Vísir - 15.04.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 15.04.1971, Blaðsíða 16
JINHVBUIR FÚSKARAR TCIKNA FRlMCRKIN" — segir Félag isl. teiknara — neitar að faka jbátt i samkeppni um Evrópufrimerki “T Sverrir Run. sýnir vegulngningnvélinn — á kvikmynd B Hljótt hefur verið um Sverri Runólfsson aö undanförnu, — en annaö kvöld hljómar rödd hans á ný eftir alllanga Ameríkudvöl, — því stúdentar í Háskóia íslands halda fund í Norræna húsinu ann- að kvöld kl. 20.30 með Sverri og mun hann þar gera grein fyrir hugmyndum sínum. Meðal annars mun Sverrir sýna kvikmynd af vegalagningavélinni, sem styrinn hefur staðið um. Hefur Stúdenta- félagið rætt við nokkra verkfræð- inga, sem ætla að koma til fund- arins og ræða um málið, en frjáls- ar umræður verða að lokinni ræðu frummælanda. Fundir SFHf í vet ur hafa verið fjölsóttir, en á tveim fyrrj fundum félagsins var rætt um prestskosningar og áibyrgð lækna. — JBP □ Það liggur í augum uppi, að brýn nauðsyn er til þess að bæta útlit íslenzku frímerkjanna og leita til fleiri aðila til að spreyta sig á þessum mikilvægu landkynning- arverkefnum. Úti í hin- um stóra heimi eru það margir, sem dæma heil- ar þjóðir eftir frímerkj- um þeirra. Því má ekki kasta til höndum við gerð þeirra, sagði Hilm- ar Sigurðsson, formaður Félags ísl. teiknara í við- tali við Vísi í morgun, en mikil óánægja ríkir meðal viðurkenndra teiknara með íslenzka -frímerkjaútgáfu. Okikur hefur gengið afar illa að komast í samband við þá að- ila, sem ráða frímerkjaútgáf- unni, sagöi Hilmar. — Þessir að ilar leita lítið sem ekkert tfl hæfra teiknara eða listamanna, þegar fyrir liggur að gefa út ný frímerki. Lausnin virðist yfir leitt vera sú, að Ijósmyndir séu leitaðar uppi og þær síðan send ar út til að teikna eftir, eða ef ætlunin er að teikna merkin eru einhverjir fúskarar hjá Pósti og síma látnir teikna þau. Árang- urinn af þessu veröuT oft hroöa legur, samanber hið fraega hæstaréttarfrímeriki, sem Þjóð- verjar köliuöu „Wo ist dodh die suppe“ (Hvar er nú súpan) og hiö hroðalega hægri umferð ar frímerki. Erlendis, t.d. I Þýzikalandi, er yfirleitt leitaö til góðra teikn- ara, prófessora við listaaka- demíu, listamanna eða efnt til samkeppni, enda gera menn sér almennt grein fyrir því, að mik- iivægt sé að vel takist til, — Þegar efnt hefur verið til sam- keppni hér, fcd. um Evrópu- frímerkin, hefur póstmálastjórn' in ekki viljað ganga að okk- ar skilmálum um reglur við samkappnina, t.d. að skipa fag mann í dómnefndina, og höfum við þvií ekki viljað talka þátt í samkeppninni um Bvrópufrí- merki, sagði Hilmar. —VJ Sverrir hyggst áfrýja Bankastjórarnir sýknaðir af kr’ófu um miska- bætur. — Fékk greiddan málskostnað „Sverrir hyggst áfrýja þessum dómi,“ sagði Árni Guðjónsson hrl. aðspurður í morgun, um hvort skjólstæðingur hans, Sverrir Magnússon, fyrrv. fram- kvæmdastjóri dótturfyrirtækis SÍS í USA, mundi una sýknu- dómi Borgardóms í máli því, sem hann höfðaði gegn banka- Áfengissalan jókst hér á landi um 30 af hundraði fyrstu þrjá mánuði þessa árs frá því, sem var í fyrra, reiknað í krónutölum. Frá áramótum til marzloka í ár keyptu íslendingar áfengi fyrir 215 milljónir króna, en fyrir 165 millj. sömu mánuði 1970. Áfengi hækk- aðj sem næst 25% að jafnaði í haust, svo að aukin eyðsla í krón- um segir ekki alla söguna, en þó er hún nokkrum prósentum meiri en nemur verðhækkuninni í haust. stjórnum Landsbankans og Seðlabankans. „Skjólstæðingi míinum féllu málalokin þungt, þegar ég talaði viö hann í gær, og hann hefur í huga að áfrýja dómnum, en við höfum þó ekki tekið endanlega á- kvörðun um þaö enn,“ sagði lög- maðurinn. Borgardómur sýknaði