Vísir - 24.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1971, Blaðsíða 1
6L árg. — Mánadagur 24. maí 1971. — 114. tbL „Afgreiddu á messutíma — sem er bannað með lögum — verzkmarf&tk vann yfirleitt ekki við afgreiðslu um hefgina „Það kom í Ijós, að það er nokkur fjöldi verzlana í Reykja vík þar sem eigendur afgreiða sjálfir bæði á laugardögum og sunnudögum — einnig á messu- tíma, en það eru til lög á íslandi að ekki megi hafa verzlun með höndum á messutíma“, sagði ARKALUD REYNDIST A MISSKILNMSl BY66T — sjúkrabilar, læknar og sjúkraliðar ásamt lögreglu sendir i Bolabás i gærkvóldi Tveir sjúkrabflar með 2 læknum, sjúkraliðum lögreglu og öllum hjálp arviðbúnaði voru sendir í dauðans ofboði austur að ÞingvöIIum í gær- kvöldi Tilkynnt var um alvarlegt slys, sem orðið hafði hjá Bola- bás, þar sem bifreið hafði hvolft og aðeins einn maður komizt út úr henni, meðan fleiri voru fastklemmdir inni í bílnum. Hreppstjóranum á Kárastöð- um var gert viðvart héðan úr bænum. um leið og bílarnir voru sendir af staö, en hann hélt þegar á slysstað til aðstoð ar. Þegar sjúkrabílarnir voru komnir austur undir Skógar- hóla, bárust þau skilaboð í gegn um t'alstöðina, að þeir gætu snú ið við. í ljós hafði komið, að bifreið amerískra hjóna á ferðalagi sat föst í aurleðju og var það „hræðilega slysið“. Kon'an hafði farið eftir hjálp og gengið í þrjár klukkustundir,- áður en hún rakst á bifreió, sem 6k henni síðasta spölin að Valhöll á Þingvöllum. — Vegna tungu málaerfiðleika hafði eittihvaö skolazt til skilningurinn á frá- sögn konunnar, þegar hún bað um aðstoð manni sínum til handa. En allavega hafði hún sitt fram, og aðstoð fengu þau. — Bíllinn var dregin upp úr leðj- unni og þau gátu farið ferða sinna, hvert sem þau vildu. — GP Fæddur í gær Að standa á eigin fótum framan í tilverunni og fjölda fólks getur verið býsna erfitt, einkum og sér í lagi ef maður er bara fæddur (i gær. Þessi hreindýrskálfur átti líka fullt í fangi meö að brölta á fætur í Sædýrasafninu í gærdag svona rétt til að byrja með. Hann hafði fæðzt í heiminn um nóttina og var ekki fyllilega búinn að átta sig almennilega á hlutunum er fyrstu gestir Sædýrasafnsins tóku að tínast að, Auðvitað var það kálfurinn sem dró að sér mestu athyglina, svona nýfæddur. Hann te'st líka j merkilegur fyrir þá sök, að hann er fyrsti hreinninn, sem fæö- ist í Sædýrasafninu. — ÞJM SUMARUMFERÐIN AÐ HEFJAST — margir upp i Borgarfjórð um helgina Mikil umferð var út úr borginni um helgina og sumarumferðin haf- in enda var hið bezta veður þessa daga. —Óskar Ólason, yfirvarðstjóri sagði þó umferðina ekki hafa verið meiri en um undanfarnar helgar. en fólk sé að færa sig lengra út á land. Mikil umferð hafi verið um nágrenni Reykjavíkur, allt austur um Þingvöll og á Hell- isbsiði. Mikili umferðarstraumur !á einnig upp í Borgarfjörð um helg- ina en bað voru marpjr sem þurftu að skoða hið nýja sumar- bústaðahverfi að Munaðarnesi. Talið er að milli 8—900 manns hafi komið þangað um helgina. Á Veðurstofunni fengust þær upplýsingar V morgun, að hiti hefði komizt yfir 10 stig á ýmsum stöð- um á Noröur- og Suðurlandi í gær. í morgun var hægviðri um allt land og gert ráð fyrir litlum breyting- um á veðri. Hiti var 8 stig í Revkia- vdk klukkan níu i morgun, en sex stie á Akurevri. — SB Konan hrakti bjófinn burfu meðan bóndi hraut „Dj .... ls hávaði er þetta í þér manneskja", umiaði húsbóndinn, sneri sér til veggjar og hélt áfram hrotum sinum, meðan konan hélt uppi vörnum heimilisins og hrakti með barsmíð innbrotsþjófa á burt. Var sá kominn háifa Ieið inn um glugga í íbúð hiónanna. Bæði hjónin voru í fasta svefni. Konan hrökk upp, þegar hún heyrði umgang við kjallaragluggann í Vbúð þeirra um kl. 3 aðfaranótt sunnu- dags. Hún fór á fætur tii að athuga hvað þessu olli, og sá þá, að kom- inn var gestur. Einhver var aö troða sér með lappirnar á undan inn um opinn kjallaragluggann. Hvergi smeik vatt hún sér að glugganum og danglaöi hendi í hinn óboðna gest, sem sýndi þá ó- trúlega snerpu og fimi við að koma sér út um gluggann aftur. Sá síðan undir iljar mannsinum, þegar hann hljóp burt úr garöinum. Eins og umhygfejusamri eigin- konu sæmir leyfði konan bónda sínum að sofa áfram, og tók á sig náðir aftur, en geymdi frásögnin'a af atburðum næturinnar til morg- uns. Gat hún gefið lögreglunni góða lýsingu á manninum, því að um há'bjarta sumarnóttina sá hún hann vel. Ekki hafði þó maöurinn fundizt, þegar síöast fréttist. — GP Neyðarástand í A-Tyrklandi — sjá bls. 3 GMðmttnduHFL Garðarssonform. Verzlunarmannaféiags Reykja- víkur, þegar V4sk hafói sam- band við hann í morgun um að- gerðir félagsmanna í sambandi við yfirvinnubannið. „í stórum dráttum gekk vel að framfylgja því“, sagði Guömund ur, „fólkið b-reytti samkvæmt þessu, sem auglýst var og mastti ekki til vinnu. Við áttum í erfið- leikum með 5—6 verzlanir, en fólk ið lagði niöur vinnu, nema í tveim þeirra. Við erum ánægð með við brögðin. Opnunartíminn virðist vera sameiginlegt vandamál þeirra, sem era £ þessari stétt. Við urð- um varir við þaö, að margir kaup manna yrðu fegnir þvi. ef yfir- vinnubanninu væri framfylgt eins og þama var gert. Það væri æski- legast fyrir alla aðila að sett væri af hálfu Reykjavfkurborgar ákveðn ari reglugerð um afgreiðsluhætti og lokunartíma verzlana í Reykja- vík“. Þá sagði Guðmundur að fylgzt yrði með því á kvöldin og um næstu helgar hveroig yfirvinnu- banninu verður framfylgt af hálfu afgreiðsilufólks og kaupmanna. — SB Bara auðkýfingar og fóelnir sér- vifringar kaupa stóra bíla — sagt frá heimsókn á bilasölurnar á bls. 9 íslandsmeisfar- arnir töpuðH í Keflavík — allt um iþróttir helg- arinnar á bls. 5 og 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.