Vísir - 24.05.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 24.05.1971, Blaðsíða 9
'<* V1SIR . Mánudagur 24. maí 1971, O Bara auðkýfíngar og fáeinir sér • vitringar, sem kaupa stóra — almenningur vill litla bíla — og gæjarnir líka í fyrradag hefði það bögglazt fyrir mér, að gera greinarmun á Fíat og strætisvagni, en núna... maður lifandi. Núna get ég þó altént uppfrætt hVem sem hafa vill um sölumöguleikana á þeim tveim farartækjum. Strætisvagninn yrði tvímælalaust erfitt að selja, hann er svo skratti stór, en Fíatinn, hann mundi áreiðanlega seljast greiðlega, hann er svo lítill og sparneytinn, en það er einmitt það sem fólk sækist mest eftir í dag, að sögn bílasal- anna, sem ég hafði tal af sl. laugardagsmorgun. Það var sko hjá bílasölunum, sem ég lærði mína lexíu Þeir sögðu mér, b’ilasalarnir, að einmitt þessa dagana stæði yfir aðalvertíð ársins hjá þeim. Hún færi alltaf af stað upp úr því að fiskvertíðinni lýkur. Að þessu sinni ’ er óvenju- mikil gróska í bílasölunni og vilja bílasalarnir halda því fram, að það stafi mikið af því hve óráöinn gáta þaö er, hvað ger- ast mun í september, en fleira kemur þar auðvitað lika til í eina tíð var það orðað þannig, að það væri betra, að leggja aurana sína í þaö, að kaupa sér Volkswagen í staö þess að leggja þá i' bankabók. Gangverð bifreiða hefur sára- lítið lækkað frá f fyrra, sem stafar af því, að nýir bílar hækk uðu í verði nýlega. „Það er annars ótrúleg fjár- hagsgeta kaupendanna í dag,“ sagði einn bílasalanná mér. Kvað hann það færast æ meira í vöxt, að bilar væru stað- greiddir og væri það nú venju- lega eitt af þvi fyrsta, sem kaupendurnir spyrðu að, þegar þeir litu á bíl, hve mikill af- sláttur fengist af söluverði hans við staðgreiðslu. Annars er nú oftast nær lán- að meira og minna f ö'lum bíl- um. nema þá kannski helzt Volkswagen og Cortinum, en það hafa um langt skeið verið eftirsóttustu bílamir á bíla- sölunum. Eitthvað eru líka SAAB- og Volvo-'bi'larnir að auka við vin- sældir sínar og þá um leið að seljast staðgreiddir. Það sama er að segja um diesel-jeppa, en jeppa-faraldurinn er síður en svo f rénum. „Citroen er tvímælalaust tízkubíilinn í ár,“ sagði einn bílasalanna, en hann var einn um þá staðhæfingu og er hann, að loknu samtali okkar ók mér til næsta bilasala (ég, prófiaus maðurinn var auðvitað gang- andi) taldi ég mig skilja ástæð- una, hann var sjálfur nýbúinn að fá sér splunkunýjan Citroen. Bíiasalinn tók eftir viöbrögðum mfnum er ég þóttist komast að hinu sanna í málinu og sagði mér þá sögu, máli sínu til stuðnings, að hann hefði um daginn selt Citroen-bíl á minna en korteri. „Það var löng bið- röð við dyrnar á bílasölunni morguninn sem bíllinn var aug- lýstur í blöðunum og þegar ég opnaði var hreinlega slegizt um b\linn,“ sagði vinurinn. Þaö fyrsta, sem vakti athygli mína hjá næsta bílasala var röð af dýrum, amerískum bíl- um. „Þetta eru allt fyrrum leigubifreiðir," útskýrði bílasal- inn „Það hafa allflestir leigu- bifreiðastjórar verið að skipta yfir í disel-bíla frá því bensínið hækkaði." Hvort það fyrirfyndust nógu margir auðkýfingar til að kaupa