Vísir


Vísir - 10.06.1971, Qupperneq 4

Vísir - 10.06.1971, Qupperneq 4
4 VIS IR . Fimmtudagur 10. júní 1971, Flokkur Sovétríkj Svipmynd frá Ólympíuleikunum í Mexíkó, anna gengur inn á leikvanginn. Hafsteinn leikmenn í landsliBiB r — sem leikur gegn Frakklandi i Paris 16. júni — Enginn nýliði er þó i libinu Tveir nýir leikmenn bætt ust í landsliðshópinn í knattspymu, þegar Haf- steinn Guðmundsson, landsliðseinvaldur, valdi lið það sem leikur gegn Frakklandi hinn 16. þessa mánaðar. Það eru þeir Er- lendur Magnússon, Fram og Sævar Tryggvason, Vestmannaeyjum. Þeir eru þó ekki nýliðar í landslið- inu — báðir haf a komið inn á sem varamenn í lands- leik. Reyndaf má segja að Ólafur Sigurvinsson, Vestmannaeyjum, sé Frábær kvikmynd um ÓJym íuieikana í Mexikó 1968 Mesta íþróttahátíð allra tíma voru Ólympíuleikarn- ir í Mexíkó 1968 kailaðir og vissulega er það sannmæli. Og nú gefst Reykvíkingum tækifæri til að sjá þessa miklu íþróttahátíð, því í dag hefjast sýningar á hinni frábæru kvikmynd, sem tekin var á leikunum, í Stjömubíói. Verður mynd in á öllum sýningum í kvik mvndahúsinu næstu vikur. Fréttamönnum gafst í gær kost- ur að sjá þessa mynd, sem sannar- lega er þess virði. Kvikmyndun er oft frábær og þar gefst tækifæri að sjá beztu íþróttamenn heims í keppni í hinum ýmsu greinum — ailt frá frjálsum fþróttum og knatt- spyrnu til kappróðurs og blaks, svo aðeins nokkrar greinar séu nefndar. Kvikmyndun stjórnaði Alberto Isaac, en honum til aðstoðar voru 412 tæknimenn, þar af 81 kvik- myndatökumaður. Þeir tóku filmur, sem skiptu hundruðum kílómetra og nú hafa þær verið tengdar sam- an i eina listræna heild. Þarna sjást ótrúleg afrek unnin t— Bob Hines hleypur 100 m. á 9.9 sek. Bob Seagren stekkur 5.40 í stangarstökki ásamt tveimur Þjóð- verjum og Sanajev, Sovétríkunum, stekkur 17.39 m. f þrístökki og þar eru allir sex fyrstu mennirnir, með Gömlu keppinautarn- ir mætast í kvöld Gömlu „erkifjendumir“ KR og Valur mætast í kvöld á Melavell- inum í 1. deildarkeppni íslands- mótsins og ef að líkum Iætur ætti að geta oröið um skemmtilega viðureign að ræða milli þessara gömlu keppinauta. Bæði liðin hafa öllum sínum beztu mönnum á að skipa. Sennilega verður þetta síðasti leikur Reykjavíkurfélaganna á Melavellinum f íslandsmótinu í sumar. Laugardalsvöllurinn verður opnaður til afnota 17. júní og næstu leikir í mótinu verða allir utan Reykjavíkur. Þrír leikir fara fram á laugar- daginn. Á Akureyrarvelli leika Akureyri og Fram. Á Keflavíkur- velli Keflavík og Breiðablik og á Vestmannaeyjavelli leika Vest- mannaeyjar og Akranes. Þó leikir Reykjavíkurliöanna veröi ekki fleiri í íslandsmótinu á Melavelli verða liðin, Fram, KR og Valur, þó að mæta þar tij leiks gegn Breiðabliki, sem mun nota Melavöllinn sem sinn ,,heimavöll“ 'j sumar — að minnsta kosti fyrst um sinn. stökk Iengri en 17 metra. Þannig mætti lengi telja, þó ekki sé hins vegar hægt að komast hjá þvl að nefna enn eitt — langstökk Bob Beamons. Það er gaman að sjá hann svífa 8.90 metra. Að sjálfsögðu er ekki sýnt í myndinni nema brot af því, sem gerðist á leiknum — en gllt það helzta kemur þar fram og kvik- myndunin er listræn og sérstæð. íþróttafólk og áhugafólk um íþrótt- ir almennt ekki að láta þessa kvikmynd um Ólymp'iuleikanna í Mexíkó 1968 ganga sér úr greipum. — hsim. □ Dregið hjá KSI Dregiö var í Happdrætti K.S.