banka- Langmest var selt í Reykjav'ik, fyrir rúmar 165 milljónir króna, sem er svipað og öll salan á land- inu var á sama tíma í fyrra. Á Akureyri var selt fyrir 18 milljónir og fyrir 12 í Keflavík, 8 í Vest- mannaeyjum, 5 á ísafirði, 4 á Seyðisfirði og rúmar 3 á Siglu- firði. Hlutfallslega minnst aukning varð á ísafirði, en mest á Seyðis- firði og Siglufirði. — HH stjórnirnar af kröfu Sverris um miskabætur, en dæmdi þær hins vegar til þess að greiða Sverri málskostnað kr 160 þús. Sverrir hafði krafizt þess, að bankastjórar ofannefndra banka yrðu dæmdir til þess að birta í blöðum og útvarpi niðurstöðu rannsóknar, sem bankarnir létu fara fram hjá Iceland Products, dótturfyrirtæki SÍS í Bandaríkjun- um, eftir að birt hafði verið yfir- lýsing í dagblöðunum um, að kr. 50 milljónir skorti á skil sjávar- ’afurðadeildar SÍS vegna fisksölu i USA, — Höfðu bankarnir krafizt brottvikningar Sverris framkv.stj. meðan rannsóknin færi fram. Vildi Sverrir, að niðurstaða þess- arar rannsóknar yrði gerð opin- ber, en til vara krafðist hann þess, að birt yrði yfirlýsing, sem gerði grein fyrir, að rannsóknin hefði leitt í Ijós, að forsendur hefðu ekki verið fyrir því, að hann viki úr starfi. Jafnframt krafðist hann $15 þús. miskabóta. Dómurinn féllst ekki á, aö um ærumeiðingu hefðj verið að ræða, þar eð nafn Sverris hefði ekki ver- ið nefnt f yfirlýsingunni, sem birt- ist 16. febr. 1968. Og um leið hefði verið tekið fram í henni, að ekkert hefði komið fram þá, sem benti til misferlis. Hins vegar taldj dómarinn, Magnús Thoroddsen, að Sverrir hefði átt kröfu til þess, að bank- arnir birtu yfirlýsingu um það, þegar ekki voru lengur fyrir hendi forsendur fyrir því, að Sverrir viki úr starfi — en það var ekki gert, fyrr en eftir að Sverrir höfðaði málið. — GP Gerð grein fyrir máíum ðslands hfá SÞ Fulltrúar úr sendinefnd Islands á síöasta allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna munu á opnum fundi í dag gera grein fyrir helztu mál- um, sem Island skipta á vettvangi S.Þ. Þeir Björn Fr. Björnsson, sýslu maður, Gils Guðmundsson, alþing- ismaður og Jónas G. Rafnar, banka stjóri munu þá gera grein fvrir „atkvæði" fslands á vettvangi S.Þ. Fundurinn, sem haldinn verð’i- á vegum Sameinuðu þóðanna á fs landi hefst kl. 5.15 í Tjarnarbúð og er öllum oninn F'alPð verður m.a. um landhelgis. og landgrunns málin og aðstoðina við þróunar- löndin. —VJ Þetta munu vera vinsælustu áfengistegundimar á íslandi. ENN HERÐUM VIÐ DRYKKJUNA Þannig var umhorfs bak við fyrsta skrifstofuhúsið, sem ljósmynd- arinn skoðaði í morgun. Þama er verk að vinna fyrir húseigendur. Y orhreinsunin að hef jast — allar lóðir i lag fyrir 14. mai Vorhreinsun á lóðum í borg- arlandinu hefur verið tilkynnt frá gatnamálastjóraskrifstof- unni og er ætlazt til að húseig- endur séu búnir að taka til á Ióðum sinum og Iaga sorpílát fyrir 14. maí n.k. Guðjón Þorsteinsson hjá hreinsunardeild borgarinnar ’ ’ðj í viðtali viö Vísi I morg- að þegar fresturinn væri u unninn yröu lóðirnar skoðað- ar og þar sem hreinsun væri á- bótavant yrði hún fram- kvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda án frekar; viðvör- unar. Guðjón var ekki bjart- sýnn á það að allir yrðu búnir að koma lóöum í lag fyrir hinn auglýsta tíma. „Það eru alltaf sérstakir staöir, sem verða eft- ir“, sagðj hann. Hreinsunardeildin vekur at- hygli á því að óheimilt sé að flytja úrgang á aðra staðj í borgarlandinu en á sorphaug- ana. „Það hefur komið fyrir, að menn hafi losað hingað og þangað viö vegina út úr borg- inni, en það er nú minna um það en áður var“ sagði Guð- jón ennfremur. — SB Y \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.