Vísir - 10.06.1971, Síða 8

Vísir - 10.06.1971, Síða 8
8 V1SIR . Fimmtudagur 10. júní 1971, Otgeíandt: KeyKiaprenr ní. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólísson Ritstjóri • Jónas KristjánssoD Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: BröttugOtu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstión ■ Laugavegi 178. Simi 11660 f5 ilnur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakið Prenfsmiðia Vlsis — Edda ht Hö/uð hrörnandi strúts jgjörn Sigfússon háskólabókavörður er einn hinna fjölmörgu kjósenda, sem ógnar sú „hrollvekja“, sem af því mundi leiða, að Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn mynduðu ríkisstjórn. Björn Sigfús- son segist árið 1937 og óbrigðult síðan hafa fylgt þeim framboðslistum, sem hafi beitt sér skýrast fyr- ir myndun víðtæks vinstri flokks. Hann var einn af forystumönnum Þjóðvarnarflokksins á sínum tíma. Nú segist Björn Sigfússon munu styðja Sjálfstæðis- flokkinn. Hann segir í grein í Morgunblaðinu: „Næsta ríkisstjórn þarf að vera tveggja flokka stjórn með meira atkvæðafylgi en sú, sem situr. Það verður Sjálf- stæðisflokksins að mynda hana með öðrum og vera flokka ábyrgastur við að efna heit sín til hagsældar. Ef á hinn bóginn færu í stjórn saman Alþýðubandalag og Framsókn, haga þau núna kosningaslag sínum svo, að 1. sept. í sumar yrði ljúft með þeim, en við fall landhelgisstríðsvíxils þeirra réttu ári síðar spryngi sú stjórn, ef ekki fyrr, og hvor aðilinn mundi reyna. að meiða hinn til örkumla í fallinu. Þeir vantreysta hvor öðrum meira en Sjálfstæðisflokknum, ög því ber mér sem ábyrgum þegni þaö eitt að kjósa D- listann.“ Bjöm Sigfússon segir, að stuðningur sinn við EFTA- inngöngu og iðnvæðingu sé vinstristefnueðlis. Hon- um mislíki sú einangrunarhneigð, sem ríki í Fram- sókn og Alþýðubandalagi. Dulmálslykil kommúnista til að einangra ísland sé ekki að finna í fræðum Len- íns, heldur í þýzk-amerískum afbrigðum nýmarxism- ans. Hann segist mótmæla og sveia þessari einangr- unarstefnu, eins og Lenín hafi gert, þótt af öðrum ástæðum sé. Hann segir, að vinstraafturhald hafi vaxandi áráttu til að slíta samböndin við umheiminn. „Nýmarxistam- ir“ vilji algert stríð. Stefnt sé að „splundmn hvers verkalýðsfélags, hverrar stofnunar þingræðisins". „Það fæst ég ekki um í dag“, segir Björn Sigfússon, „nema að því háskalega leyti, sem ríkisstjórnaraðild f slíkum splundrunartilgangi kynni að tortíma, óvilj- andi eða jafnvel með vilja einhvers flokksmanns, lífs- rfíöguleikum þessa smáríkis meðal siðaðra þjóða“. Nýmarxistarnir hafi hrakizt á flótta vegna þeirrar þjáningar, sem vanmáttarkennd og hrömandi hug- sjónir hafi bakað þeim. Því óttist þeir nú siðmenningu og áhrif annarra þjóða. „Einangrum ísland, hugsa þeir, ef hér skyldi finnast nægur uppblástur og þeir landshættir, að í sandi megi fela innflutt umskiptings- höfuð sitt, höfuð hrörnandi strúts“, segir Bjöm Sig- fússon að lokum. Orð Björns Sigfússonar, sem var á sínum tíma ná- inn samstarfsmaður Héðins Valdimarssonar og Sig- fúsar Sigurhjartarsonar, eru þörf viðvömn til þeirra, sem ekki sjá í gegnum kosningaspil Alþýðubandalags- 'ins og skilja þá hrollvekju, sem aðild þess flokks að ríkisstjórn mundi verða allri þjóðinni. Fréttamaður NTB um kosningarnar á Islandi: ,,..