Í. hjá Borgarfógeta í gær 7. júní 1971. Upp kom nr. 4656. Vinnings skal vitja til gjaldkera Knattspyrnusambandsins Friðjóns B. Friðjónssonar, c/o Vélsmiöjan Héðinn, Reykjavík. Knattspyrnusamband íslands. □ Jafntefli Norðmenn og Búlgarar gerðu jafntefli f landsleik í knattspymu leikmenn 23ja ára og yngri — í Tönsberg í gær 1—1. 1 kvöld leika löndin A-landsleik í Evrópukeppni landsliða og verður leikurinn háður í Osló. Liö Noregs er næstum eins og gegn íslandi, nema hvað at- vinnumaðurinn Odd Iversen verður með. einnig nýr maður f landsliðshópn- um Hann var þó valinn upphaflega gegn Frakklandi hér heima 10. maí sl., en gat ekki tekið þátt í leiknum sökum meiðsla. Hafsteinn Guðmundsson til- kynnti ’f gær hverjir fara til Frakk- lands. Hann valdi 15 leikmenn og eru engir nýliðar f liðinu, sem verður þannig: Markverðir: Þorbergur Atla- son, Fram, og Magnús Guð- mundsson, KR. Vamarmenn: Jóhannes Atla- son, Fram, Guðni Kjartansson, Keflavík, Þröstur Stefánsson, Akranesi, Ólafur Sigurvinsson, Vestmannaeyjum og Marteinn Geirsson Fram. Miðjumenn: Haraidur Stur- laugsson, Akranesi, Eyleifur Hafsteinsson, Akranesi, Guðgeir Leifsson, Víking, og Ásgeir Elíasson Fram. Framherjar: Matthías Hall- grímsson, Akranesi, Ingi Björn Albertsson, Val, Sævar Tryggva son, Vestmannaeyjum, og Er- lendur Magnússon, Fram. Þrír leikmenn, sem voru með í Noregsförinni, eru ekki valdir að þessu sinni. Það eru Valsmennirnir Hermann Gunnarson, sem ekki fær að taka þátt í leiknum í Parfs, þar sem hann er liður í undankeppni Ólympíuleikanna í Múnchen 1972, Róbert Eyjólfsson og Jóhannes Eðvaldsson. Fararstjórar verða Albert Guðmundsson, formaður KSl, sem verður aðalfararstjóri, Helgi Daníelsson, Friðjón Friðjóns- son Hafsteinn Guðmundsson, allir úr stjórn KSÍ, og einnig verður landsliðsþjálfarinn Ríkharður Jóns- son með í förinni: Flogið verður utan á þriðjudag 15. júnt. Landsleikurinn verður eins og áður segir 16. júní og verð- ur leikið í Parfs. Leikurinn hefst kl. 9.30 um kvöldið og verður leik- ið í flóðljósum. Heim kemur lands- liðshópurinn aftur hinn 18. júní. Allt er fimmtugum fært Það á sér sjaldan stað að dómarar eigi 30 ára afmæli sem knatt- spymudómarar. En slíkt átti sér stað, þegar Þorlákur Þórðarson dæmri leik Fram og Keflavíkur í fyrrakvöld. Hann tók dómara- próf vorið 1941 og hefur dæmt á átjánda hundrað knattspymu- leiki. Það var engin ellimörk að sjá á Þorláki, sem verður fimmt- ugur í dag á leikvellinum. Hér sést hann ræða við Sígurberg Sigsteinsson, Fram, og línuvörðurinn Brynjar Bragason og kefl- vískur leikmaður fylgjast með. Fyrsti sigur Dana í knattspyrnu í ár Danir unnu Skota í landsleik í knattspymu í gærkvöldi á Idræts- parken með 1—0 og er það fyrsti sigur Dana í knattspymu í næstum ár. Lelkurinn var liður í Evrópu- keppní landsliða, þar sem hvorugt landið hefur nokkra möguleika að komast áfram. En efsta sætið i riðl- inum berjast Belg’ia og Portúgal. Eina mark Dana í leiknum skoraði Finn Laudrup og var hann jafn- framt beztj maður danska liðsins. Það er orðiö langt síðan danskt landslið hefur sýnt jafngóða knatt- spyrnu og í gærkvöldi, enda var því fagnað innilega af 38.600 á- horfendum. Eftir tækifærum að dæma hefðu Danir átt að vinna 4—1. Fáir af þekktustu leikmönn- um Skota tóku þátt í bessum leik hverju sem um er að kenna. Beztur var George McLean frá Kilmarnock.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.