Vísir - 22.07.1971, Blaðsíða 2
I
Var gift milljarðamæringi
framdi sjálfsmorð
nPalit'ha Getty varð 31 árs göm-
ul. Nú fyrir fáum dögum
lézt hún á sjúkrahúsi 1 Róma-
borg. eftir að ’.æknar þar höfðu
gert allt, sem í þeirra valdi stóö
til að bjarga lífi hennar. — Hún
hafði tekið inn mikinn skammt af
ávefn- og deyfilyfjum.
Talitha Getty virtist eiga flest
það, sem fólk dreymir um. Hún
Svona leit Talitha út árið 1966
skömmu áður en hún gekk í
hjónaband með Paul Getty
yngri, syni ríkasta manns I
heimi.
var fögur, rik og gift manni, sem
hún elskaði og hún átti son, sem
hún dáði. Hún átti hallir og lysti-
hús og íbúðir á f'.estum eftirsótt-
ustu stööum f heiminum.
Þrátt fyrir þetta framdi hún
sjálfsmorð. Hún gat ekki leng-
ur fylgzt með því lífi, sem vina-
fólk eiginmanns hennar lifir.
Hinn auðugi eiginmaður Talithu
heitir Paul Getty yngri, en hann
er sonur þess manns, sem talinn
er vera auðugasti maður í veröld-
inni.
ffivi Talithu er eins og heill-
■*andi ævintýr. ef endirinn er
undanskilinn. Hún var dóttir hol-
lenzks málara, fædd á Balí i Aust
ur-Indíum. Hún öðlaðist írægð,
þegar myndir áf henni töku að
birtast á forsíðum tízkublaöa á
borð við Vogue.
Hún varð eftirsótt fyrirsæta og
leikkona. Og það var árið 1965,
sem hún hitti Paul Getty yngri,
Þessi mynd var tekin árið 1968, þegar allt lék í lyndi fyrir
Talithu og hún hafði nýlega fætt soninn, Tara Gabriel Galaxy
Gramopiiione Getty.
Peter Falk
David Janssen
Shirley Mac-
Laine
KVIKMYNDASTJÖRN
URNAR SNÚA SÉR
AÐ SJÓNVARPINU
Anthony Quinn
Fjöldinn allur af helztu kvik-
myndastjörnunum hefur nú snúið
sér að því að leika í sjónvarps-
þáttum, enda þótt til þessa hafi
það veriö talið heldur ófínt í leik
ara hópi að starfa mikið fyrir sjón
varp, og raunar flestir hafi litið
á sjónvarpsleik aðeins sem spor
í áttina til frægðarinnar.
Tony Curtis hefur til dæmis
ekki gert annað að undanfömu.
Hann hefur nú nýlokið við að
leika í mikilli seríu ásamt Rog-
er dýrlingi More. Sú syrpa nefn
ist „Seinheppnar hetjur“, og hafa
sýningar nú verið hafnar í Dan-
mörku og líka þættimir „takk
bærilega".
Tony Curtis segir, að sér hafi
fallið vel að leika í þáttunum og
þessi sería verði ekki sú síöasta
sem hann komi til með að leika
í fyrir sjónvarp.
Það eru fleiri en Tony Curtis
sem hafa snúið sér að sjónvarp-
inu. Anthony Quinn, Henry
Fonda, Glenn Ford, Shirley Mac
Laine, James Stewart, George
Kennedy. Peter Falk og fleiri fást
nú sem næst eingöngu við sjón-
varpsleik.
Einn hinna nýju sjónvarpsþátta
heitir „Borgin“ og þar leikur
Anthony Quinn aðalhlutverkiö,
borgarstjórann í Alcala, sem hef-
ur stjórnað borginni í 16 ár. Erf-
iðir tímar renna upp, og borgar
stjórinn á í höggi við alls konar
vandamál og spillingu, auk þess
sem kosningar standa fyrir dyr-
um Jafnframt þessu hefur hann
ekki frið fyrir óðum morðingja,
sem er staðráðinn í að koma hon
um fyrir kattamef. Það virðist
mikið ganga á í þessum þáttum,
enda eru þeir vinsælir, og hvei
veit nema sjónvarpsmennirnir
hérna frétti af þessum þáttum ein
hvem tímann og fái þá hingaö.
Annar spennandi þáttur er
,,Sarge“, þar sem George Kenne-
dy leikur allóvenjulegan prest,
sem ekki er sérlega vandur að
meöulum, þegar um það er að
ræða að láta réttlætið sigra.
Og fleiri athyglisverðir sjón-
varpsþættir hafa nýlega verið
framleiddir, þótt hér verði hætt
upptalningunni.
en það var í móttöku, sem haldin
var til heiðurs ballettdansaranum
Rudolph Nurejev.
Paul var sonur ríkasta manns
í heimi, og þegar hann gekk að
eiga Talithu árið 196'6, komst hún
þar með inn i hinn þrönga hring
ríka fólksins, sem kallað er „the
jet-set“.
Henni fannst þó hiö ljúfa líf
ekki jafnskemmtilegt og venjulegt
fjölskyldulíf, og sonurinn Tara,
sem fæddist 1968 var henni allt.
T oks rann hjónaband hennar út
í sandinn. Það gerðist í októ
ber í fyrra. Upp frá því var Tal-
itha ekki hamingjusöm, en reyndi
án árangurs að gleyma öllum sín-
um vandræðum, en allt kom fyr-
ir ekki.
Þá ga? hún allt upp á bátinn. —
Hún tók svefnlyf og róandi lyf og
dó, án þess að læknar fengju nokk
uð að gert.
„Talitha var ekki nógu svöf“,
segja vinir hennar..