í geði, að fvrir rest tókst karlin- um að flæma okkur út eftir að við höfðum hlaupið í giegnum húsin á hundavaði. Hvort honum lá á að losna eða hvað það hefur verið, sem þessu réði, þá var þetta ónota- leg reynsla. Og fleiri ferðir fer ég ekki i þetta safn, ef ég á þetta yfir höfði mér.“ □ Illfær gatnamót S.Á. skrifar: „Allt frá opnun svonefndrar „hraðbrautar". Kringlumýrar- brautarinnar. suöur í Kópavog hefi ég undrað mig á gerð gatna mótanna viö Kringlumýrarbr. og Sléttuveg. Mér finnast þessi gatnamót hafa frá upphafi veriö dæmigerð um, hvernig ekki á aö leggja nýja og dýra vegi. Mikil umferð mætist þama ekki sízt á annatímum. Myndast þá raðir bifreiða, sem bíða fær is að fara yfir eða inn á Kringilu mýrarbrautina af Sléttuvegin- um. Ökumenn tefla stundum á tæpasta vaðið ti'l að nota sét þær smugur, sem myndast, til að smeygja sér inn á brautina- Er það oft með óútreiknanleg- um tiiburðum, enda er þarna athafnasvæði litið og engin grein arskil á götunni, sem benda til þess hvernig aka á. Eftir að hafa orðið áhorfandi að alvarlegu slvsi í annað sinn á þessum gatnamótum, get ég ekkj orða bundizt. Ég mælist til þess viö gatnageröarmenn, að þeir endurbæti þessi gatnamót. Á sínum tíma brást rafmagns veitan skjótt við gagnrýni á götulýsinguna þarna, og eins og betri götulýsing dresur úr slysa hættunni, þá munu greiðfærari gatnamót áreiðanlega einnig draga úr sömu hættunni. Kostn aðurinn af framkvæmdunum mun endurgjaldast í færri slys- um. — En ég vil ekki stinga niður penna og skrifa um Kringlumýr arbrautina án þess að ég víki að viðvörunum lögreglun: r ti'l vegfarenda, þegar hún í gegn- um útvarpið vekur athygli á við sjárverðum akstursskilyröum vegna veöurs. Það finnst mér vel gert, enda ekki var.j " -c á, eins og veðráttan hér leiðir af sér, síbreytileg akstursskil-’rði, jafnvel á einura og sama sólar- hringnum. Það bvrft.i að brOna fyrir mönnum gangandi sem akandi, að gá íil veðurs i upp- hafi ferða sinna.“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.