Vísir - 14.06.1971, Side 2

Vísir - 14.06.1971, Side 2
V I S I R . Mánudagur 14. júni 1971. AB lOKINNI SMOIUN HÓFST VAKAN „Þá eru hér fyrstu tölur úr Reykjavík“, sagði Páll Líndal formaður yfirkjörstjðrnar í Reykjavík í hljóðnemana og í þögninni, sem í kjölfarið fyigdi, hefði mátt heyra saum- nál detta í Ieikfwhisainum í Aust arbæjarskólanum. Og það voru fleiri, en þessir 30 —40, sem í Austurbæjarskólanum unnu að talningu atkvæða í Reykja vík, er héldu niðri í sér andanum. Um land allt lögðu menn viö hlust irnar og hækkuðu í viðtækjum sín um, sem þeir höfðu setzt við til vök« yíir einhverjar tvísýnustu kosningaurslitum síðustu ára. Hljóðið var misjafnt í t'alningar mönnunum, þegar fréttamenn Vísis komu kl. rúmlega 23 inn í leikfimi salinn í Austurbæjarskóianum, þar sem talning haföi staðið yfir innan læstra dyra frá því kl. 19 um kvöld ið. Töluvert stapp var við útidymar þar sem fréttamenn og umboðs- menn flokkanna leituðu inngöngu um leið og opnað var kl. 23, en urðu að beita fortöilum við dyragæzlu menn til þess að fá sínu fram- gengt. „Eftir fyrstu talningarhrotuna horfir þetta mjög vel fyrir okkar flokki", sögðu umboðsmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem viðstaddir voru ta'lninguna, „En jafnframt þyk ist ég sjá, að þetta verði mjög góð útkoma fyrir Alþýðubandalag- ið“ fullyrti Barði Friðriksson, sem við hittum að máli úr hópi þeirra. Og greinilegt var á því, hvemig brúnin hafði lyfzt á umboðsmönn um Alþýðubandalagsins þarna á staðnum, að þeir höfðu lesið sömu merkingu út úr fyrstu talningunni. Þrátt fyrir 4 klukkustunda starf að baki, létu menn engin þreytu- merki á sér sjá þama, og horfðu fram til næturvökunnar með hressi leg gamanyrði á vörum. „Nú fara þeir að dragia á sig há- tíöarsvipinn, því að það á að fara að sjónvarpa héðan", sögðu þeir, sem staddir voru frammi í sal, og horfðu inn til kjörstjómarinnar sem sat fyrir enda borðanna með stafla af atkvæðaseðlum fvrir framan sig. Með meinleg glott á vörum höfðu þeir fylgzt með því að kjörstjórnar menn höfðu verið farðaðir í andlit um fyrir myndatökurnar. Fyrir framan yfirkjörstjórnarborð ið sátu prentarar úr Gutenberg- prentsmiðjunni og töldu atkvæðin, sem hvolft hafði verið úr dei'Idar kjöirkössunum í einn risastóran kassa. Kjörkassarnir bárust einn af öör- um fljótlega að upp úr kl. 23, en þá hafði kjörstööunum verið lokað. Eins og ævinlega vom nokkrir sem dregið höfðu fram til síðustu mín- útu að kjósa og komu skeiðandi inn portið upp tröppurnar, um leið og rödd í hátalara tilkynnti, að nokkr ar sekúndur væru eftir, áður en kjörstaö yrði lokað. Hvatningarorð þeirra, sem stóðu hjá og beinlfnis biðu þess að hafa gaman af aö sjá eftirlegukindumar spretta úr spori fylgdu en kosningasmal'amir þerr- uðu svitann af enninu þegar hurð ir skuHu á hæla síöasta atkvæðinu, sem skílaði sér á kjörstaö. Tvær síðustu klukkustundirnar fyrir lokun kjörstaða höfðu reynt á þolrif kosningasmalanna. Allan dag inn höfðu þeir verið á þönum að á- minna vísa stuðningsmenn flokka sinna um að kjósa, og síöustu tím- amir fóm til þess að ýta enn og aft ur við þeim, sem látið höfðu áminn ingarnar sem vind um eyru þjóta. Eða til þess að sendast eftir fólki, sem nýkomið var í bæinn, eftir góð viðrisferðir um nágrenni j, vildi helzt setjast í hvíldarstellingar fyrir framan sjónvarpiö. 1 sumum tilfellurri gat þessi aö- stoð við kjósendur verið nokkuð j brösótt, því að ekki vom allir alls gáðir I borginni á kosningadaginn frekar en fyrri daginn. Og sumir kjósendanna töldu það sjálfsagða skyldu kosningasmalanna að geta boðið upp á hressingu — ef ekki jafnvei eina og eina flösku af sterku. Og svo vom aðrir, sem Után úr sal horfðu talningar- menn á meö meinlegu glotti, þeg ar yfirkjörstjórnarmenn voru farðaðir rétt fyrir sjónvarps- sendingar. töldu sjálfsagt að innifalinn í öku- ferð á kjörstað væri svo akstur á eftir til Hafnarfjarðar eða jaftwel einhvers fjarlægari nágrannábæj- arins. „Okkur leizt ekki á blikuna um kvöldmatarleytið, þv£ að kjörsókn var slæleg þá, en síðan hefur raetzt úr, og nú unum við vel við kjör- sókn okkar,“ sögðu starfsmenn á hverfisskrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í Austurbæjarhverfi, þegar blaðam. Vísis litu þar inn um kl. 22. Vísismönnum var afar vel tekið á hverfisskrifstofu Framsóknar- flokksins í Skúlatúni, þegar þeir gerðu ferð sína þangað. Kristján Benediktsson, framkv.stjóri skrif- stofunnar. kvaðst viss um góða kjörsókn stuöningsmanna flokks- ins. „Við mætum hverju sem að 'höndum ber, með brosi,“ sagði Tómas Karlsson, ritstjóri sem við hittum þarna á skrifstofunni, en hann skipaði 3. sæti, baráttusæti B-Iistans £ Reykjavik. Flestir bjuggu ,sig undir vöku fyrir nóttina og jafnt þeir sem átt höfðu erilsaman dag viö kosninga- starfið. Flokkarnir voru með veit- ingahús á leigu, þar sem starfs- fólkið gat haldið hópinn áfram við vökuna yfir talningunni. Á hverfisskrifstofu Sjálfstæöisflokksins að Laugavegi 26 var en menn voru bjartsýnir um úrslitin og ánægöir m eð kjörsóknina. Á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Skúlatúni í gær- kvöldi voru menn baráttuhressir eins og í öðrum herbúðum. „Við klukkustundina, tökum því með brosi, sem aö höndum ber“, segir Tómas Karlsson ritstj. (t.h. á myndinni).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.