Vísir - 23.06.1971, Síða 8

Vísir - 23.06.1971, Síða 8
VIS IR . Miðvikudagur 23. júní 1971 VISIR utgerandi: keykjaprent bl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjóMssoo Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Brðttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegl 178. Sirni 11660 f5 tinur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiðia Visis — Edda ht. Nýtt farartæki fsland er eitt af fáum löndum, þar sem reiðhjól hafa ekki náð almennri hylli. Hér hafa reiðhjól hingað til verið álitin leikföng fyrir böm og unglinga. Víða er- lendis er hins vegar mjög algengt, að fólk noti reið- hjól sem samgöngutæki og hjóli til vinnu sinnar og verzlunarerinda. Þetta hafa margir íslendingar séð í Kaupmanna- höfn. Þar er reiðhjólið talið svo mikilvægt samgöngu- tæki, að gatnakerfið er víða þrískipt í götur, hjóla- brautir og gangstéttir. Víðar á Norðurlöndum og í Þýzkalandi eru hjólabrautir sérstakur þáttur sam- göngukerfisins. Ýmsar ástæður valda því, að reiðhjólin njóta ekki sömu vinsælda hér. í fyrsta lagi er landslagið reið- hjólunum ekki í hag. Þau eiga bezt við á flatlendi. í öðru lagi er svo vindasamt hér, að það veldur hjól- reiðafólki erfiðleikum. I þriðja lagi er tiltölulega fljót- legt að aka bOum um miðborg.Reykjavíkúr óg auðvelt að finna bílastæði. Erlendis er hins vegar oft fljót-.; legra að ferðast á reiðhjólum en bílum um miðborg- irnar. Og ástæðurnar fyrir lítilli notkun reiðhjóla hér á landi eru líklega fleiri. En nú hefur það gerzt, að mikill áhugi á hjólreiðum hefur gripið um sig hér á landi. Reiðhjól em rifin út úr verzlunum jafnóðum og þau koma til lands- ins. Eflaust er það áhuginn á trimminu eða puðinu, sem veldur þessari breytingu. Kyrrsetufólk hefur sannfærzt um, að því sé nauðsynlegt að fá hreyfingu og stunda útilíf. Og það er almennt viðurkennt, að hjólreiðar em eitt af því hollasta sem hægt er að stunda af því tagi. Þess vegna er fullorðna fólkið á íslandi allt í einu farið að hjóla. Kostir þessarar hugarfarsbreytingar eru augljós- ir. Um heilbrigðishliðina þarf ekki að fjölyrða, svo mjög liggur hún í augum uppi. En kostirnir em fleiri. Ef hjólreiðar breiðast vemlega út, ætti þungi bílaum- ferðarinnar að minnka og óhreinkun andrúmslofts- ins að minnka. En auðvitað fylgja líka vandamál. Skiljanlega vant- ar hér reiðhjólabrautir, því að ekki hefur verið talin ástæða til að taka fé frá öðmm framkvæmdum og verja til gerðar slíkra brauta fyrir þá fau, sem hafa stundað hjólreiðar. Og hjólreiðar mega aukast mikið frá því, sem nú er, til þess að skipuleggjendur um- ferðar sjái ástæðu til að kosta miklu til slíkra fram- kvæmda. Það er því ljóst, að slysahættan, sem er samfara hjólreiðunum, mun verða mikil um ófyrirsjáanlega framtíð. Nú þegar eru slysatölumar orðnar óhugnan- lega háar. Ökumenn verða því að taka vaxandi tillit til bessa „nýja“ farartækis á götunum og muna eftir hví, að reiðhjól hafa sama umferðarrétt og önnur far- artæki. Verða gervihnettir framtíð- arlausnin í fræðslumálum? Jarðarbúar verða orðnir 6000 milljónir um næstu aldamót, og það verður ekki unnt að sinna þörf- um þessa aragrúa með þeim aðferðum, sem við nú notum. „Ef ekki á að fóma þeim tíu til þrjátíu prósentum fólksins, sem mun búa í afskekktum hlutum heims og neita þeim um réttindi til sam bærilegrar menntunar við aðra, þá er eina lausn in að nota gervihnetti til menntunar“, segir sér- fræðingur Sameinuðu þjóðanna Jacques Torfs. Fulltrúar á ráðstefnum sitji bara heima í stofu Þetta mál er umdeilt en full- trúar á ráöstefnu SameinuÖu þjóðanna um þessi efni veltu t'yrir sér í fúlustu alvöru, hvort slíkir fundir þeirra yrðu ekki eftir 10 eða 15 ár haldnir meö þeim hætti, að þeir „sætu heima í ,stofu“, og fylgdust hver með öörum og flyttu sitt mál í „sjón- varp“. 