Vísir - 23.06.1971, Qupperneq 16
Árásarmaður-
inn ófundinn
Lögreglan leitar enn árásar-
mannsins sem réöist á blaðburðar-
stúlkuna á Njálsgötu á sunnudags-
morgun og sló hana í höfuðið með
flösku, en hann er ennþá ófund-
inn. — Stúlkan, sem hlaut skurð
á hnakka undan högginu, er á góð-
um batavegi.
Hún hefur lýst árásarmanninum
sem lágvöxnum manni, ljósum yfir-
litum og á þrítugsaldri — með
stuttklippt hár (sennilega sprottið
upp úr burstaklippingu), sem hann
greiddi fram. — GP
fídra fólkiS saknar sjónvarpsins
Sjónvarpið lokað allan júlimánuð — Nota
timann til oð yfirfara vélar
„Sjónvarpið verður
lokað frá 1. til 31. júlí að
báðum dögunum með-
töldum,“ sagði Pétur
Guðfinnsson framkvstj.
sjónvarpsins í viðtali við
Vísi í gær.
„Flestallir starfsmenn sjón-
varpsins fara þá £ sumarfrí, en
þó ekki allir, því að þennan
tíma verður margt unnið á veg-
um sjónvarpsins. Til dæmis er
nauðsynlegt að yfirfara ýmsar
vélar og tæki, sem annars eru
í stöðugri notkun.“
Pétur kvaðst óneitanlega
hafa orðið var við, að ekki séu
allir hrifnir af því, að sjónvarp
leggist niður heilan mánuð á
hverju sumri.
„Án þess að það hafi verið
sérstaklega kannað," sagði Pét-
ur, „virðist mér, að það sé
einkum eldra fólk, sem er á
mót-i þessari lokun. Yngra fólk-
inu viröist frekar standa á
sama. Annars hafa okkur borizt
ýmsar hugmyndir um aðrar leið-
ir, sem kannski værí hægt að
fara £ stað þess að loka alger-
lega. Sumir stinga upp á þvf,
að við sjónvörpum þrisvar i
viku, annan hvern dag. En ég er
hræddur um, að það yrðu
skrýtnar fréttir, sem kæmu út
úr þvi, ef fréttamennirnir þyrftu
ekki að fylgjast með fréttum
nema annan hvern dag.
Ef einhver breyting verður 1
framtíðinni á þessu sumarleyf-
ismáli, dettur mér helzt í hug,
að hún yrði á þann veg, að lok-
unartímabilið styttist eitthvað,
en þó er alft gersamlega 6-
á'kveðið í því sambandi.“
Pétur ságði, aö sjónvarpsfólk-
ið ætti yfirleitt 24 til 27 virka
daga í sumarfrt', og þeir, sem
vinna vaktavinnu, fá 7 daga í
viðibót. ,,Það er mikil hagræöing
fyrír okkur, að þetta fólk skuli
geta tekið siumarfriið í einum
hóp,“ sagði Pétur.
Þrátt fyrir sumarfríið verður
eitthvaö unnið að dagskrárgerö.
Til dæmis mun hópur manna
fara Kjöl og í óbyggðir til að
gera þátt undir umsjón Magn-
úsar Bjamfreðssonar.
Og að loknum sumarfrium,
1. ágúst, verður tekið til ó-
spilltra málanna við gerð sjón-
varpsþátta fyrir veturinn. - ÞB
„Að koma Reykjavík
inn í Íslandssöguna"
Bók um bæjarstjórn Reykjavikur komin út
Bæjarstjóm í mótun 1836—1872, |
heitir bók, sem komin er út á veg-
um Sögufélagsins, þar sem blrtar
eru fundargerðir bæjarsjómar
Reykjavikur frá þessu tímabili og
svo ýmis skjöl.
„Með þessu erum við að reyna
að koma Reykjavik inn í íslands-
söguna,“ sagði Bjöm Þorsteinsson
forseti Sögufélagsins á fundi, sem
efnt var til meö bl'aðamönnum i
tilefni útkomu bókarinnar.
Bæjanstjócn £ mótun ej- annað
bindið af Saifni til sðgu Reykjavík-
ur. Bökin er prýdd fjölda mynda,
og hún er 487 blaðsiður.
Það er Lýður Björnsson, sem
hefur séð um útgáfuna, en hann sá
einnig um útgáfu á þeirri bók, sem
áður er komin i sama flokki. — ÞB
• ^
| Risaálklumpar !
