Vísir - 10.06.1971, Síða 7

Vísir - 10.06.1971, Síða 7
V í 31R. Flmmtudagur 10. júní 1971. cyVtenningarmál Fanný Jónmnndsdóttir skrifar um ballett: Hvers vegna hálftómt hús? 'tfvers vegna koma íslending- ar ebki til aö sjá íslenzkan baltettdansara? Hvers vegna er háíft hús, þegar íslenzkir nem- endur í ballett sýna hvaö í þeim býr? Hvar er skartbúna föikiö, sem bíður í löngum biö rööum til að fá að njóta listar- innar á öðrum tímum? — Eng- býst við stórstjörnum á einskonar nemendasýningu eins og þeirri, sem ballettsköli Þjóð le8?hússins og ballettflokkur Fé lags fsl. listdansara efndu til i' Þjóóleikhúsinu á mánudaginn. En áhugafólk um ballett ætti kamnski að hafa einhvem áhuga á að fyigjast: með, hvert stefn- ir með istenzkan ballett. TVTeii, áhuginn vrrðist enginn vera. Þarna voru mættir nokkrir aðstandendur þeirra, sem sýndu, örfáir gestir á frí- miöa og fáeinir aðrir, þar á með al fyiri nemendur skólans. Sýn- ingartíminn verður auðvitað ekki til að auka á áhugann. Mánudagskvöld í lok leikárs er ekki tími, sem fyrirfram er hægt að binda miklar vonir við. Þvi ber ekki að neita, að þeg ar svona stendur á er ekki mik- il stemmning hjá aðilum, dönsur um og áhorfendum. Þó tókst nemendum að komast frá þessu með prýði, að visu með mikilli og nauösynlegri hjálp frá döns- urum úr ballett-flokki Félags ísl. listdansara. Án þeirra er hætt við að sýningin hefði orðið lit laus og ekki minnisstæð. — Félag fsl. listdansara stofnaði þennan flokk ’i fyrrahaust með það fyrir augum að örva áhuga almennings á listdansi. Gott sjónarmið, en meira þarf greini- lega til. Hér þarf fyrst og fremst góða og reynda kennara, — ekki kennara, sem aðeins geta verið hér hluta úr mánuði. Það er ekkj nóg að geta sett góð Þjóðlegur íslenzkur ballett: Or myndabók Jónasar Hallgrímssonar. Guðbjörg Björgvinsdótt- ir í hlutverki Englandsdrottningar. Efnilegir dansarar: Örn Guðmundsson og Ólafía Bjarnleifs- dóttir. > MELÁYÖLLUR í kvöld kl. 20.30 leika. Volur - Valur nöfn í leikskrána til að skapa grundvöll fyrir þróun listdans ins hér á landi. TJlutur Ingi-bjargar Björnsdótt- ur var eftirtektarverðastur á þessari sýningu, en hún samdi bæöi þau dansatriði, sem gerðu sýninguna eftirminnilega. Fyrra verkið, „Hugdettur" er eitthvert hið bezta, sem ég hef séð í íslenzkum ballett. Þetta er nú- tímaverk næstum jazzballett við tónlist eftir Austin, vel samið, vel útfært, vel dansað. Þarna var á ferðinni verk, sem hæfði dönsurunum, verk sem þeir réöu vel við, enda var samdans þeirra bæði góður og rytmiskur. Fleira hjálpaöi til. Lýsingin var ó- venjulega smekkleg og átti vei við búningana, sem einnig féllu vei að verkinu. Annað verk á sýningunni, eft- ir Ingibjörgu, sem ekki var síð- ur eftirminnilegt var samið upp úr verkum Jónasar Hallgrímsson ar við tónlist Páls Isólfssonar. „Úr myndabók Jónasar Hall- grímssonar" eins og verkið nefndist er sannarlega rammís lenzkt, en einnig mjög skemmti iegt. Hin hugljúfa tónlist Páls (Sáuð þið hana systur mína og fleiri slík) reyndist hin ágæt- asta ballettmúsík í höndunum á Ingibjörgu. Verkið er samið í glæðværum tón, sannköl|uð sveitarsæla. Búningar í íslenzk- um peysufatastil, litfagrir og fallegir. Dönsurum fór vel að dansa þetta verk. Þar tel ég þó, að Ólafía Bjarnleifsdóttir hafi bor ið af og gert það bezta, sem ég hef séð til hennar. Ólafia býr yfir töluverðum hæfileik- um, en hættir nokkuð ti] að vera kæruleysisleg. Hér var þó ekki um slíkt að ræða. Af öðr- um dönsurum, sem ástæða er til að geta sérstaklega má nefna Örn Guðmundsson. Hann hefur fágaða sviðsframkomu, hvað eina, sem hann gerir er gert af látleysi og nákvæm-ni. Guð- björg Björgvinsdóttir dansaði Englandsdrottningu með mikl- um röksemdarbrag. I hennar mynd sópaði að kellu, eins og vera bar. JPkki má glevma vinsælasta J dabsara kvöldsins, litla arf anum ,,í blómagarðinum", Auð- ur Bjarnadóttir sem er kornung. varð eftirlæti kvö'dsins aö verð leikum. Hér er augljóslega á ferðinn] góður efniviður Ég vona að Þjóðleikhúsinu takist að hlúa svo að „arfanum" sinum litla, að upp spretti fagurt blóm meðal annarra fagurra blóma. FRÁ TÆKNI- SKÓLA ÍSLANDS Skólaslit 70/71 fara frara í hátíðasal Sjö- mannaskólans þann 26. júní 1971, kl. 2 e. h. Brautskráðir verða fyrstu nemendahóparnir úr byggingadeild og úr raftæknadeild. Áætluð starfsemi á næsta skólaári: 1. Undirbúningsdeild. 2. Raungreinadeild. 3. Fyrsta námsár af þrem í rafmagns-, rekst- urs-, skipa- og véltæknifræði (tvö síðustu árin oftast við danska tæknifræðiskóla). 4. 3ja ára nám í byggingatæknifræði (eft- ir raungreinadeild), til lokaprófs. 5. Raftæknadeild, 2ja ára framhaldsmenntun fyrir rafvirkja. 6. Meinatæknadeild, 2ja ára framhaldsmennt un fyrir stúdenta. Verkleg inntökuskilyrði sbr. 2., 3. og 4. hér á undan: a) viðeigandi sveinspróf eða b) a.m.k. 24 mánaða viðeigandi starfsreynsla. Undantekningar frá a) og b): c) byggingamenn með a.m.k. 12 mánaða skipulega starfsreynslu geta fengið að taka verklegt inntökupróf. d) umsækjendur, sem sl. ár sóttu um tækni fræðinám í rekstri, rafmagni og vélum og var vísað frá, geta nú komizt að án þess að fullnægja alveg kröfunni um 24 mánuði e) skilyrðum um verkkunnáttu verður að mestu sleppt fyrir þá, sem hyggjá á 4ra ára nám í skipatæknifræði í Helsingor (verklegt nám innifalið) að afloknu prófi frá raungreinadeild. Umsóknareyðublþð fást í skólanum að Skip holti 37, Reykjavík. Einnig má biðja um þau í símum 84665 og 81533. Umsóknarfrestur er til 15. iúlí n.k. Skólaárið 71/72 hefst 20. sept. 1971. Skólastjóri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.