þá mundi verða tímabi með minnihlutastjórnum" Fréttamaður norsku fréttastofunnar NTB, Helge Giverholt fjallaði í gær um alþingiskosn- ingarnar. Hann segir, að samsteypustjórn Fram- sóknar, vinstri sósíalista „Einhverjar tvísýnustu kosningamar“ Fréttamaöurinn segir, að á sunnudaginn gangi íslendingar til einhverra tvísýnustu kosn- inga eftir stríð. ... Það sé ekki mikið sem þurfi til þess, að stjórnarbreyting verði. Á síö- asta kjörtímabili hafi stjórnar- flokkarnir aöeins haft stuðning 32ja af 60 þingmönnum, og Umsjón; Haukur IIIISIIIIIII M) WMi og kommúnista gæti ekki lifað lengi, þótt þeir flokkar ynnu meirihlut- ann, ef á annað borð væri unnt að koma slíkri ríkisstjóm saman. ; — „Næsti kosturinn er þá“ segir hann, „að vinni stjórnarandstaðan, þá muni á íslandi verða tímabil með minnihluta- stjórnum. En það mun varla vera freistandi fyr ir þá kjósendur, sem muna tímana fyrir 1959“. þessi naumi meirihlutj hafi byggzt á 3,2% meirihluta kjós- enda. Því , liggi samsteypustjórnin vel við höggi. Þó sé óvissan mikil beggja vegna víglínunn- ar. Fáir treysti sér til þess, nú í iok kosningabaráttunnar, að spá því með vissu, hver úrslitin verði. Tromp ríkisstjómarinn- ar em efnahagsmálin Beztu tromp rikisstjórnarinn- ar séu á sviði efnahagsmála. Við kosningarnar árið 1967 hafi Is- land verið í miöri kreppu, sem hafi aukizt hratt, þegar Bretar feldu gengi sterlingspundsins þá um haustið. Róttækar ráðstaf- anir hafi veriö nauðsynlegar. Þótt þær hafi verið mjög óvin- sælar, þá haifi þær haft þau á- hrif, sem þeim var ætlað. Nú séu Iífskjörin aftur batnandi og með inngöngu í EFTA og kröft- ugri iðnvæðingu hafi ríkis- stjórnin séð til þess, að atvinnu lífið sé ekki jafnviðkvæmt fyrir hagsveifium erlendis og áður hafi verið. Þessu hafi kjósendiu- ekki haft ástæðu tij að gleyma. Stjómarandstaðan leggur áherzlu á landhelgísmál Stjómarandstaöan hafi í kosn- ingabaráttunni lagt aðaláherzl- una á hagsmuni íslendinga af sjávarútvegi. Þetta sé ekki síæm aðferð i landi, þar sem 90 af hundraði útflutningsins hafi i um árabil verið afuröir sjávgr- j útvegs. Nú sé fiskveiðilögsagánj efst á baugi. R'ikisstjórn haflif í vor gert tillögur um stækkunl landhelgi til að vemda hags*- muni Islendinga fyrir aúkinni. sókn erlendra veiðiskipa. Stjóm in hafi viljað láta kjósa þing- nefnd, sem legði drögin að stækkun landhelgi í 50 mílur. Tillagan hafi verið samþykkt, en stjórnarandstaðan hafi bar- izt hart á móti. Stjórnarandstaö- an hafi viljað fylgja harðri stefnu og ákveða þegar í staö, að fiskveiðilögsagan skyldi verða 50 sjómllur frá og með 1. septemiber 1972. Enginn vafj sé á því, að þessi ákveðna stefna, sem ýti til hlið- ar öllum nefndum og samning- um hafi haft veruleg áhrif á kjósendur í kosningabarátt- unni. Ungu kjósendurnir Þó að efnahagslegt jafnvægi og landhelgin hafi verið efst á baugj í deilum flokka fyrir kosningar, þá séu, segir Helge Giverholt, nóg önnur atriöi, -sem geti haft áhrif á úrslitin. Einn þeirra þátta sé hin mikla fjölgun atkvæðisbærra manna úr 107 þúsund áriö 1967 upp í 121 þúsund í dag. Þessi aukning stafi fyrst og fremst af lækkun kosningaaldurs úr 21 ári í 20 ár og gæti það gefið til kynna, að vinstri flokkarnir hefðu af því mest gagn. Þessir flokkar hafi einnig fengið nokkrar undirtektir fyrir þau sjónarmið, aö eftir tólf ár meö sömu ríkisstjórn, kynni að vera heilbrigt að skipta. Veikleikar stjómarand- stöðunnar nugljósir Veikleikarnir í kosningabar- áttu stjórnarandstöðunnar séu hins vegar augljósir. Þeir hafi ekki getað boðið upp á neina aðra rlkisstjórn, enda sé ekki auðvelt að hugsa sér, að þeim muni takast aö mynda ríkis- stjórn saman, ef svo færi, að þeir ynnu meirihluta í alþina- iskosningunum á sunnudaginn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.