J Tvö tonn vegur hvert þessara
• álstykkja á myndinni, en þau
• vom söguð niður úr 3 metra
2 lönðum „barra“, sem vó 22
• tonn. Það, sem að lesandanum
2 snýr, er aðeins þverskurður af
• klumpnum.
• Risaklumparnir tveir, senni-
2 lega með stærstu álklumpum,
• sem steyptir hafa verið í heim-
• inum, vom gerðir í tilrauna-
• skynj eftir pöntun. Ætlunin er
síðar meir, að steypa klumpa
af sömu þykkt og sverleika, en
7 metra langa. En til þess að
lyfta svo þungum klumpum (ca.
50 tonn) upp úr steypumótun-
um, þarf sérstök lyftitæki, sem
álverið í StraumsVik bíður eftir
að fá send. — Síöar verða svo
klumparnir valsaðir niður í
þynnur á þykkt við pappír. —
GP
„Ég hef ekki heyrt af því, að nokkurs staðar hafi verið steyptir
svo stórir „barrar“,“ sagði Erlingur Gíslason, tæknifræðingur, sem
sýndi ljósmyndaranum klumpana.
Radar fyrir
norðan og
annarí'
Reykjavik
• Lögreglan á Akureyri byrjaði
radarmælingar við umferðar-
gæzlu í gær. Var radarinn stað-
settur í Þórunnarstræti í gærdag
og þann tfma, sem mælingar stóðu
yfir, voru 11 ökumenn stöðvaöir
fyrir of hraðan akstur.
Undanfarna daga hafa orðið
nokkrir árekstrar og umferðar-
óhöpp á Akureyri, þar sem orsak-
irnar hefur mátt finna í of hröðum
akstri.
Meðan íslenzka lögreglan hafði
aðeins einn radar til umráða, þótt-
ust ökumenn í Reykjavík alls ó-
hultir fyrir radarmælingum, j>egar
fréttist af því að radarinn væri
fyrir noröan.
En nú hefur lögreglan á Akureyri
fengið sinn radar til umráða, og
radarmælingar eiga sér jafnframt
stað á götum Reykjavíkur. — GP
Minni aðsókn
að morgun-
deildum
leikskólanna
Rýmkazt hefur aðeins á sumum
leikskólum borgarinnar og minni aö
sókn að morgundeildum en venju
lega. Þetta mun vera venjulegt fyrir
brigði á sumrin, þegar fólk fer i
sumarfrí, en hins vegar er þrýsting
urinn margfalt meiri en venjulega
á að koma börnunum inn, þegar
dregur að hausti í september.
Framkvæmdastjóri Sumargjafar
sagði í viðtali við Vísi, að alltaf
væri aðeins rýmra á vissum leik-
skólum á sumrin og nefndi sem
dæmi Brákarborg við Brákarsund.
Ekki vissi hann af hverju rýmk-
aðist á leikskólunum, taldi þó að
það hefði áhrif, að fólk færi í sum-
arfri og einnig kynni að vera, að
leikaðstaða barna úti hefði áhrif.
Nú fára sumarleyfi að hefjast á
leikskólunum og verða þeir lokaðir
ti'l skiptis í júií og ágiúst í 12—21
dag eftir því hve starfsfólk er
margt. —SB
Framkvæmdir við byggingu
nýja kerjaskálans í álverkinu i
Straumsvík ganga samkvæmt á-
ætlun, en gert er ráð fyrir að
hann verði tilbúinn fyrir haust-
ið 1972.
1. júli í fyrra. Fullgerður verður
skálinn 650 m langur með 120'
ker. Að honum viðbættum eykst
framleiðslugeta álversins úr 44
þúsundum tonna á ári í 77 þús.
tonn.
„Við munum senn hefjast
handa viö að klæða yfirbyggingu
skálans," sagði Vilhjá'mur Þor-
láksson, byggingameistari, 1
samtali við bim. Vísis.
Um 140 manns starfa að þess-
ari stækkun álversins sem hófst
Til viðmiðunar um stærð
þessa mannvirkis sagði Vilhjálm"
ur byggingameistari, að um
11.000 rúmmetrar af steinsteypu
færu i gerð grunns og unóir-
stöður kerjanna og um 2600
tonn af steypustyrktarjárni.
— GP
—»m-Ti
KERJASKALINN
HÁLFNAÐUR