Vísir - 24.05.1971, Blaðsíða 2
„EG ER ENGINN
PILSAVEIÐARI“
Mldiael Caine hefur síðuistu ár-
in getað státað af þv£ að hafa
verið af gagnrýnendum kvik-
mynda flokkaður í hóp „forvitni
legra" leikara. Og það er ekkert
undarlegt við það, „verst finnst
mér“, segir hann sjálfur, „að þess
ir helvítis gagnrýnendur dagblaða
virðast hafa miklum mun meiri
áhuga á því lífi sem ég lifi á næt
urklúbbum, heldur en því sem
ég geri á hvíta tjaldinu“.
Caine er sennilega einhver
fraegasti kvennaveiðari síðasta
áratugs. Margir bjuggust við, að
hamn hefði á endanum látjð fall
ast í notalega hjónasæng með
stiilku þeirra frá Filipseyjum,
sem hann hefur svo lengi búið
með. Sú heitir Minda. Nú er sam
band þeirra rokið út 1 veður og
vind, og Caine er aiftur farinn
að flakka milli næturklúbba, gón
andi á hvert pils.
Einhver sérstök sem nýtur að-
dáunar þinnar iim þessar mundir?
spurði blaðamaður einn, sem hitti
þennan Casanova á næturklúbbi
eigi alls fyrir löngu.
„Já, það er leikkona sem heitir
Elisabeth Taylor. Ég hef nýlega
lokið við að leika á móti henni
í kvikmynd sem er rosalega góð
og heitir „Y og Zee“. Auðvitað
var ég í byrjun og reyndar alla
myndina í gegn mjög svo tauga
óstyrkur að leika gegn þeirri
konu. í mínum augum er Taylor
nefnilega kvikmyndastjarna. Þeg
ar ég mætti til upptöku fyrsta
daginn, næsta óstyrkur, þá birt-
ist hún alit í einu og f einu vet-
fangi var ég orðinn að Maurice
Mioklewhite aftur (Micklewhite
er hið rétta og raunverulega nafn
Michaels) og ég varð strax að
byrja á því að kiassa hana uppi
í rúmi. Það var erfitt, það get
ég sagt þér“.
Ekki sama bylgjulengd
Það fór vel á með þeim Taylor
og Caine, en hins vegar varð
samband þeirra Richards Bur-
tons öllu stirðara. „Og það hefur
sennilega aö hluta verið vegna
þess, að þar sem ég var ekki að
vinna með honum, þá gat ég ekki
Iosað mig við aimenningsálitið —
það álit sem ég hef á Burton. Og
sú staðreynd að ég sá hann leika
Hamlet eitt sinn, þegar ég var
ungur, vesæll og atvinnulaus leik
ari, hjálpaði ekki upp á sakírriar.
Burton gerði sér grein fyrir
þessu. Þegar myndin var hálfn-
uð, sagði Burton við mig: „Þú
og ég viröumst aldrei geta verið
á sömu bylgjulengd“. Og það var
alveg satt.
„Ég er betti Ieikari en þeir segja
— og slakari kvennamaður“.
Það er sama hvern fjandann
maður gerir í samvinnu við mann
eskju eins og Taylor, það hlýtur
ævinlega að vera þess virði“, seg
ir Caine. „og hvaða máli skiptir
það þá, þótt hún komi stundum
jOf. smtvfil ppptöku? Þegar kom-
iö er að frumsýningu, þa ér kon-
an komin þarna á hvíta tjaldið.
'Þá þýðír'ekkert að bé'rid'a á^haná
sem svartan sauð og benda svo
á einhvern gersamlega óþekktan
leikara og segja: Hann kom
aldrei of seint. Hann mætti alltaf
á undan henni. Þaö er nefni-
lega Elisabeth Taylor sem við
horfum á“.
Framleiðendur
gagnslausir
Caine og Taylor munu áreiðan-
lega græða mikið fé á þessari
mynd. „Og það stafar meðal ann-
ars af því“, segir Caine, „að fyr
ir nokkrum árum komu framleið
endur til leikara og sögðu: Gamla
kerfið er búið að vera. Þið fáið
ekki lengur borgaða milljón doll-
ara f kaup. Þið verðið að leggja
eitthvað undir með okkur.
Allt f lagi sögöum við, við
veðjum með ykkur. Og útkoman
varð sú, að sum okkar græða nú
meira fé en nokkru sinni fyrr.
Nú sé ég reyndar fram til þess
tíma, að stjarnan muni græða fjór
ar til fimm milljónir dollara á
einni mynd og þá fara framleið-
endur að segja: I drottins nafni,
því borgum viö þeim bara ekki
milljón f kaup eins og við gerð
um hér áður fyrr
Og svo er það hitt sem er að
1 gérást". ségif Cáine, „að stjöm-
urnar eru farnar að velta því fyr
' ir sér, hVérri fjárann þær hafi við
framleiðendur að gera? Þeir voru
nauðsynlegir í gamla daga til
þess að útvega fjármagnið. Nú
gerist þess ekki lengur þörf, og
leikarar eru farnir að hugsa um,
hvers vegna þeir eigi að/ vera að
hjálpa upp á efnahaginn hjá
nokkrum framleiöendum. Hvers
vegna þeir aðstoði þá f að borga
fyrir Rolls Roycana, hjákonumar
og ættingjana.
Þegar allt kemur til alls, þá
getum við flest framleitt okkar
eigin myndir. Og það er nákvæm
lega það sem ég er aö gera“.
Caine stendur nú í þvf að fram
leiða einar fimm kvikmyndir —
og ein þeirra hefur þegar verið
frumsýnd. og heitir „David og
Catriona". Hún er byggð á sög
um eftir R. L. Stevenson.
„Og mundu þetta“, sagði
Caine að lokum við blaðamann-
inn, „einkaiff mitt hefur aldrei
verið eins galsafmgið og auðugt
af kvenfólki og blóðin hafa viljað
vera láta. Hins vegar hefur leik-
ur minn í kvikmyndum oft verið
miklu betri en blöðin hafa vilj'að
vera láta“.
Og áður en blaðamaðurinn gat
nokkm svarað birtist vinur Caine
á næturklúbbnum og hafði með
sér 8 fallegar stúlkur.
„Átta“, andvarpaði Caine, stökk
á fætur og veifaði til blaðamanns 1Tf£r(
ins, „eins og ég var að segja...w
Jj; ■ V.fi
Nei, því miðisr
þá er þessi mynd ekki tekin hér á landi. Hún var tekin í New York á miðvikudaginn var, og það fer víst ekki á milli mála
að vorið er komið.