þessa dýru bíla? — Já, bílasalinn hélt nú það. Það væru heldur ekki endilega allt- af auðkýfingar sem sýndu þess- um dýru bílum áhuga. „Þeir eru svo margir, sem gera sig ánægða með það eitt, að eiga bara nógu stóran og fínan bíl, en eiga svo ekkert annað. þegar að er gáð,“ bætti hann við Annars eru það ekki nemg slíkir sérvitringar og svo for- Stjórar, sem sýna þessum stófþ. amerisku bílum áhugá. Al- menningur vill litlu bílana eða þá miðlungsstóru. Meira að segja strákar á „tryllitækja- aldrinum" — sem svo var nefndur um áraraðir — þeir sækjast mest eftir litlu bflun- um, já, bara helzt sem allra mestum „krílum", eins og þeir kalia það sjálfir. „Ekki veit ég hvort það stafar „Það er allt í lagi að skoöa, þótt maður svo kaupi ekkert.“ af skynsemi eða fjárskorti," sagði bílasalinn, „en þessir strákar sem koma á bílasölurn- ar leita nú æ meir eftir spar- Heytrtunj bílum og sparneytna bíla er tæpast hægt að kalla þau, farartæki,i,.-sem flökkast undir átta gata tryllitæki, — sem hæpið er að séu lengur nokkur tryllitæki, þegar öllu er á botninn hvolft.“ „Hvað er það sem gæjamir spyrja fyrst um, er þeir skoða bíl?“ spurði ég bílasalana. „Það sama og þeir eldri; í hvaða ástandi gangverkið sé, hvernig dekkin séu og boddýið. Ryð er svo auðvitað öllum þyrn- Hér (fyrir miðju) er Matthías í Bílakjör að selja „góðan vagn.. ir í augum, en fyrst og síðast er það nú útlit bílsins, sem mest er spekúleraö í og eins hver hafi átt bílinn áður,“ vory svör allra bílasalana. Þá spuröi ég hverjir það væru, sem keyrðu bflana verst? Það sögðu b’ilasalarnir óneit- anlega vera stráka á aldrinum 17—18 ára. Þeir væru gefnir fyrir að hugsa meira um útlit bflanna en meðferðina. Það, að hafa speglaútbúnaðinn í lagi, krömið og hvfta hringa, skipti meira máli hjá þeim, en vel- lfðan vélarinnar. Bílaleigubflar eru einnig oft illa til reika, er þeir koma á bí’asölurnar, en af b’ilaleigu- bílum hafa bílasalarnir annars lítið að segja, því bílaleigurnar selja oftast sína bí’a sjálfar. er þær endumýja b’ilaflota sinn, . sem er á tveggja eða þriggja ára fresti. Bílar í slæmu ástandi þurfa ekki endilega að vera vonlaus sö’uvarningur. Mörgum er það nefnilega miki] ástríða, að gera upp bíla, ekki aðeins fyrir braskið, heldur allt eins fyrir ánægjuna. Þeir em líka ófáir bílaiðnað- armennimir sem auka vinnu •sína með þvf að standsetja gamla bfla og setia þá svo aftur í sölu hjá kannskí sama bíla- sala og se't hafði þeim bflana. Afföl] við endursölu era að sögn bílasalanna mest á stóru, amerísku bí'unum og eins dýr- ustu Evrópu-bílunum, en af ný- legum smáb'ilum sem era hátt skrifaðir eru afföllin sáralftil. Vart meira en 10 þúsund krónur af eins árs göm’um Volkswagen eða Cortinu t.d. „Bílsskipti eru satt að segja furðu tíð miðað við það, hve óhagkvæmt bað er. að bióða bíl og peninga fyrir anna„ bíl. Það er langskynsamlegast aö selja bf'inn sinn fvrst- og fara svo á mi'Ii bflasalanna m%5 allan seðlabunkann og siá hvað fæst fvrir fúlguna." var ein af s’ið- ustu lexfunum sem ég lærði varðandi bflaviðskipti. — ÞJM c

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.