1 Bandaríkjunum eru á- æflanir!tfert'um sííká fundi, og þetta hefur jafnvel verið reynt í litlum mæli. Þessar tilraunir eru mjög mikilvægar, ef ein- hvem tíma á aö koma að því, að menntun með geryihnöttum geti leitt milljónir manna úr fáfræði fortíðarinnar inn í mennt aðan heim framtíðarinnar. Sérfræöingarnir áætla, að eft- ir fimm ár verði unnt að senda skólasjónvarp beint frá gervi- hnetti til skólabyggingar eða menntastöðvar í einhverju byggð arlagi án þess að sendingamar þurfi að fara gegnum endur- varpsstöð á jörðu. Indverjar hafa á prjónunum að reyna eftir þrjú ár að senda beint til sam- komustaða í sveitarfélögunum, sem þurfi aðeins að setja upp þriggja metra loftnet til að móttaka skólasjónvarpið. Af fimm þúsund indverskum þorp- um sem munu taka þátt í þess- ari tilraun, mun helmingurinn fá sendingamar beint og hinn helmingurinn um endurvarps- stöðvar. Þessi tilraun er byggð á samvinnu við Bandarikin og verður notað bandarískt gervi- tungl, sem hefur 10 metra loft- net. Indverjar ætla að senda út fræðslu í fjórar stundir daglega á þennan hátt. Eitt sjónvarpstæki yrði í hverju af 560 þúsund þorpum Þetta gæti valdið raunveru- legrí byltingu í Indlandi, öðru fjölmennasta ríki heims, þar sem menntun hefur ekki náð að gagni nema til örlítils hluta landsmanna. Indversk stjóm- völd ætla sér að setja sjónvarps loftnet, að minnsta kosti eitt í hvert af 560 þúsund þorpum landsins. Með þessum hættj á að senda daglega, á átta af hin- um sextán viðurkenndu tungu- málum landsmanna, leiðbeining- ar tii alþýðu manna um það, hvemig hún geti bætt hag sinn og líf. „Stóri bróðir hefur auga með þér“ Augu indversku fulltrúanna á ráðstefnu Sameinuöu þjóöanna Ijómuðu, þegar þeir töluöu um „fyrirheitna landið", menntun til handa hverjum Indverja. Aðr- ir ráðstefnumenn vöruðu við hættum, sem af þessu kynni að leiða, til dæmis að „stóri bróð- ir“, ríkið, yrði of öflugt. Menn leiddu hugann að skáldsögunni frægu „1984“, þar sem tæknin er orðin slík, að fýlgzt er með sérhverjum athöfnum einstakl- ingsins á heimili hans með „sjónvarpi", og „rikið" getur stjómað athöfnum hans. Þá var llllllllllll MBOTÍfflHI ■ ’■■■■■■ H ■■■ 08 Umsjón: Haukur Helgason rætt um kostnaðinn við hina nýju tækni. Torfs og fleiri sérfræöinganna athuga um þessar mundir, hvernig koma megi við gervi- hnöttum við fræðslu í Suður- Ameríku. Hann segir: „Þar sem færrj búa en 40 á ferkílómetra, eins og er um fimmta hluta Suður-Ameriku, er aöeins um tvennt að velja, gervihnetti eða menntunarskort". Torfs sagði, að með notkun gervihnatta mætti „spara sér tuttugu ár“, sem gætu skipt sköpum í mál- efnum Indverja og margra ann- arra. Ódýrast að byrja með gervihnetti Um Alaska sagði hann, að notkun gervihnatta við upp- fræðslu væri þar ekki aðeins æskileg heldur beinlfnis nauð- synleg. Harold Wigren ftá bandarísku fræöslusamtökunum sagði, að raunar hefðj gervi- hnötturinn verið „uppgötvaöur" f Ala'ska. í Alaska á að byrja sendingar kennsluefnis um gervihnött í september næst komandi, og væntanlega verður sams konar tækni notuð til kennslu f afskekktum byggðar- lögum víðar f Bandaríkjunum. í ýmsum löndum Afríku og Asíu, þar sem enn er fitið eða ekkert um sjónvarp, yrði kleift að ná til alþýðu manna á mun hraðari og ódýrarj hátt, ef byrj- að væri með kennslu um gervi- hnetti Hvar sem væri f heimin- um meðal menntaðra og ó- menntaðra manna, rikra • þjóða og vanþróaðra, mundi notkun gervihnattanna geta flutt fræðsluna til fleira fólks á skemmri tíma. Fulltrúar á fund- inum voru á því. að „allar þjóö- ir væru vanþróaðar í mennta- málum". / Hindra uólitíska • '—‘+,run. Mörg ljón eru á veginum. Lausnin yrðj að vera samvinna allra aöila. þar með alþjóða- stofnana. aíbjóðlegra banka o” Sameinuðu þióöanna. Og ekki sízt þarf að hind-" Dólitíska misnotkun hinnar nýju tækni. Hindra þarf, aö gervihnettir verði í höndum stórvelda eða einstakra ríkic- stiórna tæki til að dreifa a- róðri yfir fáfróðan almenning um heim allan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.